Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1996, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1996, Síða 5
ÁN TITILS. Kolateikning, 1994. heimslistina að fótum nemandanna". Hún hóf síðan nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík árið 1959, vann um níu mánaða skeið hjá Ragnari Kjartanssyni við keramik- skreytingar í Gliti, en hætti þegar annar sonurinn fæddist. Arið 1961 héldu þau hjón- in utan til Kaupmannahafnar, Hafsteinn fór í framhaldsnám í tannlækningum, en Ragn- heiður fór á námskeið í Glypotekinu hjá Askov Jensen. Hugur hennar stefndi í dönsku myndlistarakademíuna, en þangað komst hún þó aldrei því að um það leyti boðaði þriðji sonurinn komu sína. Hann fæddist á leiðinni heim, úti á miðju Atlants- hafi. Eftir heimkomuna eignaðist hún tvo syni til viðbótar. Með unga syni, stundum tvo á handlegg, vann Ragnheiður þó af miklu kappi á kvöld- in og oft fram til klukkan fjögur á morgn- ana. Sá eldmóður endaði þó eitt sinn með heimsókn til gigtarlæknis og meðhöndlun í framhaldi af því. Bækur Eins Og Kvenfólk Árið 1970 hélt Ragnheiður utan til París- ar ásamt Björgu Þorsteinsdóttur og komust þær inn á verkstæði hjá sjálfum grafíkmeist- aranum Hayter. „Við lærðum mikið þetta sumar. Við unnum hjá Hayter frá eitt til sjö alla daga nema sunnudaga, en þeim eyddum við á söfnum. Stundum fórum við fimm sinnum á sömu sýninguna." Vinnustaður Ragnheiðar var þó áfram heima á íslandi innan um börn og bú. „Þjóð- félagsstaða mín var heimavinnandi húsmóð- ir, og ég tel að það hafi verið mín gæfa, því ég gat verið hjá börnunum og sinnt jafn- framt myndlistinni. Á þeim árum voru Rauð- sokkur með pistla í útvarpinu og beindu orðum sínum til kvenna, hvöttu þær til að bæta menntun sína og fara út í þjóðfélagið, en mér fannst þær tala niður til húsmæðra. Ég sem hafði áður verið svo ánægð með hlutskipti mitt fór nú að spyrja sjálfa mig hvort ég væri farin að forpokast.“ Óléttukjólarnir umtöluðu og tertukonurn- ar urðu til á því tímabili. Ragnheiði fannst stundum skorta á viður- kenninguna hér heima, henni fannst hún oft einangruð og reyndi því að komast með verk sín á sýningar erlendis. Árið 1971 tók hún fyrst þátt í sýningu erlendis og árið 1976 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Norræna húsinu. Á áttunda áratugnum þeg- ar grafíklistin fór að seljast tók Ragnheiður oft þátt í sjö alþjóðlegum tvíæringum á ári. í byrjun níunda áratugarins hvarf lista- konan frá því að fjalla um vandamál sam- tímans og gerði bókamyndirnar svonefndu. Þegar hún var spurð hvort þær myndir væru ekki erótískar, svaraði hún að oft mætti líkja bókum við kvenfólk, „þær væru lesnar, notaðar, og oft lánaðar eða gefnar." Ragnheiður var i stjórn FÍM frá 1972 til 1977 og hefur hlotið margar viðurkenningar bæði hér heima og erlendis fyrir list sína. Frá 1990 hefur hún að mestu unnið stórar kolateikningar jafnhliða grafíkmyndum. Listfræðingar telja að meira jafnvægi sé komið í myndir hennar seinni árin, en sjálf segist hún sjá meiri óreiðu í þeim. Ef marka má orð listakonunnar hefur hún tekið flugið um leið og börnin voru flogin úr hreiðrinu, því um dvöl sína í Sveaborg árið 1993, þegar hún hafði allan sólarhring- inn fyrir sig, segir hún meðal annars: „En eitt hef ég upplifað þrátt fyrir allt. ÉG get flogið, þótt^enga hafi ég vængina.“ Höfundur er rithöfundur. Friðsæl paradís í botni Einarsfjarðar kammt austan Qaqortoq gengur fjörður inn úr Einarsfirði. í þessum firði er eyja með hvalbak- slagi og nefnist eyjan eftir því Hvalsey en fjörður- inn Hvalseyjarfjörður. í botni Hvalseyjarfjarðar undir háu og bröttu fjalli er steinhlaðin kirkja frá gamalli tíð, ótrúlega heilleg og forvitni- leg. Kirkjan nefnist Hvalseyjarfjarðarkirkja og er heillegasta leifin frá veru norræns fólks í Grænlandi. Kirkjan er hlaðin líklega um 1300 úr reglulegu grjóti sem finnst víða í grennd við kirkjustæðið. Kirkjan er 16 metrar á lengd og 8 metrar á breidd. Gaflar kirkjunn- ar eru nú um 5,7 metrar á hæð en hafa líklega verið um 7,5 metrar í upphafi. Hlið- arveggir kirkjunnar eru nú um 3 metrar á hæð en hafa líklega verið um 4 metrar á hæð. Breidd veggjanna er um einn og hálf- ur metri. Kirkjan rís eins og margt annað í Grænlandi á afar mjórri hallandi land- ræmu og yfir henni er fjallið Qaqortoq (sem þýðir Hvíti staðurinn en hvítar skellur ein- kenna fjallið) sem er um 1000 metra hátt. Það er eftirtektarvert hversu fallega og vel kirkjan er hlaðin. Og það að hún skuli enn standa svo heilleg sem raun ber vitni er staðfesting á því Grænland er sérstakt land að heimsækja. Það er líkt og það sé í annarri vídd þar sem tíminn líður hægar. Raunar er sem flest sé frosið í einu augnabliki, Qöllin, flrðirnir, fuglarnir, féð og fólkið. Síðari hluti. Eftir EIRÍK H. SIGUR- JÓNSSON og KRISTÍNU Á. ÁSGEIRSDÓTTUR í raun voru eða hvað olli því að samfélag þess hvarf úr Grænlandi. I Hvalseyjarfjarðarkirkju var dvalið í ein- ungis stutta stund. Ferðinni var haldið áfram og næst var þorpið Igaliko sótt heim. IGALIKO ... OG FRIÐUR í HÁUM FJALLASAL Igaliko er fallegt lítið þorp í háum fjalla- sal í botni Einarsfjarðar. Húsin eru lág og flest úr timbri en fáein hús eru hlaðin úr sérstökum rauðbrúnum sandsteini. Kirkja þorpsins er ein stærsta byggingin og hlaðin úr slíkum steini. Umhverfi þorpsins er ólíkt því sem maður á að venjast í Grænlandi þar sem láglendi er óvenju mikið allt í kring þótt háreist fjöll séu skammt undan. Þorpið er fámennt, þar búa um 40 manns. Aðalatvinna fólksins er í tengslum við fjár- búskap og er heyskapur því hluti af sumar- verkunum. Sauðfé gengur laust mestan part sumarsins í ágætum beitarlöndum, einkum vestan þorpsins. Næst fjöruborðinu er rauðmálað útibú danska kaupfélagsins og er þar hægt að fá flestar þær vörur sem boðið var upp á i kaupfélaginu í Narsaq. Ung kona sér um rekstur kaupfélagsins. Hún sagðist hafa að vandað hefur verið til verksins. Nokkrum metrum frá kirkjunni eru rústir landnámsbæj- ar en búið var þarna frá fyrstu árum landnámsins í Græn- landi. Þorkell far- serkur fór út með Eiríki rauða og nam land í Hvalseyjarfirði árið 985 þar sem kirkjan er nú. Þorkell var dysjaður í landinu nærri bústaðnum en var sagður ganga um húsin áfram. Síðasti skjalfesti atburðurinn sem átti sér stað í samfélagi norræna fólksins í Grænlandi var gift- ing Þorsteins Ólafs- sonar og Sigríðar Björnsdóttur 14. september árið 1408 í Hvalseyjarfjarðar- kirkju. Þessi atburð- ur var staðfestur í bréfi frá íslandi sem gefið var út árið 1412. Ekkert var síð- ar skrifað um atburði meðal norræna fólks- ins í Grænlandi og eins og kunnugt er er ekki vitað með vissu hver afdrif þess . HVALSEYJARFJARÐARKIRKJA, horft úr hlíð Qaqortoq-fjalls útá Hvalseyjarfjörð. IGALIKO - þyrping húsa á friðsælum staðþar sem hvorkiþarf gatnakerfi né skipulag. Neðarlega fyrir miðri mynd má sjá rústir bæja sem tilheyra tíð norrænna manna, þegar staðurinn nefndist Garðar. HARALDUR Ólafsson mannfræð- ingur talar við Inúka innan þeirra veggja sem eftir eru af Hvalseyjar- fjarðarkirkju. Norræn menning mætir menningu Inúíta í nútíma ogfortíð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. MARZ1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.