Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Síða 6
dýrmætustu eign okkar, tunguna, úr dölum og fjallahéruðum Noregs út hingað. í þess- um kjörgrip er fólgið ævintýrið að vera íslendingur. 1984 íslensk menning hefur risið hæst í návígi við umheiminn. Það hefur verið henni áskor- un, aukið henni innra þrek: Funi kveikist af funa, segir í Hávamálum, eins og margt annað viturlegt. Gætum við hugsað okkur að vera án tengsla við þau? Skilja ekki þá heimsmenningu, sem við hlutum í arf og aðrir verða að njóta í þýðingum? Slík til- hugsun væri óbærilegri en önnur ógæfa, sem yfir dyndi. Samt látum við varnaðar- orð, sem vind um eyru þjóta. Tökum ekki mið af ógæfu Norðmanna, þegar þeir glöt- uðu tungu sinni. Þá munaði minnstu, að Noregur yrði dönsk hjálenda. Þeir prédik- uðu á dönsku. Við á íslenzku. Kannski reið það baggamuninn. Áherzlur breyttust, níð- höggur tungunnar nagaði rætur hennar. Og því fór sem fór. Nú vega mætustu menn að tungu okkar, breyta áherzlum í söng og tali - og vita ekki hvað þeir gjöra. Vonandi lifir íslenzk tunga af þessar stór- hættulegu tilraunir til áherzlubreytinga og ögranir við grundvöllinn sjálfan. 1985 í raun veit þó enginn hvort kominn er alvarlegur brestur í þá klukku sem enn hljómar á íslandi og við höfum einsett okk- ur að vernda á hverju sem gengi, klukku íslenzkrar tungu. Margt bendir til að klukk- an sú hljómi ekki ávailt með þeim hætti sem ætla má. Stofnanamálið í æðstu stöðum er oft geigvænlegt en það mun ekki sízt vera merki um yfirstéttartilburði eins og fyrr á öldum þegar kerfískarlar notuðu kansellístíl til að minna óbreyttan almúga sífelldlega á að hann ætti ekki að vera að skipta sér af þjóðmálum heldur láta þá sjálfa um þau. Almúginn skildi ekki einu sinni hið opinbera tungumál sem þá var í tízku. Við sjáum slíka tilburði enn á því opinbera orðfæri sem líkist meir hrognamáli en þeirri tungu sem íslenzk alþýða heur varðveitt í gegnum tíðina. Morgunblaðið hefur oft varað við þeim erlendu áhrifum sem eru skeinuhættust ís- lenzkri tungu, en svo lengi sem við höfum nokkrar áhyggjur af þróun hennar ætti okkur að vera minni hætta búin en ella. Það er skylda okkar að varðveita tunguna, varðveita samhengið í sögu þjóðarinnar, varðveita samanlagða arfleifð íslenzkrar menningar, íslenzkra bókmennta - en það verður ekki gert án varðveizlu tungunnar sem er forsenda þess að við lifum af og höldum sérkennum okkar. 1985 En hvers vegna er ekki lögð meiri rækt við íslenzka tungu í ríkisfjölmiðlinum? Hvers vegna þurfa erlend mál að glymja í honum sýknt og heilagt? Er ástæða til að þola þennan ágang - og allt fer þetta fram í skjóli ríkiseinokunar. Er þetta metnaður hins opinbera í menningarmálum? Eða verð- ur spyrnt við fótum? Verða erlendir fréttab- útar íslenzkaðir eða munu áhrifamenn á sjónvarpinu einungis leggja kollhúfur? Er það kannski vilji Alþingis? Forráða- menn ríkisins verða að svara slíkum spum- ingum. En fyrst og síðast verða þeir að eiga um þetta við samvizku sína. Ætla þeir að láta íslenzkt þjóðfélag kafna í er- lendu suði? Hvenær ætla þeir að færa sér stórbrotinn arf íslenzkra bókmennta og lista í nyt með þeim hætti sem íslenzka sjónvarp- inu sæmdi? 1985 íslenzk menning hefur aldrei verið neitt útkjálkahokur. Hún hefur verið alþjóðleg menning, sótt næringu í það bezta sem heimurinn heur haft upp á að bjóða, og þá hefur henni bezt vegnað þegar hún hefur verið í mestum tengslum við alþjóðlega strauma. Fomar bókmenntir okkar sem frægastar hafa orðið fjölluðu ekki einungis um atburði á íslandi heldur einnig - og ekki síður - um það sem gerðist með öðrum þjóðum. Þannig er frægasta rit íslenzkrar tungu, Heimskringla, undirstaða norskrar sagnarit- unar og margt í fomum bókmenntum okkar lýsir alþjóðlegri reynslu síns tíma. Við höfum aldrei verið einangruð smáþjóð, nema á ein- angrunar- og niðurlægingarárum. Þegar Is- lendingum hefur vegnað bezt hafa þeir verið í nánum tengslum við umheiminn. 1985 INDVERSKT NUTIMASKALD OG ÍSLENZKT MIÐALDARAUNSÆI ÓFÆRAN UM STÍLINN SÖGUSVIÐ meistaraverksins er í Kerala á Suður-lndlandi, og það gerist á einum sólar- hring þegar lítil stúlka er að deyja. _______EFTIR______ DAVÍÐ ERLINGSSON að er fróðlegt að sjá hve ís- lenzki skólinn í rannsóknum fornsagna á sér ríka hlið- stæðu í almennum hugsunar- hætti og voldugum misskiln- ingi. Til þess má hafa eftirfar- andi frásögu, sem er að nokkru leyti hetjusaga, og það sem við hana tengist af ummælum bókmenntamanna og forlagsstjóra í Bretlandi: Indverskur rithöfundur - fáum var áður kunnugt nafn hennar nema heima fyrir - hefur nú allt í einu skotizt fram í fylkingar- bijóst súperhöfunda veraldarinnar með því að verða sér úti um fyrirframgreiðslur sem nema munu um hálfri milljón sterlingspunda fyrir útgáfuréttinn að fýrstu skáldsögunni hennar.1 Þegar ritmiðlarinn David Godwin var búinn að lesa handritið að Guð lítilla hluta (The God Of Small Things) eftir Arundhati Roy var honum orðið svo mikið um að hann flaug beina leið til fundar við hana í Delhi. Stærstu forlög Bretlands buðu í skáldsögu þessa hvert í kapp við annað. Flamingo, deild í HarperC- ollins-fyrirtækinu, náði síðan réttindunum fyrir Sameinaða konungdæmið brezka fyrir meira en 150.000. Úr 12 löndum öðrum hafa slík kaup verið gerð fyrir háar fjárhæðir. í heild munu þau réttindakaup nema um 50 milljónum ísl. kr., eins og sagt var. (Rétt er innan sviga að biðja íslenzka höfunda og hvatamenn að stórfelldum útflutningi ís- lenzkra gæðabókmennta á „heims“-markað að gleyma því ekki að enska er alríkismál í indverska ríkjasambandinu og að það er ófátt af Indveijum sem eru annars staðar, og vitan- lega ekki fæstir í Bretlandi; og hve fátítt það er að góðar bókmenntir standizt samkeppni við stórsöluritsmíðar á hinum alvitra mark- aði. En áfram með söguna um Guð lítilla hluta.) Forlagsstjóri Flamingo, Philip Gwyn Jones sagði: „Það er mjög sjaldgæft að bók laði svona margar útgáfur út í uppboðsstríð án þess að eiga snaga til að hengja hana á [þ.e. e-s konar bakhjarl fyrir trausti sínu á þau kaup]. Þessi rann blátt áfram út af því að hún er meistaraverk sem hefur fallið alskap- að af himnum ofan. Þau koma ekki svo oft, og þegar þau koma eiga þau skilið allt það fé sem þau fá.“z Og viðurkenndi, með þeim síðustu orðum, viturleik markaðarins. Sögusvið meistaraverksins er í Kerala á Suður-Indlandi, og það gerist á einum sólar- hring þegar lítil stúlka er að deyja, en frænk- ur hennar tvær eru hjá henni og fylgjast með. [í verkinu er] „flókin saga, og það er ekkert gefið eftir til að gera lesendum það auðveldara, en meðan flestar (há)bók- menntalegar bækur eru ákaflega stílfærð- ar, þá trúir maður í þessari bók raunveru- lega því sem persónumar eru að segja“,3 sagði David Godwin, ritmiðlarinn sem flaug til Delhi. Hér er sögunni að vissu leyti lokið. Öðrum þræði hetjusögunni um indverska konu á fertugsaldri sem hefur nú lagt hinn hámennt- aða heim bókmenntanna tilbiðjandi og fé- bjóðslegan að fótum sér, en hinum þræðinum erum við með tilvitnuðum orðum Godwins hér komin að athugasemd þeirri um raunsæi í lífi og bókmenntum, sem þessi pistill á að enda á. Höfundur fréttarinnar segir, að ámóta dig- ur ritlaun séu að vísu ekki fátíð á leikvelli þess fyrirbæris sem hann nefnir the com- mercial blockbuster, meðal metsölubóka- flokksins, en það sé óvenjulegt að „bókmenn- talegar“ bækur kalli fram svo miklar fjárhæð- ir. Það sem Arundhati Roy hefur á þessu stigi fengið er jafnt því sem Martin Amis fékk fyrirfram fyrir The Information í fyrra. Bókaútgefendur eru snarari í snúningum nú en nokkru sinni fyrr, segir Godwin: „Bók- menntasnatar eru nú um allan heim, sem hafa það að verkefni að frétta af nýjum bók- um. Orðsins snælda þeytist um þveran heim- inn með furðulegum hraða.‘M En í fyrr tilvitnuðum orðum þessa Godw- ins, bókmenntavinar og ritsala, vakir og sést sú trú, vituð eða óvituð, að þær skáldbók- menntir séu merkilegastar og beztar sem nái, og sigri mann með, þeim raunsennileika (mimesis) að maður trúi því i raun og veru sem fólkið segir í sögunni. Iskilin undir sam- henginu, en ekki nauðsynlega vituð í huga þess sem talar, er sú hugmynd að slíkur raunsennileiki náist með því að „stílfæra“ ekki, heldur líklega aðeins skrifa efnið eins og það er. Þetta er hugmyndin um eftirsköp- un eða eftirlíkingu veruleikans, mimesis. Þessu má síðan líkja við það, í fyrra lagi, þegar íslendingar flestir trúðu um langan aldur talsvert bókstaflega því sem stóð í text- um fornsagna þeirra; en í öðru lagi við það þegar fræðimenn nútímans af svonefndum íslenzkum skóla nálguðust sömu bókmenntir með skyldu hugarfari; þeir sáu það að forn- menn hefðu, skv. heimildunum, verið heiðir og heilbrigðir í anda, þ. e. yfirleitt skynsam- ir raunsæismenn (ekki alls ólíkir sjálfsímynd fræðimannanna), og af þvi hefðu svo bók- menntir þeirra vitanlega mótazt. Þessir fræðimenn vildu og kváðust fjalla um forn- sögumar sem bókmenntalega sköpun (skáld- skap), en hvenær sem textar voru svo raun- sennilegir að þeir virtust ekki gefa tilefni til annars - vom ekki „stílfærðir" eða tilgerðar- legir - var eigi að síður litið á þá sem frásög- ur af sönnum atburðum, þ.e. sem sannsagn- ir og sagnfræði. Því eiga orð Godwins um indversku skáld- söguna líka við, þau gætu að breyttu breyt- anda verið töluð fyrir munn hrekklauss og ógætins fulltrúa íslenzka skólans um einhvem góðan, raunsennilegan fomsögutexta. Menn íslenzka skólans vom að vísu að reyna að vaxa frá þessu stigi þekkingar, en sá vöxtur gekk aldrei nógu vel, sökum kraftsins í þeirri goðsagnarhugmynd hjá okkur manneskjum, sem gerir sennileika - og frásögu sem ber einkenni hans - að sannleika. Sannleiks-hug- myndin burðast vitanlega ekki með stíl. Ófæran sem ég nefndi í fyrirsögninni er því þessi, eða getur verið, hvort heldur hjá Godwin eða öðmm á raunhyggjuöld: Það er ekki til neitt stílfærsluleysi nema í andvara- lausri hugsun þeirra sem verður það á að setja jafnaðarmerki milli frásagnar og raun- vemleika einhvers hlutar. Stílfærsluleysi þess sem sé „bara“ hinn sagði sannleikur er sá voldugi misskilningur, ríkur í almennum hugsunarhætti, sem nefndur var í upphafi. Öll orðun er stílfærsla. En í samhengi eins og tilvitnuðu orðunum hans Godwins ritmiðl- ara merkir stílfærsla í rauninni dálítið annað fyrirbæri: það að skreyta þann frásagnargrip sem verið er að búa til í áttina burtu frá beinni heiðarlegri sannleiksskýrslu, eða frá mimesis þeirri sem ekki skreytir né breytir út af tilgerðarlausri aðferð sannsagnarinnar. Slík skreytni var ekki aðferð heiðarlegrar stofnsetningar sannleikans í munnmennta- þjóðfélagi eins og því sem lagt hefur íslend- ingasögum til meginaðferðina í veruhætti þeirra. Sá vandi, að hugsun okkar skreppur milli þessa skilningshátta um stíl og stíl- færslu, mun halda áfram að fylgja okkur, og er ekki að harma það, heldur vera vitandi um það og varast vitleysu sem af getur leitt. Niðurstaða þessa máls skiptir svo miklu að ástæða er til að hnykkja á henni með samlíkingu sem hverfir í mynd kjarna þess sem sagt hefur verið: Liðamótalaus einfætingur mundi ekki þykja björgulegur til ferðalags. Við blasir, að líkja mætti athugun, hugsun og framsetn- ingu skálds eða fræðimanns við sjálfan farar- lim einfætingsins með öllum liðamótum þeg- ar hann bæri sig um. En hreyfingin sjálf, í merkingunni það hvernig einfætingurinn ber sig og sinn burðarlim sem aftur ber hann, það er stíllinn. Og því væri ámóta viturlegt, heimspekilega séð, að tala um stíllaust mál og að trúa því að liðamótalaus einfætingur gæti lifað eðlilegu einfætingslífi. En þegar menn hugsa eins um stíl og margnefndur Godwin og þorri þeirra ís- lenzkra raunhyggjumanna sem ritað hafa fræði um bókmenntir - og þar með óhjá- kvæmilega um stíl - á okkar öld, þá ætti nú samt að mega nægja líkt og áðan var gert að samjafna málflutningi þeirra við sömu einfætta skepnu, rétt hrokkna úr mjaðmarl- iðnum þá stundina, en gædda svo öflugum liðböndum að skepnan hoppaði með nokkrum hætti áfram, þótt illa væri hún fær - stund- um úr liðnum en stundum í, á vegferð sinni. Það er ekki heldur eðlilegt líf. Heimildir: 1. Heimild mín er frétt eftir Alex Bellos [ brezka blaðinu Guardian Weekly 8. sept. 1996, bls. 9. 2. Á ensku féllust honum orð þannig: „It is very unusual for a book to attract that number of publis- hers for a bidding war without a hook to hang it. This one just ran away because it is a masterpiece that has fallen out of the sky fully formed. They don’t come around that often and when they do they des- erve all the money they get.“ .3 Orð Godwins á eigin máli: „It [skáldsagan] has a complicated story, and there is no compromise to the reader, but whereas most liter- ary books are tremendously stylised, in this book you really believe what the characters say.“ 4. „There are literary scouts all over the world whose job it is to hear about [new books]. Word now spins across the world with remarkable speed." Höfundur er prófessor við Hóskóla íslands. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.