Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Síða 12
RANNSOKN I R I S L A N D I 25% 50% 75% hlutfall lúpfnu I fóöri ÁT sauðfjár og meJtGJileiki lúpínu kjú snuðfé eftír bJulfalli hennar í fóðri. Umsión: Siaurður H. Riahtnr 100% 80% 60% 40% 20% 0% c ro lúpína \_ gras léttbeitt hólf ‘1 i ■H þungbeltt hólf 28. júní 30. júli 4. sept. BREYTINGAR á lúpínuáti sauðfjár eftir því sem magn beiskjuefnisins lúpaníns breytist. Nýting alaska- lúpínu fyrir sauðfé síðari árum hefur skapast mikil umræða um gagnsemi alaskalúpínunnar (Lupinus nootkat- ensis), og hefur henni ýmist verið hampað sem bjargvætti í endurheimt glataðra landgæða eða hún fordæmd sem bölvaldur smágerðrar flóru landsins. Hér verður þó sjónum aðeins beint að hugsanlegri nýtingu hennar sem fóð- uijurt í íslenskum landbúnaði. Lúpínur eru auðugar af næringarefnum og gætu því verið vænlegar beiti- jurtir í íslenzkum landbúnaði. Eftir JÓHANN ÞÓRSSON og ÓLAF GUÐ- MUNDSSON forsaga Lúpínan er af ertublómaættinni (Fabace- ae). Jurtir af þeirri ætt eru yfirleitt auðmeltar jórturdýrum og þær einkennast gjarnan af háu næringarefnahlutfalli. I sumum tilvikum eykst meltanleiki lúpínu fram yfir mitt sum- ar, öfugt við flestar aðrar beitaijurtir. Jurtir af ertublómaættinni teljast því vera mjög gott fóður og víða erlendis eru tegundir af ertublómaættinni helstu beitaijurtirnar. Refa- smári (Medicago sativa) er dæmi um slíka jurt. Lúpínu er nú sáð í talsverðum mæli á hveiju ári. Þrátt fyrir að slíkt sé enn sem komið er eingöngu gert í þágu landgræðslu, má ætla að á komandi árum verði þau svæði að ein- hveiju leyti nýtanleg til beitar. Sauðfé virðist sólgið í lúpínu, því oft má sjá fé bíta lúpínu- toppa á vorin, enda eru ýmsar tegundir lúpínu nýttar til beitar, t.d. í Eyjaálfu. Þetta kveikti áhuga á að gera tilraunir á nytsemi alaskalúpínu sem fóðuijurtar. Því voru gerðar fóðrunartilraunir á vegum fóð- urdeildar Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins (RALA) og Landgræðslu ríkisins (Lr) og fékkst styrkur úr Rannsóknasjóði Rann- sóknaráðs til verksins. Markmiðið var, auk þess að kanna át og nýtingu sauðfjárins á lúpínunni, að rannsaka hvort munur væri á þessum þáttum eftir því hvort féð hafði kynnst lúpínu áður. Fóðrunartilraunirnar fóru fram í rannsókn- HLUTFALL MELTANLEIKI BITINNA JURTA BITINNA JURTA LÚPÍNU- oggrasát og heildarmeltanleiki bit.inna jurta eftir beitarþunga á blandaðri lúpínu- oggrasbeit. 0 l.júní 21. júlí 9. sept BREYTINGAR á efnainnihaldi lúpínu yfir sumarið. arstofu RALA fyrir búfé á Keldnaholti. Sauðfé var fóðrað á blöndum af grasi og lúpínu sem voru allt frá því að vera hrein lúpína og yfir í að vera hreint gras. Lúpínan sem var notuð var slegin á mismunandi tímum sum- ars þannig að lúpínan var af mismunandi þroskastigi. Fylgst var með hversu mikið var étið af hverri fóðurgerð og jafnframt mælt hversu stór hluti fóðursins meltist og nýttist hjá dýrunum. Einnig hafa verið gerðar beitart- ilraunir á lúpínu á landi Lr í Gunnarsholti. NlÐURSTÖÐUR LUPINA í blóma. >1 ljós kom að sauðféð át lúpínu þegar hún var gefin með grasi og átið virtist lítið minnka, og ekki marktækt, þegar hlutur hennar óx f fóðrinu upp undir 75%. Þegar eingöngu var fóðrað með lúpínu hætti féð hins vegar nær alveg að éta. Virðist hún því ekki henta ein og sér sem fóðuijurt, þrátt fyrir það sem fyrr er sagt um ásókn í hana. Ekki var mark- tækur munur á meltanleika lúpínunnar þegar hún var gefín með grasi, hvort sem um 25 eða 75% af fóðrinu var lúpína (mynd 1). Ekki var hægt að mæla meltanleika þegar fóðrað var á lúpínu eingöngu vegna þess hve lítið .ást af henni. Meltanleiki lúpínunnar hjá fénu var breyti- legur eftir tíma sumars. Hann var hæstur á miðju sumri (74%) en lægstur í september (61%) þegar trénisinnihald var hlutfallslega hæst. Þessum tölum svipar til niðurstaðna úr mælingum á meltanleika vallarfoxgrass, sem er góð fóðuijurt og mikið ræktað í túnum hérlendis. I fóðurtilrauninni kom enginn mun- ur fram á meltanleika eða áti, hvort sem féð það hafði áður kynnst lúpínu í sumarbeitar- högum eða ekki. Eins og áður segir, virðist sauðfé sólgið í lúpínu. Með því að mæla ákveðin efni í saur fjárins, svokallaða n-alkana, er hægt að sjá hversu stór hluti þess sem fé bítur er lúpína og gras. Með þessari aðferð er einnig hægt að mæla meltanleika bitins gróðurs. í beitartil- raununum kom í ljós að ef nægilegt framboð er af lúpínu getur hún verið yfir 60% af því sem étið er (mynd 2). Einnig kom í ljós mun- ur á meltanleika gróðursins á milli beitar- hólfa, því mun hærri meltanleiki mælist þar sem minnst var beitt. Þar var lúpína einnig stærsti hluti étins gróðurs, og styður það fyrri fullyrðingar um að plöntur af ertublómaætt séu yfirleitt auð- meltar jórturdýrum - og því gott fóður. Munur á lúpínuáti sem kemur fram á milli hólfa skýrist af því að í þungbeitta hólfinu var búið að éta nærri alla lúpínuna áður en mælingar fóru fram. Þessar mælingar voru gerðar seint að sumrinu og gilda því ekki fyrir önnur tímabil. Beiskjuefni Þegar át fjárins var skoðað, með tilliti til þroskastigs lúpín- unnar, kom í ljós greinileg aukning eftir því sem lengra leið á sumarið (mynd 3). Ástæðuna má rekja til þess að í lúpínunni eru mjög bragðvond efni, svokölluð kínólín beiskjuefni, og geta sum þeirra valdið eitrunareinkennum, sé þeirra neytt í mjög miklum mæli. Magn þeirra minnkar þó eftir því sem á sumarið líður. Þessi flokkur beiskjuefna hefur verið talinn svo einkennandi fyrir lúpínuættkvíslina að hann er oft nefndur lúpínubeiskjuefni einu nafni, þó þau megi finna víðar, t.a.m. í kart- öflum við ákveðnar aðstæður. Hér hafa fund- ist allt að átta mismunandi beiskjuefni í ala- skalúpínunni. NÆSTU skref I fóðrunartilraunum kemur berlega í ljós að helstu vankantar lúpínunnar tengjast beiskjuefnainnihaldi hennar þar sem þau draga m.a. úr lyst fjárins. Hins vegar er næringarefnainnihald hennar og meltanleiki það hár fram eftir sumri, að ef ekki kæmu beiskjuefnin til, væri lúpínan mjög vænleg beitaijurt. Vegna þessa hefur verið hafist handa á RALA við að kynbæta alaskalúpínu- stofninn með það að markmiði að beiskjuefna- innihald lúpínunnar minnki og úr verði svo- kallaður sætlúpínustofn. Þá verður vonandi komin notadijúg jurt sem bæði má nýta til landbúnaðar og landgræðslu á svæðum sem henta til þess. En í þessu, eins og í öðru, er fullrar aðgátar þörf og nauðsynlegt að gera forrannsóknir áður^en til slíkrar notkunar kæmi. Höfundar eru líffræðingur og fóðurfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Rannsókn- arráð ríkisins stendur að birtingu þessa greina- flokks.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.