Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 2
Matarkarfan 1914 % □ Magn Verðmæti Kornvörur Mjólkurvörur Kartöflur Fiskur Sykur Nýlenduvörur Útgjöld heimilisins 4000/ 3500 I JV Skattar og tryggingar Menning oþh. Húsnæ&i Vinnukona Fæ&i Fatna&ur Ýmislegt Alþingi samþykkti að veita háskólanum dýrt- íðaruppbót á styrki handa stúdentum svo þeir hrökkluðust ekki frá námi. Það sem háskólaráðið gerði var að afla upplýsinga um áætlaða árseyðslu á embætt- ismannaheimili í Reykjavík árin 1914 og 1918, miðað við verðlag þess tíma (tafla 19), og sundurliða nákvæmlega áætlaða matareyðslu á þessu heimili (tafla 2). Embættismaðurinn hafði einungis 4.000 kr. í laun, a.m.k. borgaði hann tekjuskatt af þeirri upphæð, þannig að annað hvort hefur hann haft einhverjar auka sporslur eða einfaldlega eytt um efni fram. Árið 1918 höfðu útgjöld heimilisins aukist í 8.229,99 kr. en launin ekkert hækkað, að vísu bætt- ust við dýrtíðaruppbætur en af þeim borgaði hann ekki skatt, og líklega hafa þær verið um 600 kr. Flestir prófessorar við háskólann höfðu tæpar fjögur þúsund krónur í laun árið 1918, dósentar nokkuð minna og nokkrir höfðu einhveijar aukatekjur, þó einkum læknarnir, en það taldi háskólaráðið ekki til góðs, „enda ekki hollt aðalstarfinu að starfsmaðurinn hafi mörg járn í eldinum í einu“. Eins og fram kemur á töflunni um út- gjöld heimilisins voru þau rúmar 4.300 kr. árið 1914 en sami embættismaður „getur ekki komist af með minna“ en 8.230 kr. árið 1918, sem er nálægt því að vera tvöföld- un. Dýrtíðin og skorturinn snerti fleiri en háskólamenn og ríkisvaldið hafði farið þá leið að borga embættismönnum sérstaka dýrtíðaruppbót á laun. Þessi launauppbót var þó það naumt skömmtuð að hún dugði eng- an veginn, auk þess sem hún var „lækkuð eftir því sem dýrtíðin svarf fastar að“. Launamál ríkisins á þessum árum voru álíka skipuleg og þau eru í dag en „lögmæld" prófessorslaun voru 3.400 kr. og laun dós- ents voru 2.800 kr. í rauninni voru sex pró- fessorar með þessi laun, tveir voru með 1.000 krónum meira og einn með 400 krónum minna og laun dósentanna voru álíka nálægt „lögmældum“ Iaunum. í skýrslu háskólar- áðsins segir: „Minna má á það í þessu sam- bandi, að einn af prófessorunum hjer hefir nú 6.000 kr. árslaun, og að þing og stjórn hefir bætt 1.000 kr. við árslaun eins dósents- ins, sem hafði 4.000 kr. laun undir. Geta má þess og, að skrifstofustjórinn við lands- verslunina, komungur maður, mun hafa eða hafa haft rúm 6.000 kr. árslaun.“ Skrifstofustjórinn var Héðinn Valdimars- son þá nýkominn frá námi í hagfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Nefna má að laun vinnukonunnar, sem var á embætt- ismannaheimilinu, var 130 kr. á ári 1914 og hækkaði i 200 kr. árið 1918 en gera má ráð fyrir að það hafi verið bein laun og fæði og húsnæði innifalið. Tímakaup hafnar- verkamanna í Reykjavík var 35 aurar árið 1914 en hækkaði í 75 aura árið 1918 þann- ig að laun þeirra hafa verið um helmingur af launum háskólakennara, ef þeir hefðu haft stöðuga vinnu allt árið sem ekki er lík- legt. III. Nú voru kennarar háskólans ekki að fara fram á nein ósköp eða vaða uppi með heimtu- frekju heldur sýndu þeir fram á að nauðsyn- legt væri að launa þá almennilega. Þeir bentu m.a. á að „starfsmaður almennings á vænt- anlega ekki síður en starfsmaður einátakl- ings, heimtingu á viðunanlegum launum fyr- ir viðunanlegt starf,“ og þar voru þeir ekki einungis að benda á hvað laun tíðkuðust í einkageiranum heldur einnig á launaskriðið sem var á þessum tíma. Háskólamennirnir töldu hóflegt að prófessorar fengju um 5.000 krónur og þau laun mundu hækka með aukn- um starfsaldri í mest 7.000 krónur en dósent- ar fengju nokkru lægri laun. Þessi laun voru svipuð og æðstu embættismanna, t.d. háyfir- dómara (þetta er fyrir daga Hæstaréttar), skrifstofustjóra (sem nú heita ráðuneytis- stjórar) og hagstofustjóra, en jafnfram benti háskólaráðið á að ,jöfnuði muni naumast verða komið á launamálið, fyrr en breytilegt verðlag er látið ráða þeim. Með því eina móti fæst sæmileg trygging fyrir því, að starfsmenn þjóðarinnar fái þau kjör, sem þeir þurfa til sæmilegrar framfærslu, og eigi meira“. Hér var í raun verið að fara fram á vísi- tölubindingu launa og hvorki meira né minna, þ.e. þeir gerðu ráð fyrir að þegar verðlag lækkaði þá lækkuðu einnig launin, og verður það varla talin frekja. En þessir vísu menn vissu allt um breiðu bökin, válind veður, erfiða tíma, bága stöðu ríkissjóð o.s.frv., þannig að þeir fóru einungis fram á fjórð- ungs launahækkun, þótt allur tilkostnaður hefði sannanlega hækkað um tæp 100%. Það var sama hvemig sparað var endar náðu ekki saman og þeir sem ekki áttu efnaða að, höfðu einhveijar eignir sem gáfu tekjur eða voru í aukavinnu á fullu urðu að taka lán. Raunin var sú að fjölmargir embættis- menn voru skuldum vafnir á þessum árum, og dæmi em um embættismenn sem hættu störfum vegna lélegra Iauna, enda hefur launapólitíkin sjaldan verið raunsæ þegar ríkisstarfsmenn eiga í hlut (eins og berlega hefur komið í ljós á undanförnum misser- um), og er þó síst verið að oflofa hluti ann- arra. Tafla 1. Áætluð útgjöld embættismannaheimilis í Reykjavík með 6 manns í heimili. Karlinn var 45 ára, konan 38 ára og börnin 15, 10 og 7 ára, auk vinnukonu. 1. Ábyrgðargjöld (Ekkju- og sjálfsti-ygging, sem voru lögboðnar ti’yggingar, og bruna- trygging.) 389,40 kr. 2. - Blöð (Dagblað, vikublað, mánaðarblað og myndablað.) 30 kr. 3. Bækur, tímarit og bókband. 90 kr. 4. Bæjargjöld (útsvar 3%) 120 kr. 5. Eldiviður (kol, mór, uppkveikja og suðu- gas) 265 kr. 6. Fatnaður (Húsbóndi: 1 fatnaður og hluti yfirhafna (vetrar-, sumar- og regnfrakka, sem gert var ráð fyrir að entist í 5 ár nema regnfrakkinn í 3 ár), nærfatnaður, 2 pör sokkar, vettlingar, 6 flibbar, 3 handlín, 2 hálsbönd og 1 hattur. Samtals 260 kr. Hús- móðir: 1 fatnaður, 1 yfirhöfn, hattur, nær- föt, sokkaplögg og vettlingar. Samtals 175 kr. Börn: Fatnaðuf á 4 böfhj yfirhafnir og regnföt á 3 börn en sokkaf, liasfföt, vettling- ar og höfuðföt fyrir 4 börn. Samtals 375 kr. Verðlagið er miðað við árið 1918 en ekki er gefíð upp verðlag 1914 en þessi lið- ur hækkaði um rúm 100% milli áranna.) 400 kr. 7. Ferðalög (ein vagnferð í grenndina með alla fjölskylduna) 25 kr. 8. Félög 25 kr. 9. Gjafir og guðsþakkir 90 kr. 10. Hjú (vinnukona) 130 kr. 11. Húshald (sjá nánari sundurliðun í töflu 2.) 1.414,66 kr. 12. Húsaleiga 600 kr. 13. Landsskattar (tekjuskattur 1,1%) 45 kr. 14. Ljósmeti (steinolía) 60 kr. 15. Læknir og lyf 70 kr. 16. Prests og kirkjugjöld (borgað fyrir 4) 12 kr. 17. Skemmtanir (Leikhús, samsöngur ofl.) 50 kr. 18. Skófatnaður (Handa hvoru hjónanna 1 stígvél, 2 sólanir og 1 skóhlífar. Handa hveiju barni 2 stígvél og 3 sólanir) 115 kr. 19. Tóbak (Reyktóbak og vindlar) 74 kr. 20. Ýmislegt (í þessunl lið er talinn skóla- kostnaður, sápa og annað til þvotta, rakst- ur, klippingar, böð, sími, burðargjald, skó- sverta og ofnsverta, viðhald og viðgerðir húss og húsgagna o.fl.) 350 kr. Samtals 4.355,06 kr. Tafla 2. Áætiuð matarneysla á ári á embættis- mannaheimili í Reykjavík með 6 manns. 1. Rúgbrauð (3 kg) 420 stk. 2. Franskbrauð (500 g) 210 stk. 3. Rúgmjöl 12 kg 4. Hveiti 72 kg. 5. Hrísgijón 36 kg. 6. Sagógijón 6 kg. 7. Hafragtjón 84 kg. 8. Kartöflumjöl 6 kg. 9. Baunir, heilar 6 kg. 10. Kartöflur 300 kg. 11. Gulrófur 90 kg. 12. Kál (hvítkál) 24 kg. 13. Þurrkaðir ávextir (t.d. epli) 6 kg. 14. Rúsínur 9 kg. 15. Sveskjur 9 kg. 16. Melis, höggvin 90 kg. 17. Strausykur 60 kg. 18. Púðursykur 30 kg. 19. Kaffi, óbrent 6 kg. 20. Kaffi, brennt 18 kg. 21. Kaffibætir 12 kg. 22. Te 3 kg. 23. Súkkulaði 3 kg. 24. Kakaó 6 kg. 25. Smjör, íslenskt 60 kg. 26. Smjörlíki 60 kg. 27. Tólg 24 kg. 28. Nýmjólk 900 1. 29. Mysuostur 12 kg. 30. Mjólkurostur 12 kg. 31. Egg 12 kg. 32. Nautakjöt 30 kg. 33. Kindakjöt, nýtt 90 kg. 34. Kindakjöt, saltað 210 kg. 35. Kindakjöt, reykt 24 kg. 36. Fiskur, nýr 360 kg. 37. Saltfiskur, þorskur 60 kg. 38. Trosfiskur 60 kg. 39. Matarsalt 12 kg. 40. Ýmislegt (Hér var talið til krydd, sæt saft, laukur, ávextir ofl. sem samanlagt kostuðu álíka og saltaða kindakjötið, sem var dýrasti einstaki liðurinn að nýmjólkinni frátalinni.) Höfundur er sagnfræöingur. TRAUSTI GUNNARSSON Heimþrá Þið vindar sem farið svo víða um veglausan himingeim, viljið þið kærustu kveðju koma norður og heim. Heilsið þið heiðarvötnum, holtum og laufgaðri grein, grjótrinda og giljadrögum, gælið við sérhvern stein. Já berið þið öllu kærustu kveðju er komið þið norður og heim. Um æskulandið mitt Ijósa leikið þið vært og rótt. Strjúkið þið hlýjum höndum heiðina mína í nótt. Andið um vík og vogá. vékið þið áífá í hól. Heilsið þið strönd og hafi, heilsið þið Tindastól. Vindar sem farið svo víða um veglausan himingeim, hvíslið að moldinni kæru að ég komi að endingu heim. Flótta- maður Gola hrá af heiðum heitum svalar vanga. Þung er í fjallafaðmi flóttamannsins ganga. Nú leiftra norðurljósin en náköld birtan er. Þeir munu fljótt mig finna sem fara á eftir mér. Já, loks skín Ijós af himni en lítill er það styrkur. í það eina sinni er ég bað um myrkur. Ég gleymi þér aldrei Miðnætti í maí meðfram sjónum við gengum saman tvö ein. Augu þín blá eins og hafið brostu við mér björt og hrein. Hafgolan lék í hári þínu hlý og rök eins og varir þínar ég varlega snerti þær. Fann hvað algleymi er. Allt skipti engu máli af því þú varst hjá mér. Ég gæti aldrei gleymt þér get það hvorki, né vil sál mín er full af þakklæti yfir að þú skulir vera til. Ástin er fegurst í fjarlægð það er fallegt að sakna og þrá. Mig dreymir oft Ijósu lokkana þína og augun þín yndisblá. Höfundur er Skagfirðingur og starfar í leik- húsi. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.