Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Síða 8
Erling skipstjóri að sigla um þéttan ís. Á stundum tók hann mjög krappar beygjur til að sleppa við ísjaka en þá hallaðist skipið talsvert. Og þegar ísinn varð alveg pakkaður lét skipstjórinn skipið sitt rekast á ísjaka og gaf svo inn og ýtti þannig jakanum úr vegi. Það er kúnst að sigla um ísjakana en Erling er greinilega vanur og kann sitt fag. Qaqortoq Qaqortoq þýðir „hvíti staðurinn“ og er bær utarlega í Einarsfirði. í bæ þessum, sem nefnist upp á dönsku Julianeháb, búa um 3000 manns. Þetta er stærsti bærinn í Suð- ur-Grænlandi og höfuðstaðurinn þar. Upp- haflega reisti Anders Olsen þar verslun- arstöð árið 1775. Ætlunin með staðsetning- unni var að gera viðskipti við norræna fólk- ið sem enn var taiið að byggi í Eystri- byggð, en vegna misskilnings var þó talið að sú byggð væri á Austur-Grænlandi. En eins og kunnugt er fannst ekkert norrænt fólk í Grænlandi þótt mikið væri leitað á þessum tímum. Margt er líkt með Narsaq og Qaqortoq þótt umhverfi bæjanna sé ólíkt. Veiðar eru mikilvægur þáttur í atvinnulífínu og þjón- ustugeirinn stækkar stöðugt. Það sem gerir Qaqortoq þó frábrugðinn Narsaq er hlutverk þess fyrmefnda sem mennta- og stjómsýslu- miðstöð fyrir Suður-Grænland. Ungt náms- fóík safnast saman í Qaqortoq og er þar í heimavist yfir skólatímann. Qaqortoq er fallegur bær. Húsin eru sum hver byggð uppi á bröttum bergstöllum en þótt það kunni að hljóma óhugnanlega þá er bærinn hinn vinalegasti. Húsin em flest hver máluð sérstökum grænum, bláum, gul- um eða rauðum litum en svo virðist sem einungis einn tónn hvers litar sé notaður á húsin í Grænlandi. Þannig virðast húsin í Narsaq, Igaliko og Qaqortoq máluð sömu bláu, gulu, rauðu og grænu litunum en þetta leiðir til sérstaks yfirbragðs grænlenskra byggða. Verslanir í Qaqortoq em með líku sniði og verslanir í Narsaq. Flestar em þær í timb- urhúsum og þar fást innfluttar vömr, einkum danskar. Verðlag í Grænlandi er um 10 - 20% hærra en í Danmörku sem skýrist af flutningskostnaði. Verðlag milli bæja er þó svipað þrátt fyrir ijarlægðirnar innan lands- ins. Áfengi er nokkuð dýrt en það er selt í kjörbúðum eftir hádegi á virkum dögum, milli ellefu og þrettán á laugardögum en það er ekki selt á sunnudögum. Landslög ríkja um sölu og neyslu áfengis en bæjum er leyft að herða reglurnar ef þurfa þykir. Einstaka bæir hafa gert svo. Skipuleggjandi ferðarinnar, Salik Hard, tók á móti hópnum og var okkur innan hand- ar. Meðal annars leiðbeindi hann okkur um minjasafnið í bænum sem geymir merka sögu bæði Thulemenningarinnar og hinnar norrænu menningar sem var í Eystribyggð. Sumrin 1993 og 1994 fengu 18 listamenn af Norðurlöndum ftjálsar hendur í Qaqortoq þar sem þeir máttu skreyta bæinn að vild sinni. Nú prýða listaverk þessara manna bæinn og gefa honum skemmtilegt yfírbragð en listaverkin eru einkum unnin í bergveggi og grjót víða um bæinn. Hugmyndina átti Qaqortoqbúinn og listamaðurinn Áka Höegh. Meðal listamannanna voru Islendingarnir Örn þorsteinsson og Páll Guðmundsson. Á meðan á dvölinni í Qaqortoq stóð gafst hópnum færi á að smakka mat af græn- lensku hlaðborði. Meðal annars var boðið upp á þurrkað hvalkjöt, selspik, selkjöts- súpu, álkukjöt og hvalasteik. Margt hafði framandi keim og féll fólkinu misjafnlega eins og gengur en allir voru þó sammála um að þetta væri óvenjulegur málsverður. í höfninni í Qaqortoq var Inúki einn dag- inn að æfa sig í húðkeip. Hann lét húðkeip- inn fara á hvolf og æfði sig svo í að rétta hann við með árinni. En þessi ágæti farkost- ur er enn í gildi. Inúítamir fara á húðkeipun- um um hafflötinn en auk þess eru þeir vin- sælir meðal ferðamanna sem vilja reyna kostinn. Að sögn er það einstök og ógleym- anleg reynsla að fljóta á húðkeip innan um ísjaka á lygnum haffleti. Daginn sem hópurinn yfírgaf Qaqortoq kom veiðimaður með sel af hafi í litlum mótorbát og lagðist að bryggju. Selurinn var settur á bryggjuna og þar tók kona til við að verka hann meðan veiðimaðurinn þreif bát sinn. Skepnan var rist endilöng og inn- yflin dregin út og var selspikið síðan verkað frá kjötinu. Nokkrir bæjarbúar stóðu á bryggjunni og fylgdust spenntir með því sem fram fór enda hefur selurinn verið helsta lífsbjörg Inúíta um aldir. En tími var kominn til að kveðja Qaqortoq og sigla áleiðis til Igaliko með viðkomu í Hvalseyjarfírði. Niðurlag greinarinnar birtist í næstu Les- bók Höfundarnir eru nemar í mannfræöi. FERÐAMENN fyrir utan húsið þar sem Mozart fæddist og átti heima í á bemskuárum sínum. Fjöldi tónlistarunnenda úr víðri veröld fer í pílagrímsferðir á þennan stað. Þrír dagar í Salzburg keisaradæmis Habsborgara, sem þar höfðu ríkt samfleytt í sjö hundruð ár - á þann veg, eins og einn merkur sagnfræðingur komst að orði, að „Mið-Evrópa snérist í kringum þá, en þeir ekki í kringum hana“. Ég steig því upp í kvöldlestina frá Munchen til Feneyja via Salzburg með vísan gisti- stað. I stað þess að vakna upp að morgni, eins og í fyrri ferðum, á sólbjartri Ítalíu, þá vaknaði ég upp á fimmtu hæð á Hótel Mozart í Salzburg. Þegar ég leit út um gluggann sem snéri að gamla borgar- hlutanum og kastalanum (Hohensalzburg) handan við Salzach ána sem rennur í gegn- um borgina, þá hugsaði ég næstum því upphátt - þetta er smækkuð útgáfa af Prag - svo mjög minnti þettá útsýni mig á gamla borgarhlutann í Prag, en sú borg hefir mér ávallt fundist ein fegursta borg í Evrópu. Það voru líka þessar þtjár borgir í Austurríska keisaradæminu, Salzburg, Prag og Vínarborg, sem svo mjög tengd- ust Mozart á hinum stutta en afkastam- ikla æviferli hans. í nýlegu viðtali við eftirsóttasta hljóm- sveitarstjóra heimsins í dag, Riccardo Muti, segir hann m.a.: „Flestir þekkja aðdáun mína á Verdi, en ef ég ætti þess kost að hitta einhvem einn af hinum látnu tónskáldum sögunnar þá er það ekkert vafamál í mínum huga - það væri Moz- art.“ Eg var staddur í Munchen í Þýskalandi fyrir nokkru á leið til Ítalínu. Tvisvar áður hafði ég farið þá leið með lest fram og til baka og á báðum leiðum fór lestin um Salzburg í Aust- urríki. Ég var búinn að heita því, að ef ég „Ef ég ætti þess kost að hitta einhvern einn af hinum látnu tónskáldum sögunnar - þá væri það Wolfgang Amadeus Mozart“ Riccardo Muti í viðtali. Eftir BJÖRN JAKOBSSON færi þessa rútu í þriðja sinn, þá skyldi ég fara af lestinni í Salzburg og dvelja þar í fáeina daga. Salzburg og hvers vegna? - Að sjálf- sögðu er það aðeins eitt nafn - ein ástæða fyrir því að svo margir heimsækja þessa fallegu borg: Wolfgang Amadeus Mozart sem gaf heiminum og menningunni meira en flestir aðrir sem fæðst hafa í þennan heim. Þó lifði hann ekki nema hálfa ævi í árafjölda - þrjátíu og sex ár, en á þeim tíma lét hann eftir sig 626 tölusett tónverk stór og smá, sem spanna öll form klassískrar tónlistar sem of langt mál yrði upp að telja. Mæt kona af Seltjarnarnesi hafði bent mér á þægilegt lítið hótel í Salzburg þar sem hún hafði eitt sinn dvalið, og var ég búinn að festa þar herbergi í þrjár nætur. Nafn þessa gistihúss - Hótel Mozart undir- strikaði þar með tilgang minn með þessari dvöl í Salzburg - þar að auki stóð hótelið við Frans Jósef stræti - nafn sem snart lokakaflann og endalok hins Austurríska 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.