Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 4
Kaflar úr ferðabók Konrads Maurers Við höfðum fengið indælis lax í hádeginu og kaffi á eftir en fengum skyr og rjóma í kvöld- mat. Gestgjafi okkar, drukkinn og skítugur bóndi — en ég hitti ekki marga slíka á ís- landi — vildi reyndar að við svæfum í kirkj- Islandsvinurmn Konrad Maurer kom einu sinni til íslands, sumarið 1858, hélt dagbækur, skrifaði ferðabók frá íslandi, sem nýlega er fundin og væntanlegt er að komi út áður en langt um líður. Hér er gripið niður í hina fróðlegu frásögn Maurers. Sjá nánar um hann á bls 1. BALDUR HAFSTAÐ þýddi unni, greinilega vegna þess að hann fyrir- varð sig fyrir að láta okkur gista í hinum óhreinu húsakynnum sínum. En við afþökk- uðum, og ég gisti ekki í eitt einasta sinn í kirkju. Mér fellur ekki slík notkun á kirkjum nema ítrasta neyð bjóði, og íslendingar sjálf- ir kæra sig ekki heldur um slíkt. [...] Dag- inn eftir, þriðjudaginn 29. júní, komumst við frekar seint af stað. Við urðum að þiggja morgunverð og fengum enn einu sinni hinn ágæta lax. En greinilegt var að diskarnir höfðu ekki verið þvegnir, heldur sleiktir af hundunum á heimilinu. Fólkið var að vísu vinsamlegt og þjónustulipurt en svo hæg- gengt og óskipulegt að ekkert ætlaði að ganga." Þannig komst hin glöggi gestur, Konrad Maurar, að orði þegar hann lýsti heimsókn á bæ á Suðurlandi árið 1858. Ferðasaga Maurers er einstök heimild um land og þjóð. Höfundur bregður upp lifandi myndum af öllu sem fyrir augu og eyru ber og rifjar einnig upp gamlar og nýjar sagnir. Hér á eftir birtast glefsur úr ferðasögunni og ættu þær að gefa hugmynd um efni hennar, en sagan í heild er rúmlega 400 þéttskrifaðar síður. Fyrst skal staldrað við þriðjudaginn 27. júlí 1858 þegar Maurer leggur af stað frá Akureyri til vesturs eftir að hafa farið um Suðurland og síðan norður yfir Sprengi- sand. Með honum í för var landi hans, jarð- fræðingurinn Georg Winkler og tveir íslensk- ir fylgdarmenn, þeir Ólafur Ólafsson og Pét- ur Sigurðsson. Þriðjudaginn 27. júlí fórum við loks frá Akureyri. Fyrst þurftum við þó að pakka saman þungum stafla af bókum svo hægt yrði að senda þær með næsta skipi til Kaup- mannahafnar. Auk þess skrifaði ég smávegis hjá mér af fróðleik sem ég hafði snapað. Ég fékk t.d. þær upplýsingar hjá Sveini Skúla- syni [ritstjóra Norðra], sem ég spurðist fyrir hjá um kvæðið af Friðriki keisara barba- rossa, að þetta virtist vera eftir Guðmund Bergþórsson. Hálfdan Einarsson skrifar reyndar um Guðmund, sem dó árið 1705, án þess að nefna kvæðið og því er alls óvíst um höfundinn. Gestgjafi minn [Oddur Thorarensen apó- tekari] fræddi mig einnig dálítið um apótek- in og lyfjamálin. Eg komst að því að danska lyfjalöggjöfin gildir einnig á Islandi, en þó þannig að hækka má það verð sem gildir í Danmörku. Ég sá líka eintak af dönsku lyfja- reglugerðinni sem heitir „Pharmacopæa Danica, regia auctoritate a eollegio sanitatis regio Hauniensi anno 1850 edita; ed. sec- unda, 1857“. Þá komst ég og að ýmsu um illa framkomu hinna frönsku fiskveiðimanna sem svo oft koma til landsins. Kvartanirnar yfir þeim minna á svipaðar kvartanir sem til eru skráðar frá fyrri öldum um útlenda verslunarmenn. Stundum er um að, ræða hreint ofbeldi sem að hluta til stafar af ofsa sjóaranna en að hluta af vanþekkingu þeirra á þeim aðstæðum, sem ríkja í landinu, og skýrist af því að þeir geta ekki gert sig skilj- anlega á sinni framandi tungu. Stundum er um að ræða hrein svik sem þessir lúmsku útlendingar leyfa sér að beita við heimaalda bændur á afskekktum svæðum. Annars veg- ar er kvartað undan því að æðarfuglar, sem friðaðir eru samkvæmt íslenskum lögum, séu skotnir ásamt fé sem á fjalli gengur. Hinir útlendu sjómenn kunna að gera þetta í þeirri góðu trú að þetta sé bráð sem leyfilegt sé að veiða þar sem heimamenn aftur á móti telja að þar með sé brotið á grunvallarrétti Konrad Maurer rúmlega fímmtugur. þeirra. Sem dæmi um hrein svik mætti nefna að franskir sjómenn borguðu að sögn fyrir vörur sem þeir keyptu í Grímsey með glans- andi leikfangapeningum í stað gullpeninga. Grímsey er mjög sékennilegt fyrirbæri. Samkvæmt Jarðatali Jóns Johnsens eru 10 bæir á eynni og 60 íbúar. Hún er sérstakur hreppur og sjálfstætt prestakall og prests- setrið heitir því goðfræðilega nafni Miðgarð- ur. Vitað er að í byijun 11. aldar var eyjan almenningur og að Ólafur konungur digri gerði árangurslausa tilraun til að komast yfir hana. Síðar komst hún í eigu Munkaþver- árklausturs að hluta og Möðruvallaklausturs að hluta og eftir að klaustrin voru niður lögð varð hún konungseign. Jarðvegurinn í eynni kvað vera slæmur og gróður er sagður minnk- andi. Hinn litli fjárstofn, sem þarna er, kann að valda þessu á tvennan hátt: annars vegar ofbeitin, hins vegar áburðarskorturinn (Skv. nýjustu landshagstöflum, yfir árið 1859, eru þrír nautgripir í eynni, 201 sauðkind og eitt hross). Mikilvægari eru nytjarnar af sjófugl- inum, sem mikið er af í eynni, vegna eggj- anna og fiðursins, en einnig þessar nytjar eru sagðar fara minnkandi, að nokkru leyti vegna þess að úr berginu hefur smátt og smátt hrunið, þar sem fuglarnir verpa, en að nokkru leyti vegna skorts á reipum sem notuð eru þegar sigið er í bjargið við eggja- tekjuna. Þá er að geta fiskveiðanna sem eru mikilvægar, bæði hákarlinn og riklingurinn, en einnig selveiðar. Töflur sýna að fimm fjögra- og sexmannaför og sjö minni bátar eru í eynni. Fiskimiðin virðast aðallega nýtt frá landi. Skarfakál (Cochlearia officinalis) telst einnig til hlunninda, og sagt er fólkið, sem býr þarna við mjólkurskort og hefur auk þess óhreint og illa lyktandi vatn, blandi safanum úr skarfakálinu saman við drykkjar- vatnið. Þá er þarna skortur á eldiviði. Rekaviður- inn er lítill og hrekkur ekki til, ekki sauðatað- ið heldur, og því verður að notast við sjávar- þang og meira að segja fiður. Þegar auk þessa er haft í huga að aðkomumenn, sem dvelja í Grímsey, hafa oft veikst af skyrbjúgi og að samgöngur við meginlandið eru engar mikinn hluta árs vegna hafíss, þá fer maður að skynja betur, við hvílíka einangrun eyjar- skeggjar mega búa. En þessi einangrun er aðeins rofin á vertíðum og einstöku sinnum af heimsóknum franskra og áður hollenskra sæfara vegna góðs skipalægis úti fyrir. Grímseyjarprestar bera sig illa undan þess- ari einangrun. Ég sá á Akureyri núverandi prest í Miðgarði, séra Sigurð Tómasson. Hann var ansi vel við skál og stóð varla á fótunum, Sannarlega ófögur sjón; en slíkt verður skiljanlegra þegar manni verður hugs- að til hins dapurlega ástands sem prestur í Grímsey býr við (30. september 1841 fékk séra Jón Sveinsson brauðið, 3. júlí 1843 séra Jón Thorlacius, en hann kom ekki til starfa, 7. ágúst 1843 séra Guðmundur Jónsson, 24. júní 1846 séra Jón Jónsson en kallið varð aftur laust þegar hann fékk Barð í Fljótum; þessar upplýsingar eru úr Reykjavíkurpóstin- um; lengra get ég ekki fylgt þessari presta- röð). ';‘*S8Sw TÓBAKSDÓSIRNAR Það er gist á Steinsstöðum í Öxnadal eft- ir langan dag, hjá systur Jónasar Hallgríms- sonar og mági. Miðvikudaginn 28. júlí lét ég Winkler, sem ætlaði að gera rannsóknir á leiðinni, fara á undan með klyfjahestana. Þannig vannst mér tími til að koma nokkru lagi á dagbækurnar mínar en einnig að spjalla dálítið við gestgjaf- ann, hinn vinsamlega og skemmtilega um- boðsmann og alþingismann, Stefán Jónsson. Rannveig, kona Stefáns, er systir hins þekkta skálds, Jónasar Hallgrímssonar, en faðir þeirra var séra Hallgrímur Þorsteinsson, sem hafði verið aðstoðarprestur séra Jóns Þor- lákssonar á Bægisá. Fyrri maður Rannveigar hafði byggt hinn fallega bæ á Steinsstöðum, sem Stefán sýndi mér nú góðfúslega. Þá greip ég tækifærið til að forvitnast um ýmis- legt sem varðar búreksturinn. Ég komst t.d. að því að hér á landi er algengt að byggð séu fjárhús fyrir 30 gripi og hesthús fyrir aðeins fjögur hross, og er þá frekar troðið í húsin en ráðist í stækkun. Mér var gefin sú skýring á þessu að þannig væri þægilegra að beita búfénaðinum í hópum. Einnig komst ég að því að hér í Öxnadal væru afréttirnar bændaeign og að greiða yrði eigendum fyrir leyfi til að nýta þær; yfirleitt væru greiddir einn til tveir sillingar fyrir hvern grip. Asamt afréttinum væri einnig til almenningur sem nýttur væri af þeim sem ekki hefðu eigið beitiland. Að vetrinum væri vaninn að fóðra allan búfénaðinn. Klukkan var orðin 12 þegar ég loks sté á bak, en Winkler hafði farið kl. 9. Stefán fylgdi mér dágóðan spöl og á leiðinni fræddi hann mig um margt. Hann sýndi mér m.a. stóra gijóthlaðna rétt, sem notuð er við ítölu, þ.e. þegar talinn er sá fjöldi fjár sem rekinn er á afrétt frá hverjum hlutaðeiganda. Af nafn- inu rétt, sem gæti heitið afrétt ef hún stend- ur afskekkt [svo], virðist mér nafnið á heiðar- landinu, afréttinni, vera leitt. Leiðin inn dalinn er undurfögur. A hægri hönd, hinum megin við ána, er kirkjan á Bakka. Yfir henni og dálítið innar í dalnum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.