Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Page 8
Steinar undir Eyjaijöllum - Bær í þjóðbraut ann 29. maí 1895 voru gefin saman í Eyvindar- hólakirkju af séra Jes A. Gíslasyni, Torfhildur Guðnadóttir og Eyjólfur Halldórsson, sem þá hófu búskap í Steinum. 1903 fluttu þau bæ sinn austur í hlíðina og nefndu Hvoltungu. Minnst er ábúenda í Hvoltungu, sem er einn af Steinabæjunum, og riíjuð upp kynni af fólki sem þar bjó á fyrri hluta aldarinnar. Eftir FRIÐRIK JÖRGENSEN 1922 reistu þau enn nýjan bæ skammt frá, og þar var búið til 1960. Er Torfhildur og Eyjólfur hófu búskap í Steinum voru þar sex búendur og samtals 35 manns. Hjá þeim í húsi voru níu manns, þau hjónin, dóttir Torfhildar sem hún eign- aðist fyrir hjónaband, Ásta Jónsdóttir þá þriggja ára (fædd 1892), tveir vinnumenn og tvær vinnukonur og tvö ung böm. Þetta var mannmargt samfélag, líktist helst litlu þorpi. í Steinum fæddust þeim hjónum fjór- ar dætur, Marta f. 1898, Ragnheiður f. 1899, Sigríður f. 1901 og Þóra f. 1903, en í Hvoltungu fæddist síðan Anna f. 1905 og síðast Ragnar f. 1910. Þau ólu því upp í Steinum og Hvoltungu sjö börn sín, auk þess ólu þau upp sem sína eigin syni, tvo drengi, Geir Tryggvason f. 1917 er síðar varð bóndi í Hvoltungu til 1994, og undirrit- aðan, Friðrik Jörgensen f. 1922. Það var einmitt á árinu 1922, er nýi bærinn var byggður, sem ég kom inn í þetta góða sam- félag, þá fjögurra mánaða gamalt reifa- barn. Ég átti að fá að vera þama um sumar- tíma, meðan móðir mín var að jafna sig eftir vinnuslys. Sumarið leið og ég var um. kyrrt næsta vetur og áfram, og æskuárin liðu þarna í faðmi þessarar yndislegu fjöl- skyldu. Þessi uppvaxtarár mín í Hvoltungu era sem perlur í miningum mínum, og eftir því sem árin liðu sækja minningamar fastar á, fullar þakklætis og virðingar. Þjóðskáldið frá Fagraskógi segir í kvæði sínu „Blómið“: Því lengri för, sem er farin, því fegra er heim að sjá, og blómið við bæjarvegginn er blómið, sem allir þrá. Þessi orð skáldsins eru mikill sannleikur. Hjónin í Hvoltungu vora mjög dugleg og samhent. Jörðin var frekar lítil og heimilið alltaf mannmargt eða allt upp í 17 manns heimilisfast. Torfhildur var ákaflega verk- lagin og lék margt í hendi hennar. Ekki síst að líkna sjúkum, bæði mönnum og málleysingjum. Það var því sagt um hana, að hún hefði „læknishendur". Hún var því oft kölluð til er veikindi steðjuðu að á öðrum bæjum og oft endaði það með því að hún lét flytja heim að Hvoltungu sjúka, bæði unga og gamla, til frekari aðhlynningar, því að þar var húsakostur með því besta er þá gerðist. Margir unglingar voru til sumardvalar í Hvoltungu og sumir komu ár eftir ár, allt til fullorðinsára. Sterk tryggðabönd mynd- uðust við þetta unga fólk, sem entust lengi 'og vara enn í minningunum. # iff . u **3r 7'"mmY* 1 H■> H TEIKNING af Steinabæjunum fyrir síðustu aldamót, sem Júlíana Sveinsdóttir listmálari gerði eftir fyrirsögn föður síns, Sveins Jónssonar. Hann fæddist i Steinum og ólst þar að miklu leyti upp og bjó þar síðan allt til aldamótanna 1900. HVOLTUNGA - myndin er tekin á fimmta áratugnum. Bærinn var byggður 1922 ogstóð til 1960. EYJÓLFUR Halldórsson, bóndi í Steinum og Hvoltungu, f.1864 d.1938. TORFHILDUR Guðnadóttir, húsfreyja íSteinum ogHvoltungu, f.1871 d.1958 Það óx ekki gras í götunni heim að Hvol- tungu. Þar var stöðugur straumur fólks, vina, kunningja og vandalausra. Eyjólfur var séstakt prúðmenni í allri umgengni. Hann var smiður góður á tré og hagsýnn í allri búumsýslu. Þannig að allt blessaðist í höndum þeirra hjóna. Veraldleg efni voru ekki mikil, en mannkærleikur þeim mun meiri. Bærinn í Hvoltungu var vel byggður og fallegur og reistur í hefðbundnum stíl, eins og bændur höfðu gert í gegnum aldir á ís- landi, þ.e.a.s. í fullri sátt við náttúruöflun og umhverfið. Það vora því margir, sem um þjóðveginn fóra, er gerðu stans á ferð sinni til að skoða bæinn og taka myndir. Einnig birtust myndir af bænum í mörgum mynda- bókum um ísland. Eftir að Halldór Laxness fékk Nóbels- verðlaunin birtist í finnsku tímariti mynd af skáldinu tekin við bæinn Hvoltungu. Mynd þessi birtist síðar í Morgunblaðinu. Tilefni þesarar myndar var að á þessum slóðum var sögusvið skáldsögu Halldórs, Paradísarheimtar. En aðalpersóna sögunnar Eiríkur Ólafsson frá Brúnum var fæddur og uppalinn í Hlíð, sem er næsti bær austan við Hvoltungu. Kvikmynd var gerð eftir sögunni og þá var sögusviðið hið sama. Mörgu eftirminnilegu fólki kynntist ég á þessum æskuáram mínum undir Eyjafjöll- um, sem of langt yrði upp að telja. Þó lang- ar mig að geta tveggja höfðingja, sem settu mikinn svip á byggðina. Ólafur Eiríksson var barnakennari Aust- ur-Eyjafjallahrepps í 38 ár (1900-1938). Hann var sonur Eiríks Ólafssonar frá Brún- um. Ólafur var mikill höfðingi í sjón og reynd og auk þess frábær kennari og skrif- aði þá fallegustu rithönd sem ég hef séð. Um hann var sagt: „Hann kunni’aðeins hið góða og kenndi það.“ Betri lýsingu er vart hægt að gera um þennan frábæra kennara og öðlingsmann. Annar minnisstæður vinur minn frá þess- um æskuárum var Jón Pálsson frá Hlíð. Hann var fæddur fátækur og var fátækur að veraldargæðum allt sitt stutta líf. Hann andaðist langt um aldur fram árið 1938. Þrátt fyrir fátækt og kreppu í þjóðfélaginu braust hann til mennta og fór m.a. til Vínar til að læra á hljóðfæri og lagði síðar fyrir sig kennslu í orgelleik. Jón var einnig ljóðskáld gott og þýddi nokkrar bækur og sögur og gerði það af stakri prýði. Hann var ákaflega hógvær og ljúfur í allri umgengni. Það er mér minnis- stætt að þegar Útvarp Reykjavíkur hóf starfsemi sína árið 1930 þá voru ekki marg- ir bæir undir Eyjafjöllum sem höfðu útvarps- tæki fyrstu 2-3 árin. Útvarpstæki kom fljót- lega að Hvoltungu en var ekki í Hlíð. Jón kom á hverjum degi að Hvoltungu til að hlusta á hádegisfréttir útvarpsins, en ekki síst til að hlusta á tónlistina eftir fréttir, sem þá var alltaf leikinn sígild tónlist. Org- el var til í Hvoltungu og það stóð í svokall- aðri gestastofu. Eftir að Jón hafði hlustað á útvarpið settist hann við orgelið og spil- aði fram eftir degi og þá fannst mér vera hátíð í bæ. Eins og áður sagði var Jón Páls- son frá Hlíð gott ljóðskáld. Hann orti um sveitina sína svohlóðandi. Sveitin min Hér vil ég lifa og hér vii ég deyja, hér vil ég finna hinn eilífa frið, hér vil ég glaður í þöpinni þreyja, þar til ég hverf inn á dáinna svið. Háreistir jöklar í heiðríkju skína, heilög er jörðin og iðjagræn. Lyngperlur glitra um lautina mína, líta til himins í þögulli bæn. Minningar mínar streyma fram, en allt hefir sinn endi, einnig þessi minningabrot mín. Það er heitur og mildur sumardagur. Ég geng í átt til sjávar frá Hvoltungu. Bak við mig standa verndarvættir Steinabyggðar, Steinafjall og hinn töfrandi fagri Eyjafjalla- jökull. Jörð er komin í fullan gróður, iðja- græn. Vestmannaeyjar sindra í haffletinum í tiginni ró. Sólin er að setjast við ystu hafsbrún og aldan við ströndina leikur nú þýð og mild vögguljóð. Á slíkum stundum minnist ég alltaf orða stórskáldsins, séra Sigurðar Einarssonar í Holti, er hann kveður til Eyjafjalla í kvæði sínu: „Kveðja frá Holti“ „að héðan er ei hærra í himininn en hönd má seilast þess, er auðmjúkt biður" Á þennan hátt eru minningar æsku minnar greyptar í tiuga minn. Minningar um allt þetta góða fólk og yndislegu byggð. Höfundur er fyriverandi framkvæmdastjóri í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.