Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 6
Þjóðmálaþankar Valkostir unga fólksins Ungdómurinn hefir oft orðið tilefni þeirrar umræðu sem ég hef beitt mér fyrir í fjölmiðlum og annars staðar. Ungdómurinn er okkur mikilvægur, hjá honum liggur vaxtarbroddur sem meira er talað um en gert fyrir. Of oft er lögð áhersla á að dilla þessu góða fólki eða vernda það, fremur en byggja það upp með skipulegum hætti. í júlí birtust tölur sem gefa til kynna að fíkniefnaneysla veki meiri áhuga ungmenna í dag en áður og að þau eigi auðveldara með að nálgast efnið en fyrr. Tekið var sem dæmi að fjórðungur tiltekins aldurshóps hefði próf- að kannabisefni, í stað 21% fyrir tveimur árum. Aðstandendur rannsóknanna lýstu nokkrum áhyggjum af þessari aukningu. Það sem vakti athygli mína var þó að það var þessi litla aukning sem olli áhyggjunum. Mér fannst það miklu hrikalegra í hitteðfyrra að frétta það að 5. hver einstaklingur ákveð- inna aldurshópa kynni að hafa neytt kannab- isefna. Þá vekur athygli hve stórir hópar treysta sér til að útvega hverskonar ólöglega vímu- gjafa með stuttum fyrirvara, ef fé liggi á lausu. Ég reikna með því að þetta blási góðum mönnum byr í seglin í baráttunni við vímu- efnavandann. Ekki kæmi mér á óvart að herferðir fari af stað. En fæstir hygg ég að fari það einstigi sem mér hefur sýnst skila mestu. Það er að fjalla um jákvæða lífs- hætti, skapa foreldrum aðstæður til að sinna afkvæmum sínum, efla unglingastarf íþrótta- félaga, hverfísmiðstöðva og annarra félaga og byggja upp t.d. þannig samstarf skóla og félaga að það þyki heillandi kostur. Nú vill svo til að fæstum fínnst í raun spennandi að þvælast um miðbæ Reykjavíkur eða sambærilega staði, hangandi úti, drekk- andi eða „vímandi" og útaf fyrir sig að vera ekki að gera neitt. Hvers vegna eru menn þá að því? Tilgangurinn er væntanlega að hitta fólk, þroska sig og bindast böndum. En það eru flestir staðir heppilegri til þess en miðbæjar- kjamar seint að kveldi. Flestir þeir sem vinna við forvarnir benda á að starfíð þarf að hefjast snemma, t.d. hjá börnum 6-8 ára gömlum. Ákvarðanirnar sem leiða til vímuefnavanda einstaklinga eru tekn- ar um 12-14 ára aldurinn og þá þarf brynj- an að vera til staðar. Þeir benda einnig á að það þarf að hafa réttu fyrirmyndirnar og sýna fáránleika þeirra röngu. Hér má nefna t.d. muninn á knattspyrnumönnum s.s. Mara- donna og Pelé. Eða þá fyrirmynd sem Magn- ús Scheving er líklegur til að verða. Pelé er ekki einungis gömul knattspyrnuhetja og sögusögn um færasta knattspymumann allra tíma. Hann er einnig fyrirmynd íþróttamanna í lífemi og hugsun. Hann er íþróttamennskan holdi klædd. Magnús Scheving er slíkt dæmi hér á landi um sívinnandi íþróttamann sem alltaf er með karakterinn í lagi og hefur náð langt á því að púla. Fleiri garpa mætti nefna. Maradonna er aftur á móti snillingur með bolta en skortir íþróttamannslundina, bæði á velli og í einkalífi. Hans verður án efa minnst lengi sem snillings en aldrei verður hann fyrirmynd. Alheimsstjömur í körfubolta, fótbolta og hveiju sem er em bömum okkar mikilvægar því heldur viljum við að þau taki eftir slíku fólki en sukkumm. Þess vegna em beinar íþróttaútsendingar mikilvægar því þannig sjá þau það besta og geta líkt eftir því. Síðan höfum við okkar eigin stjörnur sem þau geta nálgast og séð og jafnvel unnið með. En þau þurfa að læra að íþróttirnar em tvíþættar. Hörkupúl fyrir þá sem ná lengst, ánægja og félagsskapur fyrir þá sem voru með og létu það nægja. Hvað skyldu margir knattspyrnu- menn hafa setið heima fyrir hvert lið sem komst í heimsmeistarakeppniná? Eða hversu margar skautadrottningar hafa setið eftir á móti þeim sem komust til Lillehammer? Ég hef aldrei skilið hvers vegna skólar og íþróttafélög, ásamt sveitarfélögum og ríki, hafa ekki tekið höndum saman í þessum málum. Alltof oft virðist sem menn séu að vinna hver í sínu horni og of oft vinnst lítið með því. Ég held að það þurfí samstillt átak margra í samfélaginu. Það ætti ekki að vera erfitt en það þarf að gera slíkt með myndarlegum hætti. Bestu forvarnirnar eru nefnilega þær sem beinast að því að búa til mynd af valkost- um sem börn og unglingar geta valið í stað vímugjafanna. MAGNÚS ÞORKELSSON kennslustjóri Menntaskólans við Sund. Glæpur og refsing Eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON Aseinasta hluta 18. aldar tengjast flestir atburðir hér á landi Skaft- áreldunum. Eitrið úr gos- stöðvunum dreifðist um allt land og féllu bæði menn og skepnur. Lögðu þá margir Skaftfellingar á flótta. Urðu sumir þeirra úti og nokkrir gengu aftur. Sels-Móri, sem lengi hélt til í Stokks- eyrarhreppi, á til dæmis upphaf sitt í pilti nokkrum sem kom flakkandi austan úr Skaftafellssýslu. Einar Eiríksson bóndi og formaður á Stéttum í Hraunshverfí, faðir Þuríðar for- manns, úthýsti pilti þessum er hann knúði dyra, klæðalítill og svangur. Varð piltur úti í hríðinni og ofsótti síðan Einar og afkomendur hans. Þá flýðu margir Skaftfellingar til Vest- mannaeyja. Var einn þeirra maður að nafni Sveinn Bjarnason, hæfileikamaður á ýmsa lund en svaðamenni í háttum. Sveinn bjó ásamt Guðríði konu sinni að Þórustöðum í Álftaveri þegar eldsumbrotin hófust. Þá misstu þau allan sinn bústofn nema eina kú sem þau seldu hálfdauða sér til bjargar. Síðan lögðu þau af stað fótgang- andi yfir Mýrdalssand með fjögur börn. Tvö þau yngstu dóu af vosbúð og hungri á ferðalaginu, en hin tvö fórust úr bama- veiki síðar. Sveinn og Guðríður voru því sárafátæk við komuna til Eyja. Fatnað og alla muni höfðu þau orðið að skilja eftir. Enga áttu þau gripi en höfðu eina útlifaða kú að láni, að því er prestur segir í umsókn um styrk þeim til handa. Gerðist Sveinn brátt tómthúsamaður að Bjargi. Hann sótti sjóinn af dugnaði og krafti þótt lítið fiskaðist, því eitrið úr gos- stöðvunum lagðist á fiskimiðin og hver vertíðin á fætur annarri brást. Tókst Sveini að eignast lítinn bát og réði hann til sín pilt er Gunnar hét og var Grímsson. Gunnar var óskilgetinn og hálf umkomulaus persóna í Eyjum. Hann var þrekmaður í vexti en vitgrannur mjög. Hann fermdist um tvítugt og er sagður skilningslítill í skýrslum. Jörð ein var skammt frá Bjargi og nefnd- ist hún Skjólhús. Jörð þessi var í eyði en heyrði undir konung. Gætti hennar gamall maður, Sigurður Björnsson að nafni. Sig- urður hafði verið hreppstjóri um hríð en var settur af vegna reikningsskila. Hann var kominn að fótum fram en sagður vel efnum búinn og bjó einn og yfirgefinn á þessari eyðijörð konungs. Nótt eina var veður ófýsilegt til sjósókn- ar. Treysti sér enginn til að róa. Bát Sveins var samt hvergi að sjá. Virtist mönnum sem hann og Gunnar hefðu róið og þótti ýmsum furðulegt því stormur var úr austri með regni og sjódrifi. Þessa sömu nótt lá Sigurður gamli Bjömsson nakinn í rúmi sínu og steinsvaf. Á meðan vindurinn gnauðaði úti og draum- arnir dvöldu í djúpum sorta var hann allt í einu tekinn heljartökum og barinn mörg- um sinnum með skóflu í höfuðið. Sigurður æpti máttvana röddu. Hann hélt að djöfullinn væri að vitja sín en þar sem hann lá í sárum sínum sá hann tvo menn hverfa á braut. „Gunnar!“ kallaði Sigurður lágri röddu, því hann þekkti luralegt göngulag hins vitgranna pilts. En ekkert heyrðist nema gnauðandi vindur og regn, fótatök sem hurfu á braut áður en hann féll í ómegin, inn í myrkrið þar sem vofumar búa. Þegar Sigurður komst aftur til meðvitundar varð honum ljóst að peningakistill hans var horfínn. Næsta morgun var bátur Sveins á sínum stað í uppsátrinu, en engum sögum fer af afla. Það var suddagrámi í loftinu og Ey- jarnar huldar þoku. Enginn var á ferli, en frá Skjólhúsum sást gamalmenni staulast yfir hlaðið, illa til reika með blóðtægjur á höfðinu. Þannig barðist Sigurður áfram og lét ekki staðar numið fyrr en hann stóð frammi fyrir sýslu- manni. „Fjárans óöld þetta er!“ Oddur sýslumaður leit upp úr skýrslu sinni til stiftamtmanns. „Áður gáfu þeir mjólkurkúnum soðna kútmaga, hrogn og þess háttar sjófang ...“ voru síðustu orð sýslumanns áður en hann stóð augliti til auglits við þennan gamla hruma mann sem sagði farir sínar ekki sléttar. „Fjárans óöld ...“ Peningakistill gamla mannsins horfínn og hann hálfdrepinn með barsmíðum. „Fjárans ...“ Sigurður vissi að árásarmennirnir voru tveir en gat aðeins bent á Gunnar, sem síðar var sóttur og hnepptur í varðhald. Nú er ekki gott að segja hve vel Sveinn hafði brýnt fyrir honum íjarveru þeirra úti á sjó eða hvað var að gerast í höfði hans. Hitt er víst að Gunnar játaði fljótt sök sína en kveðst hafa framið illvirkið samkvæmt skipun frá húsbónda sínum. Sagði hann Svein hafa verið hinn árásar- manninn. Hafði Sveinn gripið Sigurð og haldið honum á meðan Gunnar barði hann. Síðan hefði Sveinn tekið allt þýfíð en að- eins látið hann hafa sem samsvarar hálf- drættingslaunum. Dró Gunnar upp tvo silf- urpeninga til styrktar þeim framburði sín- um. Ekki fannst þýfið þó að Bjargi og kom það aldrei í leitirnar en Sveinn neitaði öllu. Kvaðst hann ekkert vita um illvirkið og því síður hafa tekið þátt í því. Væri þetta allt uppspuni þessa fáráðlings. Gunnar sat í varðhaldi en Sveinn gekk fijáls og reri til fískjar. Þóttist hann þurfa að veija sig fyrir sýslumanni og gekk um með byssu. Gortaði hann mjög af leikni sinni með hana. Oddur sýslumaður hafði flosnað upp frá laganámi í Kaupmannahöfn. Hann var ekki harður í horn að taka og lafhræddur við Svein og aðra óróamenn er þá óðu uppi í Eyjum. Lét Oddur ekki hneppa Svein í varðhald fyrr en hann fór að heyra á skotspónum að Sveinn hygðist brenna hann inni á heim- ili hans að Bjálkagerði. Þá var liðið hálft ár frá því að héraðs- dqmur felldi þann dóm yfír Sveini, að hann væri „höfuðmaður i morðingjaáhíaupi". Samkvæmt héraðsdómi var Sveini gert að erfíða í fjögur ár í Kaupmannahafnar- rasphúsi en Gunnar skyldi erfíða í jafn mörg ár í fangahúsinu í Reykjavík. Báðir skutu sakborningarnir máli sínu til Alþingis og voru fluttir á Þingvöll í járn- um. Sveinn hélt áfram að þræta, en allir dómararnir í Alþingisdómnum voru sann- færðir um að sakagiftir héraðsdómsins væru sannar. En á Alþingi var dómnum snúið við. Gunnar skyldi erfíða í íjögur ár í Kaup- mannahafnarrasphúsi en Sveinn jafn lengi í fangahúsinu í Reykjavík. Fer engum sögum af örlögum Gunnars, en aldrei snéri hann aftur til Islands og hefur að öllum líkindum veslast upp í rasp- húsinu einsog svo margir landar hans, en Sveinn var sendur í fangahús Reykjavíkur. Á meðal samfanga Sveins voru Arnes Pálsson útileguþjófur, sem um skeið hafði verið í slagtogi með Fjalla-Eyvindi, og Hólmfríður Jónsdóttir, húskona frá Múla- koti í Reykjavík, sjálf hóran Babílon í aug- um réttvísinnar, dæmd fyrir ijögur frillu- lífsbrot. Væri tilvist hennar varla í frásögur fær- andi ef ekki hefðu hún og Sveinn Bjarna- son fellt saman hugi sína í fangavistinni I Mynd: Búi Kristjánsson og það af slíkri alvöru að Sveinn hélt ekki til Eyja að lokinni prísund sinni í Reykja- vík heldur fluttist inn í Múlakot til Hólm- fríðar. Á meðan Sveinn dvaldi í fangelsinu hélt Guðríður, kona hans, framhjá honum með bónda nokkrum í Eyjum og eignaðist með honum tvíbura. Er Sveini bárust þau tíðindi til eyrna krafðist hann skilnaðar og var hann veittur þar eð Guðríður var fallin í hórdóm. Skömmu síðar giftust þau Sveinn og Hólmfríður og fluttust til Eyja með þau ijögur börn sem Hólmfríður átti með jafn mörgum mönnum. Gerðist Sveinn aðstoðarmaður í Danská- garðinum við verslun þeirra Uffe og Holg- ers Petræusar, en Hólmfríður dó ári eftir að þau fluttu til Eyja. Fluttist Sveinn þá að Skjólhúsum, á auðu konungsjörðina skammt frá Bjargi þar sem Sigurður Björnsson lá nakinn í rúmi sínu eina stormsama nótt, en Sigurð- ur dó sama ár og hann hlaut áverkana þó ekki væru þeir banamein hans heldur sótt- veiki. Sveinn byggði Skjólhúsajörðina upp, kvæntist vinnukonu sinni og barnaði hana. Svaramenn hans voru sýslumaðurinn, sem tók við af Oddi, og hreppstjórinn. Samhliða verslunar- og bústörfum sótti Sveinn sjó á vertíðum, var oft réttarvottur og lauk sínum ferli sem hreppstjóri. Höfundur er rithöfundur. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.