Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Side 10
Mynd: Bjarni Ragnar
Strákurinn og
Já, svona á það að vera,
segir ráðherrann og japlar
á vindlinum. Svona var
þetta hjá okkur
strákunum í Eyjum.
Þegar við fórum í búðina
þá tókum við vel eftir
öllu og sérstaklega hvað
konurnar keyptu og svo
hlupum við heim til
mömmu og sögðum frá
því að Tobba í Stóru-Bár
hefði keypt pund af kaffi,
pund af sykri og minni
skammtinn af grænsápu.
Smásaga eftir
HARALD TEITSSON
huga stráksins er eiginlega ekki til
nema ein verslun og það er Geira-
búð, sem hann Geiri á, og það er
Ijóst að Geiri er vinur bama og
katta, hann hefur svo oft sagt það
sjálfur.
Þessi litla verslun er í einlyftu
smáhúsi með skúrþaki, tæpast
annað en stór bílskúr; tveir búðargluggar og
dyrnar á milli þeirra. Búðarborðið stendur
þvert, þegar inn er komið, og hillumar hlaðn-
ar allskyns vamingi; undir borðunum era
skúffur í ýmsum stærðum og hafa að geyma
sykur, hveiti og sitthvað fleira. Geiri kemur
snemma á morgnana röskur í gangi, hálfhopp-
ar uppá fótinn, beinn í baki og horfir svo
hátt, að það er einsog hann sé á fullri ferð
til Guðs á himnum, og er iðulega með hattinn
í hendinn og handleggirnir sveiflast með ógn-
arhraða fram og aftur — ungur maður, bjart-
ur og skýr.
Strákurinn stendur þama á búðargólfinu
með hæverskri óþreyju og bíður eftir því að
Geiri ljúki við að afgreiða konuna.
— Var það nokkuð fleira fyrir þig, Guðný
mín? spyr hann með hlýlegu brosi.
— Nei, þakka þér fyrir og vertu sæll. Hún
er þurr á manninn, ekkert flangs eða hangs;
hjá henni er ábyrðarstaðan beinlínis sýnileg.
— Vertu blessuð Guðný, svarar Geiri og
nú byijar hann að flauta. Það er fastur vani
hjá Geira að flauta og enginn hefur nokkurn
tímann heyrt hvort hann flautar lag eða ekki,
þetta er algjört einkaflaut. Erindi stráksins
í búðina er að kaupa gotterí fyrir tíu aura,
sem pabbi hans gaf honum í hádeginu, og
þessir tveir fimmaura peningar vora greini-
íega orðnir hættulega heitir og alveg að
brenna gat á buxnavasann. Geiri tekur til á
afgreiðsluborðinu stutta stund, en snýr sér
þá að stráknum:
— Og þú ert þá þama, höfðinginn! Viltu
ekki skjótast yfir til hennar Veróníku fyrir
mig, kaliinn minn?
— Jújú, segir strákurinn ákafur.
— Ég skal segja þér það, segir Geiri í trún-
aði og hallar sér fram á búðarborðið, að hún
Verónika bað mig að senda sér hálfpund af
rúsínum ef ég gæti. Ég held hún ætli að
hafa þær í gijónagraut í kvöld, það er svo
voðalega gott. Finnst þér ekki gott að fá
rúsínur í grautinn þinn?
— Júúú, segir strákurinn og dregur seiminn
en tekur sig svo á og segir: — Ég borða ekki
rúsínur.
— En finnst samt gott að hafa þær í grautn-
um?
— Nei.
strætíð
— Hvaðahvaða, það var skrítinn strákur,
segir Geiri og hristir höfuðið. Ég hef alltaf
verið vitlaus í rúsínur í grautinn minn og í
brauðsúpu og alveg sérstaklega í jólaköku.
— Ég verð alltaf að borða rúsínumar, líka
í brauðsúpu. Mamma segir að maður verði
að borða allan mat, segir strákurinn.
— Það er alveg rétt hjá henni. Jæja, ætl-
arðu þá að skjótast til gömlu konunnar?
— Jahá, segir strákurinn og tekur á rás
með rúsínurnar í brúnum bréfpoka. Hann
hægir veralega á sér þegar hann nálgast litla
húsið konunnar. Hann man vel eftir því, að
hann og félagar hans gerðu draugahasar í
vetur sem leið hjá gömlu konunni með því
að láta ískra í olíutvinna festum í gluggann
hennar. Hann heldur samt áfram ferðinni því
það er mjög ósennilegt að hún hafi séð hveij-
ir þetta vora, hún var svo lengi að átta sig
á því hvað var að gerast, að þeir voru allir
á bak og burt, þegar hún gægðist útum
gluggann.
Veróníka tekur vel á móti stráknum. Hún
ar alvöragefin öldrað kona með ákaflega
mikið og þykkt hvítt hár, sem liggur í tveim-
ur heljarmiklum fléttum langt niður á bak.
— Sæll vertu, drengur minn. Heyrðu mig,
ert þú ekki vinur hans Óla litla?
— Jú og þú ert amma hans, segir strákur-
inn hróðugur.
— Og þama ertu með rúsínumar, segir hún
og bætir við: Ferðu ekki í sveit í sumar?
— Jú, ég fer á sama stað og í fyrra.
— Hvar er það?
— Hvoli í Mýrdal.
— Já einmitt. Hjá honum Eyjólfi á Hvoli.
— Maður sér hann ósköp lítið nema þegar
við borðum. Hann er alltaf í inniskóm og allt-
af að skrifa eitthvað.
— Já, það held ég nú. Hann er heilmikill
fræðimaður hann Eyjólfur.
Hún hefur dregið budduna sína uppúr
svuntuvasanum og er lengi að hræra í henni
uns hún finnur 10-eyring og réttir stráknum.
— Hana, eigðu þetta drengur minn fyrir
snúninginn. Hann Geiri hefur sjálfsagt skrifað
rúsínumar hjá mér.
Geiri er að flauta einhver ósköp, þegar
strákurinn kemur aftur í búðina og sýnir
honum peninginn.
— Ætlarðu að versla, lagsi?
— Já, ég ætla að fá tveggjaaura stykki.
— Jamm, þú færð fimm og ég gef þér tvö
af því þú varst svo fljótur.
Strákurinn borðar tvö stykki í búðinni og
hlustar á flautið í Geira, sem stansar skyndi-
lega og færist nú allur í aukana.
- — Nú er hann að hvessa, hann er að skella
á, segir hann svo og lítur með eftirvæntingu
til lofts og flautar óskaplega. Strákurinn lítur
upp, en sér engan vind á leiðinni.
— Það verður stormur, það verða þramur
og eldingar, feiknarlegt óveður, örlagaveður
og trommurnar drynja. — Andlitið lengist á
stráknum og hann verður eitt spumingar-
merki, en Geiri er í öðrum heimi og flautar
af krafti.
— Þetta er í músíkinni,*allt í músíkinni,
kallinn minn. Það er svo mikið þar, það er
allt þar, allt lífið, gleði og sorg, ást og hat-
ur. Þar eru allar tilfínningar og öll veður.
Finnurðu það ekki? Heyrirðu það ekki?
Strákurinn veit, að nú er Geiri á valdi tón-
listarinnar og það hljómar allt inní höfðinu á
honum. Hann flautar og flautar, en það er
ekkert lag, enginn stormur, ekkert veður.
Stráknum stendur eiginlega ekki á sama um
þessa ógnarlegu tónleika í kollinum á Geira,
en hann vill ekki fara óvarlega að honum,
ekki styggja hann og bíður stutta stund eftir
góðu færi og smeygir sér þá snarlega út um
dyrnar þegar Geiri stendur á innsoginu í
upphafínni innri tónlist og flautar hrikaleg
örlög í fárviðri.
Svo var strákurinn kominn innst á Besta-
stræti, alveg inná horn. Hann röltir þetta í
hægðum sínum og tuggði og saug hamingju-
samur tveggja-aura stykkin. Hann eyddi ekki
auranum, sem pabbi hans hafði gefið honum,
þeir eru enn í vasa hans og alveg hættir að
brenna gat. Sennilega myndu þeir ekki fara
að hitna aftur fyrr en síðdegis þegar bragðið
af þessu gotteríi færi að dofna í munninum.
Á horninu innvið spítalalóðina stendur ráð-
herrann, jakkalaus á axlaböndunum með
myndarlegam maga og stóran vindil.
— Sæll, drengur minn. Hvað er að frétta?
spyr hann hressilega.
— Ekkert.
— Hva, hvernig getur það verið? Það er
alltaf eitthvað í fréttunum! Fóru ekki allir
bátar á sjó í morgun? Sváfu kallamir yfir
sig? Var ekki róið í þessu ijómalogni?
— Ég veit það ekki. Hvað er ijómalogn?
— Drengur! Veistu ekki hvað er ijómalogn?
— ég er svo aldeilis hlessa! Rjómalogn er
sama og hvítalogn, þegar seglin bærast ekki
og hvítalogn er stafalogn þegar bátamir
speglast í sjávarfletinum; stafalong er dúna-
logn eins og á kvöldin, þegar þú ert steinsofn-
aður undir dúnsænginni þinni. Já kall minn,
það er ijómalogn. — Og ekkert að frétta?
- Nei.
— Dauðans endileysa. Það er alltaf eitt-
hvað að frétta. Svona strákar eins og þú eiga
að vita allt, vita allt sem gerist og þá alveg
sérstaklega niður við höfnina, þar er lífíð. Úti
í Eyjum vissum við strákarnir allt, allt um
bátana og fískiríið, allt um kallana og fyllirí-
ið! Hvaðan ertu að koma?
— Geirabúð.
0