Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 5
A DEGl ISLENZKUNNAR VIÐFANGSEFNI ALLRA DAGA Morgunblaóió hefur margoft brýnt fyrir lesendum sínum aó standa vöró um móóurmólió og sjálft leit- ast blaóió vió aó ganga á undan meó góóu for- dæmi, ekki aóeins á degi íslenzkunnar, heldur alla daga. Hvatningargreinar um þetta efni hafa marg- oft birzt í blaóinu. Hér eru dæmi frá tveimur árum. stjórnin vilji leita samþykkis þingsins til þess að „útvega sér lagaheimild einmitt fyrir því, að danska þýðíngin skyldi vera lög á íslandi eptirleiðis, og standa þannig jafnfætis hinu íslenzka frumriti laganna, er þíngið hefði samþykkt á sína túngu, og láta hið íslenzka fulltrúaþing gángast undir það fyrir sitt leyti, að ábyrgjast alla þá óskipun og öll þau vand- ræði, sem þar af kynni leiða“ einsog segir í Andvara-greininni. Síðan er bent á að alþingi eigi ekki að semja lög nema á íslenzku og að engin lög séu gild nema á frumtungunni. Þetta verði að vera ótvírætt þvíað annars gæti orðið ágreiningur um orðalagsmun. Dönsk þýðing á frumvörpum alþingis geti þannig ekki öðl- azt minnsta lagagildi þótt konungur stað- festi hana. Um þetta er síðan fjallað í þess- ari athyglisverðu grein og rökin ekki sízt sótt í athugasemdir Jóns forseta sem birzt höfðu í Nýjum Félagsritum fyrr á öldinni, en þau eiga augsýnilega rætur í II kafla Ritgerðar um ríkisvald eftir Locke, Um ríki náttúrunn- ar, þarsem segir: Svo mikið er víst að lög ríkisins geta ekki, fyrir neina þá helgun sem yfirlýstur vilji löggjafarvaldsins veitir þeim, náð til útlendings; þau tala ekki til hans og þótt þau töluðu til hans þá bæri honum eng- in skylda til að ljá þeim eyra. (9). Með skírskotun í XVIII árgang Nýrra Félagsrita er bent á að naumast þúsundasti hver maður á landinu skilji danska tungu og engum sé skylt að hlýðnast lögum sem þeir skilja ekki, „heldur lögum þeim einum, sem íslenzk voru, og áður réðu“. Það séu réttindi hverrar tungu sem sé lifandi þjóðmál einsog íslenzkan, að það eitt megi kalla að lögum skipað sem þjóðin hefur á sína tungu „og skuli engum öðrum skipunum hlýðnast". Athyglisvert er að greinarhöfundur telur að brot á réttindum íslenzkrar tungu stuðli að stjórnleysi í landinu enda hafi aðförin að íslenzkunni verið liður í því að innlima Island í konungsríkið. Ef stjórninni hefði tekizt að halda fram tilætlun sinni til þrautar og koma því í höfn að réttarstaða íslands væri einsog hvers annars dansks fylkis eða héraðs hefði mátt ganga að því vísu að þjóðleg glötun og tímanleg niðurníðsla, hnignun og afturför hefði gagntekið allt á íslandi, einsog komizt er að orði. Margvísleg niðurlæging og við- stöðulausar tilraunir voru gerðar til að veikla mótstöðuafl íslendinga og þá ekki sízt með því að sækja að tungu þeirra. En hún var sá broddur sem eigi lét beygjast. Það er óend- anlega mikilvæg söguleg staðreynd sem við ættum að hyggja að, ekki sízt nú þegar að henni er sótt úr öllum áttum. Án hennar yrði ísland einsog hvert annað auðnulaust eyland, sem hefði glatað tengslum við rætur sínar og arfleifðin gæti ekki framar borið þann ávöxt sem að er stefnt. Það er að minni hyggju „hégómlegt oflæti" svoað enn sé vitn- að í fyrrnefnda Andvara-grein að halda ann- að eða gera því skóna að tungan sé ekki í hættu. „Hið rángláta hapt á frelsi túngunn- ar“ hefði getað orðið sá dragbítur í sjálfstæð- isbaráttu okkar sem úrslitum réð. Þetta vissi Jón Sigurðsson öllum öðrum fremur - og þá einnig Fjölnismenn - og því lögðu þeir alla áherzlu á tengsl við fornan arf, tunguna og mikilvægi hennar í baráttunni við erlent vald og fyrir þeim mannréttindum sem áttu rætur í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, brezkum grundvallarreglum um lýðræði og yfirlýsingu frönsku borgarastéttarinnar eftir stjórnarbyltinguna miklu 1789. Jón forseti og félagar hans töldu tunguna hvorki meira né minna en „helgustu réttindi" íslendinga og aðför að henni sé barátta fyrir ólögum sem málstaður dönsku stjórnarinnar byggist á „og látin hafa verið yfir oss dynja hvenær sem færi heffr gefizt, rétt einsog stjórnin hefði skilið svo köllun sína gagnvart oss, að hennar mark og mið væri að gjöreyða öllu því, sem væri íslenzkt til, og þannig að sjá hinni fornu túngu Norðurlanda og þjóðerni íslendinga og sjálfsforræði fyrir borð kastað". 6. Þegar ég í vetur vakti athygli stúdenta í heimspekideild á því sem hér hefur verið sagt um íslenzka tungu og rétt hennar á málþingi um Jón Sigurðsson klykkti ég út með örlitlu kvæði um hann sem ég orti fyrir mörgum árum, en sá nú í hendi mér að fjall- ar ekki sízt um þá hættu sem að íslenzkunni steðjar - og þjóðerni okkar. Það er e.k. forspá, svohljóðandi í kvæðabókinni Veður ræður akri, 1981, en ljóðið er þó mun eldra: Hann lagði saman tárin sem lítilmagnar grétu: í svipi þeirra og andlit var Islandssagan brennd. Ég laut höfði við legstein hans letraðan fáum orðum, í bijósti mínu var heiður himinn, en haglél í grennd. (Helgjspjall) Ilenzk tunga hefur verið til umræðu að undanförnu. Margir bera ugg í bijósti þegar vikið er að framtíð hennar. Erlent fjölmiðlaefni þrýstir sér inn í stofu flestra Islendinga, nánast viðstöðulaust, og stór spurn- ing hvort við stöndumst þessa ásókn til lengdar. í þessum efnum sem öðrum er sókn bezta vörnin. Þess vegna hafa umræður þessar verið af hinu góða og þá ekki sízt ráðstefna Sverris Hermanns- sonar menntamálaráðherra um íslenzka tungu á fullveldisdaginn. Hún var mikil- vægt framlag í þeirri gagnsókn sem nú er hafin fyrir varðveizlu tungunnar. Ráðstefn- an var jafn brýn og hún var ánægjuleg. Málflutningur unga fólksins vakti ekki sízt gleði og vonir. Hann var sérvizkulaus. Nú kemur til kasta þings og fjárveitingavalds að láta verkin tala. Sú hugmynd er allrar íhugunar verð að helga 1. des. ár hvert íslenzkri tungu og málsmenningarhefð okk- ar. Þessi vakning verður að ná inní þingsa- lina. Og til ríkisfjölmiðlanna. Og þá ekki sízt skólanna. Það mætti hefja framsagnar- og framburðarkennslu í yngri árgöngum en gert er ráð fyrir í ályktunum ráðstefn- unnar. Það þarf að hlúa að rótunum í því ræktunarstarfi sem nú verður hafizt handa um. Menntamálaráðherra hefur áður skorið upp herör í þingsölum og látið til sín taka. Þannig hefur hann síður en svo einskorðað málflutning sinn við deilumar um setuna þótt setuáhugi hans hafi orðið hvað kunn- astur. Ýmsir mæltu setunni bót en hún fór fyrir bijóstið á öðrum. En setan er aukaat- riði. Varðveizla íslenzkrar tungu skiptir aftur á móti sköpum. Með ráðstefnunni á fullveldisdaginn hefur menntamálaráðherra lagt á það áherzlu og tekið forystu um við- námið. Hann er vel í stakk búinn, svo gott tungutak sem hann hefur sjálfur úr vest- firzku æskuumhverfi sínu. Það er rétt hjá menntamálaráðherra að nauðsynlegast er nú að efla þekkingu ís- lendinga á bókmenntum sínum, fornum og nýjum, því að þær eiga undir högg að sækja í sterkasta fjölmiðlinum, sjónvarpinu. Þar eiga þær að vera hátt á hrygginn reistar, ekki síður en í öllum skólum landsins. Þá er framsögnin, skýr framburður, eitt mikil- vægasta atriðið, þótt hitt skipti engu hvort menn nota norðlenzkan, vestfirzkan, sunn- lenzkan eða skaftfellskan framburð. Það væri út í hött að krefjast þess að einungis væri notaður einhver samræmdur fram- burður á opinberum vettvangi. Slíkt leiddi einungis til andúðar og óánægju, auk þess sem fjölbreytni í tungutaki er jafn skemmti- legur og mikilvægur þáttur í þjóðlífinu og hvað annað. Litrík fjölbreytni er okkur eig- inleg því að hún er eitt helzta einkenni náttúrunnar og við erum hluti af henni. En það á að kenna mönnum réttar áherzlur í töluðu máli, hvort sem þeir tala norð- lenzku eða sunnlenzku. Sú tilhneiging, ekki sízt innan þingsala því miður, að nota rang- ar og útlenzkulegar áherzlur á íslenzk orð gæti reynzt okkur sá skaðvaldur sem úrslit- um réði. Það er því nauðsynlegt fyrir íslend- inga að vita að aðaláherzla á önnur at- kvæði en hið fyrsta í hveiju orði er röng. Slíkt tungutak stafar af útlendum áhrifum og gæti orðið til þess að kippa stoðunum undan málkerfí okkar. Á þetta eiga allir kennarar að leggja áherslu, ekki sízt þeir sem kenna erlend tungumál. Það er mikil- vægasti þáttur tungumálakennslu að kunna íslenzku svo að vel fari. Því eiga tungumála- kennarar að leggja áherzlu á móðurmálið jafnframt því sem þeir kenna sín fög. Tungumálakennsla á ekki sízt að miða að því að menn hugsi betur á eigin máli og komi þessari hugsun skýrt og skorinort á íslenzka tungu. Við blaðamenn erum í glerhúsi, hvað þetta snertir. íslenzk setn- ingaskipan er sífelldlega að bögglast fyrir bijóstinu á fjölmiðlafólki. Það snarar alltof oft erlendum texta á einhvers konar ís- lenzkt hrognamál sem er fremur enska eða danska en ástkæra ylhýra málið. Lesendur eiga að vera kröfuharðir við okkur blaða- menn. Við eigum að hafa hitann í haldinu. Og það á að gagnrýna okkur harðlega þeg- ar við vinnum úr erlendum heimildum með þeim hætti að til skammar er. Það vill þó alltof oft brenna við. Og það gerist raunar ekkert síður þegar unnið er með íslenzkan texta frá grunni og engum þýðingum er til að dreifa. íslenzk tunga var höfuðprýði Bessastaðaskóla. Þar var hún kennd með eftirminnilegum árangri í öllum kennslu- stundum, hvort sem um var að ræða grísku- eða latínutíma, eða þá kennslu í einhveijum öðrum fögum. Alltaf var verið að kenna móðurmálið og áherzla á það lögð, enda voru kennarar Bessastaðaskóla mikilhæfir sérfræðingar í íslenzkri tungu og menningu. Kennarar nú um stundir ættu að tileinka sér andann í Bessastaðaskóla. Þar var ís- lenzk tunga í tízku. Oft var þörf en nú er nauðsyn að íslenzk tunga komizt aftur í tízku. Það kom í veg fyrir að við glötuðum íslenzkunni á síðustu öld að danskan varð ekki tízkufyrirbrigði, jafnvel ekki í Reykja- vík sem var þó harla maðksmogin að þessu leyti. Því miður eru flestir slagarar á ensku. Og þeir eru í tízku. Þó heyrast dægurlög með sæmilegum íslenzkum textum, sem betur fer. En þau eiga því miður undir högg að sækja. Allt skal koma úr enska blýmótinu. Vonandi að þessi hrina gangi einhvern tíma yfir eins og aðrar náttúru- hamfarir. 1985 íslenzkan hefur tekið breytingum eins og önnur tungumál. Hjá því verður bókstaf- lega ekki komizt. Hún er að breytast og á eftir að breytast. Menningarleg framtíð okkar veltur á því, hvernig hún breytist og hve mikið. Þannig hefur einnig íslenzk tunga tekið breytingum á vörum fólksins og meiri en margur hyggur. Það er ekki okkar hlutverk að sporna við þróun máls- ins, heldur því að það verði málfræðilegum byltingum að bráð. Og margt ber að va- rast. Breytingarnar gerast oftast hægfara og við tökum ekki alltaf eftir þeim, hugsum ekki um þær í daglegum önnum. En þeir sem komu í skrifstofu ríkisféhirðis fyrir jólin og hlustuðu á tal þeirra, sem þangað áttu erindi, gátu látið sér detta í hug að æ-ið væri að hverfa úr málinu og verða a-inu að bráð: Sumir höfðu verið hakkaðir, aðrir höfðu verið lakkaðir. 1984 Margt fróðlegt og nýtilegt hefur verið sagt og skrifað um íslenzkt mál, til að mynda í útvarpi, og má nefna Árna Böð- varsson meðal annarra, skínandi kennara eins og bréfritari kynntist í háskóla, enda hefur hann nú góðu heilli verið gerður að íslenzkufulltrúa þessa áhrifamikla fjölmið- ils. Og ekki verður lögð nægileg áherzla á, hve þættir Orðabókarmanna hafa verið mikilvægir og fróðlegir, enda hafa erindi þeirra verið hvatning til Islendinga að rækta garðinn sinn á vályndum tímum. Hér í blaðinu hafa verið miklar umræður um íslenzka tungu - og er það vel. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, sá fijói, áhugasami og gagnmmenntaði norrænu- fræðingur, hefur ekki látið deigan síga, heldur haft forystu um málrækt með þeim hætti, að vart getur liðið langur tími, þar til þættir hans verða gefnir út í bók. 1984 Við íslendingar þurfum að gæta okkar vel og slá skjaldborg um menningu okkar og tungu, nú þegar sú öld gengur í garð að erlend áhrif flæða úr gervihnöttum yfir stórar þjóðir sem litlar. Vonandi lifum við byltinguna af. En það verður að sjálfsögðu ekki undir öðrum komið en okkur sjálfum. Höfum við þrek til þess að vinna svo úr fortíðini, að við stöndumst framtíðina? Von- andi verður menning íslenzkrar fortíðar leiðarljós okkar inn í framtíðina, svo að við slitnum ekki úr tengslum við rætur okkar, þá er voðinn vís. Blómið deyr á rótlausum stilk. Án íslenzkrar tungu og fornra bók- mennta munum við sogast inn í þjóðahafið mikla, hverfa; verða ósýnileg eins og örver- urnar. Við trúum því, að hlutverk okkar verði annað og meira í framtíðinni. 1984 Morgunblaðið hefur oft varað við þeim erlendu áhrifum sem eru skeinuhættust ís- lenzkri tungu, en svo lengi sem við höfum nokkrar áhyggjur af þróun hennar ætti okkur að vera minni hætta búin en ella. Það er skylda okkar að varðveita tunguna, varðveita samhengið í sögu þjóðarinnar, varðveita samanlagða arfleifð íslenzkrar menningar, íslenzkra bókmennta - en það verður ekki gert án varðveizlu tungunnar sem er forsenda þess að við lifum af og höldum sérkennum okkar. 1984 Það er raunar kjarni málsins, að við getum lesið allar bókmenntir okkar fyrir- hafnarlítið, a.m.k. miðað við aðrar þjóðir, eins og Sigurður Nordal benti m.a. á, ... Það er „okkur ekki sízt mikilvægt fyrir þá sök, að það gerir okkur kleift að eiga samskraf við allar þær kynslóðir, sem lifað hafa á íslandi og einnig þá sem fluttu þessa Kennarar nú um stundir œttu ad tileinka sér andann í Bessastadaskóla. Þar var íslen%k tunga í tízku. Oft varþörf en nú er nauósyn ad ís- lenxk tunga komist aftur í tíxku. - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.