Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Blaðsíða 6
Bakhjarl
- bakjarl
Eftir HELGA HÁLFDANARSON
þeirra nær ekki lengra; hin sjónræna að-
' ferð höfundar hrekkur ekki til. - En í þess-
ari sögu nýtur sín fyrst hin tempraða kímni
sem setur svip á seinni sögur höfundarins,
ásamt þeirri næmu eftirtekt, sjón og minn-
isgáfu sem gerir ýmsar mannlífs- og um-
hverfislýsingar Indriða svo verðmætar.
Norðan við stríð (1971) er hópsaga án
þess samtengingarafls sem mynd Ragnars
I í 79 af stöðinni og Einars í Landi og sonum
veitti þeim sögum. Norðan við stríð gerist
í norðlenskum kaupstað (bersýnilega Akur-
eyri) og lýsir því mikla umróti og upplausn
sem koma erlends herliðs hefur í för með
sér. Kyrrlátt samfélag bæjarins fer úr
skorðum, gróðalindir spretta fram, en kven-
fólkið fellur fyrir hinum útlendum hermönn-
um. Þeim famast verst sem reyna að varð-
veita hreinleika sinn og halda tryggð við
gamla lífshætti. Efnislega fyllir Norðan við
stríð þá mynd sem Indriði hafði áður brugð-
ið upp af umskiptatímum báðum megin við
stríðið í 79 af stöðinni og Landi og sonum;
, þessar þijá sögur hefur hann sjálfur kallað
þríleik og gefið í einni útgáfunni heildarheit-
ið „Tímar i lífi þjóðar“.
Norðan við stríð er saga skrifuð af miklu
valdi og kunnáttu en hún hefur hlotið mis-
jafna dóma; sjálfur met ég aðrar skáldsög-
ur höfundarins meira og finnst hinn kald-
hæðni, stundum nánast gróteski frásagnar-
háttur ekki alls kostar viðfelldinn. Til voru
þær fræðikonur sem tóku andköf yfir kven-
lýsingum sögunnar, sem vissulega eru ein-
hæfar, og Vésteinn Ólason taldi í ritgerð
sinni sem fyrr var vitnað til að hún sýndi
fram á að mannskilningur höfundar væri
„endanlega markaður af mannfyrirlitn-
ingu“. Það held ég að sé fjarri lagi og beri
vott um að íronískur frásagnarhátturinn,
sem setur mark á söguna, sé tekinn alltof
alvarlega.
Unglingsvetur (1979) er vaxinn út úr
Norðan við stríð; - samhengið í öllum sög-
um Indriða er raunar athyglisvert. Ungl-
ingsvetur gerist líka á Akureyri, þótt sá
kaupstaður sé ekki nefndur hér fremur en
í fyrri sögunni. Sagan er vafalaust að veru-
legu leyti byggð á æskuminningum höfund-
ar, Iýsir vetri í lífi ungs manns þegar hann
skírist til heims hinna fullorðnu. Hún er
skrifuð af innileik, kaldhæðnin úr Norðan
við stríð á hér ekki heima, þótt kímni og
glettni skorti ekki. Höfundur hefur víða
; yfirsýn yfir sviðið en í sjónarmiðju eru
pilturinn Ágúst og Loftur Sveinsson Keld-
hverfingur, einn hinna hjartahreinu ungu
manna í sögum höfundarins sem grimmd
heimsins verður að falli. Lýsingar þessarar
sögu eru skýrar og glöggar, rauntrúar eins
og höfundar er háttur; ég nefni kafla sem
segir frá vetrarakstri yfir Öxnadalsheiði,
þar stendur sá að verki sem þekkir efni
sitt út í hörgul og er fullfær um að gefa
lesandanum tilfinningu fyrir því.
í síðustu skáldsögunni, Keimur af sumri
(1987), er Indriði enn kominn heim í sveit
æsku sinnar fyrir stríð. Þetta er að vísu
ekki veigamikil saga, en afar léttilega skrif-
uð, af hlýrri kímni, og lýsir aldarbrag, hugs-
unarhætti og hátterni fólks á þeim tíma
einkar vel, vinnubrögðum, skemmtunum,
1 ástalifí, - að ógleymdum alþingiskosning-
um í sveitakjördæmi og því sem slíku fylgdi
fyrr á tíð. í því og fleiru hefur hún heim-
ildargildi eins og aðrar sögur höfundarins.
Frásögnin af drengnum Össa er kvika sög-
unnar og bætir nýjum drætti í sagnaheim
Indriða. Þessi saga verðskuldar, eins og
Unglingsvetur, meiri athygli en hún hefur
fengið.
Staðreyndir Og Ljóðrænt
Raunsæi
Indriði G. Þorsteinsson er raunsæishöf-
undur, hefur sjálfur litið svo á og aðrir sem
um hann fjalla skilgreina hann á þá lund.
Hann segist vera að vissu leyti skáldskapar-
, legur sagnfræðingur og byggja sögur sínar
á staðreyndum. „Mig hefur aldrei langað
til að búa til einkalegan reynsluheim enda
hata ég fantasíu,“ segir hann í þætti sem
Matthías Viðar Sæmundsson skrifar eftir
honum í bókinni Stríð og söngur. „Hún er
ósönn og skortir almennt gildi. Ég hata líka
uppskrúfaðan flæðistíl. Skáldskapur á sér
ekki lífsvon í huga lesenda ef allt er sagt
og meira til. Við höfum átt marga höfunda
sem eru þrungnir af svo mikilli andagift
að verk þeirra skjálfa í höndum manns.
Þessi verk hafa ekki lifað. Sá skáldskapur
sem lifir fjallar um raunverulegt líf fólks.
Hann er ekkert fimbulfamb heldur gerist
hann af sjálfu sér vegna innri nauðsynjar."
Þannig lítur Indriði á sagnagerðina og
hann hefur í verkum sínum fylgt þessu sjón-
armiði eftir. En hvers konar raunsæishöf-
undur er hann? Greinilega er hann ekki
sósíalrealisti, aðfinnslur manna að sögu eins
og Landi og sonum beindust ekki síst að
því að þjóðfélagsmyndin væri ekki nægilega
glögg, félagsleg rök brottflutnings úr sveit-
inni kæmu ekki nógu skýrt fram. Ég myndi
vilja kenna Indriða G. Þorsteinsson við ljóð-
rænt raunsæi. Sumir samtíðarmenn hans
meðal sagnaskálda sneru baki við raunsæis-
hefðinni og brutust undan hinu klassíska
söguformi. Það gerir Indriði ekki, en hann
kemur engu að síður með nýtt sjónarhom
inn í íslenska sagnagerð.
Stíll Indriða er, eins og hér hefur komið
fram, sjónrænn og bundinn upplifun ein-
staklingsins sem höfundur miðlar af svalri
hlutlægni; aðeins Sjötíu og níu af stöðinni
er fyrstu persónu frásögn. Sögur hans
hverfast um sjálfar sig. Þær eru ekki út-
leggingar af einu eða neinu, ekki heldur
texti til útleggingar; höfundur er laus við
að prédika. Og þetta er raunar veruleg
nýlunda miðað við eldri höfunda. Erindi
höfundarins við lesendur, „boðskapurinn",
felst í hinum áþreifanlega efniviði, - form
og inntak mynda órofa heild. í sögumann-
sviðhorfi Indriða er fólgið hið persónulega
framlag hans til íslenskrar sagnagerðar. í
raun stendur hann sem höfundur á milli
hefðbundinnar raunsæisstefnu og mód-
ernískrar sagnaritunar.
Mér er nær að halda að sögur Indriða
G. Þorsteinssonar muni verða því meira
metnar sem lengra líður og sérstaða hans
verður mönnum ljósari. Það er blátt áfram
nægilegt hald í sögum hans, þær eru slit-
sterkar af því að þær eru rauntrúar, sönn
mynd síns tíma, skrifaðar af listfengi og
hafa í sér fólgna ósvikna persónulega lifun.
- Ein sögupersónan í Unglingsvetri er Jón
Aðalsteinn Bekkmann, „menningarmaður“
sem býr í húsi foreldra Ágústs Ásmundsson-
ar og þýðir heimsbókmenntir. Kynni piltsins
af honum skipta miklu máli fyrir þroska
hans. Ekki fer milli mála að efniviðinn í
þessa persónu hefur Stefán Bjarman lagt
höfundinum til, maðurinn sem þýddi Stein-
beck, Hemingway og loks Hamsun af mik-
ill kúnst, og leiddi Indriða ungan til skiln-
ings á skáldskap.
Nokkru áður en Indriði gaf út Unglings-
vetur sendi hann þessum lærimeistara sin-
um afmæliskveðju áttræðum. Þar er að
finna orð sem hnykkja með sinni minnilegu
myndlíkingu á þeim skoðunum sem hann
lýsti síðar fyrir Matthíasi Viðari. - Indriði
segir að þeir munu fáir sem taka jafn skyn-
samlega á byijendaverkum og eru fyllri af
fyrirgefningu en Stefán, sjái hann á annað
borð einhvem mannsþrótt bak við klaufa-
skapinn. „Og þá er maður einmitt kominn
að því orði sem mest er einkennandi fyrir
skaphöfn Stefáns Bjarman og líf hans allt,
eins og ég þekki það, en það er mannsþrótt-
urinn - þessi stælti hugur og þetta víllausa
geð. Bókmenntir eru ekki skrifaðar af kisul-
órum, pempíum, stælgæjum og fmssandi
egóistum, heldur fólki sem hefur lifað
hættulega og lifað það af, fólki sem leitar
sig þreytt að viðeigandi orðum og setning-
um, og minnist hvers einstaks atviks eins
og vörðubrots í blindhríð. Þær em skrifaðar
af fólki sem þreytir látlausa glímu við sann-
leikann í framsetningunni, sannleika hvers
orðs og sannleika heilla bóka.“
Hér verður ekki rætt um önnur skáldrit
Indriða G. Þorsteinssonar en sögur hans.
Hann hefur líka samið leikritið Húðir
Svignaskarðs, um Snorra Sturluson (1988)
og gefið út ljóðabókina Dagbók um veginn
(1973, 2. útg. aukin 1982). Sú bók geymir
reyndar skemmtilegan þátt í höfundarverki
Indriða og segir ýmislegt um lífsreynslu
hans og hugsunarhátt. Þar er að finna ljóð
sem ber nafn af annarri starartegund en
þeirri sem fyrst gerði höfundinn frægan;
það heitir ísastör. Niðurlagserindið kemur
vel heim við það sem fyrr var rakið um
stöðu Indriða meðal sagnaskálda og sýn
hans á skáldskap og veruleika:
Þótt froða málrófsins flæði um bakka og rinda
og felli þau grös sem þola ekki minnsta gjóst
mun ísastörin sér una í nauði vinda
alin sem fyrr við svellað jarðarbijóst.
HEIMILDIR: Fyrir utan bækur I.G.Þ. er vísað til
þessara rita: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Bók-
menntagreinar. Einar Bragi bjó til prentunar. Reykja-
vik, 1971. Hallberg Hallmundsson: Skafl beygjattu
skalli. Um Indriða G. Þorsteinsson og skáldverk hans.
Formáli að 79 af stöðinni. (Ritsafn) Reykjavík, 1992.
Indriði G. Þorsteinsson: Áttræður: Stefán Bjarman.
íslendingaþættir Tímans 10. janúar 1974. Matthías
Viðar Sæmundsson: Stríð ogsöngur, Reykjavík, 1985.
Steingrimur Sigurðsson: Um 79 af stöðinni og „múg-
rænu I íslenskri sögugerð“. Stefnir 1955. Valgeir Sig-
urðsson: Um margt að spjalla. 15 viðtalsþættir. Akur-
eyri, 1978. Vésteinn Ólason: Frá uppreisn til aftur-
halds. Breytingar á heimsmynd í sögum Indriða G.
Þorsteinssonar. Skímir 1981. Þórarinn Guðnason:
Rösklega skrifuð saga. Ritdómur um 79 af stöðinni.
Nýtt Helgafell 1956. /
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Eitt af því sem vakið getur með oss
ólærðum nokkra forvitni er orðið
bakhjarl. Hvernig er það til kom-
ið? Hver er upprunaleg merking
þess? Hvernig er það hugsað?
í orðabók Sigfúsar Blöndals standa orð-
myndirnar bakhjall, bakhjallur, bakhjarl
og bakjarl sem mismunandi ritháttur eða
samheiti í merkingunni „stoð eða viðhald að
baki“ og „stuðningur eða stuðningsmaður
að baki“. Þar eru orðin hjallur og jarl til-
greind í alkunnum merkingum sínum, en
orðið hjall er þar hvergi. Hins vegar er hjarl
sagt vera hvorugkyns orð og merkja „land“,
en auðkennt sem skáldamál, enda mun það
einungis þekkt úr fornum kveðskap.
I orðabók Árna Böðvarssonar eru þessar
sömu orðmyndir allar á sínum stað; en þar
er einnig tilgreindur sérstaklega orðliðurinn
-hjarl, sem sagður er karlkyns í samsetning-
unni bakhjarl, en merkingar hans er ekki
getið.
í Fritzners-orðabók er einungis karlkyns-
orð bakjarl og sagt merkja „árás aftan frá“
samkvæmt dæmum. Þar er hjallr í venjuleg-
um merkingum, en hjarl er ekki þar að finna.
í útgáfu Finns Jónssonar af Lexicon po-
eticum er hvorugkynsorðið hjarl einungis
sagt merkja „land“, svo sem öll dæmi sýna;
en bakhjarl er þar ekki í neinni mynd. Og
í Orðakveri sínu hefur Finnur einungis orð-
myndina bakhjallur og lýsir merkingunni
sem steini eða annarri upphækkun undir
vogstöng. Þar bætir hann því við, að bak-
jarl sé „alveg rangt orð og til orðið af mis-
skilningi“.
Halldór Halldórsson hefur í tveimur útgáf-
um Stafsetningarorðabókar sinnar einung-
is orðmyndina bakhjallur og skýrir hana á
líkan hátt og Finnur. En í 3. útgáfu bætir
hann við myndunum bakhjarl og bakjarl,
sem hann kallar fornmál. Hann telur að
bakjarl muni vera upprunalegast og merkja
„stuðningsmaður að baki“.
Alexander Jóhannesson (Islándisches ety-
mologisches Wörterbuch) kveður bakjarl
hafa að fomu merkt fjandmann, sem heijar
aftan frá, en merkja hins vegar í nútíma-
íslenzku fylgismann, sem veitir bakvörn; og
hann tilgreinir sem ritháttarmyndir: bak-
hjall, bakhjallr og bakhjarl, en hafnar skýr-
ingu Finns Jónssonar, þeirri sem getið var
hér á undan. Alexander segir jarl vera göfug-
an mann sem standi konungi næstur.
Ásgeir Blöndal Magnússon tilfærir í Orðs-
ifjabók sinni orðin bakjarl, bakhjarl og
bakhjallur og skýrir þau á líkan hátt og
Finnur, en getur þess, að í fornu máli virðist
viðliðurinn stundum vera tengdur við jarl
sem tignarheiti. Hann kveður orðið hjarl
vera hvorugkyns og merkja „land, land-
svæði" en uppruna óvissan.
Þegar á allt er litið, virðist orðliðurinn
hjarl naumast eiga annars úrkosti en vera
hvorugkyns og merkja „land“. Heldur virðist
það koma sér illa fyrir orðið bakhjarl, sem
er karlkyns og getur báglega notfært sér
merkinguna „land“, því naumast er orðið
bakhjarl haft í annarri merkingu en „stuðn-
ingsmaður að baki“.
Þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé of-
rausn að stafsetja bakhjarl með h-i, sem
virðist svipta orðið allri merkingar-fótfestu.
í framburði gat bakjarl hæglega breytzt í
bakhjarl, sem síðan kunni að festast í máli
og geta af sér fyrir eins konar þjóðskýringu
orðmyndina bakhjall eða -hjallur. Orðið jarl,
sem er fornt tignarheiti, merkir auka þess
samkvæmt Árna-bók m.a. „(ráðríkur) valda-
maður“.
Skyldi jarl ekki upphaflega merkja: hinn
athafnasami, skylt nafnorðinu erill (samkv.
Árna-bók m.a. sífellt starf; ákafi) og sögn-
inni að erla (starfa, vera sívinnandi)? Óklof-
in rótin kemur einnig fram í nafninu Erling-
ur, sem merkir afkomandi jarls.
Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið
ættí bakjarl að teljast eðlilega myndað orð,
óháð öðrum orðmyndum, og merkja: dugn-
aðar-garpur, sem gott er að eiga að baki, eða
í bakvörn. Markar-Björn þóttist vera Kára
traustur bakjarl. Þetta orð væri sambærilegt
við ofjarl, sem merkir samkv. Árna-bók: „sá
sem er öðrum rneiri". Það orð var hins vegar
ekki í neinni breytingarhættu.
Ætli niðurstaðan geti ekki orðið sú, að
um tvö orð sé að ræða, skyld eða óskyld,
bakhjarl og bakjarl? Uppruni hins fyrra er
á huldu, en ef til vill er það til orðið úr hinu
síðara sakir nauðalíks framburðar, og hafa
þá fyrir misskilning komið fram rithátt-
armyndirnar bakhjall og bakhjallur; enda
var bakhjarl óskiljanlegt, en gat orðið líkt
orðinu bakhjall í framburði.
En nú er mál, og þó fyrr hefði verið, að
huga að því sem síðast er fram komið um
þetta atriði. Fyrir skömmu kom út einstak-
lega þarfleg bók, Réttritunarbók handa
grunnskólum. Ritstjóri hennar er forstöðu-
maður íslenzkrar málstöðvar, Baldur Jónsson
prófessor. Bók þessi sýnir eigi aðeins skyld-
leik orða sem skýrir stafsetningu þegar svo
ber undir, heldur einnig orðbeygingu hvenær
sem þurfa þykir. Að sjálfsögðu stendur þó
íjöldi orða án allra athugasemda, aðeins með
réttri stafsetningu. Af orðum þeim og orð-
myndum, sem hér hafa verið til umræðu,
stendur í þessari bók einungis bakhjarl.
Þannig er sýndur sá ritháttur þess orðs, sem
nú er réttur talinn. Orðið bakjarl á hins
vegar ekki erindi í réttritunarorðabók, þar
eð stafsetning þess er efalaus.
Ástæðan til þessara hugleiðinga er víst
einkum sú, að undirritaður hefur ævinlega
sagt og skrifað bakjarl og fengið bágt fyrir.
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI
Sonnetta
Kvöl og sæla kallast löngum á
er kvikur stormur blæs um glugga og dyr.
Er heimurmn á flótta? Þú spyrð ég spyr
og spurningin er óðar flogin hjá.
Þú lifir hér við leiki eða störf
og lætur sem þú vitir hvert þú ferð.
Við mannabörn við erum svona gerð
því veldur einhver sérkennileg þörf.
Það breytist allt en stendur ekki í stað
og steinninn sem þú treystir molnar burt.
Að hausti fölnar heimsins dýra jurt
og heiminum er oftast sama um það.
En vitundin um það sem var og er
verður alltaf hluti af sjálfum þér.
Höfundurinn er skáld í Reykjavik.
6