Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Page 5
BIRTA og léttleiki: Mótttökusalur glerverksmiðju í Augsburg.
ÞANNIG SKAL byggt yfir þingið í opnu lýðræðisþjóðfélagi. Úr nýja þinghús-
inu í Bonn. Nýr þýzkur arkitektúr er talsvert á þessum nótum.
SVÍFANDI
LÉTT: Nýtt
hús, dæmi-
gert fyrir
þýzkan
arkitektúr
síðustu ára.
í húsinu eru
teiknistofur
arkitekta í
Nurnberg.
Gunnari heitnum Hanssyni var hann um
tíma, og einnig hjá þeim bræðrum Helga
og Vilhjálmi eins og áður var á minnst.
Til hönnunardeildar Alversins í Straumsvík
réðist hann 1967 og var þar í 5 ár, eða
þar til framkvæmdum í Straumsvík var
lokið.
Svo farið sé fljótt yfir sögu: Haraldi
fannst kominn tími til að reyna eitthvað
alveg nýtt. Hann stefndi á Þýzkaland og
vinur hans og skólabróðir gat útvegað
honum vinnu á stórri teiknistofu í Stuttg-
art, þar sem hann var meðeigandi. Með í
för voru kona hans og synirnir fjórir. En
það stóð ekki til að þeir yrðu Þjóðveijar
og þegar kom að skólaskyldu þeirra 1974,
var ákveðið að flytja heim á nýjan leik.
Haraldur var þá svo heppinn að fá strax
forstöðu yfir Tæknideild Húsnæðisstofn-
unar í Reykjavík og gegndi því næstu þijú
árin. Akureyri var þá í verulegum upp-
gangi og fyrir hvatningu áhrifamanna,
m.a. Vals heitins Arnþórssonar þáverandi
kaupfélagsstjóra KEA, lét hann til leiðast,
flutti með fjölskylduna norður og setti þar
á stofn teiknistofu í félagi við Svan Eiríkss-
son arkitekt og Davíð Arnljótsson verk-
fræðing. Fyrsta verkefnið var skipulag
miðbæjarins á Akureyri.
Akureyrarárin urðu fimm og meðal þess
sem liggur eftir Harald er göngugatan,
sem var upphituð og þá nýlunda á ís-
landi. Aldrei var ætlunin að setjast að á
Akureyri fyrir fullt og fast, en breyttar
fjölskylduaðstæður, hjónaskilnaður, urðu
til þess að Haraldur flutti suður og deildi
þá teiknistofu með Hauki Viktorssyni arki-
tekt og þremur verkfræðingum.
Um 1989 fór að verða vart samdráttar
í verkefnum. Þar sem Haraldur var nú
einn og óbundinn varð ofaná að hann hélt
í þriðja sinn til Þýzkalands, enda búizt við
verulegum verkefnum í kjölfar þess að
Berlínarmúrinn var fallinn og sameining
þýzku ríkjanna framundan. Það var um
það bil ári eftir fall múrsins, í nóvember
1990, að Haraldur var kominn á þýzka
grund. Hann komst í samband við þýzkan
arkitekt í Bad Hersfeld í Mið-Þýzkalandi;
sá hafði auglýst eftir arkitekt til að vinna
sjálfstætt að verkefnum sem höfðu fengizt
í Austur-Þýzkalandi. I um 8 mánuði vann
Haraldur að skipulagsverkefnum fyrir
bæinn Erfurt og nágrenni.
„Þetta var ágæt vinna og áhugaverð“,
sagði Haraldur, „en um þetta leyti gerðist
það að systir mín, sem hafði verið gift og
búsett í Munchen, flutti til Nurnberg þar
sem eiginmaður hennar fékk prófessors-
stöðu. Mig langaði til að búa í nágrenni
við þau og svo fór að ég kvaddi Erfurt
og flutti til Nurnberg þar sem ég fékk
undir eins vinnu á stórri teiknistofu. Þar
var mest unnið við hönnun á íbúðabygging-
um, stórum og smáum, og þessi vist teygð-
ist uppí hálft fjórða ár.“
180 Milljón Marka
Verkefni
Þá hefur nýtt tækifæri boðizt?
„Já reyndar. Það vildi svo til í fyrra-
haust að ég hitti fyrri vinnuveitanda minn
í Bad Hersfeld. Hann var þá kominn með
mikil umsvif, verktakadeild, ijárfestinga-
deild, ásamt leigu- og söludeild fyrir íbúð-
ir. Útibúið í Erfurt, þar sem ég hafði ver-
ið, blómstraði og auk þess var hann komin
í samvinnu við arkitekta í Berlín um verk-
efni þar. Ætlunin var auk þess að setja
upp nýtt útibú norður við Eystrasalt,
skammt frá Stettin. Hann var að leita að
manni sem hann treysti til að byggja upp
teiknistofu með sér og stýra stórum verk-
efnum þar næstu árin; einkum á svæði
við lónið Stettiner Haff. Þar eiga að rísa
umfangsmiklar orlofsbúðir með öllu til-
heyrandi, þar á meðal sundlaug og 18
brauta golfvelli. Lausleg kostnaðaráætlun
er 180 milljónir marka. Þar fyrir utan var
gert ráð fyrir verkefnum fyrir bæina á
svæðinu.
Eftir að hafa farið þama norðureftir
með honum til að kynna mér aðstæður,
sló ég til og samþykkti að taka þetta að
mér. Að hluta til er ég þegar farinn að
vinna að verkefnum fýrir svæðið, en bráð-
lega verður sett upp sérstök teiknistofa í
Torgelow norður við Stettiner Haff og
þangað flyt ég í árslok að öllu forfalla-
lausu og hefst handa af fullum krafti.“
í erlend blöð hefur mikið verið skrifað
um risavaxnar byggingaframkvæmdir í
nýjum mið.hluta Berlínar og þar hefur sú
skoðun komið fram, að Þjóðveijar ætli
ekki að hafa þetta undir merkjum framúr-
stefnu, heldur verði einhverskonar þjóðleg
klassík höfð að leiðarljósi og að útlendum
arkitektum sé ekki ætlaður stór hlutur
þarna. En það er vitaskuld víðar verið að
byggja en í Berlín. Getur þú svarað þeirri
spurningu hvernig Þjóðveijar byggja; eru
einhveijar nýjar hræringar á ferðinni?
„Ég þekki minna til þess hvaða stefna
verður ofaná í Berlín. En það er óhætt
að segja að í Þýzkalandi er gífurlega mik-
ið byggt, ekki síst í Suður-Þýzkalandi.
Stór hluti þess eru sambýlishús, enda hafa
Þjóðveijar verið að taka við fjölda flótta-
fólks. En nú er markaðurinn að mettast
og orðið offramboð á íbúðum. Sama er
að segja um verzlunar- og skrifstofuhús-
næði. Af því er búið 'að byggja alltof mik-
ið, svipað og gerst hefur í Reykjavík eftir
því sem mér skilst.
En þú spyrð um nýjar hræringar. Ég
verð að játa að ég þarf að hugsa mig
dálítið um. Það er að minnsta kosti ekki
neitt sem sætir tíðindum eða vekur óskipta
athygli. Það er alltaf verið að vinna á ein-
hvern hátt úr módernismanum og stundum
með einhveiju ívafi af post-módernisma,
þar sem klassísk atriði eins og bogaform
og súlur koma við sögu. En líka í „high-
tech“-stíl, sem svo er nefndur; tæknistíl
getum við kallað hann. Frægasta dæmið
um þann stíl er líklega Pompidou-safnið í
París. Stundum blandast þetta raunar allt
saman.
í íbúðabyggingum eru Þjóðveijar frekar
íhaldssamir. En í stærri byggingum, þar
sem arkitektar spreyta sig í samkeppnum,
er veruleg gróska. Mér finnst mega segja,
að það sé léttleiki sem einkennir nýjar
stórbyggingar. Og það tíðkast að fara
djarflega með formin. I byggingum af
þessu tagi líta Þjóðveijar talsvert til fran-
skra fyrirmynda og þá einkum þess sem
byggt var í París í stjórnartíð Mitterands."
Til frekari upplýsingar má geta þess
að þetta var blómaskeið í síðari tíma bygg-
ingarlist Frakka, enda hafði Mitterand
mikinn metnað að þessu leyti. Á valdatíma
hans risu hús í París, sem hafa orðið fræg
og hafa gert þessa fögru borg enn feg-
I urri. Af þeim má nefna nýja óperuhúsið
við Bastillutorgið, pýramídann við Louvre-
safnið, sem japanski stjörnuarkitektinn
I.M. Pei teiknaði. Einnig nýja Sigurbog-
ann, sem svo er nefndur og Daninn Sprek-
kelsen teiknaði. Sá sigurborgi er raunar
frumlegt skrifstofuhús, en ekki minnis-
merki um sigur í orrustu.
„Þjóðveijar nota mjög strangan staðal,“
segir Haraldur, „og hann er þekktur um
víða veröld sem DIN, eða Deutsche Ind-
ustrie Norme. Háværar raddir eru nú um
að þennan staðal þurfi að endurskoða.
Þetta er talsvert stífur rammi og hönnuð-
um finnst hann þrengja að sér. En þegar
á allt er litið, þá finnst mér eins og menn
séu að reyna að bijótast út úr þessum
post-módernisma og að eitthvað léttara
sé að koma í staðinn, þar sem mikið er
um gler og stál, en líka súlur.“
Með Holzhauer á Íslandi
Haraldur var hér á ferðinni í sumar-
leyfi þegar fundum okkar bar saman. Svo
vildi til að hér var þá einnig á ferð fyrr-
nefndur vinnuveitandi Haraldar, arkitekt,
sem Holzhauer heitir. Haraldur fór með
hann í skoðunarferð um Reykjavík, en .
hvernig leizt þeim þýzka á íslenzkan arki-
tektúr?
„Honum leizt hreint ekki illa á það sem
hann sá“, segir Haraldur. „Hann var hrif5
inn af Ráðhúsinu, fannst Perlan góð líka
en minna mikið á þýzkan tækni-arkitekt-
úr. Sérstaklega vel leizt honum á boga-
mynduðu sambyggingamar vestur í Skjól-
um. Einnig einbýlis- og sambýlishús við
Granaskjól. Það kom honum á óvart hvað
hér væri yfirleitt vel byggt. Við fórum upp
í turn Hallgrímskirkju, sem honum fannst
mikilfengleg að innan, en úr turninum
sést vel yfir gamla bæinn. Holzhauer sagði
að hinn mikli breytileiki í litavali á húsum
í miðborginni, gömlum og nýjum, færi vel
hér og myndaði fallega heild, þótt deila
mætti um lit á einstaka húsum. En vita-
skuld er það hér eins og annarsstaðar að
ýmsu ægir saman og mörg stílbrigði eru
á ferðinni. Hús eru börn síns tíma.
Byggingartsðknilega finnst mér hús
betur byggð hér nú en áður. Hönnun virð-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
h
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. NÓVEMBER 1995 5