Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 2
Undir áhrifum og óttast þau Eftir PJETUR ST. ARASON I dont want be Bowie I don’t want be Byme ■ But I will borrow from them Because I’ve still got plenty to leam. Jon Astley. I HVAÐ veldur að skáldið verður skáld? Hvernig verður það fyrir áhrif- um af öðrum skáld- um? Um það fjallar Harold Bloom í bók sinni Anxiety oflnflu- ence.' Þar segir hann óttann við að verða fyrir áhrifum mikil- vægan þátt í þroskaferlinu og rekur hvemig skáldið að lokum gengst við þessum ótta. Hann talar um sterk og veik skáld. Einnig ræðir hann um hvernig lesendur lesa skáldin í skáldunum, þ.e. áhrifavalda þeirra. Hver er frumvettvangur skálds sem skáld? Það er samræði hins skáldlega föður og skáldagyðjunar. Þar sem skáld- ið var getið? Nei, þar sem þeim mistókst að geta það. Það verður að vera sjálfgetið, það verður að geta sjálft sig með gyðjunni móður sinni. En skáldagyðjan er skaðleg eins og Svings eða hinn Hyljandi Kerúb og samsamar sig e.t.v. með öðruhvoru, algengara það sé Svingsin. Sterka skáldinu mistekst að geta sig - hann verður að bíða eftir syni sínum til að skilgreina sig eins og hann skilgreindi sinn eigin skáldlega föður. Ýmsir aðrir hafa verið með hugmyndir varðandi tengsl Ijóða. Shelley sagði að skáld allra alda legðu sitt fram við að skapa eitt mikið ljóð sem væri í stöðugri þróun, Borges hélt því fram að skáld sköpuðu fyrirrennara sína. Eliot var hinsvegar með hugmyndir um að skáldin sköpuðu til eftirkomendurna sína því þau væri þeim fremri að þekkingu, sú þekking væri samt sköpuð af eftirkomendunum. Harold Blo- om vitnar í orð Eckermanns: Það er þetta tal um frumleika, en til hvers leiðir það? Jafnskjótt og við fæð- umst fer heimurinn að hafa áhrif á okk- ur og hann heldur því áfram þangað til við deyjum. Og samt sem áður, hvað getum við kallað okkar eigin fyrir utan vinnuþrek, mátt og vilja. Bloom skiptir þróun skáldsins í sex stig: Nýgræðingurinn byijar á því að mistúlka ljóð fyrirrennaranna, gerir sér síðan grein fyrir upprunanum og snýst gegn þeim, endursemur ljóð þeirra og afneitar því. Nýgræðingurinn gerir sér síðan grein fyr- ir því að hann hafi náð því að verða viður- kenndur sem skáld og setur sjálfan sig á stall gagnvart fyrirrennaranum, skáldið reynir síðan að hreinsa sig af mögulegum áhrifum sem að lokum snúa aftur og þá tekur skáldið þau í sátt. Hann er að setja fram það sem hann kallar Bókmenntafræði mótsetninga eða „Antithetical Criticism“. Þar sem öll bók- menntafræði sem kallar sig undirstöðu, flöktir milli endurtekningar - tátologíu - (þar sem ljóðið sjálft er merkingin), og smættunar, (þar er merking ljóðs eitthvað annað en ljóð). En Bloom segir andstæðu- bókmenntir afneita bæði endurtekningunni og smættuninni þar sem merking ljóðs getur aðeins verið annað ljóð, en annað Ijóð ekki ljóðið sjálft. Og ekki ljóð valið með algjörlega handahófskenndum hætti heldur eitthvað miðlægt ljóð eftir óhrekjan- legan fyrirrennara, jafnvel þó lærlingurinn hafi aldrei lesið það ljóð. Heimildarannsókn skiptir engu máli hér hann er að fást við grundvallarorðin, en andstæðra merking- ar, og bestu mistúlkanir lærlingsins gætu verið af ljóðum sem hann hefur aldrei lesið. Málið er hvemig hægt er að forðast smættun, þar sem hún geri lítið úr ljóð- inu. Mælskufræðileg, Aristótelísk, fyrir- bærafræðileg og strúktúalísk bókmennta- fræði smætta allt, hvort sem er myndmál, hugmyndir, gefin mál eða fyrirbrigði. Sið- ferði og önnur hávær heimspekileg eða sálfræðileg bókmenntafræði smætta allar til þess að vera andstæð hugmyndun. Blo- om segist smætta í annað ljóð. Þetta er ekki endurtekning - tátológia - jafnvel ekki „æðri“ endurtekning. Þar sem tvö ljóð eru ekki sama ljóðið frekar en tvö líf geta verið sama lífið. nú andar suðrið DC-10 þotur berið öllum uppí breiðholti kveðju mína Ljóðið „nú andar suðrið”2 eftir Einar Má Guðmundsson er um sonnettu Jónasar Hallgrímsssonar „Ég bið að heilsa“. Efnið er það sama, ljóðmælandi er að biðja fyrir kveðju heim/uppí breiðholt. Titilinn er að finna í upphafsorðum sonnettunar, „Nú andar suðríð sæla vindum þýðum ... “. Það er lykillinn að skilningi á ljóði Einars því vísunin gerir hugmynd höfundar mynd- ræna og skapar henni víðara baksvið.3 Ljóð Einars þarf á þessu víðara bak- sviði að halda, því bragarhátturinn krefst þess að menn séu stuttorðir og agaðir í sinni framsetningu. Bragarhátturinn, sem ljóðið er ort undir, er japanskur og nefnist hæka. En þetta er afbrigði sem hefur ver- ið nefnt, „vestræn hæka“ til aðgreiningar frá japönsku hefðinni. Þar sem atkvæða- skiptingin getur ekki orðið eins háttbundin verður krafan einfaldlega sú að hækan segi mikið í þrem stuttum línum. Það ger- ir „nú andar suðrið“ með aðstoð sonnettu Jónasar. Myndmálið hefur allt skroppið saman í hækunni, Jónas lýsir vorboðanum ljúfa en Einar lætur nægja að ávarpa DC-10 þot- urnar. Þarna er enginn „engill með húfu“, heldur einungis allir „uppí breiðholti“. Náttúrumyndinni, sem Jónas lýsir svo glögglega sleppir Einar alveg. Jónas er rómantískur, setur sig í spor þrastarins og lýsir leiðinni yfir hafið, nú á tímum er þrösturinn hættur að fljúga milli landa og boða mönnum vor, því verða nýir aðilar að koma til, á tímum hraðans dugar ekk- ert annað en hraðskreiðar þotur. Harold Bloom heldur því fram að skáld séu haldin áhrifafælni, Anxiety of Influ- ence. Þetta er „barátta milli sterkra jafn- ingja, föður og sonar sem mikilla and- stæðna, Lajosar og Ödipúsar á krossgötun- um ... “. Bloom leitar í smiðju Freuds, og er þetta nokkurs konar ödipusarduld sem þarna kemur fram; „Nýgræðingurinn" er að fremja táknrænt föðurmorð til að geta átt mök við skáldagyðjuna - móðurí- myndina. Til að verða sterk, og eftir þeim tekið, verða skáldin að skapa rödd sinni rými, þessi átök þjóna meðal annars þeim til- gangi. Þau koma uppá yfirborðið í viðtali sem tekið var við Einar Má í tilefni af útkomu bókarinnar, en þar segir hann „póesíuna" vera í „ideólógískum“ ógöngum og íslenska ljóðagerð uppfulla af þjóð- rembu og allskyns fjallkonu pornógrafíu, ennfremur segir hann þar: Ég tilheyri fyrstu kynslóð sem elst upp í borginni frá blautu barnsbeini. Allar þessar náttúru nostalgíur sem íslensk ljóðagerð er uppfull af er því í mínu til- felli gjörsamlega út í hött. Ég hef hvorki séð náttúruna nakta né í skautbúningi.4 Einar er í ljóðinu að ráðast gegn þeirri gyllandi hugmynd sem Jónas hefur af landinu og umhverfi þess, hann „af-rómantískar“ hana.5 Hann er að gera góðlátlegt grín að kvæði Jónasar, hér er um háð- færslu að ræða.6 Hann flytur alvarlegt rómantískt efni niður á hversdagsplan og færir textann til nútímalegra horfs, sneyðir burt „náttúrunostalgíuna" sem er í sonnettunni. Einar Már stendur í „ást-hatur“ sambandi við Jónas. Hann sýnir honum virð- ingu með því að yrkja ljóð um ljóð Jónasar og í annan stað er hann að gera tilraun til að velta honum af þeim stalli sem hann ótvirætt er á. Þetta held ég að komi fram í ljóðinu „nú andar suðrið“ og einnig í athugasemd hans um skautbúna og berstrípaða fjallkonu. III Hvað er svo unnið með þessu? Spyr lesandinn. Ja, við getum eflaust setið með ljóðabók í höndunum heilan dag og sagt, hér er Rimbaud og hér er Jónas Hallgrímsson, Nei Jóhann Jónsson, „komið þið sælir, ekki átti ég von á að finna ykkur hjá þessu skáldi“. En Harold Bloom segir markmiðið ekki að rekja hveijir séu fyrirrennarar skáldsins, áhrifaveiðar eru ekki á dagskrá, heldur er hann að kanna og sýna fram á hvernig við lesum ekki skáldið, eða ljóð þess, heldur lesum við skáldið í ljóðinu, eða fyrirrennarann í ljóðinu. Öll ljóð eru mistúlkun á foreldraljóði. Ljóð er ekki óttinn yfirunninn heldur eru þau óttinn sjálfur. Mistúlkun skálda, eða ljóða er afdrifaríkari heldur en mistúlkun bókmenntafræðingsins eða bókmennta- fræðinnar, en hér er aðeins stigsmunur á, ekki eðlismunur. Það er engin rétt túlk- un til, einungis mistúlkun svo öll bók- menntafræði sr í rauninni prósaljóð. Heimildir: 1 Harold Bloom: The Anxiety of Influence. A Theory of Poetry, Oxford University Press, London, 1973. Ég sný tilvitnunum úr henni lauslega úr ensku yfir á íslensku. 2 Einar Már Guðmundsson: Er nokkur í kórónafötum hérna inni, Galleri Suðurgata 7, Reykjavík 1980. 3 Ljóðskáld eru mikið fyrir að vísa í þetta kvæði Jónasar, og ma gerir Þórður Helgason það í ljóði sem heitir „Merki", og birtist í bókinni Aftur að vori. 4 „Ég hef hvorki séð náttúruna nakta né í skautbún- ingi.” Rætt við Einar Má Guðmundsson skáld.”, Hel- garpósturinn 26. september 1980. 5 Sbr. sagnirnar að „af-byggja“ og „af-mýta“, einnig bendi ég á skýringu á orðinu „Rómantíska” í orðabók Menningarsjóðs, „Rómantiska, 2 óraunhæft, gyllandi viðhorf: sveitar- : óskhyggja andvökudraumar:” ís- lensk orðabók handa skólum og almenningi, (ritstj. Arni Böðvarsson), Bókaútgáfa menningarsjóðs, Reykjavík 1988. 6 Hækan virkar eins og háðsk neðanmálsgrein við sonnettuna eða eins og krot úti á spássíu. Mér er minnisstæður fyrsti lestur minn á ljóði Einars skömmu eftir að bókin kom út, þá þótti mér það bara fyndið. Höfundur er bókmenntafræðingur. Þj óðmálaþankar Skattar, lífskjör og Einar Ben egar þetta er ritað eru póstburðar- menn að færa okkur landsmönnum bleiklitaða álagningarseðla. Sumir fyllast tilhlökkun en aðrir ótta. Svo eru seðlamir skoðaðir, menn þvarga um þetta á götuhornum sem annars staðar og svo er þetta búið að sinni. Á meðan á þessu stend- ur fyllast menn vandlætingu yfir háaum og lágum launum, mikilli og lítilli skattbyrði og svo framvegis. Skattar þykja háir á íslandi. Þó eru þeir lægri en t.d. í Danaveldi en þar byija menn í skattþrepi sem er um og yfir 50% af laun- um en færast í hærri skattþrep með hærri launum. Þarna er þó munur á því hér á landi fá menn mun lægri laun en í Danmörku. I Bretlandi er t.d. miklu minna um virðisauka- skatt á almennum neysluvörum. En til hvers er skattkerfið spyija menn sig? Hvað fáum við í staðinn? Velferðarkerf- ið líklega. Maður hefur rætt við fjölda fólks um víða veröld um laun og skatta. Fólk er misánægt. Gleðin af því að greiða skattana fer án efa eftir því hversu góða þjónustu menn fá í staðinn. Þannig má án efa rekja nöldur hér til þess að okkur finnst sem áber- andi mikill hluti fjármunanna fari annað en í jákvæðan hluta velferðarkerfisins. Þannig ber hér allt að sama brunni og fyrr, það þarf að endurskoða margt áður en íslendingar verða ánægðir. Kosturinn við njöldrið í okkur, pólítíkst séð, er bara sá að við erum hávær og orðljót, en ekki fólk sem bregst við með aðgerðum. Eitt af því sem er í tísku í skattaumræðunni í dag er að kerfið sé vinnuletjandi. Fjármálaráðherra fullyrti þetta árið 1994 og umræðan fer aftur á flug núna. Nú kann svo vel að vera að það sé kostur í samfélagi þar sem atvinnuleysi er ljklega búið að koma sér varanlega fyrir. Ókosturinn við þessa hugsun hér á landi er vitaskuld sá að almenn laun eru lág og marg- ir lifa ekki af launum sínum án yfirvinnu. Kunningi minn sagðist um daginn geta haft um 150 þúsund í útborguð mánaðarlaun, ef hann hefði svona 140 stunda yfirvinnu á mánuði! Það þýðir að ef launin hans væru almennileg þá gætu tveir þegið laun fyrir þessa vinnu. En hvar á að taka á og bæta? Eitt af því sem okkur hefur fundist óviðun- andi er að þiggja fé frá útlöndum og koma upp atvinnustarfsemi hér sem er í höndum útlendra fjármagnseigenda. Frekar skyldu menn standa í eigin lappir og taka lán fyrir því. Um þetta má finna mýgrút dæma. Einar Benediktsson skáld ritaði margt um atvinnu- mál og þjóðlíf á árum áður og er ég alltaf að sannfærast um það, að þar hafi menn tapað af miklu að hafa ekki hlustað á hann. Hann vildi fá útlendinga til að leggja til fjár- magn í virkjanir sem síðan mættu knýja verksmiðjur og atvinnulíf. Hann lagði einnig til að íslenskur sjávarútvegur væri fjármagn- aður þannig að einungis Islendingar mættu veiða hér við land en að útlendingar mættu leggja þeim til fjármagn. Þessar tvær leiðir mætti fara til að fá íjármagn inn í landið og þannig byggja upp öflugt atvinnulíf. En, nei, menn tóku frekar lán til að gera þetta sjálfir. Og nú er lánabyrðin að sliga okkur. Við sitjum enn við sama borð að vissu leyti og þá þegar menn flautuðu þessi sjónar- mið út af borðinu. Lítil áhugi virðist á að gera raunverulegar breytingar á þjóðfélag- inu, breytingar sem gætu leitt til nýrra at- vinnuhátta, nýrra útflutningsatvinnuvega sem öfluðu mikils fjármagns í stað hráefnis- vinnslu. Það er alltaf beðið eftir skyndi- gróða, næstu göngu. Á meðan flýja menn land eða landshluta í leit að betri ökrum. Mörgum tekst það og koma aldrei til baka. Á síðustu öld gekk yfir landið hremmingatíð með náttúruhamförum og kulda. Menn flúðu land, vestur um haf. Frá þessu er sagt með stolti í sögubókum því þeir voru hinir nýju landnámsmenn. Einar Ben. fordæmdi þessa flutninga og taldi umræðu um þá óviðeig- andi fyrr en að íslendingar hefðu komið sér saman um að gjöreyða landið að fólki, leggja niður tungu sína og þjóðerni og hverfa sam- an við aðrar þjóðir, sem vissu að hið fyrsta napðsynlega skilyrði fyrir velmegun hverrar þjóðar væri að hún haldi þessu öllu. Líklega á það enn við að þjóð sem fagnar þeim sem búa erlendis meira en þeim sem heima þræla eigi í vanda. MAGNÚS þorkelsson, kennslustjóri Menntaskólans við Sund. „JAFNSKJÓTT og við fæðumst fer heimurinn að hafa áhrifá okkuroghann heldurþvíáfram þangað til við deyjum. “ Mynd: Bjarni Ragnar. II

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.