Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 8
Alþjóðlegt tímarit um arki- tektúr sem heitir The Arc- hitectural Review, fjallaði í ágúst síðastliðnum sér- staklega um byggingarlist í Noregi. Meðal þess sem vakið hafði sérstaka at- hygli og um var fjallað, var sjóminjasafn í Rorvik. Höfundur þess: íslenzki arkitektinn Guðmundur Jónsson. Myndin sem hér fylgir birtist í tímaritinu og er raunar tölvuteikning frá hendi Guðmundar og sýnir hvað hægt er að gera með þessu nýja hjálpartæki. Þegar Guðmundur var hér á ferð í októ- ber bar vel í veiði að spyrja hann nánar um safnið í Rorvik, sem er í Norður-Þrændalög- um, lítið eitt norðan við Þrándheim og á líkri breiddargráðu og Reykjavík. Rorvik er lítill útgerðarbær og á sér langa sögu; var raun- ar þýðingarmeiri útgerðarbær áður fyrr en nú. A tímum smábátaútgerðar var þar mik- ill bátafjöldi og veruleg umsvif. Samkeppni fór ekki fram, heldur var Guð- mundur ráðinn til þess að teikna safnið og hann fékk mjög frjálsar hendur. Til dæmis fékk Guðmundur að ákveða byggingarstað- inn, skipulagið í kring og meira að segja framtíðarskipulag fyrir bæinn. í Rorvik var sjóminjasafn fyrir og hefur það útibú víðsvegar í grenndinni, verbúðir og fleira sem tengist liðnum tíma og látið er vera í sínu upprunalega umhverfí. Nýja safnið er í rauninni menningarmiðstöð, sem hefur fengið forn-norrænt heiti: NORVEG. í því felst tilvísun til siglingarleiðarinnar norður með Noregi. Menningarmiðstöðin er skilgreind á norsku sem ecomuseum, þ.e. umhverfissafn, en partur af því er sjóminja- DRAUGEN menningarmiðstöðin á Hamaroy. Hér hlaðið úr steini en gler á þakinu og birtan kemur að ofan. FJORAR MENNINGAR- MIÐSTÖÐVAR í NOREGI safn, þar sem haldið verður til haga allskon- ar gerðum af bátum. Kostnaðurinn er áætl- aður 3,5 milljarðar ísl. króna. Guðmundur sagði að meginhugmynd sín væri samspil þess gamla og þess nýja. Þá hugmynd lætur hann endurspeglast í ytra útliti hússins. Annarsvegar minnir miðhluti þess á nútíma skipsskrokk úr stáli, en hins- vegar eru sveigðir fletir sem taka mið af seglum. Að innanverðu eru svo rár og stálvír- ar til að undirstrika þetta enn frekar. Sjóminjasafnið í Rorvik er 2.600 fermetrar að flatarmáli og mesta hæð undir loft er 20m. Bak vð „segl- in“ er opið upp um meira en þijár hæðir; þar er forsalur og veitingaað- staða. „Skipskrokkurinn" sem er lit- aður brúnn á tölvuteikningunni, er þijár hæðir. Þar er eldhús, aðstaða fyrir tímabundnar sýningar, af- greiðsla og minjagripabúð. í þriðja lagi er svo stór fyrirlestra- og kvik- myndasýningarsalur og þar getur húsið orðið almenn menningarmið- stöð fyrir bæjarbúa. Safnið er byggt á tanga sem skag- ar út í sjóinn við hafnarmynnið í Rorvik og út frá húsinu eru smá- bátabryggjur. Það er ekki út í bláinn að húsinu er valinn staður á tangan- um. Bæði tengist það sjónum vel á þenn hátt, en hér er líka tekið mið af því, að mikil umferð farþegaskipa er norður með Noregsströnd. Far- þegar koma í land þar sem eitthvað merkilegt er að sjá og slík umferð tryggir safninu og minjagripasöl- unni tekjur. Fjoróarmidstöó ■ Geirangursfirói Guómundur Jónsson arkitekt býr og starfgr í Osló og hefur mörg járn í eldinum. Ekki færri en fjórar menningarmiðstöðvar sem hann hefur teiknað fyrir —------------------------------f------------ Norðmenn, munu rísa á næstunni. GISLI SIGURÐS- SON kynnti sér málió. fram allt dregur útlenda ferðalanga til Nor- egs eru hinir nafntoguðu firðir á vestur- ströndinni. Þangað sigla lúxusfleyturnar, en það er ekki nóg. Allsstaðar er um það talað að ferðamannastraumur sé til lítils ef ferða- mennirnir skilja ekkert eftir í beinhörðum peningum. Til þess verður að skapa aðstöðu. Geirangursfjörður er einn af þessum djúpu fjörðum í Noregi sem eru eins og skornir inn í fjalllendið. Þarna er einn frægasti ferða- mannastaður í Noregi og nú er túristunum ætlað að koma við í Fjarðamiðstöð- inni, sem Guðmundur hefur teiknað. Þar fór fram samkeppni meðal arki- tekta, sem hann vann. Víðast hvar í Geirangursfirði er ómögulegt að byggja hús, því ekkert undirlendi er til. En á „sillu“ út við fjarðar- mynnið var hægt að byggja 2.500 fermetra hús og Guðmundur form- aði það eins og atgeir sem stefnir út í fjörðinn. í menningarmiðstöðinni' í Geir- angursfirði á að sýna lífið í þesum djúpu, þröngu fjörðum, þar sem menn urðu að byggja á stöllum og stundum varð að nota vað til að komast heim og heiman, bæði með fólk og fé. En þarna stunduðu menn líka sjóinn. Þetta byggðasafn snýr meira að fortíðinni, en sitthvað verður þar líka um nútímalíf. Bílvegur er aðeins öðrum megin fjarðarins; víða sprengdur inn í bergið. Ferðamenn hófu að leggja leið sína í Geirangurs- Ijörð um og eftir síðustu aldamót. þó eru þar aðeins tvö eða þijú hót- í framhaldi af spjalli okkar um sjó- minjasafnið í Rorvik, kom í ljós að Guðmundur er með fleiri norskar menningarmiðstöðvar í takinu. Fáar þjóðir hafa betri fjárráð til hlaða undir sína menningu og ekki vantar þá heldur metnaðinn. Fyrir utan ol- íuauðinn hafa þeir verulegar tekjur af ferðamönnum og það sem um- NORVEG Menningarmiðstöðin í Rörvik er m.a. sjóminjasafn og f útlitsteikningunni tekur Guðmundur mið af tvennskonar skipum. Minni teikningin sýnir þversnið. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.