Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 6
KRISTJÁN J. GUNNARSSON Síðasti áfanginn Ysinn þagnaður. Orðið hljótt á veginum. Förinni heitið þangað sem nemur nótt, nótt og aldrei lýsir framar af deginum. Spilagaldur Spilað er út og enginn veit hver að endingu hreppir slaginn. Eftir nóttina sigurvegurum bjóða örlögin góðan daginn en þá sem halloka fóru kveða í kút af köldu skeytingarleysi. Því þessum sem ásana í erminni földu þau allt létu ganga í haginn. Vinar- kveðja Hjá Karon við Fljótið ég kvaddi þig, góðan dreng, og kveið að samverustundum lokið væri því Leyniskyttan lagt hafði ör á streng og líf þitt í dauðafæri. Handan við Karonsfljótið hefur byggð þína fest. Hvort mun þar blómlegt ísveitum? ég fávís sjálfan mig spyr um. En veit að þú munir hýsa vegmóðan gest ef verð ég á ferð og skyldi berja að dyrum. Uppgjör Ósköp hefur maður annars lifað fyrir lítið liðið amstur daganna tilgangslaust og skrýtið. Það hvarflar stundum að mér, ef að satt skal segja, að sennilega hefði ég gott af því að deyja. Höfundur er fyrrverandi fraeðslustjóri f Reykjavík. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók, sem kemur út innan skamms og heitir „Okkar á mílli sagt". Hún er þriðja Ijóða- bók höfundarins og auk þeirra hefur hann gefið út eina skáldsögu. Eistland - síðari hluti Atakanleg saga frá Vesturlandinu ORMSEY undan vesturströnd Eistlands stendur annað af tveimur minnismerkjum landsins um frelsisstríðið 1918-1920 sem rússneska herná- msliðið hefur ekki eyðilagt. Hitt er falið í skóginum í miðju Eistlandi. Þessi stóri steinn Allt nýtilegt var rifið innan úr húsunum, gluggar brotnir og allt tekið sem hægt var. Sprengjuheldu flugskýlin gapa móti auðri flugbrautinni. Búið er að eyða samfélagi Eist- lands-Svía. Eftir ARNAR GUÐMUNDSSON stendur enn af því að hernámsliðið á eyjun- um skildi ekki áletrunina; Hún er á sænsku og minnir á öflugt samfélag Eistlands-Svía sem þarna var fyrir stríð. Eftir flóttann mikla undan Rússunum urðu einungis þrjár manneskjur eftir. Allt frá innlimun Eist- lands í Sovétríkin í heimsstyrjöldinni síðari hafa íbúar Ormseyjar þagað yfir merkingu textans á steininum. Blaðamaðurinn Kaire Reiljan-Reuter minnist þess frá skólaferða- lagi árið 1987 að stúdentarnir spurðu kenn- ara sinn hvað stæði á þessum steini. Kennar- inn vissi svarið en færðist undan að svara þótt allir aðrir vissu líka hvað þarna stæði. Rússarnir hafa ekki hlíft öðrum minnis- merkjum um frelsistríðið enda urðu þeir sjálfir fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands árið 1920 þótt þeir innlimuðu land- ið síðar með samningum við Þýskaland nas- ismans. Þegar ferðast er um fagrar og frið- sælar sveitir Vestur-Eistlands og eyjarnar undan ströndinni er auðvelt að gleyma blóð- ugri sögu landsins og því hve skammt er í raun síðan það öðlaðist sjálfstæði. En hús í niðurníðslu og leifar sovéskra hernaðar- mannvirkja vitna um nýlega sögu. Hafnar- borgin Haapsalu er höfuðborg Laánemaa eða Vesturlandsins. Rétt utan við borgina standa grotnandi byggingar sovéska hersins við risastóran aflagðan herflugvöll. Ibúar Haapsalu fengu aldrei að vita hve margir Rússar bjuggu á svæðinu i raun en nú virð- ist sem þar hafí verið um þijú þúsund her- menn. Hálfbyggð hús og staflar af múrstein- um til nýbygginga vitna um hve óvænt fram- rás sögunnar hefur verið undanfarna ára- tugi. Eins og annars staðar þar sem herinn hefur orðið að hverfa frá var ekkert nýti- legt skilið eftir. Rifið var innan úr húsum, gluggar brotnir og allt tekið með sem hægt var. Sprengjuheldu flugskýlin gapa galtóm móti auðri flugbrautinni, meira að segja rafleiðslurnar þar voru rifnar niður. Sjómannasamfélögin LÖGÐ í RÚST Sárin eftir heimsstyijöldina síðari og inn- limunina í Sovétríkin gróa seint. Fjöldi íbúa Vesturlandsins lét lífið undir ógnarstjóm hersveita Hitlers og Stalíns. Rússar lögðu sjávarþorpin í eyði, þúsundir íbúa af sænsku bergi brotnir flúðu yfir til Svíþjóðar og í mars 1949 hófust umfangsmiklir nauðung- arflutningar fólks af svæðinu. Þúsundir grunlausra borgara voru sóttar af hermönn- um og fluttar á brott, margir til Síberíu. Bændur voru neyddir til að yfirgefa hefð- bundna bæi og sveitaþorp og setjast að á samyrkjubúum. Stórir hlutar Vesturlandsins og eyjanna fyrir utan voru bannsvæði á Sovéttímanum. Þar voru margvísleg hernað- armannvirki auk þess sem ströndin og skeijagarðurinn voru hernaðarlega mikil- væg svæði. Þangað fengu engir að sigla nema á skipum sovéskra ríkisútgerða. Þetta hafbann hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjómannasamfélagið á eyjunum. Eyjabúar höfðu öldum saman sótt sjó og voru þekkt- ir víkingar og sjóræningjar á miðöldum. Það voru til dæmis sjóræningjar frá Saaremaa, stærstu eynni undan ströndinni, sem rændu Ólafi Tryggvasyni, síðar Noregskonungi, og seldu hann í þrældóm til Rússlands. Á sum- um hlutum eyjanna var fólki meinað að fara niður á strönd. Á öðrum var bannað að sækja sjó og bryggjur og hafnir eyðilagð- ar. Fiskimenn frá borginni Haapsalu nutu þess frelsis að fá að sækja sjó en máttu ekki fara lengra en þijá kílómetra frá ströndinni. Urmas Sukles, borgarstjóri í Haapsalu, rifjar upp að rússnesk herskip hafí legið úti við eyjarnar fyrir utan og fylgst með bátunum. ,Ef sjómennirnir fóru lengra lentu þeir í miklum vandræðum," segir borg- arstjórinn í óræðum tóni. Fylkisstjórinn i Saaremaa, Juri Saar, segir að uppbygging sjávarútvegsins eftir Sovéttímann hafi verið mjög erfið. Fylkisstjóminni hefur tekist að koma í gagnið sjö höfnum á eynni en fiski- bátar séu bæði fáir oggamlir. Á Sovéttíman- um voru fiskveiðarnar algerlega miðstýrðar. Eitt af fjórum ríkisfyrirtækjum var á Saar- emaa en því var stýrt frá Tallin. Aðaláhersl- an var lögð á úthafsveiðar svo heimamiðun- um var lítið sinnt. Eftir hrun Sovétríkjanna hefur þessum fyrirtækjum verið skipt upp og þau seld einkaaðilum. Þrátt fyrir alla erfiðleikana er sjávarútvegurinn enn næst- mikilvægasta atvinnugreinin á Saaremaa, næst á eftir landbúnaðinum. Samfélag Eistlands-svía Eitt af því sem er nær alveg glatað er samfélag Eistlands-Svíanna. Framundir heimsstyijöldina síðari bjuggu um 8.000 sænskumælandi Eistlendingar í landinu, einkum á Vesturlandinu og fjölda eyja þar úti fýrir ströndinni. Þessi sænskumælandi samfélög eru nefnd í heimildum allt frá miðöldum. Þá nutu Eistlands-sænskir bænd- ur og fiskimenn þeirra réttinda að vera skattlagðir að sænskum lögum og höfðu því gjarnan rýmri fjárráð en eistneskir ná- grannar þeirra. Þeir sigldu á eigin bátum með vörur sínar um Eystrasaltið og áttu mikil viðskipti við Svíþjóð og Finnland. Eist- lands-Svíar virðast hafa komið frá ýmsum svæðum í austur Svíþjóð og frá Finnlandi. Þjóðernisvakningin á seinni hluta síðustu aldar náði til Eistlands-Svíanna og þeir stofnuðu skóla á sínu móðurmáli. 1909 stofnuðu þeir menningarsamtök sem starfa enn þótt þau hafi flutt starfsemi sína til Svíþjóðar 1945. í lýðveldinu Eistlandi 1918- 1940 höfðu Eistlands-Svíar lagalega tryggða stöðu sem minnihlutahópur, en eist- nesk lög þar að lútandi voru einhver hin fijálslyndustu og framsýnustu sem sett hafa verið. Þennan tíma blómstraði menningarlíf þeirra, sænskumælandi skólar störfuðu og dagblað hóf göngu sína. Innlimun Eistlands í Sovétríkin var reiðarslag. Fjöidi íbúa var kvaddur í Rauða herinn. Þegar Þjóðverjar hemámu Eistland hófst landflótti Eistlands- Svía. Á árunum 1943 til 1944 flúði stærst- ur hluti Eistlands-Svía yfir til Svíþjóðar. Hluti þeirra fékk leyfi hjá þýskum hernaðar- yfirvöldum til flóttans, aðrir lögðu af stað yfir Eystrasaltið á smábátum með ástvini og þær reytur sem bátarnir gátu borið. Aðeins fáir urðu eftir, flestir vegna þess að þeir biðu eftir ástvinum sem börðust með Rauða hernum. Einn þeirra sem urðu eftir er Ervin-Johan Sedman, formaður hins nýstofnaða Eistlands-sænska menningarfé- lags í Haapsalu. Hann var sendur til Síber- íu og var þar í sex og hálft ár. ,Þegar ég Á MARKAÐNUM íKuressaare á Saaremaa. Þessir tveirgera útfrá hafnar- bænum Nasva, einu fiskihöfninni sem Rússar hlífðu á svæðinu. Saaremaa eyjan liggurinn á Riga flóa þatsem eru ágætfiskimið en umdeild þar sem Eistlendingar og Litháar hafa ekki getað komið sér saman um mörk fiskveiðilögsögunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.