Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Blaðsíða 6
N áttúruundur
„ í álögum
Ibamsminni eru mér ferðir í Biskupstungur til að fylgj-
ast með stopulum gosum í Geysi. Þá hafði eðlisfræði-
þekking og bortækni nútímans ekki enn gert Strokk
að því aðdráttarafli sem hann nú er. Frá veginum
sást til Reykholts. Þar gaus mikill hver á 10 mín.
Hverir hafa horfið af
yfirborði víða um land
og vatnsborð lækkað
stórlega. Ekki síst hafa
þeir orðið fyrir tjóni með
sóðaskap við nýtingu
þeirra. Við megum ekki
verða til þess að
eyðileggja alla goshveri
og laugar landsins. Við
erum þó komin langt
með það.
Eftir EGGERT
ÁSGEIRSSON
fresti með miklum gufumekki. Mikið var af
honum látið. En hann gaus dyggilega í löng-
um skugga Geysis. Nú er Reykholtshver
horfmn sjónum manna eins og ýmsir fleiri
hverir. Líklegt er að fleiri fylgi.
í bókinni Hverír á Islandi eftir Bjöm Hró-
arsson og Sigurð Svein Jónsson má lesa
margt um einstæðan og merkilegan þátt í
jarðfræði landsins. Kveður þar við líkan tón
og hjá Jóni Steinari Guðmundssyni prófessor
í grein hans um umhverfisáhrif jarðhitanýt-
ingar í Náttúrufræðingnum árið 1980.
Hverimir voru, til allrar hamingju, að
mestu látnir í friði fram á þessa öld. Vitað
var þó, að kalla mátti fram gos með því að
troða í hveri torfusneplum og gijóti. Það var
gert óspart. Þannig hafa einhverjir goshver-
ir spillst. Konrad Keilhack getur þess í ferða-
bók sinni Reisebilder árið 1885 að hann
hefði látið yfir 400 pund af torfi í Strokk
til að kalla fram gos.
Sápa kom goshverum til bjargar. Maður-
inn með sápuskófluna drottnaði yfir Geysi.
Menn fengu þá hugmynd að orka jarðar
væri óbilandi og að með tækni: sápu, bor,
dælu, sög og ofbeldi, væri undrið á þeirra
valdi.
Hverir era hluti af þjóðarsálinni, sögu og
þjóðarvitund. Er við ræðum um hvað geri
okkur að sjálfstæðri menningarheild lítum
við einkum á tungu okkar og menningu.
Við höldum ræður um land elds og ísa en
gleymum ýmsum fleiri sérkennum landsins
sem hafa mótað okkur í aldanna rás - og
mun gera áfram þótt landið breytist. Sjá
töflu 1.
Við tókum til óspilltra mála við nýtingu
og spillingu hverasvæða er kom fram á þessa
öld, og beittum þekkingu og tækni tímans.
Sjá töflu 2.
Sorgarsaga er hvernig náttúruundrum
hefur verið spillt, ekki aðeins því er augað
sér, heldur einnig auðlindinni sjálfri. Dæmi
um illa umgengni:
Brautartunguhver í Lundarreykjadal, Klepp-
járnsreykjahver, Dynkur í Reykholti, Norð-
urreykir í Hálsasveit, Lundahver í Stafholtst-
ungum, Geysir í Ölfusi.
Hverir hafa horfið af yfirborði víða um
land og vatnsborð lækkað stórlega. Ekki
síst hafa þeir orðið fyrir tjóni með sóðaskap
við nýtingu þeirra. Þetta þekkja þeir sem
opna augun á Hveravöllum, við Geysi í
Haukadal, í Hveragerði og í Reykholtsdal.
Geysir í Olfusi var sá goshver sem ferða-
menn fyrr á öldum töluðu mest um.
Þessi miklu verðmæti, tákn hins óspillta,
mildir fulltrúar höfuðskepnanna, hluti af
þjóðarvitund og menningu okkar munu
hverfa með öllu ef við vöknum ekki og bein-
um hug okkar og athöfnum að þeim -
kannski réttara sagt beinum athöfnum okk-
ar frá þeim. Orðstír og ímynd lands okkar
og þjóðar mun umsnúast bæði gagnvart
okkur sjálfum og umheiminum.
Hverir á íslandi era eitt af undranum
óteljandi. Undrið mesta era goshverimir.
Tala þeirra er matsatriði. Tafla 3.
REYKHOLTSHVER Biskupstungum, goshver sem áður gaus með stuttum millibilum. Nú hefur verið steypt yfir hann.
Umhverfið er subbulegt og hefur verið safnað drasli í brekkuna fyrir ofan hverinn.
Fyrir um aldarfjórðungi var Reykholts-
hver í Biskupstungum hnepptur í fjötra er
byggt var yfir hann. Ónæði hafði verið af
gosunum því kísill settist á rúður gróður-
húsa sem byggð höfðu verið upp við hann.
Frá hvernum munu koma 12-16 lítrar á
sek. Ekki er það þó vitað gjörla. A fárra
mínútna fresti heyrast drunur innan úr þró
sem hefur verið steypt utan um hverinn og
gufustrókur kemur upp um rör á strompi
ofan á. Hægt er að sjá á gufunni þegar gýs
inni í þrónni!
Tvær holur hafa verið boraðar skammt
frá hvernum, önnur 1.146 m. djúp. Enn er
sjálfrennsli úr holunni, en senn þarf að setja
í hana dælu. Til hins ýtrasta var, að sögn,
reynt að komast hjá að spilla hvernum enda
goshverir viðkvæmir fyrir truflun á að-
streymi jarðhitavatns til yfirborðsins. í
grenndinni eru fimm rannsóknarholur.
Reykholtshverfí í Biskupstungum er orðið
fjölmennt byggðarlag; þar er mikill atvinnu-
rekstur og umsvif:
Bjarnabúð, bankaútibú, Pylsubankinn, garð-
yrkjubýli, gróðurhús, Húseiningar, barnaheim-
ili, Reykholtsskóli, Félagsheim. Aratunga, veit-
ingasala, farfuglaheimili, íbúðir fyrir aldraða,
sundlaug, íþróttavöllur, i jaidsta'ði.
Biskupstungnamenn státa af því að 90%
þeirra hiti húsnæði sitt með jarðhita. Iðnað-
ur nýtur hans líka. Byggðarlagið byggir
velferð sína á heita vatninu. Eigendur Reyk-
holtshvers eru garðyrkjubændur og sveitar-
félagið. Greiðir hitaveitan þeim leigu.
Biskupstungnahreppur er mikið sveitarfé-
lag með 500 íbúum og 11 starfsmönnum.
Skattar og aðstöðugjöld eru kr. 96 þús. og
skuldir einnig 96 þús. á íbúa enda fram-
kvæmdir miklar. Sveitarfélagið lagði fram
fé til boranar djúpu holunnar. Sérstakt fyrir-
tæki er um hitaveituna sem heimamenn
segja með ódýrustu hitaveitum og fari verð-
ið lækkandi.
Ég stend á klapparholtinu, lít yfir snyrti-
leg hús, garða og búsælar sveitir. Ærsl eru
á tjaldstæðinu og ómur af ættarmóti. Það
fer um mig við tilhugsunina um meðferðina
á þessari náttúruauðlind sem íbúamir eiga
þó svo mikið undir. Sem þeir gætu kannski
notið enn betur en sem svarar þeim kannski
kr. 20 millj. sem hverasvæðið allt gæti gefið
af sér árlega lauslega reiknað í markaðs-
verði á heitu vatni. Þar af rúmlega helming-
inn frá hvernum sjálfum. Tekjur hitaveitunn-
ar eru sennilega minni.
Undanfarinn áratug hafa verið bornar
fram ótal tillögur á Alþingi um eignarhald
á náttúruauðlindum landsins. Engar hafa
hlotið brautargengi og lítt þokast í þá átt
að gera umráðarétt ljósan. Lagaákvæði
hefðu tæpast bætt ástand hvera og lauga
landsins. Yfírleitt beinast tillögur að því að
tryggja umráðarétt ríkisins yfir jarðhita.
Gera má ráð fyrir að það sé til að gera
aukna vinnslu mögulega. Það er svo önnur
saga að spilling hverasvæða hefur ekki síst
átt sér stað undir handaijaðri þessa sama
ríkisvalds eða sveitarstjórna.
Grundvöllur pólitísks valds hér og víðar
er hvers konar leyfisveitingar. Veiðirétti og
fullvirðisrétti er úthlutað, virkjunarrétti er
úthlutað, ítölu og kvótum á ýmsum sviðum.
Almennt má segja að leiðin til eyðingar
auðlinda og umhverfisgæða sé vörðuð leyfis-
veitingum. Pólitísk valdakerfi halda fast í
leyfisveitingarétt sinn, jafnvel styrki, niður-
greiðslur og pólitíska verðstýringu. í hita-
veitusögunni er frægur svokallaður Alberts-
GOS í Uxahver í Reykjahverfi á öldii
inn segir Sigtryggur Hallgrímsson: ,
talað, að tvennt væri það sem Suði
utanlands og innan. Það var Goðafo
engin von að þeir sem ekki muna l
hugarlund hversu sterk ítök hann átti