Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 2
„Friðarsókn“ íslenskra nafna á 19. öld Eftir GÍSLA JÓNSSON Þekkt 19. aldar kona úr Reykjavík, Málfríður Sveinsdóttir, frammistöðu- stúlka í Klúbbnum og þótti kvenna fríðust eins og þessi mynd Auguste Mayers frá 1836 ber með sér. Nafnliðurinn frið, freð, f(ríð) er afar algengur í germönskum málum, sbr. Friðrik, Gottfreð, Sigríður, enda hefur þetta góða merkingu. Skýrendur eru á einu máli um að liðurinn tákni allt frá ást og fríðleika til friðar og vemdar. Assar Janzén heldur að vemdarmerkingin sé upphaflegust" í fomensku merkir sögnin friðian að vemda, og miðháþýska sögnin vriden =semja frið; girða um; gotn.ga-Friþon = sætta. Óþarfi er að skýra fyrir íslendingum orðin friður og fríður, en minna má á að sögnin að frjá<fría merkir að elska, og af henni er komið orðið frændi. Aragrúi orða er af sömu rót, svo sem Frigg, friðill og frilla. Ekki fer á milli mála að merking þeirra nafnliða, er gat í upphafi, er harla fýsileg. í þessari ritsmíð er látið við nema að fjalla um þau nöfn íslenskra manna sem hefjast á Frið. Þrátt fyrir hina góðu merk- ingu voru þau lengi vel fá og fáborin. Slepp- um því að líta í Landnámu, en þau „friðar- nöfn“ (hér eftir sleppt gæsalöppum um þetta orð og önnur slík) sem þar koma fyrir festu fæst rætur hérlendis. I Sturl- ungu er nefndur einn einasti Islendingur sem friðarnafn ber: Friðgerður Hyrnings- dóttir, og mun eiga sér fáar alnöfnur. Hún var langamma Þorgils Oddasonar á Staðar- hóli í Saurbæ, þess er dýran fingur hjó af Hafliða Mássyni á Breiðabólsstað í Vestur- hópi. Nafnið Friðgerður hefur lifað til okkar daga. Þessu næst er það manntalið fræga frá 1703. Þar eru aðeins þrjú friðarnöfn: Frið- rik (3), Friðgerður (5) og Friðsemd (1). Þessi nöfn voru sunnanlands og vestan, utan ein Friðgerður var í Skagafirði. Líður nú tæp öld og hún vond, og er aftur talinn allur landsins lýður 1801. Þá koma fyrir: Friðbert (1), Friðbjörg (4), Friðfinna (3), Friðfinnur (12), Friðgerð- ur (4), Friðlaug (1), Friðleifur (3), Frið- rik (25), Friðrika (1; síðara nafn; hugsan- lega útlend) og Friðsemd (3). Nú skulum við staldra aðeins við þessi nöfn, áður en lengra er haldið _og friðar- sókn 19. aldar í nafngiftum íslendinga hefst. Friðbert sýnist vera tökunafn úr þýsku Friedbert sem er gamalt karlheiti í Þýska- landi. íslensk gerð ætti að vera Friðbjart- ur. Nokkrar hliðstæður höfum við fyrr og síðar, svo sem Albert og Engilbert. Elsti Friðbert hérlendis, sem öruggar heimildir eru um, var Pétursson, 13 ára á Hrapps- stöðum í Víðidal í Húnaþingi 1801. Síðan færist þetta nafn til Vestfjarða. Friðbjörg var aðeins á Norðurlandi 1801, elst Friðbjörg Bergþórsdóttir, 53 ára, Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilshreppi. Friðflnnur er norðlensk samsetning. Af þeim tólf, er svo hétu 1801, voru ellefu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, einn Ámesingur og sá aðeins fjögurra ára. Elsti Friðfinnur var Jónsson, 37 ára, í Ytra-Dals- gerði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Ekki miklu síðar en Norðlendingar bjuggu til nafnið Friðfinnur, smíðuðu þeir samsvarandi kvengerð: Friðfinna. Þrjár konur á austanverðu Norðurlandi hétu svo 1801, miklu elst Friðfinna Jósefsdóttir, tvítug á Munkaþverá í Eyjafirði. Friðgerðum hafði fækkað um eina frá 1703, voru nú fjórar og allar í ísafjarðar- sýslu. Sást í því það sem verða vildi um það nafn á öldinni. Þeir fyrir vestan höfðu þá fyrir nokkru sett saman nýnefnið Friðlaug. Árið 1801 hét þessu nafni ein íslensk kona, Friðlaug Ingimundardóttir, 41 árs, á Garðsstöðum í Ögursókn. Þetta nafn hefur átt mjög erf- itt uppdráttar og hvarf áratugum saman. Fomfrægt er úr dönskum konungaætt- um nafnið Friðleifur. Það hafði nú loks verið gert skírnarnafn sveina á Islandi. Þrír vom á landinu 1801, tveir Eyfirðingar og einn Þingeyingur, langelstur Friðleifur Bergþórsson í Ytra-Krossanesi við Eyja- fjörð, 52 ára, bróðir Friðbjargar á Eyrar- landi. Friðrikar voru nú orðnir mun fleiri en áður, eða 82 alls, þar af hétu svo þrír síð- ara nafni. Vera má að Danakonungur hafí haft hér einhver áhrif. Nafninu var nokkuð dreift um landið, nema hvað það var ekki haft í Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnes- sýslum, né heldur Vestmannaeyjum. Sýnd- ist hér sem í mörgu öðru að Sunnlendingar vora seinir til og tregir að taka við erlend- um nafnsiðum. Aftur á móti höfðu Árnesingar tekið við nafninu Friðsemd; voru nú tvær í Árnes- þingi, en ein sem fyrr á upphafssvæðinu í Kjósarsýslu. Allsheijarmanntali 1816 er sleppt hér, enda er það ekki varðveitt heilt og auk heldur ekki tekið nákvæmlega það ár í öllum sóknum. Fremur gott árferði var framan af 19. öld, óg hafði fólki og nöfnum fjölgað til muna, er næsta allsheijarmanntal var tek- ið 1845. Og nú var friðarsóknin hafin. Ekkert friðamafn frá 1801 hafði týnst nema Friðlaug. Annars er best að sjá stöð- una með nafnaromsu og tölum í sviga: Friðbergur (3), Friðbjörg (18), Frið- björn (31;1 síðara nafn), Friðbjört (1), Friðfinna (4), Friðfinnur (43), Friðgeir (3), Friðgerður (10), Friðjóna (1), Frið- jón (1), Friðlaugur (1), Friðleifur (4), Friðmundur (2), Friðný (1), Friðrik (179; þar af 17 síðara nafn), Friðrik(k)a (55; þar af 24 síðara nafn), Friðsemd (5). Þá má geta þess, að á Ey í Breiðabóls- staðarsókn í Fljótshlíð fæddist 1825 sveinn er skírður var Friðgjarn. Sá var Ólafsson og varð mjög skammlífur, bræður hans hétu Dygðrækir og Frómráður, fæddir 1826 og 1827. Enginn þessara albræðra náði nema eins til tveggja ára aldri. Lítum svo aðeins nánar á nokkur friðar- nöfn 1845. Af Friðbjörgunum 18 voru 12 í Þingeyj- arsýslu. Friðbjörn nálgaðist að vera tísku- nafn á Norðurlandi. Þeir vora þar allir inn- an við tvítugt, en elstur var hins vegar Austfirðingurinn Friðbjöm Guðmundsson 22 ára, Firði í Seyðisfirði, en móðir hans var Þingeyingur. Friðfinnur var nú haft að skírnamafni víða um land, en af 43 alls voru 12 Þingey- ingar, níu Eyfírðingar og sjö í Múlasýslum. Fornsagnanafnið Friðgeir (svo heitir Norðmaður í Egils sögu) hafði nú verið tekið upp hérlendis og var elstur Friðgeir Ámason, 18 ára, Stóra-Mörk í Bólsstaðar- hlíðarsókn. Af Friðgerðunum tíu vora níu í ísa- fjarðarsýslu og ein í Skagafirði, fædd í Fljótum. Nú var til orðinn fyrsti Friðjón á ís- landi, sem ég hef öraggar heimildir um: Friðjón Jónsson, sjö ára á Hafralæk í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Nafn þetta átti mikla framtíð fyrir sér, og austur í Öxarfirði var eins árs mær, Friðjóna Friðfinnsdóttir í Skógum, en hún hefur sárafáar nöfnur eignast. Víkur nú sögunni aftur til Hafralækjar. Þar bjuggu 1845 Hólmfríður Indriðadóttir 43 ára og Jón Jónsson 45 ára. Þau áttu þá sjö börn á lífi, og vel þess virði að sjá hvað þau hétu: 1) Friðbjörn 13 ára. 2) íViðbjörg 11 ára. 3) Friðjón 7 ára (áður nefndur). 4) Friðlaugur 6 ára. 5) Hernit 4 ára. 6) Friðfinnur 3 ára. 7) Hólmfríður 1 árs. Allt era þetta friðarnöfn nema Hemit, en það nafn stingur svo rækilega í stúf við hin, að það merkir vígfús maður, stríðs- kappi. Hann hefði sem best mátt heita Sigfús eða Vigfús. (Skyldi Bergur á Hofsá í Svarfaðardal hafa vitað hvað Hernit merkti, þegar hann lét son sinn heita Sigf- ús Hernit?) Friðlaugur á Hafralæk áðurnefndur er líklega fyrstur síns nafns hérlendis. Nafnið náði sér lítillega á strik í Þingeyjarsýslu og á örfáum öðram. stöðum, en hefur alla tíð verið mjög fátítt. Austur í Skaftafellssýslu tóku menn upp kvenmyndina Friðleif, sjá áður Friðleifur. Árið 1845 var fimm ára gömul Friðleif Jónsdóttir, Vik í Skaftafellssókn. Nafnið hefur lifað til okkar daga með mestu naum- indum. Friðmundur er fomnorræn samsetning, bregður fyrir í Landnámu og fornum sög- um. Ekki sjást þess síðan merki hér á landi fyrr en á 19. öld, og 1845 voru aðeins tveir, annar í Gullbringusýslu þrítugur, hinn ársgamall Þingeyingur. Á Núpi í Öxarfirði vora hjón að nafni Friðrik og Guðný. Nöfn þeirra voru tengd saman í ný- nefninu Friðný. Árið 1845 var Friðný Friðriksdóttir 12 ára á Núpi. Nafnið náði sér síðar vel á strik í Þingeyjarsýslu og hefur sótt í sig veðrið síðari árin. Eins og áður var fram komið, hafði nafn- ið Friðrik hlotið stóraukna útbreiðslu, en mest var þetta í ísafjarðarsýslu og Eyja- fjarðarsýslu, og Þingeyjarsýsla fylgdi fast á eftir. Sókn Friðrik(k)u var líka geysilega hröð, og flestar voru þær á austanverðu Norðurlandi er svo hétu. Erlend áhrif lýsa sér þarna ekki hvað síst í því, að í 24 dæmum var Friðrik(k)a síðara nafn af tveimur. Friðsemd var enn einskorðað við Suð- vesturland. Þær voru nú orðnar fimm, tvær í Ámessýslu, tvær í Kjósarsýslu og ein í Reykjavík. Og þetta er enn sem komið er síðasta friðarnafnið í stafrófsröðinni. Nú ætla ég aðeins að taka tíu ára bil og sjá hvort eitthvað hefur bæst við friðar- nöfnin 1855, eða hvort áberandi breytingar hafa orðið á þeirp sem fyrir vora: Friðbjörg er enn í sókn, nú 27, þar af 14 í Þingeyjarsýslu. Friðlína er ný samsetning, ein á Snæ- fellsnesi, og hvergi annarstaðar. Og einn Friðsteinn er á landinu, Þingeyingur. Þetta eru varla teljandi breytingar. Frið- semd er enn í sókn, en allar konur, sem það nafn bera, era í Árnesþingi eða í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Þægilegar prentaðar heimildir um nafn- giftir það sem eftir er 19. aldar era ekki til. En greina má eitt og annað sem hér verður tínt til svo sem af tilviljun, fram til ársins 1910. Mikill hluti fólks, sem þá var uppi, er auðvitað fæddur á 19. öld. Friðborgir vora orðnar fimm 1910, flestar vestanlands. Friðdóra var á skrá 1870, en hefur verið fátítt Friðgeir var í mikilli sókn á síðasta hluta 19. aldar, og 1910 vora 41, þar af 12 fæddir í Þingeyjar- sýslu og tíu í Isafjarðarsýslu. Athugandi er að í prentaða manntalinu 1910 eru tölur miðaðar við fæðingarstað, ekki dvalarstað eins og í eldri prentuðum manntölum. Frið- gerður hafði líka verið í verulegri sókn, og vora 17 af 22 fæddar í ísafjarðarsýslu einni. Friðjón hafði stórum meiri út- breiðslu en fyrr, einkum vora Þingeyingar duglegir að skíra sveina þessu nafni. Karlmannsnafnið Friðlund varð til í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðlund Jónsson fæddist 1863 á Litlu-Þverá. Og nú vora komnar Friðmeyjar, níu alls 1910, fæddar sunnan og vestan. Fredmoy er til í Nor- egi, en ekki fornt. Friðrik var í mikilli sókn og Friðrik(k)a í enn meiri. Þær voru nú orðnar 174 árið 1910, 33 fæddar Þin- geyingar, 26 Eyfirðingar og 24 Isfirðing- ar. Og ekki bilaði Friðsemd. Konur, er svo hétu, voru orðnar 19 árið 1910, níu þeirra fæddar í Ámessýslu. Nafnið var enn ekki til norðanlands og austan. Aftur á móti höfðu Norðlendingar búið til karlmanns- nafnið Friðvin og vora sex 1910. Og svo var nýtt nafn sem rekja má til bókmenntanna. Enginn var Friðþjófur á íslandi 1855, en þeir vora orðnir 24 árið 1910. Naumast er að efa að þýðing sr. Matthíasar Jochumssonar á Friðþjófssögu Tegnérs hafi valdið þessari sveiflu. Hér á eftir verður reynt að sýna í töflu hversu friðarnöfnum fjölgaði á íslandi, einkum á 19. öld. Þá verður jafnframt reynt að skipta þessum nöfnum eftir landsijórð- ungum, en sá galli er á því, að í úrvinnslu manntalanna frá 1801 og 1845 er þessum nöfnum, ef síðari nöfn vora, ekki skipt á sýslur. Ennfremur skal ítrekað að í öllum skýrslum, sem notaðar eru, miðast nafna- íjöldi við dvalarstað, nema árið 1910, þá við fæðingarstað. En hann segir líka sína sögu. Aldrei var svo mikill munur friðarnafna eftir kynjum, að um slíkt þyki ástæða að fjalla. "„i personnavn sannolikt ursprungligcn í betydelscn skydd“. (Pcrsonnavn, bls. 72). Ivitnað rit: Nordisk kultur. Personnavn, útg. og aðal- hötundur Assar Janzén, Osló 1948. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari á Akureyri. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.