Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 9
„ATGEIRINN", menningarmiðstöðin í Geirangursfirði. el, lítil byggð og engir bæir, því engin skil- yrði eru til þess. Á teikningunni sem hér fylgir með, sést nokkurn veginn hvernig húsið lítur út úr lofti, eða ofan úr fjallinu. Þar er gert ráð fyrir sýki sem umlykur næstum safnið, en „atgeirinn" myndar bæði brú yfír sýkið og verður síðan einskonar öxull, eða miðja eftir endilöngu húsinu. Draugen-mióstöóin á Hamarsy Á æskustöðvum Knut Hamsun skammt frá Lofoten er Hamareyjan. Guðmundur hefur teiknað menningarmiðstöð, sem þar er að rísa og er hún kennd við Draugen, sem er sama orð og draugur á íslenzku. Sjómenn á þessum slóðum trúðu á tilvist sjávardraugs sem sigldi um á hálfum báti. Menn í sjávar- háska sáu hann gjaman rétt áður en þeir fórust. Hamareyja tengist landi með mjóu rifí; þar þykir mikil náttúrufegurð, en eyjan er lítið byggð. Hér er ekki um byggðasafn að ræða, heldur miðstöð fyrir margskonar sýn- ingar. Beitt verður ljósmynda- og kvik- myndatækni, en megin inntakið og efniviður- inn er goðsagan, maðurinn og náttúruöflin. Grunnhugmynd Guðmundar er í stórum dráttum bátsform. Þakið, sem er úr gleri, minnir á bát á hvolfi, framendinn minnir á fískhjall, en veggir em úr hlöðnu gijóti. Birt- an í húsinu kemur að ofan, en veggirnir eru heilir og hallast, bæði að utan og innan. SAPMI- samiskur temogaróur. Þetta er verk sem Guðmundur vann í lok- aðri samkeppni. Sú menningarmiðstöð verð- ur byggð í Karasjokk á Finnmörku og safn- inu er ætlað að halda til haga menningu Sama. Þessi miðstöð er minni en hinar, 700 fer- metrar, og að mestu neðanjarðar; rétt eins og hóll hafi verið holaður að innan. Innan úr hólnum rísa síðan burðarvirki, sem minna á tjöld Sama. Þar eru 14m undir loft og birtan kemur ofanfrá. Innandyra verða ekki sýningargripir, heldur er þeim ætlað að vera í garði umhverfís. En inni í „hólnum“ ræður hátæknin og munu bandarískir sérfræðingar sjá um þá hlið málsins. Sérstök áherzla verð- ur lögð á dulúðina, en sögumaður er nauð- synlegur í samfélagi Sama og því verður hann á sínum stað. Segja má að öíl aðstaðan og tæknin gangi út á það að gera sagnir úr heimi Sama áhrifamiklar. Þar að auki eru í húsinu íbúðir og veitinga- aðstaða. Búið er að fjármagna fyrsta hluta byggingarinnar og framkvæmdir hefjast inn- an skamms. SAPMI - Samískur temagarður í Karasjokk. GUÐMUNDUR Jónsson, arkitekt mennlng- armiðstöðvanna fjögurra, hér með Gro Harlem Brundtland við opnum sýningar- sem hann hannaði í Stryn og er um nátt- úru við jökulinn Justedalsbreen. STEINN STEINARR AÐ FENGNUM SKÁLDALAUNUM Svo oft hef ég grátið og harmað mitt hlutskipti í ieynum og horft inn í framtíð, sem beið mín þögul og myrk. Þetta fallega kvæði er ort í þeim tilgangi einum að óska mér sjálfum til lukku með skáldastyrk. Hér áður fyrr. Það er satt, ég var troðinn í svaðið. Hvar sáuð þið mannkynið komast á lægra stig? Ég var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið, og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig. Ég var úrkastsins táknræna mynd, ég var mannfélagssorinn, og mér var hvarvetna synjandi vísað á braut, en þrjózkan, sem lágvöxnum manni í blóðið er borin, kom bágindum mínum til hjálpar, ef allt um þraut. í kulda og myrkri ég kvað og ég baðst ekki vægðar, og kvæðið var gjöf mín til lífsins, sem vera ber. Eg veit hún er lítil, og þó var hún aldrei til þægðar þeim, sem með völdin fóru á landi hér. En eitthvað er breytt, og annaðhvort ég eða þjóðin er ekki jafn trúföst sem fyrr við sín markmið og heit, því nú hefur íslenzka valdstjórnin launað mér Ijóðin eins og laglega hagorðum framsóknarbónda í sveit. Samt þakka ég auðmjúkur þetta, sem ég hef fengið, en þrálát og áleitin spurning um sál míina fer: Er stríðinu lokið? Er loksins til þurrðar gengið það litla af ærlegri hugsun, sem fannst hjá mér? Því einnig ég man þann lærdóm, sem lífið mér kenndi, hve lágt eða hátt sem veröldin ætlar mér sess: Þau bláköldu sannindi, að allt, sem innt er af hendi, í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess. Við birtingu Ijóðsins í Lesbók 9. nóv. sl. urðu þau meinlegu mistök að þrjú síðustu erindin féllu niður og er því Ijóðið endurbirt! heild. Lesendur eru beðnir velvirðingar ó þessu. SAMBAND LÍFSINS í ALHEIMI EFTIR STEINAR PÁLSSON egar ég nú fyrir skömmu leit á fæt- urna á mér, datt mér í hug að þetta væru reyndar töluvert einkennilegir fætur, hvorki með hófa, klaufir né klær. Þó eru hendumar sennilega ennþá merkilegri. Hendur mannsins eru svona vegna þess hlutverks, sem þeim er ætlað að vinna í framtíðinni, en ekki vegna nátt- úru úrvals sem Darvin talaði um. Það er augljóst að margar breytingar á tegundun- um hafa orðið til vegna þarfar á framþróun til fullkomnara lífs. Hvernig verður vængur- inn á fuglinum til? Vængurinn er hin mesta furðusmíð. Fjaðrirnar á vængnum eru allt í senn, léttar, sterkar og þéttar. Þessi furðu- smíð hlýtur að hafa orðið til á afar löngum tíma. Til hvers gat fuglinn hafa notað þetta tæki á meðan það var að skapast? Þarna er það augljóst að vængirnir verða til vegna framtíðarinnar. Fuglinum er ætlað að verða fullkomnust skepna jarðarinnar við hlið mannsins. Það er aðeins ein skýring til á hinum miklu stökkbreytingum tegundanna, en það er hið mikla samband lífsins í alheimi. Líf hefur verið til á okkar jörð í milljónir ára og á eftir að vera til á þessari jörð miklu lengri tíma. Með furðulegum hætti kviknar líf af lífi og þannig hefur lífíð byij- að á þessari jörð. Það hefur kviknað fyrir áhrif frá hinu mikla sambandi lífsins í al- heimi. Allar breytingar á framþróun lífsins hér á jörð, sem stefna til meiri framfara, verða fyrir áhrif frá sambandi lífsins í al- heimi. Mannkynið á okkar jörð hefur lengi stað- ið á eins konar krossgötum, þannig að fram- haldið virðist erfitt, nema menn átti sig á stefnunni. Frásagnir Helga Pjeturss af sýnum hans frá æðri tilverusviðum eru ákaflega merki- legar, ekki síst vegna þess hvað þetta kom honum á óvart. Hann segir: „Og sem ég horfði á guðinn frá mér numinn, lagði allt í einu breiðan bjartan geisla af vörum hans í áttina til mín, og ég heyrði undarlega annarlega, óumræðilega fagra rödd sem sagði: „bróð- ir“. Dálitla stund, ég hafði vitanlega ekki hugsun á að athuga hvað lengi, stóð þessi dýrlega vera og horfði á mig, en hvarf síð- an.“ Svipað þessu bar fyrir Helga í fá skifti og þótti honum mikið mein að ekki varð framhald á því. Þessar sýnir urðu til þess að Helgi fór að hugsa meira um lífið og framhald þess. Svona vitranir sýna okkur að við þurfum að átta okkur á leiðinni fram. Með miklum erfíðleikum er mannkynið kom- ið nokkuð á leið. Áfram verður að halda, leið afturábak er ekki til, það væri aðeins hrun. Það er hætt við að hin nauðsynlega framsókn mannkynsins til áframhaldandi þroska takist ekki nema mannkynið átti sig á framhaldinu. Við lifum á viðsjárverðum tímum. Mönnum hefur nú tekist að afla sér allmikillar þekkingar á efninu og hegðun þess. Menn óttast nú, að með kjarnorku væri hægt að eyða mest af öllu lífi á jörð á stuttri stund. Okkur gengur seint að átta okkur á, að þróun lífsins á þessari jörð er skammt á leið komin og verður að ná meira og fullkomnara sambandi við lífíð í alheimi. Valdamenn hér á okkar jörð þurfa að gera sér einhveija grein fyrir framþróun lífs- ins. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir, að framþróun lífsins á þessari jörð hlýtur að verða á þeirra ábyrgð, að hún verði ekki stöðvuð. Höfundur býr í Hlíð í Gnúpverjahreppi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.