Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Blaðsíða 8
Tafla 2; UMHVERFISLÝSINGAR Umgengni: Hverir nálægt byggð á lághitasvæöum nú rústir einar og samsafn margra kyn- slóða af rörum og drasji. - Samfara nýtingu og borunum verður gjarnan jarörask sem ekki er lagfært. - Ónýt rör og búnaður skilinn eftir við borholur. - Lítil virö- ing fyrir umhverfinu. - Mikiö af rörum, stokkum og öðrum miður fögrum mann- virkjum liggja frá hinum ýmsu hverum Geysissvæðisins. - Ægir þar nú saman gatryðguöum ofnum og öðru drasli. -...Nú blasir þar við hryggileg sjón. - Olgandi hverir viröast oft vekja þá ónáttúru í fólki að kasta grjóti og drasli í vatnið. Útlit: Þessir sögufrægu hverir eru nú ónýtir og ákaflega illa útlítandi. - Dynkur nútímans er hinsvegar aðeins ólögulegt hrúgald og mikið af rusli í kring. Meðferð: Byrgður - Boruð 200 m. hola - hvarf þar síðasti hver Skagafjarðar. - Affallsvatn frá verksmiðjunni að færa leirhverasvæðið í kaf. - Steyptar þrær utan um alla stærri hverina. - Steyptur kassi utan um hverinn. - Grófarhver er einn örfárra hvera í Borgarfiröi sem ekki hefur verið skemmdur. - Ríkiö á hverinn og úthlutar hverjum notanda vatnstökuréttindi á ákveðnu magni. Verið er aö setja upp magnstýrimæla hjá hverjum notanda til að tryggja að hver notandi fái örugg- lega þaö vatnsmagn sem hann á rétt á úr hvernum. Tafia S: Innlendar orkulindlr til vinnslu raforku ...Beislun jarðhitans byggir á nýtingu takmarkabrar auðlindar sem ekki er endurnýjanleg á sama hátt og vatnsorkan þar sem við vinnslu jarðhitans er venjulega numinn mun meiri varmi úr jarðhitageyminum en svarar til hins stöðuga varmastraums að honum. Hér er því í raun í flestum tilvikum um námavinnslu ab ræba... Fram til þessa hafa ekki farið fram markvissar rannsóknir á umhverfisþáttum jarðhitanýtingar hérlendis og talsvert skortir oft á ab markvisst eftirlit sé haft með umhverfisáhrifum jarbhitavirkjana.... Fjárhagsleg hagkvæmni veldur því í langflestum tilvikum að orkunám úr jarbhitasvæbum í vinnslu er talsvert umfangsmeira en náttúrlegt jafnvægi svæðisins leyfir. Umtalsvert vatns- nám er því ávallt samfara vinnslu jarbhita, hvort sem um er að ræða há- eða lághita. Áhrif vatnsnámsins á næsta umhverfi getur verið lækkun grunnvatnsstööu og breytingar á jarðhita á yfirborði sem valdið geta því að hverir þorni upp og einnig staðbundið landssig. Vatnakerfi jarðhitasvæða eru í flestum tilvikum í einhverjum tengslum við nálæg grunnvatnskerfi. Reynslan sýnir, að það er mjög breytilegt hve náin þessi tengsl eru og oft er erfitt að meta þau nema ab undangengnum mjög ítarlegum rannsóknum. Vinnslan veldur þrýstingslækkun (niöurdrætti) í jarðhitakerfinu sem getur leitt til truflunar á nálægum grunn- vatnskerfum.... Úr skýrslu iönabarráöherra, Sighvatar Björgvinssonar, maí '94 Hvað er líklegt að gert sé í þessari stöðu: Bora og dæla! Það er hvarvetna gert. Geng- ið er í takmarkaðar auðlindir landsins eins og það væri einkamál. Meðal ósanninda sem við höfum uppi við aðkomumenn, og trúum sjálfum okkur, er að heita vatnið okkar sé orkulind sem endumýist að eilífu þrátt fyrir ofnýtingu! í skýrslu iðnaðarráðherra til Alþingis er gengið út frá þeirri almennu reglu að nýttur jarðhiti endist í fimmtíu ár. Það gæti þýtt að orkulindin verði tæmd að þeim tíma liðn- um ef virkjun tekst svo sem til er ætlast! Sums staðar lengur - annars staðar miklu skemur. Um það veit þó enginn. Því hefur enn ekki verið gefínn alvarlegur gaumur. Tafla 5. Ef Biskupstungnamenn fara að bora og dæla í grennd Reykholtshvers þomar hver- inn, misfljótt eftir því hvemig farið er að. Þannig hefur farið um mörg hverasvæði. Það hefur líka áhrif á neysluvatnforðann. íslendingar eiga nokkuð í land til að verða fremstir í flokki þeirra sem starfa að um- hverfis- og náttúruvemdarmálum. Runnið hefur upp fyrir mönnum víða um heim að eftirlit, hömlur, framleiðslumark, leyfisveit- inga- og kvótakerfi em ekki líkleg til árang- urs í umhverfísmálum. Þær aðferðir eru lík- legri til að stækka eftirlitsstofnanir og safna valdi þangað sem einnig er líklegt að látið verði undan hagsmunakröfum. Það er sú leið sem við höfum almennt kosið yfír okk- ur. Matsaðferðir hafa verið formlegar og tæknilegar standast ekki þær kröfur sem gera verður um tillit til menninga, fegurðar, tilfínninga, hollustu, efnahags og félagslegs- legra þátta. Árekstrahætta er mikil annars- vegar milli hinna tæknilegu og efnahagslegu raka, þ.e. hinna hörðu og hinsvegar hinna mjúku gilda eins og þau em stundum flokk- uð. Jónas Elíasson prófessor hefur lengi hald- ið fram þeirri skoðun að til að auðlindir séu metnar réttilega þurfí að meta verðmæti þeirra og að þeir verði að borga sem svipti t.d. almenning einhverskonar afnotum (penalty price), sögufrægð, ánægja og gleði þar með talin. Hann hefur verið talsmaður og fmmheiji forðafræðinnar í orkumálum. Jón Steinar Guðmundsson starfaði að jarð- hitanýtingu í Orkustofnun og vakti athygli á þeirri staðreynd að jarðhitinn er takmörk- uð orkulind, ekki óáþekk olíuvinnslu. Undir það tekur iðnaðarráðherra í skýrslu sinni fjórtán ámm síðar. Jón Steinar varaði í Náttúmfræðingnum ’80 við afleiðingunum vatnstöku í Mosfellssveit sem væri tíu sinn- um meiri en það vatn sem streymdi úr nátt- úmlegum hvemm og laugum áður. Jón er nú prófessor í olíu- og gasverkfræði í Tækni- háskólanum í Þrándheimi, greinum sem eru náskyldar jarðhitanýtingu. Ýmsar þjóðir hafa haldið áfram að meta umhverfísþætti samkvæmt ýmsum nýstár- legum reglum sem m.a. fjallar um að sá greiði fyrir sem spilli (á ensku polluter-pay- er principle) þótt matið taki til mun fleiri þátta en mengunar. Segja má að koma hefði mátt í veg fyrir það mikla tjón sem unnið hefur verið á hver- um landsins þó ekki nema reynt hefði verið að meta gildi auðlindanna, kosti virkjunar og galla. Víða um lönd er þess krafíst að ávallt sé gripið til hagkvæmustu orkukosta. Fýrst þegar dæmið gengur upp má taka afstöðu til hagnýtingar. Niðurstaðan gæti verið sú að betra væri að nota aðra orku, t.d. úr olíu, gasi, kolum, mó, kjarnorku, vindi, sjávarföllum eða fallvötnum fremur en að ganga á hveri og laugar. Og spara! Aðferðimar geta orðið snúnar þegar flók- in vistkerfí eiga í hlut og taka þarf afstöðu t.d. til óljósra áhrifa á loftslag, heilsufar og menningarverðmæti vegna mengunar af bílanotkun, olíubrennslu á skipum, bátum og flugvélum, húshitunar eða iðnrekstrar. Þó er það betra en boð, bönn og leyfi. Að vísu fylgja þessari aðferð líka tilskipanir. Hingað til höfum við eingöngu metið auðlind- ir út frá því hvort orkan sé erlend eða inn- lend. Við teljum ekki eftir okkur að greiða hátt verð í nafni þjóðrækni! Þjóðræknin kem- ur niður á landinu! Svo að enn sé vikið að Reykholtshver í Biskupstungum má telja fullvíst að gildi hans sé svo mikið að fráleitt sé að virkja hann, byggja yfír hann eða bora neins stað- ar nálægt honum. Heppilegra væri að nota rafmagn. En þá kemur vandinn. Er heita vatnið okkar kannski vanmetið, takmarkað- ur forði ekki reiknaður rétt og vatnið selt á lægra verði en skynsamlegt væri? Væri ekki gott að endurskoða matsaðferðir og hefja tilraunina með Reykholtshver til að meta gildi hans bæði fyrir Biskupstungnamenn, Ámesinga, Sunnlendinga og íslendinga? Ef við ynnum vel er hugsanlegt að við gætum notað tilraunina til að bjarga Reykholtshver. Kannski hverasvæðum landsins. Minnir þetta á fiskveiðimál? Við megum ekki verða til þess að eyði- leggja alla goshveri og laugar landsins. Við emm komnir all langt á leið í þeirri iðju. Settar hafa verið almennar reglur um minja- vernd. Fátt vekur jafn harkaleg viðbrögð og þegar illa er farið með fomminjar eða þær skaðaðar. Okkur hefur verið innrætt óbeit á þeim sem drápu síðasta geirfuglinn árið 1844. Er það táknrænt fyrir sektartilfínningu okk- ar að þess er ógetið í Öldinni okkar? Heimur- inn brást skjótt við er sökkva átti fornminj- unum í Abu Simbel í uppistöðulóninu i Egyptalandi sem myndaðist er Níl var virkj- uð við vatnsaflsvirkjunina miklu í Aswan. Hvernig taka þjóðir heims því ef við spill- um öllum goshvemm og heitum laugum landsins - og Evrópu - til að vinna úr þeim orku sem nóg er til af? Höfundur er skrifstofustjóri. Átökin um fisksöluna III Fiskimálanefnd - ríkisapparat sem virkaði Nærri stappar að ríkt hafi hálfgildings stjórnar- kreppa lengst af 1931-34. Ekki má þó ætla að vandamál þessara ára hafi öll risið af tíð- um kosningum eða átökum ósammála manna um völd og áhrif innan flokka eða flokka á Verðhrunið eftir 1930 gerðist svo hratt og umskiptin urðu svo snögg að vart er að undra að kæmi sveitamönnum, sem öllu réðú í stjórnsýslu íslands, á óvart og fátt yrði um úrræði. Eftir ÓLAF HANNIBALSSON milli. Kreppan var eitrið í flestum mein- semdum þessara ára.“ Þannig er að orði komist í hinni nýju íslandssögu Sögufélags- ins, sem út kom í hittiðfyrra. íslendingar kvöddu þriðja áratuginn með miklum veislu- glaum er þeir minntust þúsund ára afmæl- is Alþingis 26.-28. júní 1930. Næstu ár á undan höfðu verið þjóðinni hagstæð, vax- andi afli og hagstæð viðskiptakjör. Ríkis- stjórn Framsóknarflokksins, sem við tók 1927, nýtti sér til hins ýtrasta þessar hag- stæðu ytri kringumstæður, almenna bjart- sýni meðal þjóðarinnar og vaxandi þjóðar- stolt og vatt sér í alls konar framkvæmdir og var þá sjaldnast horft í kostnaðinn. Hafði ekki verið farið svo geyst í opinberum framkvæmdum síðan á fyrri stjórnarárum Hannesar Hafsteins. Nýir vegir og brýr, hafnarmannvirki og vitar þutu upp, skóla- byggingar handa eldri skólum og nýjum, t.d. alþýðuskólum í sveitum, byggingar fyr- ir stjórnarskrifstofur, og er þá fátt eitt tal- ið. Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir var ríkissjóður rekinn með tekjuafgangi árin 1928-30. Nær þriðjungur landsmanna sótti alþing- ishátíðina auk erlendra gesta og eru flestir sammála um að hún hafí mjög ýtt undir sjálfsvirðingu íslendinga og sannfært þá um að umheimurinn tók mark á fullveldisyf- irlýsingu þeirra frá 1918. En varla höfðu veisluglamrið og skálaræðurnar hljóðnað, þegar nýr og kolsvartur veruleiki heims- kreppunnar helltist yfir þjóðina með al- mennu verðhruni á öllum útflutningsvörum hennar. Síðan tóku gamlir markaðir að dragast saman einn af öðrum eða lokast með öllu. Umskiptin urðu svo snögg að vart er að undra að kæmi sveitamönnunum, sem öllu réðu í stjórnsýslu íslands, á óvart og fátt yrði um úrræði. ranglát Kjördæmaskipan Einmitt um þessar mundir (12. júní 1931) vann Framsóknarflokkurinn stærsta kosn- ingasigur í sögu sinni; hlaut 36% atkvæða og munaði aðeins hársbreidd að út á þann hlut gæti hann myndað hreina meirihluta- stjórn. En einmitt þessi þingmeirihluti, sem var í himinhrópandi mótsögn við vilja kjós- enda, varð til þess að grafa undan Fram- sóknarflokknum. Tæpu ári síðar var komin á samsteypustjórn Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks undir forystu Ásgeirs Asgeirs- sonar. Nýja stjórnin var mynduð til þess að leysa ágreininginn um kjördæmamálið og hamla á móti alvarlegustu áföllunum af völdum kreppunnar, þ.e. yfirvofandi gjaldþroti fjölda bænda og útgerðarmanna. ERLENDIR tignarmenn streyma til Reykjavíkur dagana fyrir Alþingishátíð- ina 1930. Næstu ár á undan höfðu verið hagstæð og þá hafði verið mikil framkvæmdagleði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.