Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Blaðsíða 8
ÍRSKUR sagnaþulur, teikning eftir Jack B.Yeats. Gelísk mál voru eitt sinn töluð vítt og breitt í Evrópu. Nú eimir eftir af þeim á útnárum í írlandi, Wales og Bretagneskaga. Deyjandi tungur Máldauði á vorum dögum Fyrir mörgum áratugum hélt Baldur Bjamason magister erindi í útvarpið sem hann nefndi „Himi deyjandi Galli“ eftir samnefndu listaverki sem sýnir helsærðan Galla hníga í valinn. Baldri fannst nafnið táknrænt fyrir örlög Galla og keltneskra þjóða yfirleitt. Málaflokkur þessi sem eitt sinn var talaður um Evrópu þvera og endilanga er nú svo aðþrengdur að líf- slíkur færeysku og grænlensku virðast í allt rusl og leiðbeina ferðamönnum um umgengni. I marga áratugi var hverasvæðið eins og hver annar partur af núttúrunni, þar sem fólk kom og gekk þar sem því sýnd- ist. En eftir að ferðamannastraumur fór að vaxa gríðarlega, var talið óhjákvæmi- legt að veija hverina með þessum timbur- klæddu stígum; þeir eru líka öryggisatriði. Það er vitaskuld allaf vafamál hvemig þesskonar stígar eiga að líta út. En þeir hafa mælst vel fyrir og fólk virðist alfarið ganga eftir þeim.“ Það var borið undir Arnþór Garðarsson, formann Náttúruverndarráðs, hvort slík áníðsla væri á Hveravöllum að sæi á náttúr- unni þar. Amþór kvaðst efast mjög um það að Hveravellir hefðu látið á sjá. Þarna er ákveðin átroðsla, sagði hann, en ekki meiri en annarsstaðar á íjölförnum ferða- mannastöðum. Um það hveija framtíðar- skipan hann vildi hafa á Hveravöllum sagði Arnþór að Náttúruerndarráð væri með frið- land á staðnum og vonandi yrði það svo áfram. Sem borgara þætti sér eðlilegast að staður eins og Hveravelhr yrði í umsjá ríkisins. HverVerður Framvindan? Magnús Oddson, formaður Ferðamála- ráðs, kvaðst í samtali við Lesbók hafa haft þá skoðun, burtséð frá ferðaþjónustu, að hálendið hljóti að vera sameign þjóðar- innar. Ég spurði hann sérstaklega um álit hans á umfangi bygginga og þjónustu á stað eins og Hveravöllum. Hann taldi að hálendið ætti fyrst og fremst að nýta til „heimsókna", en að þjónustan ætti að vera á jöðrunum. Gistingu eða hótelrekstur á Hveravöllum kvaðst hann ekki vilja sjá fýrir sér. Raunar mun Ferðamálaráð fjalla um þetta mál á næstunni og móta afstöðu sína. Magnús benti á að ástæða væri til að rifja upp ályktun frá ferðamálaráðstefnu 1991, þar sem svofelld ályktun var sam- þykkt: „Ferðamálaráðstefnan ályktar að stefna beri að því að gera hálendið allt að einum þjóðgarði." Það er svo annað mál sem ekki kemur beint eignarhaldinu við, hvaða meginreglu á að styðjast við þegar um er að ræða mannvirkjagerð á hálendinu. Ég hygg að flestir séu sammála um, að öræfín séu því aðeins a.uðlind að þau fái að vera öræfí áfram. Áreiðanlega fer bezt á því að þar beri sem allra minnst á háspennulínum og óhjákvæmileg hús mega ekki stinga í stúf við umhverfíð. Æskilegt væri að hafa torf á þökum og nægir að benda á skála Ferð- afélagsins í Hvítámesi sem verðuga fyrir- mynd. Á Hveravöllum þarf að fást eldsneyti á bíla; þar þurfa að vera salerni og vissu- lega væri gott að óforsjálir og matarlaus- ir ferðalangar gætu fengið eitthvað í svanginn. Til þess þarf ekki stórfenglega aðstöðu. Ferðafélagið ætti að geta gegnt hlut- verki sínu áfram, hvort sem sæluhúsin verða endurbyggð eða ekki. Laugarpollur- inn þykir hrífandi frumstæður eins og hann er og ætti að fá að vera þannig áfram. Aðeins þarf að búa svo um frárennsli að hægt sé að hreinsa hann. Bílastæðið er nauðsynlegt, en það er ekki eins fallega útfært og vert væri. Ekki er einfalt mál að færa það; hálendisgróðurinn kemur ekki daginn eftir og grær yfir það sem nú er malborið. Tjaldstæði er óleyst mál og nokk- uð víst að lækjarbakkinn þolir ekki mikla áníðslu. Nefnt hefur verið að halda þurfí sauðfé frá hverasvæðinu með einhverskonar girð- ingu. Slík girðing yrði aldrei annað en klúð- ur og óþarft klúður í þokkabót. Afrétt Bisk- upstungna innan við Hvítá þarf að friða fyrir sauðfjárbeit; það þolir raunar enga bið. Um það ættu Tungnamenn sjálfír að hafa forgöngu; hvorttveggja er að fé fer mjög fækkandi, og eins hitt, að Framafrétt- urinn er stór og ærið graslendi í heimahög- um. Náttúruverndarráð og Ferðafélag ís- lands hafa bæði reynslu og burði til að annast landvörzlu á Hveravöllum áfram, en trúlega þyrfti hún að vera allan ársins hring vegna mjög vaxandi vetrarumferðar. Hvorki hreppar né félög ættu að geta slegið eign sinni á Hveravelli. Vonandi tekst þjóðarsátt um að sem allra minnst verði af manngerðu umhverfí á þessum við- kvæma og fagra stað. Stórar byggingar og margskonar þjónusta vilja gjarnan hlaða utan á sig með tímanum, hver sem ásetn- ingurinn var í upphafí. Við skulum koma í veg fyrir það og láta tign öræfanna ríkja á Hveravöllum eins og framast er unnt. Heimurinn minnkar hröðum skrefum. Af nærri 5000 þjóðtungum í heiminum metur sérfræðinefnd UNESCO að helmingurinn sé í útrýmingarhættu. Eftir HELGA HARALDSSON dag sýnu betn. I „Apollo“, tímariti Óslóarháskóla, birt- ist í ársbyijun 1995 grein eftir Prófessor Geirr Wiggen. Greinin er að stofni til er- indi sem hann hafði áður flutt á fundi í Málvísindafélaginu. Þær upplýsingar sem hér verða raktar eru að mestu sóttar til Wiggens og nánast lausleg endursögn á grein hans. „Rauðar bækur“ eru gefnar út um þær dýra- og plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu. Lengst af hefur lítið verið gert til að vekja athygli á útrýmingu og dauða tungumála. Á síðustu árum hef- ur orðið nokkur breyting til batnaðar: Margir virtir fræðimenn hafa kvatt sér hljóðs um vandann og 1992 kom UNESCO á fót nefnd sérfræðinga til að safna upplýs- ingum um deyjandi tungur. Sama ár voru haldnar ráðstefnur í Kanada og Zimbabwe. Japönum var falið að koma upp gagna- banka. Menn greinir á um það hve mörg tungu- mál séu töluð í heimi hér. Það er oft hár- fínt skilgreiningaratriði hvað sé sérstök tunga og hvað mállýska. En ef reynt er að þræða meðalveginn munt talan vera um 5000 þjóðtungur. Hins vegar eru fimm tungur móðurmál 45% íbúa heims: mand- arín, enska, hindí, spænska og rússneska. Á hundrað útbreiddustu tungunum mæla 95% allra jarðarbúa. Þau 5% sem eftir eru skiptast þá á u.þ.b. 4900 tungumál. Sér- fræðinefnd UNESCO telur að tilveru meira en helmings þeirra sé alvarlega ógnað nú þegar. Sjötti hver ESB-borgari á sér að móðurmáli tungu sem ekki telst opinbert mál. I Ameríku voru töluð um 1000 mál í lok 16. aldar. Þar af eru 300 horfin, og af þeim 700 sem eftir eru munu 680 vera í hættu; aðeins 17 eru töluð af 100.000 manns eða fleiri. Um fimmtíu af 200 frumtungum Ástralíu eru horfnar og amk. 100 eru að beija nestið. Kyrrahafssvæðið er reyndar einn málauðugasti hluti heims með um ijórðung af öllum tungumálum jarðar, en þau snöggu umskipti í samfé- lagsháttum og menningu sem dunið hafa yfír hafa leitt til þess að um 40 pólynes- ísk, 50 míkrónesísk og 700 af 800 málum í Papúa á austurhluta Nýju-Gíneu eru í útrýmingarhhættu. Hvernig og hvers vegna deyja tungumál? Ein orsökin getur verið þjóðarmorð. í Brasilíu einni var um 80 indíánaþjóðum útrýmt milli 1900 og 1957, og þótt slíkt gerist enn er það nú fremur menningar- uppræting enn manndráp sem dregur tungumál til dauða. I Suður-Ameríku eru það spænska og portúgalska sem ryðja öðrum málum úr vegi á sama hátt og enska víðsvegar um heim, arabíska í Norður-Afr- íku, rússneska í Sovétríkjunum/Rússlandi, swahili í Austur-Afríku og mandarínkín- verska í Kína. Heimurinn minnkar hröðum skrefum. Samskipta- og samgöngutækni fleygir ört fram. Einlit og auðmelt lágmenning fylgir í kjölfar ágengs markaðskerfis og neys- lusamfélags. Fámennum málsamfélögum er illgerlegt að fylgjast með, semja tungu sína að nýjum kröfum og veija menningu sína því ofurefli sem að sækir. Vitaskuld skiptir hér fjöldi málhafa miklu. Hér kem- ur þó fleira til. Wiggen bendir á það sama og Valerij Berkov gerir mjög að umtals- efni í umfjöllun sinni um máldauða í Rúss- landi: Geigvænlegasta hætta sem steðjar að liðfáum tungum kemur tíðast innan frá, ekki utan að. Auðvitað viðgengst enn víða bein málþvingun af hálfu stjórnvalda, en lævísasta óvininn er gjarna finna í huga fólks sjálfs. Það er vantrú á getu eigin tungu, uppgjöf og vonleysi gagnvart verk- efni sem sýnist óvinnandi. Við þetta bæt- ist ósjaldan undirlægjuháttur, tískudaður af ýmsu tagi og menningarlegt makræði. Líf og tilvera fámennra tungna er ekki aðeins undir umburðarlyndi og skilningi stjórnvalda og fulltrúa stóru málanna kom- in. Það dugar skammt ef ekki er tiL að dreifa sjálfsvirðingu og metnaði í liði hinna smáu. I upphafí máls síns svarar Wiggen þeirri áleitnu spurningu hvort varðveisla dverg- tungna sé í rauninni ómaksins verð. Hann segir að hvert mál sé mannkyninu dýrgrip- ur, fjárhirsla full af lífsreynslu og lífsgild- um. „Það er því út í bláinn að flokka mál í stór og smá og meta þau eftir fjölda þeirra sem þau tala. Oll mál eru jafn dýrmæt því að þau geyma hvert sinn veraldarskilning. Hvert mál sem deyr er tjón, eins þótt að- eins þrettán indíánar í Amazona beri það uppi. Það yrði hrikalegur missir, já tor- tíming á verðmætum þessa kostulega fjár- sjóðs, ef við sætum uppi með nokkra tugi eða fáein hundruð mála í öllum heimi.“ Víkjum nú aftur að vorum heimshluta, að keltneskum tungum og hinum deyjandi Galla. Um miðja þessa öld var talið að um ein milljón manns mælti á bretónska tungu. Sú tala hefur örugglega rýmað verulega. Ekki fæst úr því skorið hve margir tala enn bretónsku þar eð frönsk yfirvöld hunsa skráningu þjóðernisminnihluta. „Bannað að hrækja á gólfið og tala bret- ónsku“ var spjald sem hékk á veggjum veitingahúsa í Rennes. Þannig lék frönsk þjóðremba þá tungu sem Strengleikar eru ættaðir úr og hefur lengi verið hið fjöltalaðasta af núlifandi keltneskum málum. Þess virðist skammt að bíða að enskan vinni endanlega á írsku og gelísku eins og hún stytti mönsku (manx) aldur á síðustu öld. Velska virðist lífseigust og stendur kannski ein uppi áður en langt um líður ef ekkert er að gert. Þannig er ástatt í næsta nágrenni okk- ar. Samt eiga sæljón í Kaliforníu sér for- mælendur fleiri og öflugri en fornar menn- ingartungur sem feigðin kallar að. Höfundur er prófessor við Háskólann í Osló. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.