Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1996, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1996, Síða 7
Rannsókn á Hjónadys jum Við rannsókn komu fyrst í ljós tvær smásteinahrúgur rétt undir yfirborði, um 3 x 1,5 m að ummáli hvor um sig, og var um 1 m á milli þeirra. Hér voru greinilega fundnar tvær grafir sem í upphafi höfðu verið þaktar steinhnullungum. I efri lögun- um voru margar smávölur sem vegfarendur hafa kastað í dysina um leið og þeir áttu leið framhjá, en samkvæmt gamalli þjóðtrú var það talið geta komið í veg fyrir óhöpp að henda þremur steinum í dys þegar farið var framhjá henni í fyrsta sinn (mynd 2). DYS 1 Er efsta steinalagið hafði verið fjarlægt úr dys 1 kom í ljós undir því annað gisið lag steina sem voru aðeins stærri en í efsta laginu. Þar undir var gröf sem lá frá norð- austri til suðvesturs, um 1,85 m löng og 0,5 m breið. Á botni grafarinnar lá beina- grind af konu. Líkið, sem mældist um 1,75 m langt, hafði verið lagt til í gröfinni með krosslagða fætur. Hendurnar voru í nokkuð óvenjulegum stellingum. Vinstri höndin lá aðeins á ská niður yfir magann. Hægri höndin hvíldi hins vegar upp að brjósti, hugsanlega með krepptan hnefa. Höfuð- kúpan lá við herðar beinagrindarinnar eins og við mátti búast, en samt í einkennilegri stellingu miðað við hin beinin. Við hnakk- ann á höfuðkúpunni lá ein framtönn og tveir hálsliðir voru úr lagi færðir (mynd 3). Óljóst vottaði fyrir tauleifum ofan á hægri handlegg og hryggjarliðum. Þær sáust nær eingöngu sem örlítil litarbreyting í moldinni en sjálft efnið var að mestu horf- ið. Að framan, ofan á hryggjarliðunum, fundust leifar af nokkrum lykkjum eða krækjum úr málmi í röð niður að mitti. Neðst í röðinni voru járnhlutir um 1 cm í þvermál, e.t.v. hnappar. Ekki varð vart við kistuleifar utan um líkið, sem hefur sennilega verið dysjað án kistu. Það sem einkum vakti athygli í sam- bandi við beinin í dys 1, var óvenjuleg lega þeirra. í fyrsta lagi var höfuðkúpan reigð svo langt aftur að ætla mátti að hún hefði verið skilin frá bolnum og lögð niður með líkinu. Vegna þess hve gröfin var grunn var í upphafi ekki heldur hægt að útiloka að höfuðkúpan hefði komið fram í jaðri vegarbrúnarinnar, t.d. við breikkun vegar, og verið tekin upp. Rannsókn á sniði sem tekið var eftir endilagri gröfinni leiddi síðan í ljós að við höfuðkúpunni hafði ekki verið hróflað áður. DYS 2 Dys 2 var rétt austan við dys 1. Ekki mótaði fyrir henni á yfirborði áður en rann- sókn hófst, en eins og áður sagði kom steinahrúgan í ljós um leið og grassvörður- inn hafði verið ristur ofan af. Er verið var að hreinsa ofan af efsta steinalagi fundust leifar af höfuðkúpu rétt undir yfirborði jarð- vegs. Þar undir komu allmargir steinar í ijós sem hafa afmarkað útlínur grafarinnar sem virðist upphaflega hafa verið um 2,5 x 1,6 m að ummáli. Fleiri steinalög voru þar undir. Undir neðsta steinalaginu var beinagrind og vantaði á hana höfuðkúpu og þrjá háls- liði (mynd 4). Hendur lágu yfir magann. Fætur voru krosslagðir. Gröfin, sem lá frá norðvestri til suðausturs, var 1,62 m löng og um 0,7 m þar sem hún var breiðust, mjókkaði til austurs og var um 0,4 m breið til fóta. Hún hafði upphaflega verið grafin niður um hálfan metra. höfuð á Staur Til fóta sást greinilegt far eftir 9 cm breiða holu á milli nokkurra steina (mynd 5). Bendir flest til þess að þama hafi verið settur staur ofan í gröfina þegar gengið var frá henni. Stórum steinum hafði verið hlaðið upp að staurnum til að styðja við- | hann. Ætla má að afhöggvið höfuð hins látna hafi verið fest á staur þennan öðrum vegfarendum til viðvörunar. Áf höfuðkúpu- leifunum sem fundust þarna rétt undir yfir- borði virðist sem höfuðið hafi verið óáreitt á staurnum þar til það féll til jarðar af eðlilegum ástæðum; hugsanlega var staur- inn orðinn fúinn eða veðruð beinin stóðust ekki lengur veður og vind og féllu niður á dysina. FUNDIR í gröfinni fundust aðeins tveir hlutir úr ryðbrunnu járni. Annar lá ofan við hægri mjöðm, e.t.v. sylgja. Hinn lá á vinstri mjöðm. Líklega er um að ræða hluti sem hafa tilheyrt klæðnaði hins látna. FORNLEIFAFRÆÐINGARNIR Lise Bertelsen og Sigurður Bergsteinsson virða fyrir sér dysjarnar sem búið er að hreinsa ofan af. BEINAGRIND af konu í dys 1. Hvíti depillinn við lmakkann er tönn. Efri myndin:Beinagrind af hálshöggnum manni í dys 2. Til fóta sést hola eftir staurinn sem höfuðið hefur verið sett á. Hverjir Voru I Dysjunum Við rannsóknina var sú spurning áleitin hvort hægt væri að segja til um með nokk- urri vissu hvaða einstaklingar hefðu verið teknir af lífi og dysjaðir þarna við lækinn. Fyrir rannsóknina var talið að þarna væri um að ræða svonefndar Hjónadysjar og að þar lægju Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir úr Árbæ. Dauðadómar í Kópavogi Til þess að reyna að komast að niður- stöðu um hveijir gætu hafa legið í dysjunum hefur verið leitað í ritaðar heimildir um aftökur á Kópavogsþingi. Eftir því sem næst verður komist munu að minnsta kosti 10 líflátsdómar hafa verið kveðnir þar upp. Skal hér í stuttu máli gerð grein fyrir þess- um dómum. 1.-2 Fyrstu dauðadómar sem heimildir eru til um frá Kópavogsþingi, og sem jafn- framt eru elstu rituðu heimildir um þing- staðinn, er frægur tylftardómur frá 1. júní 1523 yfir Týla Péturssyni. Týli sem var fyrrverandi hirðstjóri á Bessastöðum, hafði tvívegis snúið aftur til Bessastaða, tekið hirðstjórann Hannes Eggertsson til fanga um skeið, rænt fé úr Bessastaðakirkju og sköttum konungs. Eftir að hann hafði verið tekinn fastur og dæmdur var hann leiddur „austur yfir Bessastaði" þar sem hann var hálshöggvinn ásamt syni sínum, þar sem kallaðist Týlshóll síðan. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um legu Týlshóls. Af orðalagi heimilda má ætla að hann hafi verið í túni austan Bessastaða, en þar er ekkert slíkt örnefni varðveitt. Líklegra má telja að þeir feðgar hafi verið teknir af lífi á Kópavogsþingstað og dysjað- ir þar. 3. Hinrik Kules var þýskur maður sem dæmdur var til dauða og tekinn af lífi á Kópavogsþingstað, þann 23. febrúar árið 1582, fyrir að hafa drepið Bjarna Eiríksson á Bessastöðum á jólanótt. Talið hefur verið að Kules hafi verið dysjaður efst á Arnar- neshæð, vestan við gamla veginn og mun þar lengi hafa mótað fyrir gróinni dys. 4. Árið 1664, þann 25. janúar, var Þórð- ur Þórðarson dæmdur til dauða í Kópavogi fyrir þjófnað á verslunarvarningi. Systir hans Guðrún kærði dóminn á Alþingi 1665. í athugasemd með afskrift af dómnum sem færður er í alþingisbók 1666 kemur fram að Þórður hafi verið hengdur. 5. -6. í desember 1677 voru maður og kona dæmd fyrir sams konar afbrot. 7.-8. Árið 1703 voru tveir flökkuþjófar dæmdir til dauða og hengdir. 9.-10. Að lokum er þess getið að Sigurð ur Arason og Steinunn Guðmundsdóttir hafi verið dæmd og tekin af lífi á Kópavogs- þingi árið 1704. Ekki hef ég fundið fleiri heimildir um dauðadóma sem framfylgt hefur verið á Kópavogsþingstað en þessa Í0 einstaklinga sem hér voru taldir upp að framan. Kópa- vogsþingstaður var fluttur til Reykjavíkur árið 1753 og þá er hlutverki hans lokið. Eftir því sem næst verður komist virðast að minnsta kosti 4 karlmenn hafa verið hálshöggnir og 4 hengdir á þeim tíma sem þingstaðurinn var í notkun. Ein kona virð- ist hafa verið hengd og einni var drekkt. Umræða Og Niðurstöður í dys 1 var kona, sennilega milli þrítugs og fertugs. Lega beinanna var að ýmsu leyti óvenjuleg, einkum á efri hluta líkam- ans. Hendurnar virtust t.d. ekki hafa verið lagðar til eins og venja var til, og höfuðið var reigt aftur á bak. Sennilegasta skýring- in á þessum óvenjulega umbúnaði er að sekkur hafí verið dreginn yfir konuna áður en henni var drekkt, skorðað hendur henn- ar og hún dysjuð án þess að hann væri fjar- lægður. Það gæti m.a. skýrt krepptar hend- ur og einkennilega stellingu höfuðs. I fjör- brotum gæti höfuðið hafa orðið fyrir áverka, t.d. rekist í stein og tönnin brotnað, en fylgt með í sekknum í gröfina. Fæturnir höfðu verið lagðir til í gröfinni, sem bendir til að pokinn hafi aðeins náð niður að mitti en ekki niður um allan líkamann. Óeðlileg stelling höfuðs gat hugsanlega bent til hengingar en Jón Steffensen pró- fessor sem skoðaði beinin áleit þó að ekki hefði verið um hengingu að ræða. Einnig er ólíklegt að hengd manneskja hefði haft hendurnar á þennan hátt. Tönnin sem fannst við hnakka líksins bendir til hins sama. Hún hefur ekki getað losnað eftir að líkið var grafið í jörðu. Hafi hún losnað annars staðar hefði hún orðið þar eftir á staðnum, nema að hún hafi fylgt með í poka sem var utan um höfuðið, eins og áður var getið. Enda þótt það komi ekki fram af forn- leifafræðilegum rökum, má telja líklegast að konunni hafi verið drekkt í Kópavogs- læk. Tönnin gæti hafa brotnað er konunni var hent í lækinn eða vegna síðustu fjör- brota hennar þar. Aðeins einni konu var drekkt á Kópavogsþingi, eftir því sem best er vitað. Bendir því margt til þess að munn- mælin eigi við rök að styðjast og að konan í dys 1 hafi í raun verið Steinunn Guð- mundsdóttir. í dys 2 lá ungur karlmaður sem hafði verið hálshöggvinn. Aldursins vegna getur ekki verið um Týla að ræða. Það útilokar því sennilega einnig son hans þar eð líklegt má telja að þeir hafi verið dysjaðir saman. Ætla má að Kules hafi fremur verið höggv- inn en hengdur, þar eð hann hafði drepið mann. Þjófar munu yfirleitt hafa verið hengdir. Samkvæmt heimildum átti Kules að hafa verið dysjaður efst á Arnarneshæð. Sú dys hefur ekki fundist. Ef til vill hefur hún horfið við vegaframkvæmdir fyrir 2-3 áratugum. Ætla má að Kules hafi verið eldri en sá ungi maður sem í dysinni lá. Þá er aðeins Sigurður Arason eftir af þeim sem heimildir eru um að hálshöggnir voru í Kópavogi. Aldur hans og aldur hins látna í gröfinni virðist geta farið vel sam- an. Enda þótt fornleifafræðin geti ekki af sjálfri sér sagt til um heiti einstakra manna sem grafnir eru upp, má með nokkuð sterk- um líkum álykta að Sigurður Arason hafi legið í dys 2. Breikkun Hafnarfjarðarvegar við Kópa- vogslæk og rannsókn á dysjunum þar hefur orðið til þess að rifja upp fornt sakamál. Hún verður þannig óvænt til að bregða nýju ljósi á afdrif tveggja ógæfusamra ein- staklinga sem mættu örlögum sínum hér, og minnir okkur óþyrmilega á þær grimmúðlegu refsingar sem tíðkuðust hér á landi fyrir um 300 árum. Heimildir: Alþingisbækur íslands V, VII, X 1944. Reykjavík. Annálar 1400-1800 I 1922-1927. Hið íslenzka bók- menntafélag. Reykjavík. Árni Bjömsson 1990. íslenskt vættatal. Árni Magnússon 1955. Chorographiea Islandica. Safn til sögu Islands 2. 2. fl. I. Einar Laxness 1985. Bessastaðir. í Landið þitt ís- land. Lykilbók. Reykjavík. Guðrún Sveinbjarnardóttir 1986. Rannsókn á Kópa- vogsþingstað. Kópvogskaupstaður. Diplomatarium Is- landicum IX 1888-1951. Islenzkt fombréfasafn. Kaup- mannahöfn og Reykjavík. Helgi M. Sigurðsson 1995. Morð við Skötufoss. Les- bók Morgunblaðsins 21. október 1995. Reykjavík. Jón Árnason 1954. íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I. Reykjavík. Jón Espólin 1828 og 1829. íslands Árbækur í sögu- formi VII. Kaumannahöfn. Kristján Eldjárn 1982. Örnefni og minjar í landi Bessa- staða. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1981. Bls. 132 - 147. Reykjavík. Lesbók Morgunblaðsins. Matthías Þórðarson 1929. Nokkrar Kópavogs-minjar. Árbók hins íslenska fornleifafjelags 1929. Bls. 1-33. Reykjavík. Páll Sigurðsson 1984. Athuganir á framkvæmd lífláts- hegninga og á aftökustöðum og aftökuömefnum á íslandi. Erindi og greinar 11. Félag áhugamanna um réttarsögu. Reykjavik. Sýslumannsæfir eptir Boga Benediktsson á Staðar- felli, með skýringum og viðaukum eptir Hannes Þor- steinsson. IV bindi.1909-1915. Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23.MARZ1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.