Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Síða 1
O R G U N
L A Ð S
Stofnuö 192 5
'f. tbl. 27'. janúar 1996 — 71. árg.
ÚR HAUKADAL um 1950. Næst eru gömlu býlin Höll og Miðbær. Fjær Holtabæirnir sem risu á uppgangstímum Haukadals fyrir liðugri öld síðan.
í Haukadal
við Dýrafjörð
VIÐ sunnanverðan Dýrafjörð skerast dalir inn í
rismikið hálendið. Allir eiga þeir áþekka jarð-
sögu en sinn hverja um byggð og mannlíf.
Einn þeirra komst snemma inn í þjóðarsöguna
og hlaut þar töluvert rými; varð aðalvettvang-
ur einnar þekktustu fornsögunnar - Gísla
sögu Súrssonar. Færri þekkja seinni tíma
sögu þessa dals. Hún er líka forvitnileg.
Dalurinn heitir Haukadalur. Þar dveljum við
næstu línurnar.
Forfeðurnir áttu flestir sjóleiðina til
Haukadals. Eftir barning fyrir nes og núpa
komu þeir á Haukadalsbót. Þar var skipum
öruggt og fjara þægileg til lendingar. Við
seinni tíma menn komum oftast þjóðveginn
út með firðinum frá Þingeyri, ekki langt frá
þeirri götu er Vésteinn frá Hesti, mágur
Gísla Súrssonar, reið til haustboðsins í
Haukadal þegar öll vötn féllu til Dýrafjarð-
ar. Sú ferð, reyndist örlagarík. Okkur liggur
minna á en Vésteini. Stönsum því á Nesjun-
um, grjótborinni og gróðurlítilli jökulurð við
innanvert mynni Haukadals.
Frönsku Sjómennirnir
Sem vin í þessari jökulurð er Fransmanna-
FRÁ SÆBÓLI. Horft upp til hólsins þar sem bær G/sfa Súrssonar á að iiafa staðið.
Haukadalur gengur líkt
og skápur inn í hálendið.
Þar var bær Gísla
Súrssonar og þar áttu
útvegsbændur löngu
síðar mikil samskipti við
Fransmenn.
Eftir BJARNA
GUÐMUNDSSON