Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Blaðsíða 11
ÞAÐ ýlfraði sérkennilega þar sem vindurinn þaut um rifið plastið í glugga gamla skála Fjallamanna á Fimmvörðu- hálsi laugardaginn 2. september 1989. Skálinn leit hræðilega illa út. Stór hluti af þakinu norðanmegin var farinn út í veður og vind svo sjá mátti upp í regnþrungin skýin. Gaflarnir voru þó báð- ir uppistandandi og suðurhliðin var nokkuð heilleg. Við stóðum þarna þrír félagar, Óli Þór Hilmarsson, Reynir Þór Sigurðsson og ég, og með okkur var Elin Ögmundsdóttir og sonur minn Grétar Sigfinnur, þá tæpra sjö ára. Ófá sporin höfðum við félagarnir átt yfir Fimmvörðuháls og á jöklana báða, sum- ar og vetur. Allir höfðum við í ferðum okk- ar lent í hrakningum á Hálsinum og vissum því mæta vel að skálinn er lífsnauðsyn. Oft- lega ræddum við um gamla skálann og okk- ur fannst nauðsynlegt að fara nú að huga að endurbyggingu hans. Fjallamenn Árið 1940, í upphafi heimsstyijaldar, gerðist það að lítill félagsskapur sem nefndi sig Fjallamenn lagði land undir fót og byggði skála á Fimmvörðuhálsi. Markmið þessa félags og helsta skemmtun var að fara víða á fjöll og reyna sig í átökum við óblíða náttúruna. Skáli Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi veitti skjól næstu áratugina. En veður eru stygg á Fimmvörðuhálsi og snjóar þungir. Skáli frumheijanna stóð lengi af sér veður og fannfergi en um síðir urðu náttúruöflin honum yfirsterkari. Skálinn bar smiðum sínum og hönnuðum gott vitni. Kvistirnir á suðurhliðinni og for- dyrið var einstök prýði auk þess setti gijót- hleðslan í kringum skálann mikinn svip á skálann. Þetta var eitthvað annað og meira en gámalagið á skálum sem nú tíðkast að byggja á fjöllum. Fjallamenn eltust og slarkferðunum þeirra fór fækkandi eftir því sem árunum fjölgaði. Árið 1981 gáfu Fjallamenn Útivist gamla skálann á Fimmvörðuhálsi með þeim óskum að Útivist leggði metnað sinn í að endur- byggja hann. Útivistarmenn fögnuðu gjöf- inni heils hugar. Um svipað leyti hafði undir- búningur vegna uppbyggingar í Básum í Goðalandi hafist. Kraftur félagsmanna og allt tiltækt fé var ekki til skiptanna næstu árin. Fimmvöt'ðuskáli gleymdist þó ekki. Heitslrenging Fjallamannsins Guðmundur Einarsson, listamaður kennd- ur við Miðdal, var einn af forystumönnum Fjallamanna. Hann sór þess dýran eið að byggja skála á Fimmvörðuhálsi, einmitt á þeim stað er tjald hans fauk vor eitt, líklega í byijun íjórða áratugarins. Eiður hans var svohljóðandi: „í áheyrn ykkar þriggja fóst- bræðra minna sver ég við Goðastein, Stór- konufell, Einhyrning, Heljarkamb, Hvít- mögu, Entu og Kötlu að reisa hér á þessum stað skála Fjallamanna. Ég bið dverga og hamratröll að heyra orð mín og veita stuðn- ing. Hann sem skóp þessi fjöll bið ég að veita mér styrk í starfinu.“ Heitstenging okkar þremenninganna var að vísu ekki eins tilkomumikil, en hún dugði. Útivist samþykkti að leggja í endurbyggingu skálans og tveimur árum síðar, þann 31. ágúst 1991, var nýr og endurbyggður skáli vígður og hlaut nafnið Fimmvörðuskáli Úti- vistar. Margt var okkur Útivistarmönnum mót- drægt við byggingu skálans og annað sner- ist okkur til hinnar mestu gæfu. Það er ekki einfalt að byggja skála uppi í 1.100 metra hæð á íjallshrygg milli tveggja jökla. Þarna eru veður válynd, allir aðdrættir eru mjög erfiðir og auk þess var Fimmvörðu- skáli eingöngu byggður af sjálfboðaliðum og þar af leiðandi var aðeins unnið í frístund- um. Merkilegt er þó að um 70 manns komu að byggingu skálans að meira eða minna leyti. Handbragd Fjallamanna tryggt Það var gæfumerki að fá liðsinni Karls T. Sæmundssonar, en hann var einn af Fjallamönnum, og raunar sá sem teiknaði gamla skálann á sínum tíma. Karl hafði lengi haft áhuga á endurbyggingu Fimmvörðu- skála án þess þó að vita af störfum okkar Útivistarmanna. Þetta var einstaklega merkileg tilviljun og fannst sumum að verkbyijun með slíkum aðdraganda myndi eiga sér vænleg verklok. Við höfðum metið ástand skálans svo að FJALLASKJOL Á VINSÆLUSTU GÖNGULEIÐ LANDSINS EFTIR SIGTJRÐ SIGURÐSSON Morgunblaðið/Sigurður Guðjónsson. AUSTURHLIÐ skála Fjallamanna. þar sem endurnýja þyrfti svo mikið væri skynsamlegt að stækka hann nokkuð. Þann- ig gæti hann betur fullnægt nútímalegum kröfum sem fjallaskáli og björgunarskýli og standast betur ágang veðurs og vinda. Það var einnig mikils virði að Karl T. Sæmunds- son bauðst til að vinna að teikningunum með Agli Guðmundssyni, syni Guðmundar frá Miðdal, með því var tryggt að hand- bragð og andi hinna gömlu Fjallamanna yrðu í heiðri höfð við endurbygginguna. Verkfræðileg hönnun skálans var fengin Guðjóni Samúelssyni verkfræðingi og vann hann sitt verk af þvílíkri vandvirkni að varla fyrirfinnst traustari fjallaskáli. Vigsla Fimmvöróuskála Vígsludagurinn, laugardagurinn 31. ág- úst, var mikill hátíðisdagur. Um 90 manns voru viðstaddir vígsluna. Fjöldi Eyfellinga lagði leið sína upp á Hálsinn af þessu til- efni, m.a. nokkrir þeirra sem höfðu aðstoðað Fjallamenn við byggingu skálans árið 1940. Einnig fjölmenntu Útivistarfélagar. Allir komust gestirnir klakklaust upp í skála, en þó átti sá sem hér skrifar í nokkrum ei'fið- leikum með að koma þáverandi umhverfis- ráðherra og aðstoðarmanni hans upp á stað- inn. Þegar hér var komið sögu var jökullinn orðinn nokkuð slæmur yfirferðar og eftir margar tilraunir festist bíllinn í skaflinum norðan skálans. Við þremenningarnir kom- ust þó eftir 15 mínútna gang í skálann, rennblautir eftir slagveðursrigningu. Þetta fannst Eiði lítið tiltökumál og hafði á orði að í stjórnmálum gustaði oft hressilega um menn. Heiðursgestir við vígsluna auk félags- málaráðherra voru Lydia Pálsdóttir, ein af hinum gömlu Fjallamönnum. Hún er ekkja Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Annar heiðursgesturinn var Karl T. Sæmundsson. Þá var sérstaklega boðið til vígslunnar Þór- halli Friðrikssyni, fyrrverandi byggingafull- trúa Austur-Eyjafjallahrepps. Skipulags- stjóri ríkisins hafði skipað Þórhall bygging- arfulltrúa á Fimmvörðuhálsi. Honum bar því að „taka út“ skálabygginguna sem kallað er, en þá vottar úttektarmaðurinn það, að byggingin sé byggð samkvæmt gildandi reglum. Úttektina vann Þórhallur þann 22. mars 1991 og var hann fluttur upp á Háls með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem þann dag flutti fólk og varning upp og sparaði félaginu þannig mikið fé og erfiði, enda ófært fyrir bíla. SUÐURHLIÐ Fimmvörðuskála. „Brunnmigar" Einn heiðursgestur komst ekki, en það var sjálfur sýslumaðurinn í Rangárvallaþingi, Friðjón Guðröðarson. Sendi hann félaginu kjarnyrtar kveðjur sínar í svofelldu bréfi: „Ágætu veislugestir. Því miður á ég þess ekki kost að vera með ykkur á Fimmvörðu- hálsi í dag. Sendi kveðju mfna og árnaðar- óskir. Megi hús ykkar verða til gagns og gæfu, standa af sér veður öll, svo og gjörn- ingaveður, sem reynt verður að magna fyrit' dómstólum landsins. Á þeim hef ég bærilega trú, og trúi því að rétt verði dæmt og þá mun skálinn á Fimmvörðuhálsi standa marga tugi ára. Sýslufáni vor fylgir til hí- býlaprýði og verndar, það ég vona vil. Öxin Rimmugígur og atgeirinn Gunnars á Hlíðar- enda gætu enn bitið á „brunnmiga og butr- alda“ úr „neðra“. Þakka skemmtileg kynni við félaga í Útivist liðna 13 mánuði. Lifið heil. Svo mælir sá er trúir á gildi og þörf samvinnu fólks úr sveit og borg.“ Bréf þetta kom innilega á óvart og fögnuðu vígslugest- ir vel og lengi eftir upplestur þess. Útivistar- menn hafa átt ágæta samvinnu við fólk víða um land og geta því heilshugar tekið undir orð sýslumanns. Því til staðfestingar prýðir sýslufáninn nú Fimmvörðuskála, en atgeir Gunnars og öxi prýða fánann. Þrátt fyrir hraklegt veður fór vígslan vel fram. Vígslu- gestir nutu veglegra veitinga sem kaffinefnd Utivistar bar fram í tjaldi hlémegin við skál- ann. Reist var geysistórt tjald sem Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði lánaði félaginu og þar inni komust næstum því allir veislugest- ir fyrir í einu. Gjafir nokkrar fékk Útivist í tilefni vígsl- unnar. Lydia Pálsdóttir gaf skálanum út- skorna fjöl sem hönnuð var af eiginmanni hennar, Guðmundi Einarssyni, en skorin út af öðrum. Á fjölinni stendur: „Lífið er stutt en listin löng“. Karl T. Sæmundsson gaf félaginu nokkrar stórar ljósmyndir af gamla skálanum á Fimmvörðuhálsi. Ein glæsileg- asta gjöfin vargestabók sem Sigurður Gunn- laugsson gaf. I hana skar Sigurður af mikl- um hagleik meðal annars mynd af skálan- um. Tréaskja fylgir bókinni svo hún megi varðveitast sem best á milli heimsókna. Þess má geta að Sigurður er faðir Jóns, yfirsmiðs skálabyggingarinnar. Sigurður skar einnig út vindskeiðar þær sem prýða gafla skálans og hafði hann drekamyndir af áðurnefndri fjöl sem fyrirmynd. Sigurður lést nokkru eftir vígslu skálans. Fimm ára afmæli Laugardaginn 31. ágúst ætlar Útivist að minnast fimm ára afmælis Fimmvörðuskála. Félagið býður þeim sem vilja til veislu, allir eru velkomnir. Gönguferðir verða skipulagð- ar úr Básum upp á Fimmvörðuháls í fylgd fararstjóra. Boðið er upp á helgarferðir í Bása, dagsferðir verða með rútu frá Reykja- vík á Fimmvörðuháls, fólk getur komið á fólksbílum að Skógum og fengið far með rútu upp á Hálsinn, jeppaeigendur geta fylgt jeppadeild Útivisar upp á Hálsinn og fleira mætti nefna. Fimmvörðuháls er án efa vin- sælasta gönguleið á landinu. Líkléga fara um 4.000 manns yfir Hálsinn á hveiju ári. Ástæðurnar fyrir þessum vinsældum eru margar. í fyrsta lagi er gönguleiðin tiltölu- lega létt, náttúrufegurð er fjölbreytileg, góð aðkoma er bæði að Skógum og Básum í Goðalandi, og síðast en ekki síst er ganga yfir Fimmvörðuháls ágætis undirbúningur undir frekari afrek, t.d. göngu milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. „Hvers vegna?" Fúllyndur bóndi í Austur-Eyjaijalla- hreppi, sem andvígur var endurbyggingu Fimmvörðuskála, sagði í fullri alvöru eitt- hvað á þessa leið: „Til hvers í andskotanum þurfið þið á fjöllin? Af hveiju getið þið ekki ekið niður á Skógasand með góðan kíki og skoðið þaðan fjöllin og jöklana?" í þessari grein hefur ekki verið getið þeirra málaferla sem spruttu upp vegna endurbyggingar Fimmvörðuskála og Friðjón Guðröðarson sýslumaður nefnir í áðurnefndu bréfi sínu. Ærin ástæða væri þó til að fara nánar út í þá sálma. Útivist gekk tvennt _til með endurbygg- ingu Fimmvörðuskála. I fyrra lagi að opna Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul fyrir ferða- fólki og gera ferðir um Fimmvörðuháls tryggari. I síðara lagi að heiðra minningu frumkvöðlanna, Fjallamanna, sem reistu Fimmvörðuskála árið 1940. Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal, var einn þessara Fjalla- manna, jöklabóndi sem unni íslandi og ferða- lögum. I bók sinni Fjallamenn, sem kom út árið 1946, verður honum meðal annars að orði í fijálsu hugarflugi sínu: „Og hvers vegna fljúgum við ekki til fjalla í stað þess að húka hnípnir í borgum? Hvers vegna reisum við ekki fremur fjallaskála fyrir hraust og harðgert æskufólk en hæli fyrir drykkjumenn, þjófa og vændiskonur?“ Og síðar: „Mikið er talað um jafnrétti og frelsi en niðurstaðan er samt sú, að sumir eru ofþjak- aðir af vinnu, aðrir eyðilagðir af iðjuleysi. Báðirtveir, iðjuleysinginn og tímaleysinginn, eru afsprengi þjóðar, sem ekki kann að lifa, - eða eins og indíánar segja: „Hvítir menn, sem hafa ekki tíma til að lifa.“ Við, fjalla- menn Útivistar, metum lífsspeki Guðmundar frá Miðdal ekki síst í eftirfarandi orðum hans, sem eiga svo sannarlega við í dag rétt eins og þegar þau voru rituð: „Islendingar eru skyldugir til að leggja stund á göngur og skíðaíþrótt, þá vaxa þeim ekki fjarlægðir í augum. Sund, leikflmi og fleiri íþróttir eru ágætur undirbúningur fyr- ir fjallgöngumann, jafnframt því, a_ð hann beri virðingu fyrir líkama sínum. — Ég veit, að fyrstu tilraunum fylgir nokkur hætta, ef ekki er reynt fólk með í för. En það aftrar mér ekki frá að hvetja fólk til að ganga á fjöll. Fleiri og voðalegri slys hljótast af hreyf- ingarleysi en fjallgöngum. Ég hef séð kunn- ingja minn hrapa til dauða í Alpafjöllum, en það fékk mér ekki eins mikillar sorgar og að sjá Ijjölda fólks, sem ég þekki, grotna niður af fitu, leti og óreglu." Það er erfitt að skýra fíkn í fjallaferðir. Má vera að Guðmundur frá Miðdal hitti naglann á höfðuðið: „Það fólk, sem hefur þi'ek til að bjóða þægindastefnu nútímans byrginn og Ieita stælingar á sviðum hamfaranna, lætur eigi staðar numið við stuttar skíðaferðir og smá „göngutúra", heldur gengur það tindana, hamrana, skriðjökiana, - lærir að klífa.“ Höfundur er félagi í Útivist. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.