Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Qupperneq 7
V ísindi og siðferði eitthvað á þá leið, að hann hefði aðeins rennt augum yfir bók Barða um höfund Njálu í eitt sinn og hygðist ekki gera það aftur. Hann hefði engan áhuga á kenning- um Barða. Mér þóttu viðbrögð Jóns Böðvarssonar dæmigerð fyrir íslenskan fræðing í forn- bókmenntum okkar, en það er eins og af þeirra hálfu sé algjör bannhelgi á því að nefna verk Barða Guðmundsson á prenti eða annars staðar og virðist nánast sem innrætt trúaratriði. Mér varð þá að orði, að það væri skoðun mín, að það yrði ekki fyrr en á næstu öld, að sérfræðingar myndu verða sannfærðari um að Þorvarður Þórarinsson væri höfund- ur Njálu, eins og að Snorri Sturluson væri höfundur Egilssögu, þegar þeir væru allir dauðir, sem væru staðnaðir í vantrú sinni á kenningar Barða. 40 ÁRA GÖMUL RÖNG UMSÖGN Nú þegar það brást að Jón Böðvarsson tæki kenningar Barða til meðferðar og 40 ár eru liðin frá því að hin neikvæða umfjöll- un um skoðanir Barða birtist í hinni vold- ugu útgáfu Fornritafélagsins og enginn hafði tekið gagnrýni dr. Einars Ólafs til alvarlegrar meðferðar nema Stefán Péturs- son, þótti mér tími til kominn að gagnrýni dr. Einars Ólafs yrði athuguð nánar og er það aðal- tilgangur skrifa þessara. ÓRÖKSTUDDAR AÐFINNSLUR Þess skal fyrst getið að á bls. LXXXV í útgáfu Fomritafélagsins segir dr. Einar Ólafur um athugasemdir sínar: „Ég hef talið heppilegt að gefa nokkuð vandlega tilvísanir í athugasemdunum neðanmáls við textann.“ Á þann hátt birtast athuga- semdir dr. Einars Ólafs við sitt- hvað í sögunni, en eru teknar saman að nokkru leyti í formálanum. Dr. Einar Ólafur helgar skoðunum Barða tvær blaðsíður í formálanum og eru það þrjú atriði, sem að dómi hans valda því, að kenning Barða um Þorvarð sem höfund Njálu fái ekki staðist. Þau eru í meginatrið- um sem segir hér á eftir: Þrjár Hæpnar ábendingar Á bls. CX segir dr. Einar Ólafur: 1. „Auðsætt má vera að Þorvarður hefur verið þaulkunnugur í Rangár- þingi. - Aftur á móti eru miklar staðvill- ur í Njálu úr þessari sýslu, hvenær sem nokkuð er komið út af alþingisleiðinni, og jafnvel þar er höfundur ekki gagn- kunnugur“. 2. Þorvarður fór til Noregs oft og mörgum sinnum — má gera sér í hugar- lund, að hann hafi verið víða í Noregi og verið þar mjög vel kunnugur. Hins vegar hefur höfundur Njálu verið þar ókunnugur.“ 3. „Hann (Þorvarður) hefur hlotið að vera nyög svo lögfróður maður. Höf- undur Njálu hefur haft áhuga á lögum, en það væri fjarri sanni að telja, að hann hafi verið mjög lögfróður". Síðan segir dr. Einar Olafur: „Niður- staða þessara athugana er sú, að Þor- varður Þórarinsson hefur ekki skrifað Njálu“. Niðurlag í næstu Lesbók. Eftir ATLA HARÐARSON Árið 1992 kom úr bók eftir Ólaf Halldórsson sem heitir Uppruni ogþróun mannsins. Þetta er fróðleg bók og skemmtileg. í henni segir frá öpum og öðrum prímötum, fomum bein- um úr suðuröpum og reismönnum, kenning- um um hvers vegna menn em hárlausir, hvers vegna bæði augun í þeim vísa fram og hvemig hugur okkar og hönd mótaðist í aldanna rás. Á blaðsíðu 17 í bókinni segir frá ýmsum hæpnum ályktunum sem menn hafa dregið af þróunarkenningu Darwins. Ólafur nefnir að sumir hafi álitið hana renna stoðum und- ir þjóðemishyggju, aðrir talið hana sýna að mannlífið sé tilgangslaust og enn aðrir litið á hana sem sönnun fýrir tilveru guðs. Síðan segir hann: „Þau dæmi sem hér hafa verið nefnd um „túlkanir" á þróunarkenningunni, sem og árásir á þróunarkenninguna á grundvelli þeirra, em ekki annað en vangaveltur byggð- ar á misskilningi. Þróunarkenning Darwins hefur í raun ekkert til málanna að leggja varðandi til dæmis siðferði eða trúarbögð fremur en aðrar vísindakenningar.“ Flestir geta tekið undir með Ólafí að vangaveltur um að þróunarkenningin sanni að guð sé til eða að lífið sé tilgangslaust em byggðar á misskilningi. En gengur hann ekki of langt þegar hann segir að vísinda- kenningar hafi ekkert til málanna að leggja varðandi siðferði eða trúarbrögð? Kenningar svipaðar þessari sem Ólafur heldur fram vom vinsælar meðal heimspek- inga á fyrri hluta aldarinnar. Þá hafði rök- fræðileg raunhyggja (logical positivism) mik- il áhrif og samkvæmt kenningum flestra heimspekinga af þeim skóla em siðferðleg viðhorf hvorki sönn né ósönn, engar stað- reyndir til um gott og illt eða rétt og rangt og ekkert röklegt samband milli þekkingar og siðferðis. Þeir töldu yfirleitt að gildismat manns og siðadómar lýsi eða tjái ótta hans og vonir, langanir og þrár en ekki vitneskju hans um staðreyndir. Vísindin kváðu hins vegar snúast um staðreyndir, um það hvern- ig heimurinn er í raun og vem. Kenningar í þessum dúr birtust í ýmsum myndum í ritum heimspekinga á fyrri hluta þessarar aldar. Meðal raunhyggjumanna sem héldu þeim fram, a.m.k. á tímabili, má nefna Englendingana Bertrand Russell (1872- 1970) og Alfred Ayer (1910-1989), Áustur- ríkismanninn Ludwig Wittgenstein (1889- 1951) og Þjóðveijann Rudolf Carnap (1891- 1970). Svipaðra viðhorfa gætti meðal fran- skra heimspekinga sem aðhylltust tilvem- stefnu (existentialisma) eins og Jean-Paul Sartre (1905-1980) og Albert Camus (1913- 1960). Þessar kenningar eiga sér töluverða forsögu. Það má t.d. lesa þær milli línanna í ritum nokkurra siðfræðinga á 18. öld eins og t.d. Bretanna David Hume (1711-1776) og Francis Hutcheson (1694-1746). Kenningin, sem Ólafur tæpir á, dregur mjög dám af heimspekikenningum sem nutu vinsælda á fyrri hluta aldarinnar. Þetta er svo sem ekkert undarlegt því oft er heim- speki gærdagsins ’heilbrigð skynsemi’ dags- ins í dag. Rökfræðileg raunhyggja hefur t.d. enn þann dag í dag veruleg áhrif á hugsunar- hátt og aðferðir margra vísindamanna. Þessar leifar af rökfræðilegri raunhyggju em ef til vill hluti af einhvers konar vopna- hlésskilmálum milli trúarbragða og siðfræði annars vegar og vísinda hins vegar. Trúarleg og siðferðileg viðhorf fá að vera í friði fyrir veraleikanum sem vísindin rannsaka og vís- indamenn sleppa við áhyggjur af að kenning- ar þeirra hrófli við því gildismati og þeirri hugmyndafræði sem heldur samfélaginu saman. En hvaða sögulegar og félagsfræði- legar ástæður sem kunna að vera fyrir vin- sældum kenningarinnar um aðskilnað vís- inda og siðferðis hljótum við að spyija hvort þessi kenning sé sönn eða ósönn. Greinamar sem mynda þekkingu okkar, skoðanir og viðhorf tengjast saman á ýmsa vegu. Eðlisfræðin er til dæmis nátengd stærðfræði, stjömufræði, veðurfræði, efna- fræði og mörgum öðrum greinum. Efnafræð- in tengist svo á ýmsan hátt við jarðfræði, líffræði og fleiri greinar. Líffræðin er ná- tengd læknisfræði, sálfræði og mannfræði. Sálfræðin og mannfræðin tengjast svo ótal öðmm greinum mannvísinda, þar á meðal félagsfræði, sagnfræði, bókmenntafræði og guðfræði. Þetta þýðir að uppgötvun sem er gerð í einni vísindagrein getur kallað á end- urskoðun á kenningum og viðhorfum í ann- arri grein. Sem dæmi um þetta má nefna að uppgötvanir í stærðfræði og eðlisfræði sem vom gerðar á fyrri hluta þessarar aldar leiddu til þess að til varð ný fræðigrein, tölvu- fræðin. Tölvufræði hefur síðan haft marg- háttuð áhrif á sálfræði og málvísindi og þaðan hafa áhrif hennar borist inn á vett- vang annarra mannvísinda. Nýjar uppgöt- vanir í stærðfræði geta sem sagt kallað á endurskoðun á kenningum í félagsvísindum og eins geta nýjungar í jafn óskyldum grein- um og sálfræði eða sögu haft áhrif á rann- sóknaraðferðir og kenningasmíð í stærð- fræði. Flestir heimspekingar sem fjalla um þekk- ingarfræði nú á dögum leggja áherslu á að þekking manna, skoðanir og viðhorf myndi eina allsheijar flókabendu þannig að sé kippt í einn spotta fari allt á hreyfingu. í sam- ræmi við þetta telja margir þeirra að trúar- leg og siðferðileg viðhorf tengist vísinda- legri þekkingu á ótal vegu. Þetta virðist hreint ekki ósennilegt. Sem dæmi má taka að líffræðileg og sálfræðileg rök sýna að allt mannkynið myndar eina tegund og mun- ur á kynþáttum er lítill miðað við einstakl- ingsmun innan hvers kynþáttar. Þessi líf- fræðilegu og sálfræðilegu rök kippa fótunum undan ýmsum gerðum kynþáttafordóma og hafa þannig siðferðilegar afleiðingar. Þróun- arkenningin kveður á um að öll fremdardýr (prímatar), þ. á m. menn og apar, eigi sér sameiginlegan forföður sem var uppi fyrir milljónum ára. Þessi kenning stangast á við bókstaflegan skilning á sköpunarsögu Gamla testamentisins og hefur orðið til þess að flest- ir kristnir söfnuðir hafa endurskoðað ýmis atriði í túlkun sinni á Biblíunni. Er þá ekkert sannleikskorn í kenningunni um aðskilnað vísinda og siðferðis sem Olafur Halldórsson og margir aðrir raunvísinda- menn hafa þegið í arf frá heimspeki önd- verðrar 20. aldar? Siðferði og siðareglur era til þess að menn geti lifað saman í friði og haft það gott. Vísindi, eins og t.d. líffræði, læknisfræði, hagfræði, sálfræði, félagsfræði og lögfræði geta sagt okkur ýmislegt um hvemig helst megi nálgast þessi markmið. Með þessu móti geta vísindin haft áhrif á siðferði fólks og hugmyndir um hvað er til góðs og hvað er til ills, hvaða siðareglur borgar sig að halda í heiðri og hveijum ber að hafna. En engin vísindi geta sýnt fram á að það sé æskilegt að menn lifi saman í friði og hafí það gott. Til þess að vísindin geti haft eitthvað að segja um siðferðisefni þurfa markmið sið- ferðisins að vera fyrirframgefín. En engin vísindi og engin rök geta sýnt að þessi mark- mið séu skynsamleg eða réttmæt. Kenningin um aðskilnað vísinda og siðferðis kann því að vera rétt að því leyti að fmmforsendur siðferðisins verði hvorki studdar né hraktar með vísindalegum rökum. En um leið og þessar fmmforsendur em gefnar tengjast siðferði og vísindi saman á ótal vegu. Ef einhver álítur að það sé betra að mann- kynið deyi út en að það haldi áfram að vera til og vill þess vegna koma af stað styrjöld- um og hörmungum þá verður skoðun hans ekki hrakin með því að benda á staðreyndir eða þylja vísindaleg rök. Sú skoðun að það sé betra að mannkynið haldi áfram að vera til verður heldur ekki studd neinum rökum. Hins vegar getur þró- unarkenningin ef til vill útskýrt hvers vegna menn telja lífið dýrmætt því viðleitni til að veija sitt eigið líf og skyldmenna sinna eyk- ur líkurnar á að eignast marga afkomendur. Tilfínningalíf manna og gildismat hefur væntanlega mótast af náttúruvali rétt eins og önnur einkenni lifandi vera. Vísindi af því tagi sem fjallað er um í bókinni um uppmna og þróun mannsins geta sem sagt bæði haft ýmisleg áhrif á siðferði fólks og útskýrt að nokkru leyti hvers vegna siðir okkar og lífshættir eru svona en ekki ein- hvern veginn öðra vísi. Höfundur er heimspekingur og kennari á Akra- nesi. NILS FERLIN Við Ganges Guðmundur Arnf innsson þýddi Þrjár heilagar undu hjá eldi ölmusur Guðs að kveídi á Indlandi, viskunnar veldi, þær vöktu á Gangesar strönd. Ráðgátur lífsins þær ræddu og rökvísi mál sitt gæddu; en fullmánans geislar flæddu og féllu á enni og hönd. — Við hremmingar þolum og hrjá- um og hrópum í tómið: ég er! Við aumasta úrhrakið sjáum, sem ákallar Guð: ég er hér! Hver hrópandi hátóna magnar og hyggur, að kvíðann það slævi, þó angistin yfirgnæfi — ein ölmusan mælir og þagnar. Sannaðu, bróðir minn, bara, að bænirnar máttu spara. Guð mun ei gegna þér. Kveinstöfum seint mun hann svara, því sálaður löngu hann er — kvað önnur — Við árinnar suð á eldinn sú þriðja bætti: — Fyrst Drottinn er dauður, þá ætti Dauðinn að vera Guð. GUÐJÓN SVEINSSON Sorg hégómans Sorg heimsins beinist að skeinum páfans ekki hungri Bihacbúa Sorg heimsins beinist að óskilgreindum hvalaofsóknum ekki barnamorðum í Bosníu. Sorg heimsins beinist að hégóma. Höfundur býr á Breiðdalsvík. ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR í upphafi Það blása engir lúðrar þótt strengur þinn titri og vefurinn verði gullinn sem sólstafur við himinboga. Er strengurinn slitnar og fáeinir syrgjendur ganga auðmjúkum skrefum mót eigin endalokum er engan lúðrasöng að heyra og blóðið rennur rautt í sporin. En ef til vill má heyra lágværan lúðraþyt fyrir handan og litlir englar blása blíðlega handan alls sem skilið verður í hjartanu brostna og vefurinn fer aftur að glitra strengur að titra. Höfundur er Ijóðskáld í Reykjavík og hefur gefið út fjórar Ijóðabækur. Nils Ferlin var sænskt Ijóðskáld, fæddur 1898 og lést 1961. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.