Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 8
Þorp í Færeyjum. Talan 60 og land- námið í Færeyjum IFæreyjum kom á liðnu ári út merkileg bók, sem stjaka ætti rækilega við hugmyndum vorum um landnám íslands. Nefnist bókin „60-talssystamet og det færöske landnam“ og er eftir Kjartan Danielsen (Eget forlag, Tórshavn 1993). Er Kjartan Til að skilja fornt táknmál talna verður að minnast þess meginatriðis, að merkingar talna breytast ekki með tugum, hundruðum eða þúsundum. Þannig er 216 „sama talan“ og 2160,21600 og 216000. Það eina sem breytist er tala eininganna sem taldar eru, ekki eðli tölunnar. Eftir EINAR PÁLSSON Danielsen stærðfræðingur, sem kennir við Menntaskólann í Þórshöfn, og rannsakar mál, vog og vegalengdir frá elztu tíð. í stuttu máli kemst hann að því, að helztu stærðir og hlutföll allt frá landnámi séu byggðar á „60-talssystemet“ og þykir honum það orð skýra sig sjálft. Danskir stærðfræðingar eru þó ekki á sama máli, og spyrja: 60-talssy- stemet hvað er það? Hefur Kjartan lent í deilum út af þessu, og raunar allri framsetn- ingu bókar sinnar. Og má þó segja að ein setning skýri til fulls þá merkingu sem Kjartan leggur í orðið: Ef talan 60 var gnin- neining í máli, vog og vegalengdum við færeyska landnámið skiljast ótal dæmi sem menn hafa ekki áður fengið botn í. Svo ein- föld er í rauninni skýringin. Annað mál er að íslendingar kynnu að stöðvast við hugmyndir Kjartans um land- nám íslands, sem mörgum munu þykja bros- legar: „Det var færinger, der fandt Island, og sandsynligvis var de islandske land- namsmænd först og fremmest færinger". Það er skemmtilegt að lesa þetta, þótt flest- um löndum vorum muni þykja Kjartan hér hrokkinn í baklás, „selvfölgelig var det fær- ingeme der fandt Island" (s. 90-94). En þetta minnir ekki lítið á bollaleggingar Is- lendinga sjálfra um Eirík rauða og Leif heppna; voru þeir íslendingar eða Norð- menn? „Vitanlega" voru þeir íslendingar, synir íslands, sonarsynir Noregs, það jaðrar við landráð að segja annað og leyfi sér eng- inn slíka ósvinnu. Svo að flestir ættu að skilja framsetningu sagnfræði þessarar teg- undar af sjónarhóli Færeyings. Meginatriðið í bók Kjartans varðar hins vegar stærð- fræði fornmanna; allt annað er aukaatriði, og þar fínnum vér býsna forvitnileg umhugs- unarefni. Talan 60 Það væri að æra óstöðugan, ef telja ætti upp öll þau mál sem Kjartan Daníelsen telur byggjast á tölunni 60, og verður að lesa bók hans til þess. Sem dæmi mætti nefna að hann setur upp formúluna 1 forngilt gull= 120 skinn=60 álnir vaðmáls (orðið „forngild“ vírðist merkja fornt gildi gulls og vera eins- konar staðall) (s. 13). Þá teiur hann að 1 (gamall) faðmur jafngildi 60 þumlungum (s. 16). Vissar skiptingar sér hann að býggjast á tölunni 60 t.d. 10 faðmar-15 faðmar-30 faðmar-60 faðmar-90 faðmar-120 faðm- ar-150 faðmar og 180 faðmar (þ.e. þeir sem sigu í björg notuðu ekki tölurnar 12-24-36 og ekki heldur 20-40-80 faðmar) (s. 21). Þá gefur hann upp gildin 1 stykki=l snæris- lengd=60 faðmar fyrir fjarlægðir (s. 22) og kemst að því að vog með 10 lóðum sem fannst í Hringaríki í Noregi hafi verið byggð á grunntölunni 60 (s. 23). Að auki nefnir hann m.a. að 1 askur=l/8 tunna sé 60 pelar, og að 1 mjöltunna hafi haft verðgildið 60 skinn (s. 39). Um sjávarfang setur hann upp form- úluna 15 skinn=l vog af fiski=60 merkur físks. Og í verzlun með vaðmál gildir formúl- an 1 forngilt gull=60 álnir vaðmáls=l strangi vaðmáls. Nægja þessi dæmi um notkun tölunnar 60 vonandi að því er við kemur Færeyjum. Til Islands snýr Kjartan sér að nokkru og minnir á það að í „Árnesingaskrá" (sennilega hin eldri, 1375) hafi 1 mörk hreins silfurs verið 60 aurar og land mælt í „60-hundr- að“: „Den oprindelige islandske jordværdien- heder var saaledes „forngild" og „60 forn- gild““ (s. 67). En merkilegasta niðurstaða Kjartans er, að upphaflega hafi Færeyjar verið deildar niður í 36 landnámsbýli, og að hvert býli hafi verið metið til 60 marka gulls (s. 97). Og síðan setur hann upp formúluna 1 mörk lands (jord)= 1 mörk gulls og 1 landnáms- jörð= 60 merkur lands (jord). Svo mikillar samkvæmni verður Kjartan Danielsen var við í landnámi Færeyja, að hann hyggur beinlínis að allt landnámið hafi verið skipu- lagt fyrirfram sem kerfi. Gagnstætt íslandi sem var numið á 60 árum, hafi Færeyjar nánast verið teknar til búsetu á „einum degi“. 36 voru upphaflegu landnámsjarðirnar, að dómi hans, hver jafnvirði 60 marka gulls= 60 marka lands. Þetta gerir töluna 2160 - sem Kjartan nefnir ekki sérstaklega. En Kjartan getur sér þess til, að tveimur mönn- um hafi verið ætluð búseta á hverri mörk jarðar: „Dette giver 4.320 mennesker for hele Færöerne" (s. 128). NiðurstöðurRím Þessi meginniðurstaða Kjartans Daniel- sens kemur svo einkennilega heim við niður- stöður RÍM (Róta íslenzkrar menningar) að mönnum hlýtur að verða starsýnt á þær. íslenzkur sagnfræðingur sem vakti athygli mína á bók Kjartans hugði einfaldlega að Færeyingurinn hefði tekið niðurstöðurnar úr bókum mínum. En það getur vart verið, þá hefði hann lagt megináherzlu á töluna 2160. En þeirri tölu beinlínis sleppir Kjartan, sem slíkri (beitir henni ávallt sem 36x60). Auk þess beitir Kjartan gjörólíkum vinnuaðferð- um, og forsendur hans eru allt aðrar. Svo að dæmi sé tekið hafði ég aldrei hugsað mér að stúdera tölur eða stærðfræði neins konar; mitt starf hefur alla ævi verið að greina sundur íslenzkt táknmál og merkingar þess. En Kjartan Danielsen er stærðfræðingur og vegur og metur tölur að hætti slíkra, enda þótt hann komist alvarlega upp á kant við Tilgátan um upphaflega skiptingu Suð- vesturlands samkvæmt RIM. Byggt var á tveim tölum, 216,000 (fetum) í Rang- árhverfi og 432,000 (fetum) frá land- námi Skallagríms til Ketils hængs. Noröuroyar Tilgátan um Landnámsbýlin 36 í Fær- eyjum. Hvert um sig var metið til 60 marka gulls=60 marka lands. Heildar- talan við landnámið var 2160 (merkur lands). 4320 manns var ætluð búseta á 2160 mörkum lands. Matematisk Institut í Danmörku út af verk- lagi. Til að skilja fornt táknmál talna verður að minnast þess meginatriðis, að merkingar talna breytast ekki með tugum, hundruðum eða þúsundum. Þannig er 216 „sama talan“ og 2160, 21600 og 216000. Það eina sem breytist er tala eininganna sem taldar eru, ekki eðli tölunnar. Þessi hugsun virðist alveg hafa farið forgörðum i nútíma stærð- fræði. Kjartan Danielsen hefði sennilega komizt hjá allnokkrum hremmingum, ef hann hafði notað orðið „sexundarkerfi“, sem beitt er í RÍM, sexadesimal system á ensku. Þetta kerfi þekkja allir stærðfræðingar og skil- greiningin í orðabók Websters er einmitt að það sé byggt á tölunni 6 eða 60. Það er þetta kerfi sem ég þóttist greina í fórum landnámsmanna íslands forðum; óþarfi sýn- ist í rauninni að amast við orðanotkun í rit- gerð Kjartans Danielsen. En ýmsu missir Kjartan af beinlínis af vegna þess að hann hyggur ekki nægilega að grunneiningunni 6. Niðurstaða RIM er í stuttu máli, að land- nám íslands (og mörkun Alþingis) hafi ann- ars vegar verið byggt á tölunni 216,000 og hins vegar á tölunni 432,000. Ég komst að þessari niðurstöðu áður en ég kynntist töl- vísi að neinu marki, ég kunni ákaflega lítið í stærðfræði og þekkti í byrjun ekkert til mikilvægis þessara eininga í hugmyndaheimi fornmanna. Þær fundust við rannsókn tákn- máls, nánar til tekið við hugsanlega notkun rúna, ekki við athugun á stærðfræði máls og vogar. ElNSTAKAR LAUSNIR Hversu einkennilega niðurstöðurnar í Fær- eyjum koma heim við ályktanir RÍM sjá menn á eftirfarandi: 1. Báðar tölurnar, 216 og 432, eru mikil- vægar, og þótt talan 4320 sé sögð hrein ágizkun hjá Kjartani, er hún fullrar umþenk- ingar verð. Alþingi var byggt á báðum þess- um tölum samkvæmt tilgátum RÍM, sömu- leiðis landnámið. Nánar til tekið var landnám- ið í Rangárhverfi miðað við töluna 216,000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.