Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 13
URKYNJUN OG SPILAGLEÐI eins og Jóhanni Sigutjónssyni og Guð- mundi Kamban. „Indriði Einarsson og Ein- ar Hjörleifsson fyllast líka miklum móð og fleiri. Margir halda að Jóhann og Guðmund- ur hafi fyrst og fremst skrifað fyrir dönsk leikhús þar sem þeir voru búsettir í Dan- mörku en svo var alls ekki; þrjú af fjórum höfuðleikritum Jóhanns voru til dæmis frumflutt í Iðnó áður en þau voru flutt í Danmörku; Bóndinn á Hrauni, Fjalla- Eyvindur og Galdra-Loftur. Og íslensku sýningarnar þóttu meira að segja standa þeim dönsku á sporði, stundum þóttu þær jafnvel betri, eins og til dæmis uppfærslan á Galdra-Lofti. En það er auðvitað merkilegt að íslensk leikritun var þá þegar orðin útflutningsvara, við vorum ekki lengur aðeins þiggjendur heldur einnig gefendur í leikmenningu heimsins. Fjalla-Eyvindur var sýndur í fjöl- mörgum löndum; á öllum Norðurlöndum, í Þýskalandi, Lettlandi, London og svo fram- vegis. Verk Kambans, eins og Vér morðingj- ar, fóru líka sigurför víða. A þessum tíma er því óhætt að segja að nýjar víddir opnist í menningarsamskiptum Islands við um- heiminn." N, Leikarar og aArir listamenn Leikara á þessu tímabili segir Sveinn hafa verið áhugamenn að því leyti að þeir höfðu ekki hlotið formlega leikmenntun þótt sumir hafi þeir staðist allar kröfur sem gerð- ar eru til atvinnumanna. Fjórir virtir og dáðir leikarar mynduðu eins konar kjarna hér við Leikfélag Reykjavíkur; Stefanía Guðmundsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Árni Eiríksson og Jens B. Waage. „Leikurinn var greinilega á háu stigi fyrst sýningar hér þóttu vera sambærilegar við erlendar sýn- ingar eða jafnvel slá þeim við. Það virðist þó sem hópatriði hafi alltaf verið erfið við- fangs hér en að þeim er ítrekað fundið í gagnrýni. Hópurinn hefur augljóslega ekki verið nógu breiður. Annar veikur hlekkur var leiktjöldin og svo var lengi vel. Hér voru ekki menn sem höfðu kunnáttu til að gera leiktjöld á þessum fyrstu árum. En metnaðurinn var svo mik- ill að stundum voru flutt hingað leiktjöld í heilu lagi frá Danmörku. Menn gerðu sér því grein fyrir vandanum. Því var hins veg- ar hætt þegar Einar Jónsson frá Fossi, list- málari, kom til sögunnar á öðrum áratugn- um. Einnig gerðu Ásgrímur Jónsson og Þórarinn B. Þorláksson leikmyndir. Búning- ar voru hins vegar alltaf saumaðir hér á landi og virðast hafa verið vandaðir alveg frá_fyrstu tíð. Á þessum tíma kemur líka tónlistin og dans inn í sýningarnar í fyrsta skipti. Fyrstu íslensku tónskáldin eru að koma fram á sjón- arsviðið á þessum tíma og þau eru óðar kölluð til verks í leikhúsunum. Það var því iðulega flutt frumsamin íslensk tónlist á leiksýningum. Það má því segja að leiklistin hafi orðið aflvaki fyrir aðrar listgreinar, eins og tónlist, myndlist og dans sem voru allar að vinna sér sess hér.“ Vildu skapa alvöru leikhús Allt þetta starf segir Sveinn að beri vitni um að hér vildu menn skapa alvöru leikhús sem tekið yrði mark á. „Og þótt leikarar hafi ekki farið að sækja formlega menntun í leiklist fyrr en um miðjan þriðja áratuginn og Þjóðleikhúsið hafi ekki verið reist fyrr en um miðja öldina var grunnurinn að nútí- maleikmenningu á íslandi lagður á þessu tímabili sem teygir sig yfir fyrstu ár aldar- innar, það var á þessum árum sem leiklist varð til hér á landi.“ TONLIST Sígildir diskar BRAUNFELS Walter Braunfels: Die Vögel (Fuglaniir), ópera í 2 þáttum. Hellen Kwon, Endrik Wottrich, Michael Kraus, Wolfgang Holzmair og Matthi- as Görne; Utvarpskórinn og Þýzka sinfóníu- hljómsveitin í Berlín u. stj. Lothars Zagrosek. Decca (Entartete Musik) 448 679-2. Upptaka: DDD, Berlin 12/1994. Lengd (2 diskar): 138:46. Verð: kr. 4.399 kr. ÁRIÐ 1988 var endurgerð alræmd sýning nazista á Entartete Kunst frá 1937 í Dússeld- orf er hugsuð var almenningi sem víti til varnaðar um þá „úrkynjuðu „ list sem þá stóð til að banna í hinu nýja Þýzkalandi. Reyndar setti áhugi almennings pínlegt strik í reikninginn, því færri komust að en vildu, en það er önnur saga. Einnig var rifjuð upp kynning yfirvalda á úrkynjaðri tónlist í sama tilgangi frá 1938. Hugtakið var á sínum tíma fengið að láni frá 19. aldar glæparannsókna- fræðingnum Cesare Lombroso, en var í raun aðeins hentistimpill valdhafa á atónalli mús- ík, jassi og umfram allt tónverkum eftir gyð- inga. I kjölfar téðrar endurskoðunar komu upp hugmyndir um að gefa út gleymd tónverk frá þessum viðsjálu tímum. Hjá Decca hófst útgáfuröð undir nafninu Entartete Musik árið 1993, og þegar hafa komið út verk eft- ir Korngold, Schreker, Krenek (Jonny spielt auf) og Goldschmidt. Meginátylla Hitlersstjórnar til að setja hinn dagfarsprúða ogtrúhneigða kaþólikka Walter Braunfels (1885-1954) á svartan lista var, að annað foreldrið var gyðingur. Ekki virðist heldur hafa bætt úr skák, að tónskáldið hafði 20 árum áður hafnað beiðni nazista um að semja flokknum baráttusöng(l). Örlagaárið 1933 var einnig árið sem Braunfels var rek- inn úr rektorsstöðu sinni við tónlistarháskól- ann í Köln, er hann hafði sjálfur tekið þátt í að stofna með tilstyrk borgarstjórans, Konrads Adenauers. En í stað þess að flýja land eins og Hindemith, Weill og Korngold, fluttist Braunfels suður til Konstanz við sviss- nesku landamærin, hafði hægt um sig og beið þess að stytti upp um síðir. Eftir stríð voru sum nýrri skúffuverka Braunfels flutt, en ein mesta „fjöðurin" í hatti óperutónskáldsins, Fuglarnir, er hlotið hafði afar velheppnaða frumuppsetningu í Múnchen 1920, varð engu að síður að liggja í fullkomnu þagnargildi í meira en 60 ár, áður en hún var hljóðrituð í fyrsta sinn með þessari upptöku frá því í hitteðfyrra. Sagan er byggð á gamanleik Arístófanesar frá 414 f.Kr., allegórískri ádeilu um fíkn Aþeninga í lagaþref og málaferli. Umgjörðin er samráð fugla um að svelta goðin á Ólympsfjalli með því að loka fyrir lífsviðurværi þeirra, fórnar- reyk frá mannheimi. Gera fuglar sér virki, heyja stríð við Ólympsveija og fóru í frumút- gáfu Arístófanesar með sigur af hólmi. Hinn guðhræddi Brauenfels mátti þó ekki til slíks hugsa, heldur breytti söguþræðinum og lét goðin bera hærri hlut frá borði að leikslokum. Fátt verður heyrt af tónlistinni sjálfri er hefði getað stuðað íhaldssaman smekk naz- ista; hún er í alla staði ljúf og aðgengileg. M.a.s. má fínna kórkafla sem í anda geta minnt á uppáhaldsóperu þjóðernissósíalis- mans, Meistarasöngvarana í Núrnberg, enda var Wagner meginkveikjan að tónsmíðaferli Braunfels, nánar tiltekið Tristan og ísold. En þó að Göbbels & co. hafi tæplega nennt að kafa það djúpt, úr því höfundur var stimpl- aður Untermensch á annað borð, gæti maður svo sem ímyndað sér, að áherzla Braunfels á andlegu hlið mála og hið fíngerða, „loft- kennda“ tónamál hans hefði þótt á skjön við stórþýzkan garpskap. Óperan er auðheyrilega kjörin leikhúsmús- ík sem nýtur sín án efa bezt á sviði, þó að kór- og hljómsveitarkaflar einkum seinni' þáttar komist einnig prýðisvel til skila heima í dagstofunni. Flutningur er allur afbragðs- góður, hljómsveitin fyrsta flokks (eins og heyra mátti undir stjórn Ashkenazys á síð- ustu Listahátíð) og Berlínarútvarpskórinn ferskur og nákvæmur. Einsöngvararnir standa og vel fyrir sínu, eftirminnilegast hin tandurtæra kórverska Hellen Kwon í hlut- verki næturgalans, og hljóðritunin er vönduð eins og búast mætti við af þessu eftirtektar- verða framtaki Decca. BEETHOVEN Luðwig van Beethoven: Fiðlusónötur 1-10 (Op. 12/1-3, Op. 23, Op. 24, Op. 30/1-3, Op. 47 og Op. 96). Itzhak Perlman, fiðla; Vladim- ir Ashkenazy, píanó. Decca (Ovation) 436 892- 895-2. Upptaka: ADD, London 1973-75. Útgáfuár: 1976/1977 (LP), 1994 (CD). Lengd (4 diskar): Verð: 4 x 1.399 kr. FYRSTU níu af tíu sónötum Beethovens fyrir fiðlu og píanó voru samdar fyrir 1804 og tilheyra þannig að mestu fyrsta sköpunar- skeiðinu, þar sem fylgt er í fótspor Haydns og Mozarts. En þó að tóngreinin sé að upp- lagi heimilistónlist fyrir áhugamenn (reyndar spyr maður sig stundum hvemig geti staðið á því, að færustu áhugahljóðfæraleikarar fýrr og síðar virðast allir hafa átt heima í Vínarborg 1780-1820), þá fer Beethoven þónokkrum fetum lengra þegar með Vorsó- nötunni (nr. 4), og sennilega myndu fæstir áhugamenn nú til dags leggja til atlögu við Kreutzer (nr. 9) í votta viðurvist. Engu að síður halda sónöturnar því auka- yfirbragði af notalegri afþreyingu sem eitt sinn var aðal kammertónlistar og sem gerir þær enn þann dag í dag að einhverri „slitþoln- ustu“ tónlist í hveiju plötusafni; e.k. popp hins hlustandi manns. Á hinn bóginn er sem æ bætist meira inntak við með hverri hlust- un, eins og jafnan gerist með beztu kammer- tónlistina, án þess þó að spilla skemmtigildi yfirborðsins. Of langt mál yrði að telja upp einstaka gimsteina á þessu Brísingameni, enda óþarft um eina af hornsteinum Vínarklassískrar stofutónlistar. Eftir er að huga að flutningi, og ég hygg að ekki sé á neinn hallað, þó að maður taki stórt upp í sig og fullyrði, að hinar 20 ára gömlu upptökur þeirra Perl- mans og Ashkenazys taki enn í dag öðru fram. Ekki aðeins fyrir nákvæmni, kraft, fágun og afbragðsgóða mótun, heldur einnig fyrir þá hreina og klára spilagleði sem skín í gegnum allt og kemur hlustandanum í gott skap, hvemig sem viðrar. Ríkarður O. Pólsson Á tímabilinu frá 1890 til 1920 segir Sveinn aö grunnurinn aó pví blómlega leikhúslífi sem nú fari fram hér á landi hafi veriö lagóur. Á þessum tíma fékk leiklistin viöurkenningu sem mótandi afl í íslensku menningarlífi; paö var ekki aöeins uppgangur í íslenskri leikritun á pessum tíma heldur varö leikhúsiö einnig mikil lyftistöngfyrir bceöi tónlist ogmyndlist í landinu, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.