Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Síða 4
íslensk kona í hergagna- verksmiðju 1916-1918 UM LEIÐ og ég hef þessa frásögn mína, vil ég geta þess, að árið 1913 fór ég til Skotlands og dvaldi þar, er það gerðist sem ég nú byrja að segja frá. í júní og júlí 1914 fór að kvis- ast að styijöld myndi vera í aðsigi, enda þótt Fólkið flykktist til vinnu í hergagnaverksmiðjun- um. Kolasvælan lá yflr og hitinn var drepandi. Ungar stúlkur hnigu oft niður meðvitundar- lausar. Kröfurnar jukust sífellt, en engum nema greinarhöfundinum tókst að slípa 600 sprengikúlnahylki á dag. Eftir ELÍSABETU B ALD VIN SDÓTTUR margir héldu því fram, að þetta yrðu aðeins smáskærur um stundarsakir milli Þjóðveija og Englendinga. En það sló ótta og skelfingu yfír eldra fólkið, þegar þessar fréttir urðu að veruleika í ágúst. En yngri mennimir voru hvergi smeykir og héldu að þetta mundi allt verða búið á 3-4 mánuðum. Bara að stjómin vildi ekki halda þeim heima von úr viti. Þeir vom ekki ánægðir fyrr en þeir vom komnir í herinn og byijaðir við æfíngar. Fyrstu herdeildirnar, sem sendar vora til Belgíu vom frá Skotlandi og írlandi. Af þeim kom fátt aftur. Fyrstu hermennirnir, er fóru frá Leith, sættu þeim hörmuiegu örlögum að farast í járnbrautarslysi við smábæinn Gretna Green, sem er á Ianda- mæmm Skotlands og Englands. Þar týnd- ust 90 manns frá Leith, allt úrvalslið. Um þetta leyti veiktist ég af lungnabólgu og lá í 13 vikur á spítala, og þegar loks ég kom þaðan, var ég orðin atvinnulaus, af því að fírmað, sem ég hafði unnið hjá, hafði dregið saman seglin og starfaði mjög lítið eftir að stríðið byijaði. Leith var þá gerð að herskipahöfn og strangar skorður reistar við því að fólk flytti úr landi. Allmargir íslendingar fóru samt heim og fóm þeir með skipi frá Granton. Ég þóttist þó fær í allan sjó og hugsaði mér að vera lengur, með því að ég var þá nýbúin að fá allmikla peningasendingu að heiman. Ég var nýbúin að skipta þessum íslenzku peningum í enska og ætlaði ég að leggja þá inn í banka. Vom þeir geymdir í læstri skúffu heima hjá mér. En hugsið ykkur skelfíngu mína er ég kom heim eitt kvöldið. Dyrnar vom að vísu læstar og eng- in missmíði á þeim að sjá, skúffan var stung- in upp og pen'ngamir horfnir. Lögreglan reyndi mikið tii að hafa upp á sökudólgnum, en árangurslaust. Hvað átti ég nú að gera / HERGAGNA VERKSMIÐJU á árum fyrrí heimsstyrjaldarínnar. Myndin var á plakati sem hvatti konur til að segja skilið við heimilisstörfin og koma til liðs við hergagnaiðnaðinn. - nýkomin út af spítala, atvinnulaus og félaus? Ég vissi raunar að breska stjórnin var sífelldlega, þegar hér var komið sögu, að auglýsa eftir fólki til þess að vinna í her- gagnaverksmiðju suður á Englandi. Því skyldi ég ekki fara þangað? Niðurstaðan varð sú að reyna þetta. Ég fór svo ásamt nokkrum stúlkum frá Leith til borgarinnar Birmingham, sem er mikill verksmiðjubær, svo sem kunnugt er. Ég kom til Birmingham í maí, 1916. Flestum enskum verksmiðjum hafði þá ver- ið breytt, til þess að þær gætu framleitt hergögn, af hveiju sem þær annars störfuðu á friðartímum. Við þær vann auk Breta, fjöldi útlend- inga, en flestir þeirra vom frá Belgíu. Var það fólk sem flúði land sitt er Þjóðveijar ruddust þangað inn í bytjun stríðsins. Lenti þetta belgíska fólk til ýmissa hafna, víðsveg- ar um England, og var oft þess ráð á ringul- reið. Foreldrar týndu börnum sínum og heimafólki og hundmðum saman höfðu þeir enga hugmynd um, hvort nokkrir af fjöl- skyldum þeirra væm á lífí eða hvar niður- komnir. Voru sagðar af því hinar átakanleg- ustu sögur. í KOLASVÆLU OG HITA Á stríðsámnum jókst mjög íbúatala stór- borganna bresku, því að úr sveitunum flykkt- ist fólkið vegna hergagnaframleiðslunnar. Firmað sem ég var ráðin til, var í lægsta og ljótasta hluta borgarinnar. Kolasvæla lá því oftast yfír þessu hverfi og hitinn var nálega drepandi um hásumarið, þegar logn var og sólskin. í verksmiðjunni unnu um 18.000 manns, og var unnið til skiptis nætur og daga - hálfan mánuð í senn. Þessi verk- smiðja framleiddi aðaliega rifflakúlur, fleiri og færri gerðir, en tími er ekki til þess að lýsa þeim nánar. Þær voru silfraðar á að sjá, og gengu frá einni rannsóknardeild til annarrar, eftir að þær vom gengnar í gegn- um vélamar sem mótuðu þær. Á nóttunum varð að loka öllum gluggum byggingarinnar og draga fyrir þá, til þess að fyrirbyggja, að ljós frá verksmiðjunni lýsti veginn Zeppel- in-loftfömm þeim, sem þá vom oft á sveimi yfir breskri grund - flugvélar komu nokkm seinna til sögunnar. Það fyrsta er gera þurfti þegar til Birm- ingham kom, var að fara til lögreglunnar, sýna skjöl sín og láta skrá sig. Ekki mátti fara út úr borginni, nema það væri tilkynnt lögreglunni, og þegar komið var í bæi úti á landinu, varð fyrst að leita uppi lögreglu- skrifstofuna, segja til sín og hve lengi mað- ur ætlaði að dvelja. Þegar svo dvölin var á enda, kvaddi maður aftur á skrifstofunni, og lét vita, að nú væri maður að fara áleið- is heim. Og þegar til Birmingham kom, heiisaði maður upp á lögregluna og til- kynnti, að nú væri maður kominn heim aft- ur. Þetta mun mörgum finnast að vera í meira lagi snúningasamt, en það var betra að forsóma þetta ekki, af því að við því lágu geysiháar sektir og jafnvel fangelsi. Tortryggni var mikil gagnyart útlending- um, og voru oft til þess ærnar ástæður. Auðvitað hafði leyniþjónustan auga á hveij- um fingri. Eftir að ég búin að vinna all- lengi í riffilkúlnunum, fór mér loks að detta í hug, að fara að öllu gætilega, viðvíkjandi lestri og skrift í matartímanum. En hélt þó að ég mundi sleppa við tortryggni, ekki síst af því að ég væri íslendingur. Én svo var það einn morgun eftir nætur- vakt, er ég var að búa mig heim, að lög- regluþjónn kom til mín og sagði að for- stjóri fírmans hefði gert boð eftir mér. Þeg- ar ég kom til skrifstofunnar bauð hann mér að fara með lögreglumanninum á lögreglu- stöð borgarinnar. Ég hefði nú heldur viljað hvíla mig heima, en nú dugði ekki annað en hlýða. Þar var mér sagt, að forstjóri firm- ans hefði látið í ljós, að skjöl mín frá lögregl- unni í Edinborg væru í ólagi, og hefði beð- ið lögregluna að athuga þetta. Var ég svo send til danska konsúlsins í borginni. Var með mér leynilögreglumaður. Konsúllinn spurði mig allmargra spurninga og leit á þau skjöl mín, er ég hafði meðferð- is. Svo hringdi hann til forstjórans hjá fírm- anu og sagði stutt og laggott: „Þér hafið álitið að skjöl stúlku þessarar væru ekki í lagi. Mér fínnst þau vera í besta lagi.“ Og svo lauk þessu. Verkstjórinn í vinnudeild minni talaði við mig litlu seinna. Hann sagði að lögreglan hefði talið að ég kynni að vera njósnari. Þér hafíð sést vera að skrifa í hvíldartímanum, sagði hann, og þér hafið sést vera að athuga landabréf. Ég sagði honum að ég héldi dagbók og kortið sem ég var með hefði verið af hjólreiðavegum í grennd Edinborgar og Leith. Stúlkurnar Hnigu Niður Eins og áður er sagt, var ákaflega erfítt að vinna í vélaskrölti svo miklu, að allt ætlaði um koll að keyra, kæfandi ryki og hita, nótt eftir nótt. Ungar stúlkur hnigu oft niður meðvitundarlausar og vom bornar í því ástandi til sjúkraskýlisins. Eins og gefur að skilja, þyrsti fólk mjög í slíku umhverfí. En það veiktist af því að drekka vatnið. Ég varð því mjög forviða að sjá verkstjórana koma með eitthvað gulleitt duft í smápökkum og blanda því í vatnið. Þetta var nú reyndar fínt haframjöl. Ef það er látið í vatnið, veikist fólk miklu síður, þó mikið sé dmkkið. „Ef þessu bölvaða stríði nokkumtíma linnir,“ sagði fólkið, „ætla ég að sofa í mánuð.“ Auk þess voru í verk- smiðjunni kaupgreiðslur í megnasta ólagi, og varð tvisvar um sumarið vinnustöðvun og æsingar. Ég fann á sjálfri mér, að ég var alltaf að verða lélegri til heilsunnar, eftir því sem fleiri urðu mánuðirnir við vaktavinnuna. Ég átti bágt með að sofa á daginn þegar næturvinna var. Einn morgun þegar næturvinnu var lokið, datt ég meðvit- undarlaus á götuna. Ég var borin til næsta læknis og hresstist þar svo, að ég komst heim og daginn eftir fór ég til míns eigin læknis: „Ég hefi sagt yður það áður,“ sagði hann, „að þér verðið að hætta að vinna og fá hvíld, því blóðið í yður er að verða að vatni. Ég skal sjá um að þér getið farið á eitt hressingarhæli verksmiðjunnar, sem er í Kenilworth.“ Enska stjórnin rak mörg slík hæli, víðsvegar um land og tóku þau við því fólki, sem uppgafst í verksmiðjunum. Ég get ekki stillt mig um að minnast á Kenilworth, sem er um 40 mílur frá Birm- ingham. Walter Scott hefur um þennan stað ritað bók samnefnda, og er efni hennar úr sögu Englands, á ríkisstjórnarárum Elísa- betar I, Englandsdrottningar. Afarstórar kastalarústir eru á staðnum og margt annað eftirtektarvert og fagurt. Var líkt og að vera í himnaríki, eftir verksmiðjuvinnuna. Ég dvaldi þarna í fimm vikur og hresstist furðu fljótt. Þegar ég kom heim aftur, komu von bráð- ar boð frá verksmiðjunni um að vænst væri eftir mér í vinnuna. Nú heimtaði verksmiðju- stjórnin auðvitað alla þá krafta, sem unnust við sveitaveruna. Læknir gaf mér þó vottorð um, að ég hefði þörf fyrir frekari hvíld um stundarsakir. Varð ég því fegin. Að Sverfa Skothylkin Þetta vinnuhlé varð til þess, að ég réðst í aðra verksmiðju, sem allir kannast við. Öll vinnuskilyrði í þessari verksmiðju voru miklu betri en í þeirri sem ég áður vann við. Verksmiðjuhúsin eru þarna utan við borgina og útifyrir blöstu við skógar og engi. Þar unnu um 40.000 manns. En vinn- an þama var erfiðari en í hinni fyrri, en unnið var aðeins daga. Hér var vinnan í minni deild, að sverfa innan sprengikúlnahylki tilheyrandi stórum byssum. Þegar hylkin koma úr steypunni, eru þau meira og minna gölluð og innan í þeim mismunandi af örðum og rákum. Allar þessar misjöfnur verður að nema burtu. Ekki hafði þá tekist að búa til vélar, sem hægt væri að nota til þessa verks, manns- höndin ein gat unnið þetta á þeim tímum. Verkfærið sem notað var, var hárbeittur haki úr stáli, sem skar misjöfnurnar innan úr hylkinu. Skaftið er um 'Ametri á lengd. Hylkið er sett í gróp í vinnuborðinu, sem er hæfilega hátt til að standa við það og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.