Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Síða 6
Hverjir eiga
Hveravelli?
Fær svipmót öræfanna
að ríkja þar áfram?
Asíðustu vikum hefur orðið allnokkur titringur
eftir að kynnt var nýtt deiliskipulag Svína-
vatnshrepps í A-Húnavatnssýslu fyrir Hvera-
velli á Kili. Samkvæmt skipulagslögum nr.
19/1964, eru hreppar landsins skipulagsskyld-
Ekki hefur í heild verið
tekið á grundvallar-
spurningunni um
eignarhald á hálendinu
en dómar sem hafa
gengið, aftaka með öllu
eignarhald einstakra
hreppa. Svínavatns-
hreppur og Torfalækjar-
hreppur telja sig eiga
Hveravelli og hafa látið
vinna að deiliskipulagi
þar sem gert er ráð fyrir
umfangsmiklum bygg-
ingum.
Eftir GÍSLA
SIGURÐSSON
ir, en í vitund almennings eru hrepparnir
eitt og afréttir á hálendinu annað. Þess-
vegna reka menn upp stór augu og það
er spurt spuminga um eignarhald sem nær
yfír frægar náttúruperlur. Hverjir eiga til
dæmis Hveravelli?
Ferðaþjónustan verður mikilvægari stoð
undir efnahagslífinu með hveiju árinu og
hálendisferðir eru ekki sízt það sem sótzt
er eftir. Á einstaka vinsælum ferðamanna-
stöðum, svo sem í Landmannalaugum og
á Hveravöllum gæti eignarhald hugsanlega
orðið ábatasamt. Séu sett lög sem réttlæta
eignarhald og alger yfirráð einstakra
hreppa yfir ferðamannastöðum á hálend-
inu, þá er varla hægt að líta á slíkt öðru-
vísi en sem mistök, því slík lög rekast á
við réttlætiskennd alls almennings.
Það er í skjóli skipulagslaganna, sem
ráðamenn í Svínavatnshreppi í Austur
Húnavatnssýslu telja sér ekki aðeins heim-
ilt, heldur beinlínis skylt, að ráðskast með
deiliskipulag, tilfærslur mannvirkja og ný
mannvirki á Hveravöllum, eftir því sem
oddviti þeirra, Jóhann Guðmundsson bóndi
í Holti, tjáði mér nýlega. Eg spurði hann
fyrst þeirrar grundvallarspurningar, hvort
hann teldi að Svínvetningar ættu Hvera-
velli, og hann svaraði því játandi með tilvís-
un til fyrrnefndra laga.
Það er söguleg staðreynd að fáeinar jarð-
ir á íslandi áttu heimalönd fram eða inn
til jökla; Reykjahlíð við Mývatn suður á
bungu Vatnajökuls og Auðkúla í Svína-
vatnsshreppi var talin eiga yfirráð yfir
landflæminu Auðkúluheiði og var teygt á
heiðinni suður fyrir Kjöl. Auðkúluprestar
höfðu tekjur af því að bændur notuðu þetta
flæmi til upprekstrar, en þrír hreppar í
Húnaþingi keyptu það - eða réttindin, þó
að námum og fossum frátöldum. Afsalið
undirritaði ráðherra íslands árið 1918.
Frá fornu fari var þetta einnig afréttar-
land fyrir fé Biskupstungnabænda, sem
EYVINDARTÓFT eða Birgið, minjar um dvalarstað Fjalla-Eyvindar og Hfíllu
í hraunsprungu við hverasvæðið.
Ljósm.:Grétar Eiríksson.
BLÁHVER er einn hinna sérstæðu ogfögru hvera á HveravöIIum.
Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson.
hittu Húnvetninga við Seyðisá, þar sem
dregið var í sundur. Um 1940 girtu
sauðfjárveikivarnir milli Langjökuls og
Hofsjökuls, um 10 km. fyrir norðan Hvera-
velli og síðan hefur Tungnamannaafréttur
í reyndinni náð þangað. Árið 1979, segir
Jóhann oddviti í Holti, náðist samkomulag
um hreppamörk á vatnaskilum efst á Kili
og um það er enginn ágreiningur. Það
stendur hinsvegar í mörgum að kyngja því
að Hveravellir séu „í Svínavatnshreppi“ og
ég vona að sunnanmenn fari seint að tala
um Hvítárnes í Biskupstungahreppi. Merg-
urinn málsins er sá, að hér er grundvallar-
mál sem þarf að taka á, en það er enn í
lausu lofti..
Skipulagsstjóri ríkisins hefur nú lagt
fram fyrstu drög að skipulagningu miðhá-
lendisins og eru héraðsnefndir að yfirfara
drögin. Það er spor í rétta átt, en Stefán
Thors skipulagsstjóri sagði í viðtali í Morg-
unblaðinu um miðjan janúar sl. að eignar-
hald á hálendinu væri ekki til neinnar
umfjöllunar í því svæðisskipulagi sem nú
er unnið að. Hér eins og í hvetju máli
þarf að byija á byijuninni, undirstöðunni,
og hún er einmitt sú að ákveða eignarhald-
ið. Þar verður Alþingi að taka til hendi og
vonandi ríkir þar skilningur á því að hálend-
ið, helmingurinn af flatarmáli íslands, hljóti
að vera eign íslenzku þjóðarinnar. Þá er
átt við alla þjóðina en ekki aðeins þá hreppa
sem eiga rétt til upprekstrar og veiði í ám
og vötnum á hálendinu.
Eins og kunnugt er hefur Ferðafélag
íslands lagt fram stjórnsýslukæru til um-
hverfisráðherra vegna Hveravallamálsins.
í greinargerð með kærunni er vitnað í
skýrslu nefndar, sem lögð var fyrir Alþingi
1990-1991. Formaður hennar var Páll
Líndal ráðuneytisstjóri. Þar segir m.a. svo:
„...virðist rétt að miða við mörk byggð-
ar eins og áður hefur verið bent á og þá
eðlilega að jafnaði við mörk heimalanda,
nema sérstök rök komi gegn. Menn virðast
nokkuð sammála um, að öræfa-og jökla-
svæði svo og almenningar séu utan sveitar-
féiaga. Sama virðist eiga almennt við um
afrétti... “
dómar Hafa Gengið
Á ElNN VEG
Svo gæti farið að Ferðafélagið yrði að
lokum að leita til dómstóla til að fá hnekkt
skipulagi sem sýnist nokkuð gerræðislegt
gagnvart því sem félagið hefur gert á
Hveravöllum. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn
sem leitað yrði úrskurðar dómstóla um
yfirráða- og eignarrétt á hálendinu. Þess
er skemmst að minnast að nokkrir hreppar
í Rangárvallasýslu fóru í mál við ríkisvald-
ið vegna eignarréttar á Landmannaafrétti.
Þar er um að tefla veruleg verðmæti; fjölf-
arnar ferðamannaslóðir, Landmannalaugar
og Veiðivötn. Niðurstaða Hæstaréttar í
þessu máli varð sú að engir þessara hreppa
teldust hafa eignarréttinn.
Um annan vinsælan ferðamannastað,
Þórsmörk, varð rejptog milli Eyfellinga
og Fljótshlíðinga. Úr því var skorið með
dómi og taldist hvorug sveitin eiga Þórs-
mörk.
Ekki var síður athyglisverð niðurstaða
Héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember. sl.
þegar Landsvirkjun var sýknuð af bótakr-
öfu vegna Eyvindarstaða- og Auðkúlu-
heiða. Niðurstaðan: Hrepparnir eiga ekki
heiðamar.
Stefnendur, Svínavatns- og'Torfalækjar-
hreppur, gerðu bótakröfur fyrir fallréttindi
(virkjunarréttindi) í Blöndu; einnig um
bætur fyrir land á Auðkúluheiði sem Lands-
virkjun og ríkið hefðu fengið til ótímabund-
inr.a umráða og afnota í þágu Blönduvirkj-
unar, - nánar tiltekið fyrir land undir uppi-
stöðulón Blönduvirkjunar. í apríl 1993
höfðuðu hreppamir tveir eignardómsmál
og gerðu þær dómkröfur, að viðurkenndur
yrði með dómi „fullur og óskoraður eignar-
réttur þeirra að afréttarlandinu Auðkúlu-
heiði í Svínavatnshreppi, Austur-Húna-
vatnssýslu, með öllum gögnum þess og
gæðum, að engum réttindum undanskild-
um...“
í dómsniðurstöðum segir að Auðkúlu-
heiði sé afréttarland, sem hafi aldrei verið
undirorpið fullkomnum eignarrétti nokk-
urs einstaklings eða stofnunar. Heiðin
hafi einvörðungu verið notuð til upprekstr-
ar á fyrri öldum og þannig verið nýtt sem
afréttur eða almenningur. Hún hafi aldrei
verið hluti heimalands jarðarinnar enda
fjarri henni og í mikilli hæð yfir sjávar-
máli og því ekki hentug til búskapar. Af
hálfu stefnanda hafi engin gögn verið leidd
fram sem styðji að fullkominn eignarrétt-
ur hafi nokkru sinni stofnast yfir þessu
landsvæði í þeirra hendi eða fyrri heimild-
armanna.
Einnig segir svo: „Það eru grundvallar-
reglur í eignarrétti að sá, sem telur til eign-
arréttinda yfir landi, verði að færa fram
heimildir fyrir tilkalli sínu og að sá, sem
afsalar landi, geti ekki veitt viðtakanda
sínum víðtækari rétt en hann átti sjálfur."
Og að lokum: „Dómurinn telur að takmörk-
uð not stefnenda af heiðinni feli eigi í sér
eignarhald sem geti leitt til stofnunar eign-
arréttar fyrir hefð á grundvelli laga nr
46/1905.“
Ferðafélag Íslands Og
Hveravellir
í stuttu samtali sem ég átti við forseta
Ferðafélags íslands, Pál Sigurðsson laga-
prófessor við Háskóla Islands, spurði ég
hann fyrst sem lögfróðan mann hvort hann
teldi miklar líkur á að Hæstiréttur kæmist
að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur
Reykjavíkur um fyrrgreint mál, ef til þess
kæmi að áfrýjað yrði. Páll kvaðst þess
fullviss að niðurstaðan þar yrði hin sama.
Um nýja deiliskipulagið fyrir Hveravelli
er hann mjög ósáttur og sagði: „Um gerð
þessa skipulags var aldrei haft samráð við
Ferðafélagið; samt var gert ráð fyrir að