Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Blaðsíða 2
I grafreiturinn. Á tímum Frakka að veiðum fyrir Vestfjörðum varð ein helsta hvfld skipa og áhafna á Haukadalsbót. Nokkrir þeirra sem ekki náðu ættjörð sinni heilir hlutu leg í reit þar á Nesjunum. Hann var vígður og um búið snyrtilega. Merkur minningarreitur um þá er þar hvíla og horfna atvinnuhætti. Raunar munaði ekki miklu á sinni tíð að Frakkar legðu út í stærri framkvæmdir á þessum slóðum. Árið 1855 föluðust þeir eft- ir aðstöðu til fiskverkunar á Dýrafírði; stofn- un nýlendu með þúsundum manna. Napoleon prins kom og leit á aðstöðu. Beiðnin olli hvössum deilum þingmanna en var loks hafn- að á Alþingi og af dönskum stjómvöldum. Samskipti Frakka og Haukdæla voru mik- il á tímabili. Heimar gróinna útvegsbænda í dalnum og sjómanna af norðanverðri Frakklandsströnd mættust. Kynni urðu ýmis. Sum náin. Vöruskipti og verslun; fyrir vettlinga og annað pijónles fengu heima- menn biskví. Sjómenn þáðu líka nýtt kjöt- meti og frönsk vín hresstu sálir heimamanna þótt meira virði værí fyrir þá að fá veiðar- færi í skiptum. Til varð hugtakið hauka- dalsfranska, blandmál er dugði til þess að greiða fyrir samskiptum. Ungum mönnum í dalnum þótti þetta spennandi tíð, Matthí- asi Ólafssyni meðal annarra. Við hittum hann seinna í þessari frásögn. HaukadalurEr Herleg Jörð ... Haukadalurinn gengur líkt og skápur inn í hálendið. Byggðin kemur í ljós er við kom- um ögn utar. Húsin standa í þyrpingu við Haukadalsbótina. Fjara hennar myndár mjúkan sveig inn í dalsmynnið. Lágur kamb- ur er upp af fjörunni. Að baki honum að innanverðu er Seftjörn, vettvangur mikilla atburða í Gísla sögu. Það segir síðar af henni. Og sem við nálgumst brúna yfir Hauka- dalsá opnast dalurinn ákaflega stílhreinn og svipfagur. Hallalítill og allur grasi gróinn. Haukadalur er herleg jörð, hópur manna þar býr... segir í gamalli bæjarrímu. Áin liðast eft- ir miðju dalins í ótal hlykkjum. Þar veiddi Guðmundur Hagalín silung áður en hann varð þekktur rithöfundur. Ain fellur til sjáv- ar um kyrrlátan ós. Haukdælir sögualdar eiga að hafa brýnt byrðingum sínum þar, hvfld fegnir eftir volk um viðáttur úthafsins. Tignarlegt Kolturshornið skákar sér inn í dalinn að utanverðu. Heiman við það skerst Lambadalurinn inn í hálendið líkt og leyni- hólf. Kaldbakur rís fyrir miðjum dal, ijalla hæstur á Vestfjörðum (998 m). Fjöllin tvö skapa í raun stórleik dalsins því íjöllin á hvora hlið hans eru ósköp hlédræg; heita enda þeim látlausu nöfnum Hæð og Feli. Skammt utan við brúna á Haukadalsánni tekur við allhátt holt, Sæbólsholtið. Á því er tilvalið að stoppa því þaðan má glöggt sjá til byggðar og sögu þessa dals. Skammt framan við núverandi brú eru leifar annarr- ar eldri. Hún er frá ofanverðri síðustu öld; reist fyrir forgöngu Andrésar skipstjóra Péturssonar í Höll sem gaf meiri hluta brú- arefnis. Sennilega fyrsta stórbrúin í hreppn- um. Sókndjarfur en farsæll hákarlaformað- ur, Andrés, sem vildi framfarir Haukadals sem mestar. Framantil í Sæbólsholtinu er dálítill skóg- arreitur, settur af félögum í Ungmennafé- laginu Gísla Súrssyni. Það starfaði í dalnum um miðbik þessarar aldar. Gísla saga segir frá skógi í Haukadal; ógreiðfærum, svo þar gat hann hulist Berki digra og mönnum hans. En skógur eyddist með öldum. Hins VIÐ SEFTJÖRN. Fyrir miðju sjást leifar íshússins í Haukadal en til hægri rís náttúrugerð áhorfendabrekkan þar, sem konur sátu og fylgdust með ísleikum Haukdæla á dögum Gísla sögu. vegar sýnir skógræktarreitur ungmennafé- lagsins að sprettuskilyrðin eru góð. Birkið hefur sáð sér og breiðir nú úr sér um þann hluta holtins sem friðaður er og liggur vel við sólu. Þar vaxa nýir Haukadalsskógar. Skógarmenn næstu aldar munu örugglega geta leitað skjóls í þeim líkt og Gísli forð- um. Líka haft af þeim nytjar. Viðarvöxtur í tijágörðum Haukadalsbæjanna boðar það. Gengið á Gíslahól Sé horft til suðvesturs af Sæbólsholtinu sjáum við upp til Gíslahóls. Hann er mikill um sig og hár. Hóll, bær Gísla Súrssonar, á að hafa staðið þar. Sæból, bær Þorgríms, mágs hans, er hins vegar talinn hafa staðið utar í dalnum, á hægri hönd okkar þar sem við horfum upp til Hóls. Af sögu má ráða að vel hafí verið húsað á báðum þessum bæjum; langhús mikil er sneru eins og dalurínn. Fjósið í Sæbóli er sagt hafa rúmað sextíu nautgripi. Uppgröftur Sigurðar Vigfússonar sumarið 1882 staðfesti það. Því hefur verið mannmargt í dalnum á söguöld og þörf mikilla bæjarhúsa. Framanvert í dalnum stóðu víst kotbýli þar sem einkum bjuggu seiðkarlar og fjölkunnugar konur. Höfðu líka áhrif á gang sögunnar. Það er rétt að rölta upp á Gíslahól og setja sig þar í spor bóndans á Hóli er friðlaus mátti flýja bú sitt og fara huldu höfði um árabil. Þaðan er óhindruð sýn um dalinn allan. Óviða sést betur til mannaferða. Á Gíslahól eru töluverð tóftarbrot, aðallega þó tvennar tóftir. Sú ytri er aflöng. Snýr með dalnum. Við teljum okkur standa yfir rústum bæjar Gísla Súrssonar að Hóli. Heyrum þyt sögunnar í hávöxnu grasinu . . . Við höldum aftur niður á Sæbólsholtið. Getum þá gengið með læknum sem Gísli fór niður að Sæbóli nóttina sem Þorgrímur bóndi þar var veginn launvígi. Vonandi verður ganga okkar án sömu eftirmála. ÞÁTTUR MATTHÍASAR ÓLAFSSONAR Gömlu býlin í Haukadal standa i röð upp undir hlíðinni í utanverðum dalnum; Höll fremst, þá Miðbær, greina má næst hvar Ystibær stóð en yst er þó Húsatún. Á þessum bæjum hafði sami stofninn búið mann fram af manni allt fram yfír 1960 að keðjan rofnaði. Hlekkimir voru þá orðnir tíu. MATTHÍAS Ólafsson og Marsibil Ólafsdóttir, kona hans. Matthías átti sem kennari og kaupmaður mestan þátt í eflingu Haukadals um síðustu aldamót. Síðar varð hann starfsmaður Fiskifélags íslands og alþingismaður Vestur-ísfirðinga. Fyrir miðju dalsmynninu rétt við ytri enda Seftjarnar standa nokkrar minjar blómaskeiðs Haukadals á fyrri hluta þessarar aldar. Erum við þá komin að hlut Matthíasar Óiafssonar sem áður var nefndur. Hann var bóndasonur frá Ystabæ af kyni Haukdæla (f. 1857). Var i hópi fyrstu nemenda á Möðruvöllum í Hörgárdal. Gerðist síðan farkennari í heimasveit sinni. Með góðum stuðningi Haukdæla, ekki síst Andrésar Péturssonar, réðst hann í byggingu barnaskóla þar á sjávarkambinum. Húsið var fullbúið haustið 1885; skóli með heimavist. Nýtt skólahús var reist árið 1911. Það stendur enn. Bamaskóli starfaði í Haukadal allt fram á miðjan sjöunda áratuginn að fólksfæð batt á enda. Matthías Ólafsson hóf fljótlega verslun. Haukadalsbótin var gott skipalægi og þangað sóttu fiskiskip, innlend og erlend. Þau þurftu ýmsa þjónustu og dijúgan hluta hennar veitti verslun Matthíasar. Um tíma var hann í samstarfi við Gram, danska kaupmanninn á Þingeyri. Haukadalur hlaut verslunarréttindi árið 1892. Örnefni minna á umsvifin og enn má sjá merkisteina gömlu kaupstaðarlóðarinnar. Umsvifín drógu að sér þurrabúðarfólk og grasbýli urðu til. Það fjölgaði í dalnum. SVEITAÞORP - SJÁVARÞORP Félagslíf efldist í Haukadal. Félög vom stofnuð, svo sem málfundafélag, framfarafélag og bindindisfélag. Handskrifað blað, Kveldúlfur, var gefíð út um hríð. Síldveiðifélag varð til; síld veidd í kastnót og seld til beitu. Ekki fækkaði skipakomum í Haukadal við það. Kvenfélagið Hugrún var stofnað árið 1906, það fyrsta á Vestfjörðum. Svo öflugt varð félagið að það reisti myndarlegt samkomuhús árið 1936. I því hafa menn gert sér dagamun fram á síðustu ár. Samkomuhúsið og barnaskólinn mynduðu dálitla götumynd við veginn sem liggur í gengum þorpið. Þorpin voru tvö við sunnanverðan Dýrafjörð. Aðeins klukkustundar gangur var þó á milli þeirra. Sigling til Haukadals var skemmri en með tilkomu aflavéla í skip varð sá munur léttvægari. í Haukadal tilheyrði allt land lögbýlum þar sem búskapur var stundaður með sjávarútvegi. Á Þingeyri gekk þorpsmyndunin ekki á land til búskapar. Af þessu meðal annars dró Þingeyri lengra stráið í samkeppni þorpanna tveggja á ofanverðri síðustu öldinni þó Haukadalur hefði vinninginn fram yfir 1880. Útgerð með fiskverkun var hins vegar stunduð frá Haukadal töluvert fram eftir þessari öld. Teina SÁ Ég í Túni ... Seftjörnin áðurnefnda er verð skoðunar. „Sefíð“ í henni er að mestu kjammikil og stórvaxin tjarnastör. Var slegin áður. Þótti gott fóður og var köllíið vatnstaða. Sefíð komst inn í Gíslasögu: „Drykkja skyldi vera at hvárratveggja (Sæbóli og Hóli), ok var strát gólf á Sæbóli af sefínu af Seftjörn," segir þar. Orðalagið bendir til að sefíð hafi verið notað er meira var haft við. Ef til vill teppalögn þeirrar tíðar. Innst við Seftjörnina rekumst við á gamlan húsgrunn. Þar stóð fyrsta íshús sýslunnar, reist rétt fyrir síðustu aldamót. A milli mála hjuggu Haukdælir ís af Seftjörn og drógu hann í hús. Þannig var unnt að ísa síldina sem veidd var í kastnót. Óvíða var betri beitu að fá. Enn fleiri skútur áttu því erindi inná Haukadalsbót. Einn húsbóndinn í dalnum fékk titilinn íshússtjóri. Það var Elías Arnbjörnsson í Sæbóli. Matthías Ólafsson stóð líka á bak við þetta framtak. En svo fluttí hann suður til Reykjavíkur með allt sitt árið 1914. Umsvifin minnkuðu er Fransmenn hættu að koma á bótina. Á Seftjörninni ekki langt frá gamla íshússgrunninum munu hinir fyrstu Haukdælir hafa verið að leikum þeim sem sagt er frá í Gísla sögu. Einhvem dag er þar mannfjöldi í brekkunni að fylgjast með leikum á ísnum. Hlé verður á þeim og Gísli Súrsson bjástrar við brotið knatttré. Af munni hans hrýtur vísan sem betur hefði verið ókveðin: Teina sák í túni tál-gríms vinar fálu... Þórdís í Sæbóli, systir Gísla, nemur vísuna og ræður af henni hver valdur muni vera að launvígi Þorgríms, bónda hennar. Bóndinn á Hóli hafði kveðið yfír sig grimm örlög. Á þau minnir æ síðan kaldur ísinn á Seftjörn, sem máninn yfir Haukadal speglar sig í vetur hvern. BreyttirTímar Við höfum svipast um í Haukadal; með dálítilli hringsjá af Sæbólsholtinu þótt fjölmargt sé óskoðað enn. Vígamenn læðast þar ekki lengur á milli bæja og til franskra duggara ellegar síldar hefur ekki sést um árabil. Enn eru þó ljós í gluggum og tún öll slegin. Af holtinu sjáum við út á Sveinseyraroddann, mikla sandeyri sem gengur fram í fjörðinn skammt utan við Haukadal. Til tals hefur komið að gera þar stóran flugvöll; lendingu fyrir byrðinga nútímans sem skera loftin heimsálfanna á milli á fáeinum stundum. Ef til vill komast því aftur á bein samskipti heimamanna við fransmenn og aðrar framandi þjóðir með fiskinn sem tilefni; auðlindina sem var, er og verður undirstaða byggðar á þessum slóðum. Hver veit nema þá verði Haukadalur vestfírskt stórveldi í þriðja sinn ... Höfundur er kennari við Hvanneyrarskóla. 2 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.