Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 1
ORGUNBLAÐS Stofnuö 1 92 5 33. tbl. I. OKTÓBER 1994 -69. árg. Reykvíkingar - einkum konur - vinna við fiskbreiðslu á Kirkjusandi skömmu Mótekja í Laugarnesi. Kol tifölduðust í verði á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fiskverkunarstöð Th.Thorsteinssonar og þá kom sér vel að eiga aðgang að mógröf. var með umfangsmikla starfsemi á Kirkjusandi á árum fyrra heimsstríðsins. Dýrtíð og neysla á árumim 1914-1918 Fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1914 og stóð í fjögur ár. Hér á landi hafði styrjöldin magvís- leg áhrif en það sem einkum snerti almenning þegar á leið var skortur á nauðsynjavörum og óheyrileg dýrtíð. Fyrsta styrjaldarárið urðu ís- Það var þó ekki dýrtíðin sem reyndist almenningi verst á styrjaldarárunum heldur skorturinn og þá einkum á kolum, olíu og öðru eldsneyti. Opinberir embættismenn urðu einna verst fyrir barðinu á dýrtíðinni því laun þeirra fylgdu ekki þróun verðlags. Eftir JÓN ÓLAF ÍSBERG lendingar ekki varir við stríðið, þó fórst tog- arinn Skúli fógeti um haustið með fjórum mönnum. Margir óttuðust skort og yfirvöld sendu erindreka til Vesturheims til vöru- kaupa. Erfiðleikarnir létu þó bíða eftir sér og það var hald sumra að gósentímar væru framundan hjá íslensku þjóðinni. í Árbókum Reykjavíkur eftir Jón Helgason biskup segir m.a. um árið 1915. „Allt þetta ár var mesta góðæri fyrir alla, sem sjó stunda, enda fór saman mikill afli (þó einkum á botnvörpungum og vélbátum) og ódæma hátt verð á öllum sjávarafurðum." Þetta ár var síðasta góða árið og umskiptin urðu mikil á næsta ári, árinu sem prófessor Jón varð biskup. „Dýrtíð var mikil. Flestar nauð- synjavörur, útlendar sem innlendar, í afat'háu verði. Á þessu ári fóru erfiðleikar vegna ófriðarins á meginlandi álfunnar sívaxandi, sérstaklega vegna hækkandi verðs á öllum aðfluttum vörum (var í árslok talið, að verð- hækkun á erlendum nauðsynjavörum næmi 80% frá því ófriðurinn hófst).“ Erfiðleikarnir áttu heldur betur eftir að aukast en e.t.v. fannst mönnum árið 1916 einkum slæmt vegna þess hve árið 1915 var gott. I tölum talið má nefna að verg þjóðar- framleiðsla jókst um tæpan fjórðung árið 1915 frá árinu á undan, lækkaði lítillega árið 1916 en síðan kom skellurinn þegar hún féll um fímmtung árið 1917. Þjóðarfram- leiðslan minnkaði enn árið 1918 en síðan varð uppsveifla við lok stríðsins. Það var síðan í bjartsýni ársins 1919, fyrsta ár full- veldisins, að menn keyptu sér togara á upp- sprengdu verði og lögðu út í ýmis fjárfesting- arævintýri, sem síðan komu þeim í koll á næstu árum þegar stutt en djúp eftirstríðs- kreppa reið yfir. Þegar þessi ár, þ.e. 1914 til 1920, eru reiknuð saman kemur í Ijós að árlegur meðalvöxtur þjóðarframleiðslunnar var í mínus um 1,1% en frá aídamótum hafði vöxturinn verið að meðaltali rúm 3% og var 4,5% næsta áratug á eftir. Þessar tölur einar og sér segja okkur kannski ekki mikið en „að baki öllum hagtölum slær mannshjarta" og þessar sveiflur í efnahags- lífinu höfðu gríðarleg áhrif á afkomu al- mennings. Islendingar þraukuðu og reyndu að gera sitt besta þó ástandið væri ekki björgulegt og Jón biskup lýsir m.a. fyrsta embættisári sínu_ þannig: „Á þessu ári fór fyrir alvöru að verða vart afleiðinganna af ófriðarbrjálæðinu úti á meginlandi álfunnar. Framan af, sérstak- lega fyrstu mánuðina, gætti lítt skorts á nauðsynjavörum. En þegar kom fram í febr- úar, stöðvuðust allar samgöngur milli ís- lands og Norðurlanda, en því olli herkví, sem Þjóðveijar lögðu Bretland. í lok marzmánað- ar ... gengu Bandaríkin í ófriðinn. Við það tepptust skip, sem landstjórnin hafði á leigu, vestan hafs, hlaðin matvöru og steinolíu, og fengu ekki heimfararleyfi fyrr en eftir 6-7 vikna bið vestra. Af þessu leiddi hér heima tilfinnanlegan skort á steinolíu, svo mörg þilskip urðu að hætta veiðum í bili... En þrátt fyrir alla erfiðleikana varð hér þó aldr- ei neinn alger skortur á nauðsynjavörum þeim, er mest var þörfin fyrir... Vegna hins háa farmgjaids og hernaðarvátrygginga á skipum og farmi hækkuðu allar aðfluttar vörur svo gífurlega í verði, að samsvaraði allt að 200% hækkun á nauðsyniegustu vör- um frá því verði, er var á þeim í byrjun ófriðarins. Og vörur eins og kol og salt tíföld- uðust í verði, miðað við sama tíma. Land- stjórnin sjálf varð að setja á stofn verslun með nauðsynjavörur (matvörur, kol salt og steinolíu), og eins vartekin upp vöruskömmt- un í stórum stíl... Vegna ófriðarins voru ýmsar bjargráðanefndir skipaðar á árinu, t.a.m. verðlagsnefnd, húsaleigunefnd og dýrtíðarnefnd." Jón biskup hefur sennilega ekki séð ástæðu til að vera sífellt að skrifa um vand- ræði þessa efnislega heims því árið 1918, sem var þó líklega einna erfiðast, segir hann aðeins: „I bænum var tilfínnanlegur eldivið- arskortur og kol, meðan fáanleg voru, í ógegndarverði.“ Og árið 1919 segir hann: „Flestar vörur í háu verði, sem þó fór hækk- andi, nema á kolum, sem nú lækkuðu all- mjög úr því geipiverði, sem þau voru í árið áður.“ Eftir þetta er sjaldan minnst á efna- hagslega örðugleika í Árbókum Reykjavíkur og svo virðist sem kreppuárin á fjórða ára- tugnum hafi verið hæg og róleg I huga bisk- ups. II. Það var þó kannski ekki dýrtíðin sem reyndist almenningi verst á styijaldarárun- um heldur skorturinn og þá einkum á kolum, olíu og öðru eldsneyti. Opinberir embættis- menn urðu hins vegar einna verst fyrir barð- inu á dýrtíðinni því laun þeirra fylgdu ekki þróun verðlags andstætt flestum öðrum sem fengu nokkra bót. Þeir létu þó ekki mikið í sér heyra enda var það ekki til siðs á þessum árum og allra síst af embættismönnum sem almennt voru taldir vel launaðir og hver sá sem fékk embætti var talin með heppnustu mönnum þessa heims, ef ekki gott betur. Síðla sumars árið 1917 sendi háskólaráðið ríkisstjórn og Alþingi bréf þar sem óskað var eftir úrbótum í launamálum vegna dýr- tíðarinnar. Ekki varð vart neinna viðbragða frá yfirvöldum og tóku háskólakennarar þá. við að rannsaka málið til að geta sýnt fram á hvernig högum þeirra væri háttað. Vorið 1918 sendi háskólaráðið fjái'veitinganefnd- um Alþingis og ráðherra bréf með útreikn- ingum sínum og tillögum til úrbóta. En þeir hugsuðu ekki eingöngu um eigin hag heldur óskuðu þeir einnig eftir auknum framlögum í náms- og lnísaleigustyrki handa stúdentum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.