Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Síða 8
Tízka og tíðarandi fyrir 100 árum NÝLEGA var búið að uppgötva baðstrendur og baðfatatízkan var eins og sést á þessu póstkorti, bæði viktoríönsk og siðprúð. Það var líka vissara að mamma eða amma fylgdi ungmeyjunum þar sem þær vaða uppí miðjan kálfa, enda eru karlaskammirnar ekki langt undan ef betur er að gáð. Postkort og skopmyndir frá Viktoríutímabilinu NÍTJÁNDA öldin var að renna sitt skeið, aldamótin framundan rétt eins og nú. Stór- stígar framfarir höfðu átt sér stað og ódýrar náttúruafurð- ir og hráefni streymdu tií Evrópu frá nýlendunum og umfram allt til Bretlands. Ekkert var sjálfsagðara fyrir siglingaþjóðir í Evrópu en að eiga nýlendur. Fjöldi manns, ekki sízt í Englandi, lifði eins og blómi í eggi á kostnað nýlenduauðsins. Viktoría gamla ríkti þar og lífsgildin, sem síðan hafa verið kennd við hana og köll- uð viktoríönsk. Áherzlan var á siðprýði, einkum hjá kon- um. Fötin áttu að hylja lík- amann. En breytingar voru í aðsigi, meðal annars vegna þess að það komst í tízku að sóla sig á baðströndum. í fyrstu var það yfirstéttin. Yfírleitt gerði fólk það sem taldist „rétt“ eftir mæli- kvarða þeirrar stéttar sem það hafði fæðst í. Spillingin blómstraði ekki síður en nú og í hinni viktoríönsku sið- prýði var mikið um tvöfalt siðgæði. Blöð eins og Punch, sem var enski Spegillinn, gerðu takmarkalaust grín að þessu og vegna framfara í prent- tækni var gefínn út urmull litprentaðra póstkorta, sum alvörugefín en önnur gam- ansöm. Gefín hefur verið út bók með póstkortum og skopmyndum frá þessum tíma. Margar þessara mynda þóttu rosalega djarfar á sín- um tíma, t.d. ljósmyndir af fínum frúm í roki og vindur- inn búinn að fletta upp síð- pilsunum svo sást uppá rass. Við sjáum í þessum myndum tízkuna sem þá ríkti, aðal- lega hjá þeim betur settu, svo og tíðarandann. GS VEL klædd Lundúna- stúlka skartar, spari- hattinum á veðreiðum og sýnir dirfsku sem vísar til 20. aldarinnar íþví, að hún er hneyksl- anlega stuttklædd eftir viktoríanskri siðvenju. UM 1920 eru áhrif kvikmyndahna byrjuð. Á póstkorti sem sýnir mynd af brúðhjónum, hefur tekizt að búa til úr brúðgumanum eftirmynd af Valentino, hinum rómantíska elskhuga úr kvik- myndum þess tíma. KVENFRELSI í augsýn; mynd á vindlapakka. í stað þess að sýna virðulega heldrimenn púandi vindla eru nú komnar vel klæddar ungar konur og á auðvitað að sýna kvenþjóðinni, hvað konur gátu verið elegant með þessa hlunka milli fingranna. Austræn rómantík. Á síðari hluta síðustu aldar var talsvert snobbað fyrir auturlenzkum íburði og menn gerðust „orintalistar" eins og það var kall- að. Það komst í tízku að listmálarar færu í leið- angra til Arabalanda og nokkrir þeirra máluðu frægar myndir úr kvennabúrum, td. „ Tyrkneska baðið“ éftir Ingres. Enginn hafði áhyggjur af því að konumar á þessum myndum voru ambáttir. Póstkort með myndum úr kvennabúrum voru vin- sæl. Myndin er af einu slíku póstkorti þar sem slöngudansari dansar fyrir austurlenzkan soldán. Á hjónabandsmarkaðnum fyrir 100 árum. Póst- kort sem sýnir vinkonur bera saman bækur sín- ar. Textinn undir myndinni hljóðar svo: Örmur: „Veiztu, að hann vafði handleggnum utan um mig þrisvar sinnum.“ Hin: „Jæja, sá hlýtur að vera handleggjalangur.“ „Ástandið“ hófst ekki á íslandi 1940. Hinarsiðpr- úðu, viktoríönsku meyjar voru fyrir löngu búnarað komast að því hvað einkennisbúning- amir vom ómót- stæðilegir EIN af skyldum eiginmannsins annó 1894. -H 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.