Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 7
notuð í uppbyggingu vegarins að Kaldað- amesi. Við þurftum svo að handmoka henni af bílnum á veginn með pínulitlum skóflum. Seinna fékk ég að keyra skúffutraktor og var ég nú heldur betur montinn með mig þá, enda kominn með bíladelluna!“ Á stríðsárunum var mikið um allskyns verslun við herinn sem var stranglega bönn- uð. Svo var einnig í Kaldaðarnesi og voru seir sem sáu um birgðageymsluna í góðri aðstöðu til þess. Guðmundur hafði reynslu af þessari verslun og hafði það næstum kom- ið honum í koll. „Eitt sinn var ég að brýna ljáinn fyrir bróð- ur minn á engjunum en var svo óheppinn að missa hann í fótinn á mér og fékk ég ljótan skurð. Það var farið með mig í hasti á sjúkra- húsið hjá Bretanum og sárið hreinsað og saumað. Ég hafði nú ekki miklar áhyggjur af sárinu sem var nú heldur ljótt en aftur miklu meiri áhyggjur af því að ég var í stíg- vélum sem ég hafði keypt af breskum her- manni. Ég man hvað ég var hræddur er ég lá á bekknum því það fór ekkert á milli mála að stígvélin voru ekki keypt í Kaupfélaginu! Það var nú ekki gerð nein athugasemd við jetta og gat ég því andað léttar." Kálfhagi Yfirgefinn Guðmundur varð brátt vel talandi á ensku og var stundum kallað í hann til þess að túlka. Eitt skiptið er hann kallaður inn í varðhúsið og beðinn að túlka, því bóndi einn hafði gerst sekur um stuld á olíu frá hemum. Maðurinn sat þar inni, heldur skömmustulegur. Liðsfor- inginn vildi fá að vita hvað bóndinn ætlaði að gera við olíuna. Hann svarar því til að hann hafí ætlað að nota hana á sláttuvélina sína. Málið var síðan látið niður falla þar sem til- gangur stuldarins var ekki mjög hættulegur. „Fyrir okkur sveitafólkið var það merkilegt að sjá stéttaskiptinguna sem ríkti hjá Bretum. Það var mjög skýrt hver var undir- og yfirmað- ur er menn mættust á gangi. Þá var hælum skellt saman og heilsað en svo er þeir hátt- settu voru komnir framhjá var þeim gefip langt nef. Einnig voru þeir mjög nákvæmir. í sveit- inni var klukkan annaðhvort rúmlega eða tæplega. Eitt sinn spyr ég einn hermann hvað klukkan sé. Hann svarar: „It is two minutes past twelve.“ Mér fannst mikið til um þetta svar, hafði aldrei heyrt svo nákvæmt svar hvað klukkan væri.“ Um vorið 1942 var fólkinu í Kálfhaga gert að yfirgefa heimili sitt. „Herinn fór fram á það að við færum og það var orðið mjög erf- itt að búa við þessi skilyrði, að hafa herinn inn á gafli allan ársins hring. Foreldrar mínir fengu bætur fýrir en við þurftum að hafa hraðar hendur og yfírgefa allt í snarhasti. Við höfðum ekki einu sinni útvegað okkur annað húsnæði." Það er talið að þeir hafí skipt þúsundum hermennirnir sem dvöldu að Kaldaðarnesi þennan tíma. Þama mættust tveir menning- arheimar, tvennir tímar. íslenska sveitamenn- ingin með allt sitt frelsi og her Breta með sinn aga og reglur. í Þjóðólfí þann 23.3. 1968 segir Ingþór Sig- urbjömsson málarameistari frá þessum tímum en hann vann lengi fyrir herinn í Kaldaðar- nesi. „Merkilega sérstöðu hafði þetta heimili gagnvart hemum. Sjálft heimilið var inni í miðri hringiðunni og fólkið að heyskap og öðram störfum. Heimilisfólkið sýndi þeim (her- mönnunumj vinsemd og gestrisni ef því var að skipta. Ég á, eins og vafalaust fleiri aðrir sem vora í Kaldaðamesi, margar ágætar minn ingar þaðan. Efst mun þó verða í huga mér og minna nánustu starfsfélaga minning Þor- gríms sem svo sérstæðs og höfðinglundaðs manns sem ekki vildi vamm sitt vita. Mörg hnitmiðuð tilsvör hans geymast og vel í minni og sannaðist þar sem oftar að valt getur ver- ið að mæla mann eftir fyrstu sýn eða þjóðfé- lagsstétt." Hernámið hafði mikil ahrif á menningu og lífsskilyrði íslendinga. í leiðara Tímans þann 8. maí 1945 segir svo: „Á fímmtudag, 10. maí, eru liðin fímm ár, síðan brezki herinn kom hingað til lands. Fyr- ir íslendinga er frekari ástæða til að minnast fímm ára afmælis hemámsins vegna þess að það ber upp á sama tíma og frændþjóðimar eru að losna undan hemámi Þjóðveija. Þau ólíku kjör, sem íslendingar og þær hafa sætt síðastliðin fímm ár, mættu minna Islendinga á, hve mikilsvert það er að eiga fyrir nábúa réttsýna og frelsisunnandi stórþjóð eins og Breta. Það verður best metið með því að bera saman hernám íslends annars vegar og hernám smáþjóðanna á meginlandi Evrópu hinsvegar, þar sem þýskir og rússneskir her- menn hafa yfírráð. Með framkomu sinni hér á hemámstímanum hefur brezka þjóðin sýnt það gleggst að hún er vinur smáþjóðanna." Það má teljast víst að þessir tímar lifa í minn- ingu þeirra sem þá upplifðu og þessi tvö ár Kálfhaga þar sem breska heimsveldið bjó við túnfótinn gleymast ekki. Heimildir: Virkið í norðri: Gunnar M. Magnús. Tíminn 8. maí 1945. Þjóðólfur 23.3. 1968. Höfundur býr í Garðabæ. Göfug hryssa og hugdjarfur knapi KIP frá enska Austur-Ind- landsfélaginu hafði strandað á rifi, eða sand- bakka, alllangt frá .* strönd Góðrarvonar- r höfða. Brotsjóirnir komu æðandi eftir þilfarinu og liðuðu það smám saman í sundur. Björg unarbátarnir höfðu allir brotnað í spón undan átökum sjávarins, líkt og þeir væru úr eggja- skurni, og farþegarnir æptu á hjálp í ofviðrinu. Hinir hol- lensku landnemar fylgdust með harmleiknum, heyrðu neyðarópin og hröðuðu sér niður í fjöruna, auðsjáanlega til þess eins að fylgjast hjálp- arvana með körlum og kon- um, sem héldu dauðahaldi í reiðann, en virtust dæmd til þess að farast í öldum sjávar- ins. Því hvað gátu þeir gert til hjálpar eða björgunar? Þeir höfðu engan bát til taks og engan bát að hafa nema í stundar fjarlægð. Skipsflak- ið myndi liðast í sundur áður en fleka yrði neglt saman eða einhver björgun reynd frá ströndinni. Engin hjálp virtist í nánd, sem í mannlegu valdi stóð, þeg- ar hér var komið sögu, en þegar öll von virtist úti, þá sannaðist hið fornkveðna, að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst,.því þá- birtist hollenskur bóndi á arabiskri hryssu sinni, en hryssan var sterk, viljug og vel tamin. Tók hún sprettinn niður að strönd. Skepnan hafði þjónað herra sínum í margri hættuför, um villta velli og víðan skóg, og virtist eigi síður vitur en húsbóndi hennar og hlýddi hveiju orði, er hann beindi til hennar. Hún hafði synt með hann yfir stórfljót og fenjar og nú örvaði hann hana til að bijótast í gegnum mannfjöldann. Björgun hinna þjáðu skipbrotsmanna var það eina, sem komst að í huga knaþ- ans og nú batt hann reipi í tagl hryssunn- ar og þeysti út í öldurnar. Hin hugprýða hryssa hikaði aldrei í baráttunni við hinar háu öldur. Hún klauf þær með hinum vel járnuðu hófum og braust upp að skipshlið- inni. Það var viðstaða í eina mínútu, síðan lagði hann aftur í átt að landi, karlar og konur héldu dauðahaldi í reipið, því nú var barátta upp á líf og dauða. Aðdáunaróp áhorfendanna á ströndinni virtust örva hryssuna til dáða og gefa vöðvum hennar aukinn kraft, en þó voru taugar hennar spenntar til hins ýtrasta. Þegar hún náði botni í fjörunni tók hún land og hristi selt- una af herðakambinum. Þá leit hún til þeirra skipbrotsmanna, er hún hafði bjarg- að og voru hálfdauðir þarna í fjörunni, og úr svip hennar virtist mega ráða: „Nú hefi ég unnið gott verk.“ Húsbóndi hennar klappaði henni á háls- inn eins og hann var vanur að gera, þeg- ar þau höfðu lagt að baki víða velli og villta skóga. Hann hvarf til hennar um leið og hann gaut augunum til skipsins. Það var aðeins mínútu hvíld. „Einu sinni enn, Jenny mín, einu sinni enn.“ Og hryss- an sneri við og hélt hiklaust út í öldurnar. Einu sinni enn hélt hún í gegnum brim- skaflinn, er braut á bringu hennar. Einu sinni enn liélt hún að skipshlið og þaðan tók hún strikið í átt til strandar með hala- rófu af mönnum, er héldu sér í reipið, sem fest var við tagl hennar. Hvað eftir annað sökk hún í öldurnar, þannig að flaut upp í nasir hennar, þegar öldurnar brutu á höfðu hennar. Iðulega hneig hún niður í öldurnar eins og hún vænti hjálpar, þegar hin þunga byrði í taglinu virtist ætla að draga hana til botns. Hún nálgaðist land, en hægar en í fyrra skiptið og staulaðist upp í ijöruborðið skjálfandi á beinunum. Þessi seinni ferð hafði reynt svo á hvern vöðva og hveija taug, að nú var allt þan- ið til hins ýtrasta og nú stóð hún í fjör- unni, skjálfandi, lafmóð og örmagna. Enn voru nokkrir skipsbrotsmenn eftir úti í skipsflakinu, sem nú var á síðasta snúningi. Myrkrið var að skella á og myrkrinu fylgdi dauðinn. Hinn hugdjarfi Hollendingur virti fyrir sér hina hrikalegu sjón og hin skerandi óp skipsbrotsmann- anna nístu hann inn að hjartarótum. Gat hann gert meira? Gat hann reynt aftur? „Jenny mín, getur þú það?“ Hann faðm- aði hrossið og kjassaði innilega. Hryssan nuddaði höfðinu að kinn húsbónda síns líkt og hún vildi segja: „Húsbóndi, ef þú vilt, þá skal ég reyna.“ Hann brá sér á bak og hún hélt út í öldurnar hiklaust. Henni tókst að komast að skipsflakinu, en nú átti hún erfitt með sundtökin, þau urðu veikari en í fyrri ferðunum, en samt hélt hún áleiðis til strandar með síðustu farþegana úr skipsstrandinu, en þeir héldu dauðahaldi í reipið góða. Hvatning- aróp heyrðust frá ströndinni, þar sem margar hendur voru á lofti meðal áhorf- endanna á ströndinni: „Ó, góði Guð al- máttugur, gefðu aumingja skepnunni kraft í þessa síðustu ferð.“ Höfuð hryssunnar er horfið um stund. Það hefur skollið á hana ein aldan enn. Þarna rís höfuðið upp úr öldunni. Þarna kemur faxið á hinum hvíta búk. „Ó himna- smiður, sýndu miskunn." Teikning: Harrison Weir. „Sjáið þið hana núna? Ég sé hönd hins hugprúða Diðriks rísa upp úr sjónum í átt til okkar, en nú er hönd hans horfin. Ó, nú er þessi góði maður allur. Hann hefur drukknað ásamt sínu göfuga hrossi og þeim mönnum öllum, er hann reyndi að bjarga í síðustu ferðinni. Göfugi Dið- rik. Guð blessi ekkju hans og föðurlausu börnin hans.“ Þessi góði og göfugi inað- ur. Hann hugsaði meira um ekkjur ann- arra manna og föðurlausu börnin þeirra en eigin fjölskyldu, þegar hann fór sína hinstu för. Þetta var afrek hins hollenska Búa á strönd Afríku, en hann var þeirrar ættar og þeirra manna, sem flestir Eng- lendingar, sem kynni hafa haft af Búum, myndu telja manna ólíklegasta til þess að vinna slík afrek, sem um getur hér að framan, en það ber vott um einstæðan mannkærleika. Hetjudáðir, sem þessar, eru drýgðar af öllum stéttum í öllum lönd- um og myndu frásagnir af þeim fylla margar bækur, en þetta var saga um Búa í Suður-Afríku. Lokaorð sögunnar benda til þess, að eigi sé langt liðið frá Búastríðinu, er hún er rituð. Þýtt úr bókinni „Stories about horses.“ Copiled by The Editor of the „British Workman". Sagan heitir á ensku: „A noble horse and its rider.“ Ártal er ekki á bókinni, en hún var f eigu Sigríðar M. Gunnarsson, sem var enskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík árin 1915-1935. Sigrfður dvaldi i 9 ár hjá Eiríki meistara Magnússyni f Cambridge, en hann var kvænt- ur móðursystur hennar, Sigríði, dóttur hjóna í Brekkubæ. Leifur Sveinsson þýddi. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10. FEBRÚAR 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.