Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Side 5
sjálfan mig: Þreyta er sjálfsblekking. Og ég held það sé rétt.“ „En draumurinn, Kaldal?“ „Draumurinn. Þú hefur kannski engan áhuga á íþróttum?“ „Jú, ég get geymt mér drauminn. Segðu mér þá frá víðavangshlaupinu." „Ég æfði leikfimi hjá IR, þegar ég kom til Reykjavíkur, og sá oft út um gluggann, þegar þeir voru að leggja af stað til að æfa fyrir víðavangshlaupið. Ég fékk ákafa löngun til að hlaupa með þeim á síðustu æfingunni fyrir sumardaginn fyrsta. Það var sunnudag- ur, gott veður og ég í ágætu skapi. Þeir Benedikt Waage og Helgi frá Brennu sögðu að mér væri ekki of gott að spreyta mig. Þarna voru engir smákarlar á ferðinni. Einar Pétursson, bróðir Siguijóns, nýkominn frá Englandi, þar sem hann hafði æft víðavangs- hlaup, var einn þátttakenda. Svo lögðum við af stað. Mér þótti þetta ákaflega skemmtilegt. Við hlupum niður Bókhlöðustíg, eftir Vonarstræti, Tjarnargötu, suður Mela og beygðum svo yfir mýrina í áttina að Briemsfjósi við Laufásveg og loks að grindunum hjá menntaskólahúsinu. Við höfðum lagt af stað frá leikfimishúsinu þar. Þegar við komum á Laufásveginn, erum við Einar hnífjafnir og einn sprettur það sem eftir er niður allan Laufásveginn, en ég var sjónarmun á undan að grindunum. Þetta var nóg til þess, að þeir vildu að ég tæki þátt í víðavangshlaupinu næsta fimmtu- dag, en ég vildi það helzt ekki, lét þó undan þeim að lokum. En ég sá eftir því föstudag- inn eftir hlaupið. Þá var ég með svo miklar harðsperrur að ég mátti í hvoruga löppina stíga.“ Ég spurði Kaldal um lokasprettinn, sem hann hafði minnzt á. „Þjálfari minn, sá bezti sem ég hafði og lærði mest af, Svíinn Kreigsman, var sérfræð- ingur í lokaspretti og kenndi mér hvernig maður ætti að taka hann. Það er mjög auð- velt, en krefst þó mikillar þjálfunar. Tökuni dæmi: Tveir hlauparar fara samsíða með sömu skreflengd og fylgjast alveg að á góðum hraða. Sá sem kann á lokasprettinn styttir allt í einu skrefið, t.d. um helming, og kast- ast þá fram af hraðanum af því að hann er kominn í spretthlauparastellingu, en verður að gæta þess vandlega að taka strax við með hinum fætinum til að detta ekki fram yfir sig. Þessum hraða heldur hann svo, eða eyk- ur eftir vild. Allt þetta verður hann að gera á réttu augnabliki og svo snöggt að keppi- nauturinn átti sig ekki á því, fyrr en hann hefur fengið gott forskot, t.d. 10 metra. Þetta dregur þá oft kjark úr keppinautinum, og þá er galdurinn ekki annar en að halda hrað- anum. Hlauparinn má vara sig á að spenna sig, þá stirðnar hann og nær ekki fullri ferð. Hann verður að halda mýktinni um mjaðmirn- ar til að ná sem beztum árangri. Þetta reynd- ist mér vel. Gunder Hágg, einn mesti hlaup- ari sem uppi hefur verið, var einhveiju sinni beðinn að koma til Ameríku og keppa þar, þá var hann orðinn heimsfrægur, en áður en hann fór í Ameríkuferðina hélt hann til Kreigsmans og lærði af honum lokasprett." Svo skrapp Kaldal fram og sagði, eins og til að hrista mig af sér: „Heldurðu ekki að við séum nú komnir á lokasprettinn?" „Draumurinn er eftir,“ sagði ég. „Æ — já.“ Og þegar hann kom inn aftur, sagði hann mér drauminn. EG VANN hjá Elfeld í Kaup- mannahöfn. Hann var helzti ljósmyndari Danmerkur. Hann hafði verkstæði í Östergade 25, og var ég hjá honum í fjögur eða fimm ár. Þar kynntist ég langfærasta ljósmyndara, sem ég hef enn rekizt á, Svía sem hét Johansson, ég veit ekki hvort hann er lífs eða liðinn. Svo er það, að ég kem frá keppni í Árósum á mánudagsmorgni, en þá um kvöldið átti að leika 9. sinfóníu Beethovens í Oddfellow- höllinni. Við Pálmi Hannesson fórum á alla konserta sem við gátum, og stundum fór ég fjórum sinnum í sömu vikunni á tónleika hjá sama listamanninum. Ég fer beint í vinnuna hjá Elfeld. Þá segir Johansson mér að það sé uppselt á tónleik- ana og ég fái enga miða. Ég hleyp út til Vilhelm Hansens, sem seldi aðgöngumiða og margir kannast við frá þessum árum í Kaup- mannahöfn. Þegar ég geng inn í afgreiðslu- salinn, sé ég, að ein af afgreiðslustúlkunum brosir til mín. Ég var vonlítill, en geng auð- mjúkur til hennar og spyr, hvort hún geti ekki útvegað mér eitt sæti. Hún brosir, fer niður í skúffuna, sækir þangað miðann og segir: „Ég bjóst við að þér munduð koma eins og vant er og þess vegna geymdi ég handa yður miða.“ Ég þakkaði henni fyrir og fór á tónleikana. Ég hafði aldrei heyrt 9. sinfóníuna áður. Ég varð yfir mig hrifinn. Gleðin og hrifning- in hrísluðust um mig. En þegar ég kom út, varð ég fyrir miklum vonbrigðum með sjálfan mig, því að ég mundi ekkert úr verkinu og gat ekki farið með nokkra nótu. Vegna þess- ara vonbrigða fór ég í langan göngutúr út á Löngulínu og svo heim í Rörholmsgötu 23, við Vötnin. Háttaði og sofnaði von bráðar. En þá byijar ballið: Mig dreymir að ég er niðri í Oddfellow-höllinni. Salurinn er troðfull- ur af fólki. Hljómsveitin á sínum stað, en ég í kjól og hvítt með taktstokkinn í hendinni og er að stjórna 9. sinfóníunni. Ég er ekkert smeykur og hugsa með sjálfum mér: Nú skal ég láta fólkið finna fyrir þessu! Ég stjórna svo öllu verkinu í draumnum um nóttina, og um morguninn þegar ég vakna get ég raulað margt úr sinfóníunni, þar á meðal Sönginn til gleðinnar og ýmislegt fleira, sem ég lærði um nóttina. Og alltaf hefur mér fundizt að ég hafi stjórnað 9. sin- fóníunni þessa nótt. En svo hef ég oft lent í hneykslismálum í draumum, þegar ég hef verið kominn upp á stjórnpallinn, áheyrendurnir byijaðir að klappa - en uppgötva þá allt í einu, að ég kann ekkert fyrir mér, og lamast. Þá er gott að vakna.“ Hann þurrkar af sér svitann. „Af hveiju heldurðu að þetta hafi stafað, Kaldal? Af því að þú vildir verða tónlistarmað- ur?“ „Já, ég hefði viljað það þá. En núna væri skynsemin allri slíkri löngun yfirsterkari. Ég heyrði stóra hljómsveit í fyrsta skipti í Tívolí, skömmu eftir að ég kom fyrst til Kaupmannahafnar. Það var 1. maí 1918. Ég gekk eftir Strikinu frá Kóngsins nýja torgi að Ráðhúsplássinu, og þá gerði úrhellisrign- ingu, svo að ég hrökklaðist. inn til Koph, sem manninn bak við grímuna LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.