Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1994, Blaðsíða 9
(fet, þvermál himinbaugs, sem var spegil- mynd 216 þvermála sólar í miðaldafræðum) og „heildin", vegalengdin sem markaði Al- þingi, var 432,000 fet (tíma jafnað til vega- lengdar, eins stórárs 432,000 sólára). Kjartan gerir ráð fyrir því að landnám Færeyja hafi verið skipulagt frá öndverðu svo, að 2160 merkur lands mældar hafi legið til grundvall- ar landnáminu og 4320 manneskjum ætluð þar búseta. Ef þetta er rétt, er grundvöllur- inn í reynd sá sami, þótt óvanir kunni að undrast slíka notkun hugtaka. Allar líkur benda til að þetta kerfi hafi verið notað á íslandi - skipulagt frá öndverðu - þegar við landnám og stofnun Alþingis. 2. Fundur tölunnar 36 (landnámsbæir) sinnum 60 (merkur lands) í Færeyjum, þ.e. 2160, er í rauninni stórmerkilegur. Niður- stöður RÍM um notkun tölunnar 216,000 í Rangárhverfi var sú, að sexundarkerfi lægi að baki, nánar til tekið 60x60x60=216,000. Og eins og öllum má skiljanlegt vera, sem kynnt hafa sér þessi mál, liggur ijóst fyrir, að þarna var engin tilviljun að verki: land- námsmenn hljóta að hafa þekkt sexundar- kerfið og notað annars vegar til að festa landnámið og hins vegar til að mynda helga Miðju fyrir stjórnskipanina, Alþingi á Þing- völlum. 3. Hins yegar kemur margt fleira til við landnám íslands. Það er nú ljóst að 60x60x60=216,000 var byggt á hugjmynd- .inni sem nefndist Cubus Perfectus í miðalda- lærdómum, Teningurinn Fullkomni. Voru geysi merkilegar hugmyndir honum tengdar. Að auki þekktu landnámsmenn Islands Lag- artákn Forn-Grikkja (Lambda-formúluna), og varð það ekki frá sexundarlærdómum Alþingis skilið, því fyrstu „teningarnir", tveggja og þriggja, voru 2x2x2=8 og 3x3x3= 27, margfaldaðar saman gera þessar tölur 216. Þannig rennur fjöldi stærða og hug- mynda inn í íslenzka landnámið sem Kjartan virðist ekki hafa kynnt sér. En augljóst er, að talan 60 var meginatriði við landamörkun íslands í öndverðu. Það kemur þannig ágæta vel heim, ef Kjartan skyldi hafa rétt fyrir sér: „De oprindelige islandske jordværdien- heder er saaledes ... 60 forngild". Auðurinn Og Teningurinn Samkvæmt niðurstöðum RÍM batzt talan 216 forðum Hofi á Rangárvöllum, bústað Ketils hængs, hins fyrsta landnámsmanns héraðsins, og sonar hans Hrafns Hængsson- ar, hins fyrsta lögsögumanns eftir stofnun Alþingis. Þar var talan eins konar grundvall- areining iaga og réttar, nánar til tekið stærð- ar og mælingar lands og mörkunar Alþingis. Ég þekkti ekki jöfnuna 60 merkur gulls=60 merkur(2400) íjár=60 kýr (sem ætluð var grasganga á einni mörk)=l jörð= 1 landn- ámsbýli fyrr en ég las bók Kjartans - og þar er hún sett fram sem hypotesa, tilgáta. En ákaflega hljómar hún sennilega miðað við landnám Islands. Það er því ekki óforvitnilegt að líta á töluna 216 frá sjónarmiði táknmáls. Um þessi hug- tök skrifaði ég einmitt bók á ensku í vetur, Evil and the Earth. Talan 216 í norrænni symbólik stendur annars vegar fyrir FÉ, jarð- neskan auð, og hins vegar táknar hún Höfuð- skepnuna Jörð (og raunar rétt markaðan alheim), samkvæmt þeim niðurstöðum. Tæp- legast gæti fundizt betra samræmi með ráðn- ingu táknmálsins hér og ráðningu sexundar- kerfisins íFæreyjum: 60 merkur fjár og 60 kýr auk 60 marka gulls er sjálft hugtak jarð- nesks auðs dæmigert. Og hugtakið JÓRÐ blasir við lesandanum í tölunni 60x60x60= 216, hugtaki hins fullkomna Tenings, sem hefur vafalítið verið staðall Alþingis og réttra landnáma fyrir öndverðu, þá er Hrafn Hængsson var lögsögumaður. Ályktun af öllu þessu má því orða svo: ég get ekki metið gildi rannsóknar Kjartans Danielsen frá sjónarmiði stærðfræðings, og set ýmsa fyrirvara við það sem hann byggir á, m.á. hið íslenzka efni. Þá finnur Kjartan annað „fet“ en hér fannst, 33 cm að lengd (29,60 hér), sem sýnist þá runnið frá Grikk- landi eða Egyptalandi ef rétt reynist. Hins vegar virðist matið á landnámsbæjunum vera furðu traust, ef rétt er með tölurnar farið, og meginniðurstaðan því mjög athyglisverð. Þyrftu sagnfræðingar, sem láta sig forn mál varða, að fara í saumana á þessu. Hvað orðalag snertir hefði mátt óska að Kjartan kæmi hugsunum sínum í annan bún- ing, Kjartan er fullyrðingasamur og sést lítt fyrir. En hitt er jafn tjóst, að frá sjónarmiði íslenzks táknmáls og þjóðfélagsgerðar árið 930 er meginniðurstaða hans mjög sennileg: ef annars vegar var byggt á 36 landnámsbýl- um og 60 marka jörð sem staðli landnáms og hins vegar gert ráð fyrir að Færeyjar bæru 4320 íbúa (sem staðli til viðmiðunar), þá er sú niðurstaða í nánu samræmi við töl- vísi hins íslenzka landnáms um 870-930. Höfundur er fræðimaður og rithöfundur. i* WímÆf-Á ‘ ?■ ,■ • • • •• ‘ : > W %!,# )b. M&r i y.. mmm i-A _ wrmj J l'-J v • • W *f v --• b "í. ; t. JljSuSÍfr t'ftl JM ik ■ ■■ ’Y ^ Nokkrir guðir og demónar hindúa saman komnir í mynd. Efst til vinstri er hinn marghöfða Brahma, skaparinn, og heldur á heilögu riti. Næst honum er kona hans, Sarasvati, gyðja fagurra lista. Annar aðalguð Hindúa, Vishnu, liggur í íburð- armiklu hægindi; úr nafla hans vex lótusblómið, sem ber uppi guðinn Brahma. Þriðji aðalguðinn í hinni miklu þrenningu er Shiva, guð eyðingarinnar, en hann sést ekki á þessari mynd. Grunnstefin í jóga erðamaður sem á leið um Japan og reyndar alla Asíu, tekur fljótt eftir sérkennilegum súlum við hof og fjölmenna staði. Þessar súlur eru marg- skiptar og litskrúðugar og gleðja augað. Þær fela í sér dulda (esóteríska) merkingu, merk- Endurholdgunin er hinn trúarlegi útgangspunktur í jóga. An endurholdg- unar ekkert jóga. Maðurinn er bundinn hinu jarðneska, bundinn karma, ogþarfþví að fæðast aftur og aftur. Það eru hræðileg örlög, en með jóga er unnt að koma í veg fyrir slíkt. Eftir ÞÓRHALL HEIMISSON ingu sem við ætlum einmitt að skoða saman hér. Súlurnar eru reyndar til misþróaðar og misfullkomnar. Þær eru ætlaðar til leiðbein- ingar fólki sem komið er mislangt á „þro- skans braut“, mislangt í skilningi á heimin- um og sér. Súlur þessar tákna hvorki meira né minna en alheiminn sjálfan í allri sinni dýrð. Þær eru einskonar smækkuð mynd af alheimin- um, bæði hinum ytri sem hinum innri. En lítum nú nánar á. Neðst er súlan eins og ferningur í iaginu, þar á stendur hringur, þvínæst þríhyrning- ur, svo hálfmáni og loks dropi eða perla. Þessar myndir tákna hver fyrir sig eitt af frumefnum eða eiginleikum alheimsins sam- kvæmt dulhyggjunni: jörð, vatn, eld, loft og „rými“ (sem er það svið sem við erum stödd á andlega og líkamlega, mætti líka kallast „plan“ t.d. astralplan stjörnulíkam- ans). Ferningurinn táknar þá jörð, hringur- inn táknar vatn, þríhyrningurinn táknar eld, hálfhringurinn táknar loft og dropinn/ perl- an táknar rýmið. Þessi frumefni eru þá það sem alheimur- inn samanstendur úr. Hvert frumefnanna er hluti fyrir heild (pars pro toto) af öllum eiginleikum hinna mismunandi sviða al- heimsins. Nú kann einhver að mótmæla og segja sem svo að þetta sé algjört fornaldarbull. Er það rétt að heimurinn sé samansettur úr aðeins fimm frumefnum? Vísindin hafa kennt okkur að heimurinn sé þvert á móti gerður úr 103 frumefnum sem aftur skipt- ast í atóm. Nú síðast hafa menn meira að segja komist að því að atómið samanstend- ur af mörgum einingum sem kallast „kvark- ar“ og heldur „toppkvarkurinn“ öllu saman. Þetta er vissulega allt satt og rétt. En menn- irnir hófu að rannsaka og íhuga alheiminn og frumefni hans, löngu fyrir daga hinna svokölluðu náttúruvísinda. Þegar fólk hér fyrrum rannsakaði alheiminn, notaðist það fyrst og fremst við eigin skynjun á raunveru- leikanum, mat heiminn út frá því hvernig það upplifði hann og hvernig trúin kenndi þeim að upplifa hann. Ef við skoðum heim- inn með skynfærunum einum saman, hljót- um við að viðurkenna að frumefni hans virð- ast samanstanda af föstu efni (jörð) , fljót- andi efni (vatn), hita (eldur) lofti (loft) og rými (rými). Þannig hafa menn upplifað alheiminn og þannig upplifum við hann enn og túlkum hann daglega. Segjum við til dæmis ekki að sólin komi upp í austri og setjist í vestri, þrátt fyrir þá vísindalegu staðreynd að það er jörðin sem snýst í kring-- um sólina en ekki öfugt? STÓRI / LITLI (MIKRO/MAKRO) I austrænum trúarbrögðum er mikið gert af því að notast við „analógíur", það er að telja hluti sem líkjast á einhvern hátt tengda eða skylda. Svo dæmi sé tekið af börnum, þá líkist leikfangabíll raunveru- Iegum bíl og barnið telur að um bíl sé að ræða. Barnið býr til analógíu. í raun er leikur barna ekkert annað en röð af slíkum analógíum. (SJÁ NÆSTUSÍÐU) LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 1. OKTÓBER 1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.