Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Síða 9
»#$ÍK*4Í pouce. rr Á HVERJUM degi fæst fjöldi sérfræðinga á safninu við að skilgreina hvað er list og hvað ekki. Myndin er tekin í Orangerie safninu í París. um flokkunaraðferðir og forvörslu listaverka var gefið út í byrjun aldarinnar, Museographia, eftir þýska listaverkasalann N.C. Neickel. Á átjándu öld voru verk höfunda þannig ekki aðeins bergmál af orði og táknum guðs heldur urðu þau eftirsótt eign, þau urðu mark- aðsvara. Menn voru ekki fyrst og fremst að mála guði til dýrðar, eins og á miðöldum, held- ur fékk listin veraidlegt gildi, hún öðlaðist verð- gildi í hinu kapítalíska hlutakerfi sem var í hraðri þróun, í kerfi þar sem sjálfsmynd manns- ins mótast fyrst og fremst af hlutunum sem hann safnar í kringum sig, hlutunum í eigu hans. Dauói listamannsins Listasöfn hafa gegnt margvíslegum hlut- verkum í gegnum tíðina. Mikilvægustu og göf- ugustu hlutverk þeirra eru ef til vill að varð- veita listina og fræða almenning um hana. Listasafnið hefur þannig átt að vera eins konar þjónustustofnun. Það hefur hins vegar orðið mun fyrirferðarmeira en svo; listasafnið hefur orðið möndull listheimsins, ekki listamaðurinn eða listin sjálf eins og flestir myndu ætla. Lista- safnið er voldugasta valdastofnunin í heimi list- anna; það velur og hafnar, það ákveður hvað skal teljast list, hver skal teijast listamaður, það mótar hugmyndir okkar um listasöguna og hefur töiuvert um framtíð listarinnar að segja einnig. Eitt umfangsmesta listasafn heims er vafalít- ið Metropolitan safnið í New York, stofnað árið 1870. Rúmlega tvær milljónir listaverka eru varðveittar þar á 660.000 fermetra svæði. List frá öllum heimsálfum er í safninu og hún spannar sögu síðustu 5000 ára. Safnið skiptist í 17 deildir og eru margar þeirra einstakar í sinni röð; egypska deildin inniheldur 36.000 verk og er sú stærsta sinnar tegundar utan Kairó, islamska deildin á sér engan lika í heim- inum og leitun er á öðru eins safni evrópskra málverka sem eru ríflega 3.000 talsins í Metro- politan safninu. Vitanlega þarf mikið starfslið til að annast þetta gríðarstóra safn en í því vinna um 1.700 fastráðnir starfsmenn og um 500 sjálfboðaliðar. Vinsældir safnsins eru líka miklar en það sækja rúmlega 4,5 milljónir manna á ári. Sérstök fræðslunámskeið í safn- inu sækja um 350.000 manns á ári, bæði al- mennir safngestir, nemendur úr grunn-, fram- halds- og háskólum og kennarar. Sá sem ætlar að heimsækja Metropolitan safnið i fyrsta sinn hlýtur að vera fullur eftir- væntingar, en eftirvæntingin kann að breytast í vonbrigði eða hreina örvæntingu fari hann ekki með réttu hugarfari og vel búinn undir fáránlega ofgnótt safnsins. Þannig getur það aðeins verið ijarstæðukenndur draumur að ætla sér að fá einhverja yfirsýn yfir safnið í fyrstu heimsókninni. Skynsamlegast er að kynna sér vel skipulag þess og setja sér eitt- hvert markmið áður en haldið er inn í það, svo sem eins og að skoða málverk eftir Monet eða Van Gogh, persnesk teppi eða nígeríska brons- skúlptúra, vopn frá fimmtándu öld, fatnað frá sextándu öld, japanska veflist frá sautjándu öld, frönsk húsgögn frá átjándu öld, orgel frá þeirri nítjándu eða bandarísk samtímamálverk. Allar tilraunir til þess að skoða allt safnið í fyrstu ferð hljóta að mistakast; skynfærin of- mettast fyrr en varir og verkin taka að renna hjá eins og auglýsingaskilti á hraðbraut í ör- vona leit manns að útgangi. Metropolitan safn- ið getur hæglega breyst í skrímsli við slíkar aðstæður þótt það sé allajafna fallegt og vin- gjarnlegt á að líta. Það er í heimsókn á safn eins og þetta sem maður gerir sér grein fyrir valdinu sem lista- söfn búa yfir. Umfangið er svo gríðarlegt að eftir hálfan dag í safninu gæti maður enn ver- ið að skoða sverð frá þrettándu öld. Tölur geta gefið betri mynd af umfangi og valdastöðu lista- stofnunar af þessu tagi. Samkvæmt ársreikn- ingi Metropolitan safnsins starfsárið júlí 1994 til júní 1995 námu eignir þess um 57,9 milljörð- um ísl. kr. en inni í þeirri tölu eru listaverka- eign og aðalbygging safnsins ekki falin. Rekstr- arkostnaður þetta ár var 6,9 milljarðar ísl. kr. en þar af var um 726 miiljónum ísl. kr. varið til listaverkakaupa. Rekstur safnsins þetta starfsár skilaði 36 miiljóna króna hagnaði. Og það, er augljóst að safnið kaupir aðeins það sem er „þess vert“ að vera geymt í sölum þess; það er ekkert í safninu sem „á ekki skil- ið“ að vera þar. Til að koma í veg fyrir að „mistök" séu gerð í vali á listaverkum til kaupa hefur safnið á að skipa miklum frjölda vel mennt- aðra og hæfra listfræðinga og sérfræðinga. Á deild evrópskra málverka starfa til dæmis 25 manns, þar af fimm sem bera titilinn kúrator, eða safnstjóri, og sex sem fást við rannsóknir, hinir sjá um stjórnun deildarinnar, eru forverð- ir eða aðrir tæknimenn og aðstoðarfólk á ýms- um sviðum. Til merkis um rannsóknarstarfsemi í Metropolitan safninu má geta þess að um þijú hundruð bókatitlar eru gefnir út þar á hveiju ári. Á hveijum degi fæst því fjöldi manns á safn- inu við að skilgreina hvað er list og hvað ekki. ntOMTHfi SIWMRI FAMHV COU.W'ÍION Wmslow ■ . ■ m EITT umfangsmesta listasafn heims er vafalítið Metropolitan safnið í New York. Rúmlega tvær milljónir listaverka eru varðveittar þar á 660.000 fermetra svæði. Umfangið er svo gríðarlegt að eftir hálfan dag í safninu gæti maður enn verið að skoða sverð frá þrettándu öld. TILURÐ LISTASAFNSINS, HLUTVERK OG VALD Listasafnió eins og við þekkjum það í dag varð til ó átjándu öld í k jölfar mikilla hugsunarsögulegra og samfélagslegra breytinga. ÞRÖSTUR HELGASON heimsótti nýlega Metropolitan safnió í New York borg og varó um og ó vegna stæróar þess og ofgnóttar. Hann fjallar hér um hlutverk og vald- astöóu slíkra safna í listheiminum og óhrif þeirra ó listskilning okkar og sjólfsskilning. EINAR FALUR INGÓLFSSON tók myndirnar. VAFALAUST hefur maðurinn verið haldinn söfnunaráráttu frá upphafi vega en fróðir menn eru sammála um að hún hafi orðið ríkari þáttur í hegðun hans á átjándu og nítjándu öld. Segja má að þijár meginástæð- ur liggi að baki þessari breyt- ingu. í fyrsta lagi tók maðurinn að skynja og skipuleggja heiminn á nýjan hátt, hann tók að flokka hlutina í kringum sig eftir nýju kerfi, kerfi samsemdar og mismunar. Með tilkomu raunvísindaiegrai aðferðar var farið að sundur- greina alla hluti; reynt var að koma auga á það sem skildi hlutina hvern frá öðrum, fínna sér- kenni þeirra, mæla þá, bera saman og flokka. Áður höfðu menn skynjað heiminn sem eina iíf- ræna og órofa heild. í öðru lagi verður eignar- rétturinn til á þessum tíma; maðurinn sem eig- andi, sem hagfræðileg stærð verður tii. Þessu tengist svo þriðja ástæðan fyrir þvi að mönnum þótti meiri ástæða en áður til að safna að sér ýmsum hlutum; á þessu tímabili varð höfundur- inn (listamaðurinn) til, höfundurinn sem miðstöð sköpunarinnar og merkingarinnar, sem miðja sköpunarverks síns og ekki síst eigandi. Hug- myndir um höfundarrétt tóku að mótast. Áður hafði einungis verið litið á menn, sem fengust til dæmis við að skrifa eða mála, sem skrá- setjara eða túlkendur á upphaflegri texta, á heilagri ritningu eða guðlegum táknum. Á átj- ándu öld fóru menn að tengja saman verk og einstakling, listin var ekki lengur höfundarlaus eða nafnlaus gjörð heldur mátti rekja hvert verk tii ákveðinnar persónu. Þannig var farið að flokka verk eftir höfundum þeirra. Um leið var farið að skoða inntak verks í ljósi höfundar- ins og persóna listamannsins varð forvitnileg. Tilurd listasaf nsins Þessar breytingar, sem að einhveiju leyti má rekja aftur til sautjándu aldarinnar, komu meðal annars fram i því að opinber listasöfn voru stofnuð víða í Evrópu og í Bandaríkjun- um. Fyrsta opinbera listasafnið var stofnað eftir frönsku byltinguna í París árið 1793. Þetta var Louvre safnið sem var upphaflega einkasafn franskra konunga. Það var Francois I sem hóf söfnunina á 16. öld með því að kaupa 12 málverk frá Ítaiíu, þeirra á meðal hina frægu Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci. Þetta safn stækkaði stöðugt ogýnnihélt 200 verk á veidis- tíma Loðvíks XIII. í tíð Loðvíks XIV fjölgaði verkunum í 2.500 og það var svo Loðvík XVI sem neyddist til að láta safnið af hendi til uppreisnaraflanna í byltingunni 1789 og kon- ungshöllinni, Louvre, var breytt í listasafn fjór- um árum síðar. Fyrir stofnun Louvre safnsins hafði almenningur lítinn aðgang haft að lista- safni konungs og raunar engan til ársins 1750. Tilurð hinna opinberu listasafna tengist því einnig lýðræðisþróuninni á átjándu öld. Um flest söfn sem stofnuð voru á átjándu og nítjándu öld gildir það sama og Louvre, þau voru upphaflega í einkaeigu aðalsins. Þannig er því til að mynda einnig farið um Hermitage safnið í Pétursborg í Rússlandi sem upphaflega var stofnað sem hirðsafn árið 1764 af Katrínu miklu keisaraynju. Hermitage safnið var opnað almenningi árið 1852. Hið sama á við um Ríkis- listasafnið í Amsterdam, sem stofnað var árið 1798, og Prado safnið í Madrid sem opnað var 1819. Eins og Gunnar Kvaran, listfræðingur, rekur í grein sem hann nefnir Listin að safna ... og birtist í riti gefnu út í tilefni af sýningu á verk- um úr safni Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur, þekktust listaverkasöfn kon- unga og höfðingja ýmiss konar löngu áður en Frökkum og öðrum Evrópumönnum datt í hug að sanka að sér fallegum hlutum. Af hinum konunglegu fjársjóðum í Kína má sjá hvernig höfðingjar þar til forna söfnuðu listaverkum. Af öðrum fornum einkasöfnurum má nefna Attalus II konung af Pergamum í Grikklandi, sem lést 138 f.Kr., en hann átti mikið safn málverka. Þessi iðja varð síðar vinsæl í Róma- veldi þar sem höfðingjar og auðmenn kepptust um að eignast sem mest af grískri list en að sögn Gunnars skipti á þessum tíma engu máli hvort um frummyndir var að ræða eða eftir- myndir. Á miðöldum var kirkjan stórtækust í söfnun listmuna og reyndar ýmiss konar annarra hluta einnig, að sögn Gunnars. Munirnir sem kirkjan hafði mestan áhuga á tengdust á einhvern hátt kristinni trú. Á endurreisnartíma segir Gunnar að menn hafi hins vegar byijað að safna fornklassískum verkum enda voru þau ímyndir fullkomleika listaverksins en einnig tóku menn að kaupa verk eftir þekkta samtíma- listamenn. Á endurreisnartíma voru höfundarn- ir enda farnir að koma fram í dagsljósið og árita verk sín, merkja þau með höfundarnafni. Þetta breytta viðhorf til höfundarins varð til þess að menn fóru að vilja eignast söfn eða flokka verka eftir einstaka höfunda; þannig varð höfundurinn ástæða til frekari söfnunar um leið og hann varð flokkunarlegt viðmið. Á átjándu öld varð raunar sú breyting á í Iista- söfnum að menn tóku að skrá og flokka söfnin samkvæmt faglegum vinnureglum. Fyrsta ritið FYRSTA opinbera listasafniö var stofnað eftir frönsku byltinguna í París árið 1793. Þetta var Louvre safnið sem var upphaflega einkasafn franskra konunga. SKYNFÆRIN ofmettast fyrr en varir og verkin taka að renna hjá eins og auglýsingaskilti á hraðbraut i örvona leit manns að útgangi. Myndin var tekin í Metropolitan safninu nýlega. Þeirri skiigreiningu verða listamenn svo að lúta, bæði fyrri tíma og samtímans. Vald iistamanns- ins er í raun ekki svo mikið að hann geti bent á verk sitt og sagt: Þetta er list. Hann verður að bíða viðurkenningar, verk hans verður ekki list fyrr en það hefur verið keypt, fyrr en það er orðið eign einhvers safnsins eða safnarans. Þannig má segja að hin rómantíska hugmynd um listamanninn sem upphaf og skapara listar- innar eigi ekki lengur við í hinu kapítalíska kerfi hlutanna. Listamaðurinn eins og við þekktum hann er dauður. Það er ekki hann sem „skapar“ listina heldur safnið, kúratorinn, list- fræðingarnir, safnararnir. Það er með öðrum orðum ekki listamaðurinn sem skilgreinir hvað er mikilvægt, hvað er merkilegt eða fallegt og áhugavert heldur safn- ið. Hér er um ákveðna útilokun að ræða; sá sem ekki feliur undir skilgreininguna á hvetjum tíma er ekki aðeins útilokaður frá safninu held- ur einnig frá því sem talist getur gott og rétt í listinni á hverjum tíma. Oft hefur verið sagt að hér gegni einkasafnið miklu hlutverki sem mótvægi við hið opinbera safn og hinn viður- kennda og staðlaða smekk þess. Og það er rétt að í gegnum tíðina hafa einkasöfnin oft verið á undan hinum opinberu söfnum að viður- kenna og kaupa framsækna, eða óviðurkennda, list. Þannig var því til að mynda farið með verk impressjónistanna, expressjónistanna og kúbistanna fyrir og um síðustu aldamót, eins og Gunnar Kvaran bendir á í fyrrnefndri grein sinni. Vafalaust gegna einkasöfn svipuðu hlut- verki nú þótt áhrif þeirra kunni að hafa farið minnkandi vegna sífellt aukinna umsvifa hinna opinberu listasafna; þau eru ekki aðeins stærstu einstöku kaupendurnir á samtímalist heldur stunda þau einnig mestar rannsóknir á því sviði. i miðju heimsins Hér hefur verið talað um vald safnsins til að skilgreina listina og móta viðhorf okkar til hennar. Safnið hefur hins vegar haft mun víð- tækari áhrif en það; það hefur átt þátt í því að móta sjálfsskilning okkar, hvernig hið vest- ræna sjálf skynjar sig í miðju heimsins. Allt fram á þennan dag hefur það þótt eðli- legt að listmunir frá ríkjum utan hins vestræna heims væru geymdir í evrópskum eða banda- rískum söfnum þegar góð sýnishorn af þeim eru jafnvel ekki til í löndunum sem þeir eru upprunnir í. Listasöfn í vesturheimi líta svo á að þau séu að bjarga þessum munum frá gleymsku þegar þau taka þá úr upprunalegu, eða réttu, samhengi sínu og koma þeim fyrir á safninu. En hverjum yrðu þeir gleymdir? Varla þjóðunum sem áttu þá í upphafi; þær myndu að minnsta kosti ekki gleyma þeim á meðan þeir væru enn í eigu þeirra. Sennilega er átt við að vesturlandabúar myndu gleyma þeim. En þeir vissu hvort eð er fæstir af tilvist þessara hluta. Og enn færri vissu hver tilgang- ur eða merking þeirra var. Sú mynd sem vest- rænir safnagestir fá af hlutnum getur heldur ekki verið sönn; hún er miklu frekar tálsýn því að samhengið er ekki rétt. Þess vegna eru það í raun og veru ekki göfug varðveislusjónarmið sem liggja að baki því þegar vestræn söfn sanka að sér framandi listmunum. Þar ræður fremur yfirgengileg og stundum jafnvel rángjörn þörf til að eignast og hitt að með því staðfesta þau að þau eru í miðju heimsins. Listamadurinn eins og viö þekktum hann er dauö- ur. Þaö er ekki hann sem „skapar“ listina heldur safniöy kúratorinny listfræöingamiry safnaramir. Þaö er meö öörum oröum ekki listamaöurinn sem skilgreinir hvaö er mikilvægty hvaö er merkilegt eöa fallegt og áhugavert heldur safniö. Hér er um ákveöna útilokun aö ræöa. 4- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 1996 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.