Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 2
um þeim dönsku og Skansinum, því mið- ur, en íslenzkir vildu að að þeim sem mest skotið væri meðan þeir voru í þessu svamli hvers þeir ei ráðið fengu, og því komst þetta ránsmannaskip af grynning- unum með aðfallinu... (Tyrkjaránið á Is- landi 1627, „Frásögn Jóns Ólafssonar Indíafara." bls 308.) Þó Rosenkrantz hafi ekki ráðist gegn Tyrkjum sat hann samt sem áður ekki að- gerðalaus er fréttist af ránskap þeirra. Hann lét setja upp virki við Bessastaði og jafn- framt lét hann kalla þrjú kaupför frá nær- liggjandi verslunarhöfnum inn á Seyluna. Jón Indíafari getur þess í minningum sínum að áhafnir skipanna hafí verið vel vopnum búnar. í hirðstjóraannál er annars gert lítið úr virkisgerðinni og segir að í virkinu hafí tæplega verið pláss nema fyrir fáeina menn, hvað þá flokk manna eða varnarlið. Jafn- framt segir frá því að þangað hafi verið færðar fallbyssur en þær hafi fæstar verið til gagns. Af annálnum er hvorki ljóst hve- nær né hverjir hafa staðið fyrir uppsetningu þeirra á Bessastöðum. Ekki er heldur víst að þetta séu sömu fallbyssurnar og Fitja- annáll segir að fluttar hafi verið á Þingvöll árið 1649 við erfðahyllingu Friðriks III. DANIR SENDA HERSKIP Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur segir í formála að ferðasögu Ólafs Egilssonar að árið 1626 hafi Danir fyrst sent herskip með íslandskaupförunum. Tyrkjaránsárið hafi orðið töf á tilskipuninni um siglingu herskip- anna vegna ófriðar við Þýskalandskeisara. Þessvegna hafi það örlagaríka ár verið her- skipalaust við íslandsstrendur. Þessar ráð- stafanir gefa til kynna að Danir hafi hálft í hvoru búist við Tyrkjum við ísland því árið 1623 hafði Kristján IV þurft að leysa þegna sína úr ánauð Tyrkja. Tyrkirnir höfðu rænt fólkinu af skipum úti fyrir ströndum. Það voru annars ekki bara Tyrkir sem fengu herskip Danakonungs út á Atlantshafið. Rán John Gentlemanns í Vestmannaeyjum árið 1614 og rósturnar á Vestfjörðum 1615-16, (Spánverjavígin) sýndu hvers gat verið að vænta. Nýbreytnin frá árinu 1626 lýsir því áhyggjum konungsvaldsins vegna vaxandi ágangs útlendinga við landið. Víst var að Tyrkjaránið dró ekki úr eftirlitinu við strend- ur landsins. Það kemur fram í Skarðsárann- ál að konungur sendi varnarskip til landsins árin 1628, 1629, 1631 og 1632. Þarna er árið 1630 undanskilið en þá stóð konungur í erjum við Hamborgara og beitti hann flota sínum gegn þeim á heimaslóð. Skarðsár- annáll telst nokkuð góð heimild um atburði þessara ára þar sem hann var skrásettur á fjorða áratug 17. aldar. Skrásetjari anná- lsins var Björn Jónsson lögréttumaður á Skarðsá í Sæmundarhlíð. Af annálnum að dæma virðist draga úr ferðum varnarskip- anna þegar frá leið. Næst minnist annállinn á varnarskip 1636 þegar Pros Mund hirð- stjóri er sagður hafa komið á einu slíku. Það bendir margt til þess að Dönum hafi þótt þessar ferðir dýrar og þeir hafi viljað koma kostnaðinum yfir á Islendinga. Kristján IV fór fram á það við Pros Mund hirðstjora árið 1638 að hann setti upp sérstakan vernd- artoll af íslandi. íslendingar borguðu þennan toll að mestu leytu en ályktun Lögréttu frá árinu 1639 að, „. . . hans majestet vildi hafa þetta fátæka land í betenkende upp á þá defension, sem það með þarf og nauðsyn- legt er . . ." ber með sér að landsmenn hafi viljað fá Dani til að leggja meira af mörkum til landvarna. (Alþingisbækur ís- lands V, bls 560). Vafalaust átti hræðslan við Tyrki sinn þátt í því. Árið 1631 segir í Skarðsárannál. Sú fréttasögn kom í Englandi, að 12 Tyrkjaskip ættu að sendast til íslands að sækja fólk, og ákveðið hjá þeim, hvað mikill fjöldi skyldi takast af hverjum landsins fjórðungi. (Annálar 1400-1800, I, bls 236). Þessi Tyrkjahræðsla var lífseig langt fram eftir öldinni. í Eyrarannál frá árinu 1671 segir að tyrkneskt skip sem var á leiðinni til Vestmannaeyja hafi farist við Skotland og í annálnum segir við árið 1673, að frést hefði um Vestfirði að 16 Tyrkjaskip stefndu á landið. Danir Heimta Varnarskatt Danir beittu þessari hræðslu fyrir sig til þess að fá landsmenn til að leggja fé til landvarna. Samfara einveldisskuldbinding- unni 1662 fór Bjelke höfuðsmaður fram á það við íslendinga að þeir kostuðu sjálfir varnarskip gegn Tyrkjum og óðrum reyfur- um og var Tómasi Nikulássyni landfógeta ætlað að fylgja tilskipuninni eftir. I Lögréttu var þessum álögum hafnað árið 1663 vegna þess að landsins, „. . . vanefni og fátækt, sem engum góðum útlátum eða reputerlig kontribution er í færum um að svara,..." SKANSINN í Vestmannaeyjum. Árið 1586 lét Friðrík II Danakonungur reisa lítið grjót- og trévirki þar sem núverandi Skans er. Eftir Tyrkjaránið var virkið endurreist og komið þar fyrír fallbyssum og öðrum vopnabúnaði. Ráðin var sérstök byssuskytta sem gætti vopna ogæfðimenn í vopnaburði. Úrlslenskum söguatlas, sem Almenna Bókafélagiðgaf út. FERÐIR TYRKJANNA A ISLANDi VIÐKOMUSTAÐIR Tyrkja á íslandi. Úrlslenskum söguatlas, sem Almenna Bókafélagið gaf út. (Alþingisbækur íslands 1663-1683 bls 25). Islensk stórbændastétt vísaði síðan kröfun- um frá með mútugreiðslum til handa danska landfógetanum og gaf sérhver físk af hundr- aði ef marka má Kjósarannál. Danir héldu áfram að knýja varnarskatt út úr íslendingum og sendu þeir þrjú her- skip til landsins árið 1667. Reyndar komst ekki nema eitt þeirra á leiðarenda, (Ölden- borg) og var stór hluti áhafnarinnar dáinn úr hungri sem gefur til kynna að skipið hafði verið lengi í hafi' og vistir því á þrot- um. Skipherrann var Otto Bjelke, systurson- ur Hinriks Bjelke höfuðsmanns. „Hann hafði og befalning til að leggja contribusion upp á landi til skansabyggingar á Bessastöð- um . . ."(Annálar 1400-1800 III, bls 276). Það varð lítið úr þessum framkvæmdum og var aðeins reistur einn skans á Bessastöðum því megnið af fénu sem safnaðist var flutt til Danmerkur með Klein landfógeta. Af þessu má sjá að Danir vildu efla strandvarn- irnar en landsmenn voru ekki svo ýkja spenntir fyrir því þrátt fyrir slæma reynslu af sjóránum. Hagsmunir Dana Og Íslendinga Fóru Ekki Saman Á 17. öldinni var Dönum umhugað um að efla einokunarverslun sína á íslandi og unnu þeir gegn allri launverslun útlendinga við landið. Af annálum að dæma má sjá að ekki hafi verið friðvænlegt á íslandsmiðum á öldinni. Árið 1636 segir í Skarðsárannál að hirðstjórinn Pros Mund hafi komið út til íslands á vamarskipi og tekið af Englending- um allt sem þeir höfðu, hættu þeir sér of nærri landinu. Árið 1655 segir í Sjávarborg- arannál að tvö varnarskip hafí náð þremur hollenskum skipum á sitt vald. Danir virðast hafa notað hvert tækifæri til að gera útlend- ingum skráveifu. í Eyrarannál frá árinu 1671 segir að konungur hafi sent skip til Grænlands. Umrætt skip kastaði akkerum í ísafjarðardjúpi. Þar fundu þeir hollenskt kaupfar undir stjórn Pétur nokkurs Ólafs- sonar Fox og er viðskiptum skipanna svo lýst í annálnum: .....að þeir á landi voru, sáu gerla þær glóandi kúlur, er þeir eftir Pétri skutu. Þennan eltingarleik áttu þeir allan daginn fyrir uppstigningardag og fram á nótt, svo það voru talin meir en 30 skot, er þeir skutu . . . (Annálar 1400-1800, III, bls. 291). Þrátt fyrir þessa hörku af hálfu Dana fóru þeir skipsmenn sem hingað sigldu yfir- leitt með friði. Árið 1626 segir í Skarðsáran- nál að stórt þýskt skip með öllum stríðstil- búnaði hafi á aðfangadag það ár leitað vars inn á Skagafjörð og segir að skipið hafi leg- ið til 16. janúar og siglt á brott með mein- leysi. Annálaritarinn er hljóður um það sem sennilegast fór fram á milli skipshafnarinnar og heimafólks, nefnilega vöruskipti. Áhöfnin þurfti að birgja sig upp af nauðsynjavöru fyrir áframhaldandi siglingu. íslendingarnir hafa að líkindum helst fengið varning sem dönsku einokunarkaupmennirnir buðu ekki upp á. Frá árinu 1628 er til dómur gegn ólöglegum klæðaburði landsmanna. Þessi dómur getur verið vísbending um mikla laun- verslun á þessu tímabili. I dómnum segir að margir eyði fé sínu í dýrindis klæði, klæði sem þeir megi ekki bera lögum samkvæmt. Það sem bendir til launverslunar framhjá dönsku einokuninni eru þau orð að: .....fyrir hvern mikla ósið og ólöglegan klæðaburð kongurinn missir síns rétt- ugheits, sem er skattur og tíund, sömu- leiðis prestur, kirkja og fátækir sínar tí- undir . . . (Alþingisbækur íslands 1620-1639 bls. 167). í dómnum segir jafnframt að hinir sömu eigi oft ekki vopn til að verja sig með og er sú staðhæfmg vafalaust lituð af atburðum undangengis árs. Annars hafa landsmenn vafalítið litið með velþóknun á þá sem hing- að komu, færu þeir með friði og byðu fram varning til vöruskipta. Öðru máli gegndi um ránsmenn og ribbalda. Gegn þeim vildu landsmenn vernd. Danir gátu svo sem fallist á það en þeir vildu líka stugga óviðkomandi kaupförum frá. Bænaskrá sýslumanna norð- anlands frá árinu 1613 _um frjálsa verslun útlendinga sýnir áhuga íslendinga á því að versla við sem flestar jóðir. „. . . att disse femm haffner, paa Norre siiden aff Jsland matte frii opladiss hvem der haffde lust till dennom att besegle, og denne fattige Landtz nodtrofftt att forbedre. Dett vere sig Danske, Tyske, Norske, Engelske eller andett gott folk et cetera. (Alþingisbækur íslands 1606- 1619, bls. 210). Þarna vantar tvær verslunaþjóðir sem létu til sína taka við landið um og eftir miðja 17. öld, Hollendinga og Frakka. Annálar greina frá vinsamlegum samskiptum við þessar þjóðir. Árið 1659 segir í Ballarár- annál að Hollendingar hafi brotið stórt haf- skip við Breiðafjörð og dvalist í Flatey um veturinn við góðan orðstír og smíðað haf- fært skip úr flakinu. Einnig getur annállinn um tvo Frakka sem dvöldu sama vetur í Bjarnareyjum og söfnuðu blautum fiski. Það var ekki nóg með að samskiptin við útlendingana ógnuðu einokunarverslun Dana heldu gátu þau líka flækt þá í milli- ríkjadeilur sem þeir vildu vita sem minnst af. Þetta sýnir tilskipun Friðriks III til íslend- inga árið 1653 þegar Englendigar og Hol- lendingar áttu í stríði. Í tilskipuninni bannar konungur íslendingum að róa út í framandi skip eða vísa þeim inn á hafnir. Þessa sama ótta virðist gæta hjá honum árið 1667 er hann sendi Otto Bjelke til landsins. í ófriðn- um sem þá ríkti í Evrópu stilltu Danir sér upp með Hollendingum gegn Englendingum. Friðrik III fór fram á það við landsmenn að þeir veittu óvinaþjóðinni: ...... al mulig Resistens imod fjendtlig Anfald der paa Landet, saavel som Fjend- en al anden Afbrek i alle Maade ad gjöre, og ellers at befestige Bessested eller en anden bekvemmelig Plads til Defensi- on . . ."(Lovsamling for Island 1096- 1720 bls 314). Sennilega hafa flestir lagt lítið upp úr þessháttar mótþróa við erlendar siglinga- þjóðir hvernig svo sem háttaði í stórvelda- pólitíkinni og borið jákvæðan hug til veru þeirra þótt ekki hafi alltaf verið um bein verslunarsamskipti að ræða. Á ýmsu var nefnilega að græða og má í því sambandi nefna dómsem gekk í Holtum í Hornafirði árið 1650. í dómnum segir að Hallur nokkur Jónsson háfi bjargað áhöfn ensks báts og dæmdu dómendur Halli bátinn til eignar fyrir björgunina. Sennilega hefur dönskum yfirvöldum fundist íslendingar oft gera of vel við erlenda strandmenn. Ályktun lög- réttu getur bent til þess. Það er afsökunar- tónn í ályktuninni. Þar segir að það sé nauð- synlegt og kristilegt að bjarga Englending- um sem og öðrum skipbrotsmönnum „. . . og þeirra gózi fyrir tilbærileg bjarg- íaun . . ."(Alþingisbækur íslands 1620- 1639, bls. 301). Islendingar vildu því hafa sem mest samskipti við skipbrotsmennina. Þau samskipti gátu oftar en ekki gefíð eitt- hvað í aðra hönd, þótt ekki væri nema mógu- leikann á einhverri verslun. Það sýndi sig í Tyrkjaráninu að hagsmun- ir Islendinga og Dana fóru að mestu saman. Tyrkirnir ógnuðu bæði danskri verslun- arstétt og íslenskri alþýðu með ránum sínum og ofbeldi. En Danir ætluðu sér meira með herskipum á íslandsmiðum en vernda landið fyrir sjóránum. Þeir ætluðu líka að uppræta launverslunina sem íslendingar stunduðu af kappi við evrópskar siglingaþjóðir. Danir létu alltaf í það skína að herskipahaldið væri til að halda Tyrkjum frá landinu og því ættu íslendingar að taka þátt í kostnað- inum sem því fylgdi. En í raun og veru voru íslendingar áhugalausir um að kosta varnar- skip sem öðru fremur voru fengin til að stugga erlendum verslunarþjóðum frá land- inu. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.