Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Blaðsíða 11
— Besti náungi, Geiri. Voru margir að versla? — Það held ég ekki. — Nú, varstu ekki þar? Notarðu ekki aug- un, strákur? — Jú. Hún var þar hún Guðný, ráðskonan hjá honum Guðmundi forstjóra. — Þetta líkar mér drengur minn. Og hvað var hún Guðný að kaupa? — Það veit é ... Ég held hún hafi verið að kaupa kaffi og sýróp. Strákurinn veit að full- orðnu fólki þykir kaffi gott og sjálfum þykir honum sýróp mesta sælgæti. Já, svona á það að vera, segir ráðherrann og japlar á vindlinum. Svona var þetta hjá okkur strákunum í Eyjum. Þegar við fórum í búðina þá tókum við vel eftir öllu og sérstak- lega hvað konurnar keyptu og svo hlupum við heim til mömmu okkar og sögðum frá því að Tobba í Stóru-Bár hefði keypt pund af kaffi, pund af sykri og minni skammtinn af grænsápu. — Hvað segirðu, keypti hún pund af kaffí og hún keypti líka pund í hinni vikunni! hrópaði mamma uppyfír sig. Ja, nú þykir mér týra á tíkarskarinu og henni Tobbu, og mamma klappaði saman höndunum og sló sér á lær, en ég hélt áfram: Og hún Gunna í Tröð keypti Grúnó tóbak fyrir kallinn sinn og borgaði það i peningum því hann Gunnar er ekki svo óbjörgulegur að skrifa svoleiðis í reikning. Heyrðu kallinn, spyr þingmaðurinn alvörugefínn, lánar hann Geiri tókbak? — Það veit ég ekki, en hann gaf mér tvö tveggja-aura stykki. — Af hveiju? — Ég fór í sendiferð til hennar Veróníku og hann segist verða að vera góður við litla stráka og ketti. — Hvers vegna ketti? — Hann segir að margir þeirra eigi hvergi heima. — En hunda? Á hann ekki líka að vera góður við hunda? — Það eru engir hundar. — En hvað um hestana sem draga ösku- vagnana? — Þeir hafa heypoka um hálsinn og Geiri selur bara mannabrauð. Nú hlær ráðherrann dátt með hendurnar í buxnastrengnum og það er dautt í vindlinum. — Hvar er Óli? spyr strákurinn. — Hann fór með mömmu sinni niður i skó- búðina hans Lárusar Lúðvíkssonar að kaupa túttur. — Við mamma keyptum nýjar túttur um daginn af því að það er að koma sumar. — Það eiga allir strákar að fá nýja gúmmí- túttur á vorin, þegar skóla lýkur, þær eru svo léttar og gott að hlaupa í þeim. — Það er gaman að horfa á hann Ingólf, þegar hann er að binda utan um skókassann. Hvemig getur hann verið svona fljótur? — Hann er alltaf að þessu kallinn og orð- inn vanur. Var hún Veróníka í eldhúsglugga- num? — Já, hún er alltaf bakvið gardínurnar — maður sér hana vel. — Hefurðu nokkurn tímann verið að hræða hana Veróníku á kvöldin? — Neeeeii ... — Jæja strákur, svo þú hefur einhvern tím- ann gert það? Það má ekki. Hún er amma hans Óla míns. — Ég held hún hafi ekkert orðið hrædd. Þetta var svo lítið hjá okkur. Það mistókst einhvern veginn. Það ískraði sama og ekkert. — Það þarf tvinna, steinolíu, korktappa og títupijón. — Við vorum bara með teiknibólu. — Það er aiveg ótækt. Ekkert undarlegt þótt' ykkur mistækist. — Óli Árna .gegir að það sé betra að nota teiknibðlu því þá sé hægt að strekkja betur á tvinnanum. En nú var þessi einstaki ráðherra vel heima í málunum og hafði afar sjálfstæða skoðun, greinilega grundvallaða á reynslu: — Nei, það verður að vera títuprjónn, hann skilar ískrinu betur, og það verður að stinga honum þétt niður með glerinu, eins djúpt og maður get- ur, best að hafa fingurbjörg á puttanum, væta tvirinann með steinolíunni og halda fast um hann og strjúka langar strokur með kork- tappanum. Þannig nær maður ámátlegu hljóði. Verðurðu aldrei hræddur sjálfur? — Stundum — pínulítið. — Jæja lagsi minn, nú verð ég að fara að stjórna landinu. — Stjórnarðu landinu í alvöru? — Jájá — og svo stjómar blessuð konan mín mér! Hann hlær stórkallalega svo um- fangsmikill maginn skelfur einhver ósköp og þessi áhugasami valdamaður, sem talar við stráka á jafnréttisgrundvelli, skálmar rösk- lega inn í húsið á flókaskónum sínum með breið og traustvekjandi alxlaböndin, sem halda uppi efnismiklum buxunum. Strákurinn fer yfir götuna á leið sinni heim og í sama mund skýst leikarinn útum garðs- hliðið sitt, kvikur í hreyfingum og hallar und- ir flatt. — Hvað ert þú að gera, nafni litli? spyr hann. — Ekkert. Nýársþankar um óljóða-farsóttina Eftir GUÐMUND GUÐMUNDARSON — Ekki var það nú stórt. Vertu samt ekki að þvælast úti á götu, strætisvagninn fer að koma og hann er bæði stór og hættulegur. — Hann kemur voða sjaldan. — Hann er á klukkutíma fresti og það er meira en nóg fyrir litla stráka sem gá ekki að sér. — Mamma segir, að ég megi ekki vera með hlaupagjörðina nema uppá gagnstéttinni. — Það er alveg rétt hjá frú Önnu, hún er svo indæl kona, en það er best að vera með hlaupagjörðina uppí portinu bakvið húsið ykk- ar. — Það verður að vera löng braut. — Noh, þá það. Mundu að vera alltaf kurt- eis nafni litli, segir hann án tilefnis í kveðju- skyni og tifar niður Besta-strætið, hatturinn á skjön og neflangt höfuðið hallar undir flatt, samanbrotin skjalataska uppí handarkrikan- um. Leikarinn er ágætur, en strákurinn hefur heyrt að hann hafi leikið voðalega vondan kaupmann í leikhúsinu, kaupmann sem tímdi aldrei að gefa neinum neitt, og stráknum hefur ekki þótt eins þægilegt að tala við leik- arann eftir að hann heyrði þetta. Honum finnst hann hefði heldur átt að leika hann Geira því Geiri er aldrei nískur. Nú eru tveggja-aura stykkin búin svo best er að haska sér heim. Strákurinn heldur áfram niður götuna og þá kemur stóri, svarti 7- manna bíllinn hans Guðmundar forstjóra og nemur staðar fyrir utan steingráa húsið hans. Strákurinn stansar rétt til hliðar og fylgist með. Nettur einkabílstjóri skýst út úr bílnum, trítlar hratt aftur fyrir hann og stendur svo teinréttur við framdymar og bíður eftir hús- bónda sínum. Forstjórinn birtist innan tíðar á pallinum fyrir ofan tröppurnar, nemur stað- ar andartak, lítur rannsakandi til beggja hliða, svo heim að húsinu, setur upp gleitt bros og vinkar konunni sinni, heldur svo áfram niður. Bílstjórinn ókyrrist og tvístígur eins og fjör- mikill foli. Forstjórinn færist hægt með yfir- höfnum virðuleik niður þessar ellefu steyptu tröppur og stoppar þrisvar sinnum með staðl- að skælbros undir þykku nefí og vinkar kon- unni sinni, og konan er í stofuglugganum á neðri hæðinni, uppljómuð af innri gleði og veifar í miklum ákafa og þrýstinn barmurinn hristist af kæti. Forstjórinn er klæddur dökk- um frakka með dökkgráan harðan hatt, dökk spangargleraugu og svipurinn er dimmur og strangur svo sem vera ber. Þetta er hvunndagssvipurinn og strákurinn er hálfs- meykur við hann. Hins vegar er forstjórin með allt annan svip á sunnudögum, þegar hánn gengur næst- um kæruleysislega léttstígur niður þessar sömu tröppur með köflóttan sixpensara á höfðinglegum kollinum í reiðbuxum og leður- stígvélum og konan hans tiplar hæversklega á eftir honum mild á svip og þau eru að fara í reiðtúr á tveimur hestum, sem bíistjórinn ómissandi kemur með og heldur í fyrir utan járnhliðið. Þá er allt að því glaðlegur svipur á andliti forstjórans og það kemur fyrir, að hann eins og slysast til að ávarpa börnin, sem eru að sniglast í kringum hestana. Þá er strákurinn kannski að klappa öðrum hestinum og forstjórinn segir: — Þykja þér þetta fallegir hestar, drengur minn? — Já, þessi héma. — Hvers vegna hann? — Hann er rauðskjóttur. — Rauðskjóttur? spyr strákurinn. — Hann er rauður og hvítur — það heitir rauðskjóttur. Hefurðu farið á hestbak? — Já, í sveitinni í fyrrasumar. — Þessir hestar eru of viljugir fyrir litla stráka. Svo er eins og hann taki sér tak, skiptir yfir í annan tón og hvunndagssvip: — Færðu þig frá, drengur minn, svo þú verðir ekki undir hestunum. Lágvaxin og búlduleit konan brosir hlýlega eins og hún er vön og bílstjórinn heldur í ístað- ið fyrir hana og strákurinn er alveg hissa á því hvað hún sveiflar sér léttilega á bak hest- inum og hann veltir því líka fyrir sér hvort hatturinn muni ekki fjúka af höfði hennar, þegar hesturinn fer að hlaupa. Svo leggja þau rólega af stað inn götuna í áttina að spítalan- um og bílstjórinn horfir á eftir þeim með undirgefna aðdáun í svipnum og húfuna milli handanna. En í dag eru engir hestar; forstjórinn er saddur eftir matinn hennar Guðnýjar ráðs- konu og þegar hann gengur útum hliðið opn- ar bílstjórinn bílhurðina með derhúfuna í hendinni. Forstjórinn endar þessa skrautlegu ferð niður tröppurnar með því að vinka bless- aðri frúnni, brosið sígur af andlitinu og hann sest í framsætið; bílstjórinn iokar hurðinni af mikilli kureisi og hleypur aftur fyrir bílinn. Svo líður fjórhjólað draumaspilið niður Besta- strætið. Strákurinn er sannfærður um að þessi dökkhattaði merkismaður veit uppá hár hvaða bátar fóru á sjó í morgun. Höfundur er malreiðslumaður. arf ekki þjóðin að staldra við og ræða málin í al- vöru, þegar enginn kann eitt einasta ljóð eftir svokölluðu ljóðskáld, sem hæst er hossað! Þau eru að sjálfsögðu á ljóð- skáldastyrk en sam- kvæmt viðtali við útgefanda er algengast að ljóðabækur seljist í 60-250 eintökum. Algjör undantekning ef salan er hærri. Það er af sem áður var t.d. þegar „Fagra veröld“ Tómasar seldist upp á skömmum tíma. Fyrir hálfri öld voru atómskáldin farin að misþyrma Ijóðagerðinni rækilega. Sá kveðskapur er að langmestu gleymdur og grafinn. Síðan hófst „súrrealísk“ óljóðagerð, sem sækir í hið ómeðvitaða, t.d. drauma, sem ber að tjá, þótt allt samhengi vanti!! Loks hvolfast yfir okkur svokölluð prósaljóð, sem er algjört öfugmæli, þar sem prósi er laust mál en ljóð er bundið mál. Þannig virðist á síðustu áratugum einskonar sálu- hjálparatriði í ljóðagerðinni að traðka í svaðið allar menningarhefðir undir nýjum nöfnum. Tímanna tákn birtist einnig í því, að naumast er til sá ritauli eða hortitta-klúðr- ari, sem ekki klínir aftan við nafn sitt orðinu: Skáld. Allir vegir færir, þar sem ekki fyrirfinnast lengur nein mörk á milli ljóðahefðar og fíflskapar! Prósi Hvers vegna skyldu allir þessir prósa- puðarar vera að klína nafninu Ijóð aftan við prósann? Þeir eru einfaldlega að villa á sér heimildir, sigla undir fölsku flaggi! Látum prósann vera prósa, án viðskeyt- is, þá er málið leyst! Öll hjörðin ásamt aðdáendum má í friði fara undir fána prósans! Prósaljóð er og verður alltaf föls- un og er einskonar hækja í prósa-píslar- göngu þeirra, sem vilja ljóðhefðina feiga. Ótrúlega mörgum gleymist að skáld- gáfan er oftar en ekki tekin að erfðum líkt og fögur söngrödd, hagleikur o.s.frv. Ekki vil ég lasta að menn dundi sér við að semja ljóð eða óljóð, eins og t.d. að ráða krossgátur, skákþrautir o.fl. Hins vegar er fáránlegt að titillinn skáld fylgi slíku tómstunda-föndri. Ýmsir gagnrýnendur og fjöldi mennta- manna eru ólatir og á sífelldum hlaupum Það ánægjulega er að þjóðin er frá fornu fari bólusett gegn þessari ömurlegu farsótt! Neitar að taka þátt í svindlinu, hvað sem hástemmdu lofi hinna hámenntuðu líður. til að styðja við hækjulið óljóða. Bjóða alls konar útskýringar til að réttlæta prósa-ruglið. Það ánægjulega er að þjóðin er frá fornu fari bólusett gegn þessari ömurlegu farsótt! Neitar að taka þátt í svindlinu, hvað sem hástemdu lofi hinna háriienntuðu líður! Kennarastéttin Sorglegt er að stór hluti kennarastéttar- innar tekur þátt í því að eyðileggja brag- eyra barnanna, spilla fögrum hugarheimi þeirra til ljóðlistar og þjóðskáldanna. Vor- kennir þeim að læra utanað vísur og ljóð í stað þess að sýna börnum á einfaldan hátt ljóðstafi og stöðu þeirra, sem auð- velda lærdóminn. Þetta tæki aðeins örfáar kennslustundir í íslensku. í stað þess eru notaðar flóknar útskýringar, sem börnun- um finnast hálfgerðar galdraformúlur, þótt staðreyndin sé þveröfug ef rétt er staðið að málum. Útkoman er afsiðun á fomri arfleifð, sem íslenskan ein hefur varðveitt. Hin ómetanlega og gullvæga hefð bundins máls! Afsiðun æskunnar á þessu sviði hefur verið svarað: „Mín kyn- slóð hefir ekki áhuga á ljóðum11!! Ég ætla að taka eitt dæmi af ótal mörg- um um ljóðskáld og gagnrýnanda, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 14/10 ’95. í einu verkefnahefti fyrir grunnskóla er birt hið yndisfagra ljóð Jónasar Hall- grímssonar: Eg bið að heilsa. „Nú andar suðrið“. Börnin eru upplýst um að ljóðaformið hafi sprengt af sér „hlekkina“ og hafið sig til flugs! Og svo kemur ný útsetning, sem að sjálfsögðu heitir „Nú andar suðrið". „DC 10 þotur berið öllum upp í Breiðholti kveðju mina“ Er þetta ekki heillandi og stórkostlegt! Það er aldeilis flug í þessu ljóði og búið að slíta hlekkina! Þetta litla ljóð er eftir sjálfan Einar Má Guðmundsson, sem talinn er eitt af okkar fremstu ljóðskáldum og hér koma hugleiðingar gagnrýnandans — aðeins stuttir kaflar úr heilsíðu grein! „Efnið er það sama, ljóðmælandi er að biðja fyrir kveðju heim/uppí Breiðholt. Titilinn er að finna í uphafsorðum sonnett- unnar „Nú andar suðrið sæla vindum þýð- um.“ Það er lykillinn að skilningi á ljóði Einars, því vísunin gerir hugmynd höfund- ar myndræna og skapar henni víðara bak- svið... Einar er í Ijóðinu að ráðast gegn þeirri gyllandi hugmynd, sem Jónas hefir af landinu og umhverfiþess, hann „af-róm- antískar“ hana. Hann er að gera góðlát- legt grín að kvæði Jónasar. Hér er um háðfærslu að ræða! Hann flytur alvarlegt rómantískt efni niður á hverdagsplan og færir textann til nútímalegra horfs, sneið- ir burt „náttúrunostalgíuna“ sem er í son- nettunni. Einar stendur í „ást-hatur“ sam- bandi við Jónas. Hann sýnir honum virð- ingu með því að yrkja Ijóð um Ijóð Jón- asar og í annan stað er hann að velta honum af þeim stalli, sem hann ótví- rætt er á. „Þetta held ég að komi fram í Ijóðinu „Nú andar suðrið“ og einnig í athugasemd hans um skautbúna og berstrípaða fjall- konu. “ Þessi framangreinda hugvekja er blák- öld staðreynd um ljóð, skáld og gagnrýn- anda síðla árs 1995. Ég tel þetta mjög táknrænt um virðinguna fyrir ljóðhefð- inni! Að sjálfsögðu læt ég lesendum eftir að dæma hugvekjuna. Þó kemur mér í hug gamall málsháttur: „Hér syndum við fisk- arnir, sagði hornsílið"! Manni verður á að spyija menningarvit- ana og þó einkum forsvarsmenn ljóðmenn- ingar í háskólanum, sem lofsyngja prósa- ljóðin óspart, hvort ekki sé á dagskrá að mæla með verulegri hækkun á styrkjum til nútíma-ljóðskálda ef þau eru farin að puða í því að yrkja upp kvæði þjóðskáld- anna til að votta þeim virðingu sína og gera ef til vill góðláatlegt grín að þeim í leiðinni? Ég bara spyr?? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.