Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Page 3
1-BgBfig Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Gei’dur Listasafnið í Kópavogi, ber naf i Gerðar Helga- dóttur myndhöggvara, efnir nú í fyrsta sinn til stórrar sýningar á list Gerðar þar sem bæði verða sýndir stein- og járnskúlptúrar hennar svo og glerlist. I tilefni sýningarinnar er grein um Gerði eftir Elínu Pálmadóttur sem skrifað hefur ævisögu listakonunnar. Á forsíðumynd- inni er verk eftir Gerði sem nýlega hefur verið sett upp í nánd við Listasafn Kópavogs. Hermann Pálsson, fyrrverandi prófessor í Edinborg, heldur áfram að miðla lesendum Lesbókar af þekkingu sinni á fornsögum. Grein hans nú fjallar um vel þekkt fyrirbæri; Hauskúpu Egils sem var svo þykk að exi Skafta prests vann ekki á henni. Mikilverða í þessu sambandi telur Hermann vís- indalegar niðurstöður þeirra Þórðar Harðarsonar og Jesse Byockes. Lúpínan hefur ýmist verið lofsungin sem bjargvættur í landgræðslu eða fordæmd sem bölvaldur hinnar smágerðu flóru. I þáttaröðinni Rannsóknir á íslandi fjalla þeir Jóhann Þó rsson og Óiafur Guðmundsson hinsvegar um gagnsemi af lúpínu sem hingað til hefur ekki \ erið á dagskrá: Nýtingu alaskalúpínu fyrir sauðfé. ÞORSTEINN VALDIMARSSON Sigling - Til Gerðar Helgadóttur - Mærin við brunninn blæs að dúnsegli. — „Fræhnoðri, lát mig feykja þér, og svíf, svíf um sund þangað sem rót þín er fólgin og frjógullinkróna. “ „Svo bar ég og ber þig, barn, “ mælir jörðin röddu vatnsins, „um víðar tíðir í leit að þér sjálfri, í leit að heimi friðar, þó brenni þig glóð mín og brenni mig þín tár.“ Sól vindur ský að siglum fjalla, gín höfuð mána hvítt fyrir stafni. — „Svífum, dóttir, svífum meðan söngvar endast og ljós benda. Þín leit er mín. “ Þorsteinn Valdimarsson, 1918-1977, var frá Vopnafirði en átti lengst af heima í Kópavogi þar sem hann stundaöi kennslu og ritstörf. Fyrsta kvæðabók hans, Villta vor, kom út 1942. JVIeð Limrum, 1965, átti hann drjúgan þátt í að kynna limruformið fyrir (slendingum. NÚ BÍÐUR ENGINN að er biðin, sem gerir menn djúpa. Nú hafa engir tími til að bíða. Þess vegna eru þeir grunnir. Menn gerjast í biðinni.“ — Þessar setn- ingar eru úr fórum Þór- arins Björnssonar skóla- meistara frá Víkingavatni. Þegar ræðu- og ritsfn hans, Rætur og vængir, er skoðað kemur í ljós að biðin hefur verið honum hugleikið umhugsunarefni fyrri hluta árs 1960 (sbr. II. bindi, bls. 267). Hann mælir biðinni bót á nokkrum mhnismiðum og kemst að þeirri niðurstöðu, að sá, sem ekki kann að bíða, hann verði adrei neitt. Að hans mati skapar biðin dýpt, eins og fram kemur í upphafi þessa máls, og þá styrkir hún „karakterinn“. Nú er ljóst, að'almennir lífshættir hér á ofanverðri 20. öld eru yfir- leitt í andstöðu við þessa kenningu. Það á við um ýmsa þætti íslensks þjóðlífs. Þegar hugað er að atvinnu- og frarnleiðsluháttum skortir menn ekki hugmyndir, en fara svo á flumbrum, þegar hugmynd hefur kviknað og ráðast í dýrar framkvæmdir án þess að gefa sér t íma til að bíða eftir vel grunduð- um niðurstöðum rannsókna eða áætlunum um skipulag. — Þetta þolir enga bið! — segja menn, jafnvel þótt enginn k< ppinautur sé í augsýn. Óþarft er að rifja upp ýmis ævin- týri ákaflyndra framkvæmc arnanna, sem ekki gátu beðið með fyrirtæ íi sín, en end- uðu með gjaldþroti og hruni „Nú bíður enginn og þesi vegna verða allt litlir menn. Til þess ad verða mikill þarf stóra drauma. Óg til itórra drauma þarf kyrrð og „perspective“.': Þannig ritaði skólameistari á minnisblað 2. mars 1960. Nú er ástæða til að huga að því, hvað það er, sem veldur þessu óðagoti. Hvers vegna liggur mönnum svo mikið á? Svarið er aug- ljóst. í samfélagi voru stuðla ótal þættir að almennum óróleika og flaustri. Lífsmynstur ofanverðrar aldarinnar einkennist af hams- lausri samkeppni manna til þess að öðlast fé og frama og fæstir mega þó vera að því að njóta gæða og fegurðar lífs og lista. Þetta er ekki svartagallsraus, heldur ábend- ing um alvarlegt vandamál, sem hægt er að leysa, ef almenn viðhorfsbreyting verður í samfélagi voru og menn horfa oftar til himins. Ekki verður hægt að neita því, að frétta- flutningur fjölmiðla elur á flaustri manna og ótímabærum flýti. Viðmælendum þeirra er annt um að koma málefnum sínum á framfæri. Sá áróður, sem á er klifað, að kynning þeirra þoli enga bið, veldur því að menn gefa kost á viðtali, sem ekki hefur verið undirbúið og svara spurningum án þess að hirða um að þeim sé gefið nauðsyn- legt ráðrúm til þess að hugsa sinn gang eða að „geijast í biðinni". Viðkvæm mál eru þannig komin í hnút fyrr en nokkurn varir, þótt koma megi í veg fyrir óhöpp og leið- indi með því að bíða um sinn og hugsa sinn gang. Hér er ég ekki að átelja fjölmiðla fyrir aðgangshörku, því þeirri alþjóðlegu þróun verður ekki snúið aftur, enda skiptir víst miklu máli að hratt sé við brugðist á þeim vettvangi. Hins vegar varðar miklu að einstaklingar og stofnanir temji sér var- kárni og tileinki sér nauðsynlega biðlund. Ef málefni, sem varða heill þeirra og hag, eru viðkvæm og verða ekki skýrð og skil- greind nema að vel athuguðu máli er farsæl- ast að bíða um sinn. Enginn getur kúgað fram svör. Mjög vill á því bera í stjórnmálum, að menn gæti sín lítt í hita átakanna og leiðist um of af þeirri þrá að láta sem mest á sér bera, m.a. með því að vera skjótir til svara, þótt þeir ráði misvel við orðsins brand og lög þeirra vilji æði oft geiga þeim til lítillar fremdar. Þar ræður sú breyting, sem orðið hefur með auknum þætti fjölmiðla og þá ekki síst sjónvarps í kynningu á störfum og málflutningi á Alþingi. Nú þegar nær dregur aldamótum verður minnst viðbragða Þorgeirs Ljósvetningagoða á Alþingi fyrir 1000 árum, er hann gekk til búðar sinnar á Þingvöllum, lagðist niður og breiddi feld yfir höfuð sér. Þannig lá hann svo til jafn- lengdar daginn eftir, að hann mælti eigi orð. Þar sannaðist sú staðhæfing Þórarins skólameistara, sem til var vitnað í upphafi þessarar greinar, að „það er biðin, sem gerir menn djúpa“. Þorgeir gaf sér tíma til að íhuga málið, sem fyrir lá, og þá sérstak- lega efni laganna, sem honum var falið að bera upp. Ef til vill væri þjóðráð að hafa uppi feldi í sölum Alþingis nú, til þess að minna þingmenn á nauðsyn þess að bíða, fremur en að leggja eitthvað til málanna, sem lítt er grundað. Þar væri og gefið for- dæmi þeim fjölmörgu, sem ábyrgð axla í þjóðfélagi voru og verðaað gæta þess vel að ætla sér nægan biðtíma til þess að móta mikilvæg skilaboð og greinagóð svör. Ekki hafa viðfangsefni manna smækkað á þess- ari margræðu öld. Því má ætla, að þau krefj- ist meiri djúphygli, þrátt fyrir hjálp tækninn- ar. Ekki er að ófyrirsynju, er þær efasemd- ir vakna um það hvort maðurinn hafi þá vaxið að andlegu atgervi eða náð félagsleg- um þroska, eins og fram kemur í ljóði Jó- hannesar úr Kötlum um þessa öld: „Þessi öld er undarleg fyrirheitin sýnast stærri og stærri öllu er beint á óraveg stefnumiðin virðast hærri og hærri hraðans sókn er tryggðartreg vinir okkar gerast færri og færri." BOLLI GÚSTAVSSON á Hólum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. JÚNI'1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.