Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Qupperneq 7
LOFTBOLAIHALLAMALIÐ HALLAMAUÐ (The Spirit Level, útg. Faber 1996) er nýjasta ljóðabók Sea- mus Heaneys Nóbels- skálds og sú fyrsta sem kemur út eftir verðlauna- veitinguna í fyrra. Fimm ár eru á milli nýju bókar- innar og Seeing Things sem ásamt The Haw Lantern frá 1987 átti eflaust sinn þátt í því að hann fékk Nóbelsverðlaunin. Reyndar má segja að ferill skáldsins frá Death of a Naturalist, 1966, hafi fljólega fest hann í sessi sem eitt helsta skáld ensku- mælandi þjóða, en Heaney er fæddur í Derry- héraði á Norður-írlandi 1939. Heaney býr nú í Dublin. Á árunum 1989-94 var hann prófessor í ljóðlist við Oxfordháskóla og hef- ur einnig kennt lengi við bandaríska háskóla. Daglegt lif i óvœntu Ijósi Ljóðin í Hallamálinu eru sum löng frásagn- arkvæði eins og Heaney yrkir stundum, önn- ur eru fáeinar línur. Bernska og uppruni eru áberandi. Sjónarhorn Heaneys eru óvenjuleg og hann yrkir oft um það sem engum dettur í hug að yrkja um. í fyrirlestri sem birtist í ritgerða- og fyrirlestrasafninu The Govern- ment of the Tongue víkur hann að mikilvægi ljóða skáldsins Patricks Kavanaghs (1905-67) sem var líka íri. Hversdagsleg yrkisefni Kavanaghs eða öllu heldur hvernig hann sá daglegt líf í óvæntu ljósi orkaði snemma á Heaney og gerði hann sáttari við ljóðlistina. Hefðbundinn hátíðleiki getur drep- ið niður vilja manna til að yrkja eða jafnvel lesa ljóð, en að breyta daglegu tali í ljóðmál og yrkja um það sem er hluti daglega lífsins getur fært menn nær ljóðinu. Ljóðið er þá ekki einkamál hástemmdra og lærðra manna heldur á það erindi við fleiri: „Ég uppgötvaði afrækta þætti daglega lífsins“, skrifar Hean- ey um gildi Kavanaghs. Gagnrýnandi Times Literary Supplement bendir á að í Hallamálinu noti hann djarf- legri orð en hann hefur tíðkað áður, orð eins og „piss“, „shite“, „fuck“, „fucked", „cunt“ og „balled", en þó með viðeigandi grófleika. Hlutur formsins mikill Eins og helsti þýðandi Heaneys, Karl Guð- mundsson, hefur orðað það við undirritaðan er Heaney maður formsins, „mikill formmað- ur“. Það er einatt formlegur grunnur í ljóðlín- unum, til dæmis pentameter, fimm öfugir tvíliðir sem hann þó bindur sig ekki alveg við. Tollund-ljóðið I Hallamáli er reglulegur pentameter. I lengri ljóðunum byggir skáldið oft á pentameter og víða eins konar hálfrími („over, slaver, reaver"), sérhljóða- og sam- Seamus Heaney var staddur á Grikldandi daginn sem tilkynnt var í Stokkhólmi aó hann hlyti Nóbels- verólaun fyrir bókmenntir 1995 JÓHANN HJALM- ARSSON segir frá vióbrögóum skáldsins þegar sonur hans sagói honum tíóindin í síma. Einnig seg- ir frá fyrsta Ijóóinu sem Heaney orti eftir veitinguna. SEAMUS Heaney. Andinn kom yfir hann í lest á leið til jarðarfarar. hljóðarími eða venjulegu rími (,joy, Troy, truck, muck“). Dæmi eru um „hljóðaleik" eins og Karl Guðmundsson orðar það,- en hann segir líka um ljóðin í bókinni yfirleitt: „Það eru mörg fylgsni í þessu.“ „Hver lína verður listræn nautn út af fyr- ir sig ein sér“, bætir Karl við og einnig: „Hann leikur sér með málið og setur skrýtna hluti saman: „as time fastforwards meðan tíminn hraðframvinnst...““ Karl telur mörg ljóðin úrvinnslu á því sem Heaney hefur verið áður með, en leggur líka áherslu á klassísk áhrif sem geti stafað af því að Heaney þýddi Dante og útlagði leikrit eftir Sófókles, Philoctetes sem hann kallar The Cure of Troy. Mikið ljóð í Hallamálinu, Myccenea Lookout, byggir á Agamemn'on eftir Æskilos. Verólaunin og fylgifiskur þeirra Heaney var á ferðalagi á Grikklandi ásamt konu sinni og tveimur vinum þegar fréttin barst út um Nóbelsverðlaun honum til handa. Eftir hádegisverð og síðan gott bað hringdi Heaney heim og sonur hans svaraði. Hann kvaðst vera stoltur og Heaney sagði: „Um hvað ertu að tala núna?“ Svarið var: „Þú hefur fengið Nóbelsverðlaunin." Heaney kall- aði á konuna og sagði við soninn: „Þú ættir frekar að segja mömmu þinni þetta.“ Heaney kveðst strax hafa fundið það á sér að hann gæti það ekki: „Sérhver setning með orðunum „fengið Nóbelsverðlaunin" hljómaði betur í þriðju persónu eða annarri." Það er oft sagt að rithöfundar skrifi ekk- ert gágnlegt eftir að þeir hafa fengið Nóbels- verðlaun. Þetta hefur eflaust haldið vöku fyrir Heaney. Tíu dögum eftir vitneskjuna um Nóbelsverðlaunin sat hann í lest á leið- inni til Derry að fylgja frænku sinni til graf- ar. í lestinni orti hann „lítið ljóð“ og eigin viðbrögðum á eftir lýsir hann svo: „Eg var alsæll, sloppinn." Hreióurgeró i lófa dýrlings Seamus Heaney talar í blaðaviðtali (The Guardian 30. apríl) um tvenns konar ljóð. Sum koma alsköpuð, önnur láta bíða eftir sér, nálgast hægt. Skáldið veit af þeim, að þau eru einhvers staðar nærri en til að höndla þau þarf að ieggja á sig mikla vinnu. Mörg ljóða Heaneys eiga upptök sín í því sem felst í íhugunum skáldsins um bernsku sína, eins og hann segir sjálfur (Sófi á fjórða áratugnum, Ströndin). í Ströndinni (sjá að neðan) er punktalínan eftir staf pabba eitt af því sem ekki máist út, minningin lifir þrátt fyrir aðfallið sem má hugsa sér m.a. sem ásókn dauða og tortímingar. Af mörgu er að taka í Hallamáli. Eitt ljóð- anna sem fjallar um heilagan Kevin og svart- þröst er áhrifamikið og segir töluvert um vinnubrögð Heaneys og myndsköpun. í ljóð- inu biðst Kevin fyrir í klefa sínum. Hann réttir út armana en klefinn er svo þröngur að önnur höndin með lófann upp nær út um gluggann. Svartþröstur gerir sér þar hreiður og verpir. Samkennd dýrlingsins vaknar og hann gerir sér ljóst að hann þarf að halda hendinni út líkt og grein vikum saman og jafnt í sól sem regni. Það er undir lesandanum komið hvemig hann ræður ljóðið, „skilur" það. Er það trúar- legt eða um manninn og náttúruna sem eru eitt þegar Kevin gleymir sjálfum sér og fugl- inum og jafnvel nafni árinnar þar sem hann stendur á bakkanum? Ljóðið er vissulega „hugsýn" með orðum skáldsins, en bænin hljóðar svo: „Að strita og kreíjast einskis." Trúarlegar skírskotanir hins kaþólska Heaneys eru á nokkrum stöð- um í Hallamáli. Heilagur Frans og hin mann- lega og mjúka guðfræði hans og mildilega boðun em skáldinu ofarlega í huga og æski- leg fyrirmynd. Að finna nýja loftbólu í hallamálið er ekki svo auðvelt. En eigum við ekki að segja að Seamus Heaney komist langleiðina í þeim efnum, ekki síst þegar gripið er til skáld- legra hrekkja. ÞRJÚ LJÓÐ EFTIR SEAMUS HEANEY Viðvik „Hlauptu nú, sonur, eins ogút úrbáli ogbiddu mömmu, ískyndi að finna mér nýja loftbólu ’ íhallamálið ognýjan hnút á þetta bindi. “ Samt held ég hann hafi glaðzt að éggafmig ekki en stóð á mínu keikur með brosi sem trompaði bros hans og vika-hrekki og beið eftir næsta leik. Ströndin Punktalínan eftir eskistaf pabba um Sandhólaströnd er enn eitt það sem aldan máir ekki. Eftirskrift Og láta verða af því einhvern tíma að aka vest’r í Clare, um Helluströnd, í septem- eða október, er kul og birta hækka hvort hjá öðru gildin svo, að á aðra hlið er hafið ótt í löðri og bliki, en inn til urðarlands er flötur hellugrár á lóni lýstur af leiftri svanaflokks er niður slær, fjöðrum í hrófli hraflað, hvítt á hvítt, fullvaxin höfuð, harðhaussleg og stolt, vængfalin, reist, eða oní vatni í önn. Vonlaust að ætla sér að stanza og stara og festa sýn. Ert hvorki hér né þar, flýtir, sem þekkt og framandlegt fer gegnum, er stór mjúk sveiphögg haefa vagn frá hlið og grípa hjartað grandlaust, slá því opnu. Ljóðin eru úr The Spirit Level (Hallamálið), 1996. Karl Guðmundsson þýddi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31.ÁGÚST1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.