Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Qupperneq 10
MALAÐ A UMBÚÐA- PAPPÍR Gunnlaugur Scheving hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík fyrir sjötíu árum og í tilefni af því veróur í dag opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir hann í Stöðlakoti. Myndirnar, sem ekki hafa verið sýnd- ar hér á landi áóur, eru í eigu Gunnlaugs Þórðar- sonar en hann var góður vinur listamannsins allt frá því hann kynntist honum fyrst árið 1943. ÞROST- UR HELGASON ræddi við Gunnlaug og Huldu Jó- sefsdóttur, framkvæmdastjóra Stöólakots, um lista- manninn og verk hans. GUNNLAUGI Scheving segist nafni hans Þórðarson hafa kynnst fyrst árið 1943 þegar hann heimsótti listmálarann til að kaupa af honum plássmynd eins og hann kallaði það. Listamaðurinn sagðist ekki vita hvað plássmynd væri og ætlaði að leggja hurðina aftur en í sömu andrá stundi pilturinn í dyragættinni því upp að hann ætti við málverk af einhveiju sjávar- plássi. Opnaði listamaðurinn þá dymar upp á gátt og bauð stráknum inn. Þetta varð upphaf að ævilöngum vinskap nafnanna og | segir Gunnlaugur að þessi heimsókn sín til ; listamannsins hafi verið eitt mesta heilla- ) spor sem hann hafí stigið. Gunnlaugur Scheving listmálari fæddist | í Reykjavík 8. júní 1904. Hann dvaldist á l Austurlandi fram til ársins 1921, síðan í ; Reykjavík í tvö ár og fékk þar tilsögn í teikn- ingu hjá Guðmundi Thorsteinssyni listmál- ara og Einari Jónssyni myndhöggvara. Arið 1923 hélt Gunnlaugur til Danmerkur og nam við teikniskóla Viggos Brandts einn vetur. Ári síðar fór hann til Kaupmannahafnar á ný og stundaði þá nám við konunglega Lista- háskólann árin 1925 til 1929. Gunnlaugur sýndi í fyrsta skipti á Seyðisfirði á náms- árum sínum en eftir heimkomuna tók hann þátt í fjölda samsýninga, bæði innanlands og utan. Má þar nefna þátttöku í september- sýningunum 1947 til 1952, sýningu með Þorvaldi Skúlasyni árið 1943, svo og sam- sýningu á verkum hans og Siguijóns Ólafs- ' sonar myndhöggvara á Sjálandi 1970. Yfír- litssýning á verkum Gunnlaugs var í Lista- safni íslands árið 1970. Gunnlaugur Sche- ving lést í Reykjavík árið 1972. Var af Ilestum álitinn klessumálari Vatnslitamyndirnar sem sýndar verða á sýningunni í Stöðlakoti eru allar í eigu Gunnlaugs Þórðarsonar. Gunnlaugur segist hafa keypt mikið af myndum af listamann- inum. „Eg sá fyrst myndir eftir hann á sýningu sem var haldin í Grænmetisskálan- um svokallaða við Garðastræti árið 1943. Þar sýndi þá einnig Þorvaldur Skúlason og ég hreifst mjög af list þeirra beggja. Gunn- laugur var fátækur á þessum árum og leið skort eins og sést ágætlega á myndunum á sýningunni frá þessu tímabili en þær eru málaðar á brúnan umbúðapappír. Hann var af flestum álitinn klessumálari þegar hann kom heim frá námi og átti sér ekki marga málsvara. Allt fram að þeim tíma sem ég kynntist honum höfðu samt nokkrir velunn- arar hans í nokkur ár stutt hann með mánaðarlegum fjárframlögum og fengið svo málverk í staðinn. Meðal þeirra voru frú Anna Friðriksson, sem verið hafði gift Ólafi Friðrikssont Sigurður Guðmundsson arkitekt, Markús Ivarsson, forstjóri Héðins, og Valgeir Björnsson, síðar hafnarstjóri. Eftir að ég kynntist Gunnlaugi fór ég að koma með menn í heimsókn til hans í því skyni að fá þá til þess að kaupa af honum verk. Gunnlaugur var afskaplega hlédrægur og ljúfur í viðkynningu. Hann var mikill húmor- isti og sá alltaf björtu hliðarnar á tilverunni þótt hann hafi ekki alltaf borið mikið úr býtum. Mér þykir hann bera af íslenskum málurum, verkin hans eru afar mikil í sér, stór, eins og sést kannski best í sjómanna- myndum hans. En um leið getur hann dreg- ið þessa fínu drætti svo sem í þeim myndum sem verða sýndar hér í Stöðlakoti." Góö Móólifslýsing Hulda Jósefsdóttir í Stöðlakoti segir að sýningin sé haldin í tilefni þess að sjötíu ár eru liðin frá því að Gunnlaugur Scheving hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík. „Þetta einkasafn Gunnlaugs Þórðarsonar er afar sérstakt, einkum vegna þess hve heillegt það er og mikið að vöxtum. Myndlistarsöfn í einkaeign eru sjaldgæf á íslandi og þarna virðist hafa verið safnað af ástríðu og inn- sæi. Ég vil leggja sérstaka áherslu á fræðslu- gildi sýningarinnar. Unga fólkið í dag veit ekki hver Gunnlaugur Scheving var en þama er um að ræða vel og afar fallega varðveitt verk sem sýna upphaf langs og merks listfer- ils listamannsins. Verkin eru flest frá tíu ára tímabili, 1933 til 1943. Sýningin er líka góð þjóðlífslýsing; krepp- an, lifað var við þröngan kost í öllum skiln- ingi, málað á brúnan umbúðapappír. Lát- laust umhverfí Stöðlakosts þykir mér líka hæfa verkunum vel, nálægðin magnar hin ljúfu áhrif kyrrðarinnar og friðsemdarinnar sem mér hefur alltaf þótt einkenna verk Gunnlaugs Scheving." Þoldi ekki fáteektina Gunnlaugur segir að þessar myndir hafi sumar verið í eigu hans frá upphafi. „Sum- ar hef ég keypt síðar. Ég keypti til dæmis mynd af danskri eiginkonu Gunnlaugs, UR Grete Link Grönbech, sem skildi við hann rétt fyrir stríð. Hún var listmálari og þau höfðu kynnst í listaakademíunni í Kaup- mannahöfn. Þau giftust og hún flutti með honum til íslands en hún fór aftur til Dan- merkur árið 1938 vegna þess að hún þoldi ekki fátæktina sem þau bjuggu við. Hún giftist síðan dönskum listmálara sem hafði verið skólabróðir Gunnlaugs. Um þessi ár hér á íslandi hefur Grete skrifað bók sem hún kallaði Árin okkar Gunnlaugs og var það í senn ömurleg og áhrifarík lýsing á fátækt þeirra. Ég kynntist Grete vel seinna í Danmörku og okkur varð vel til vina.“ Gunnlaugur segist að lokum hafa haft áhuga á myndlist frá því að hann „fór fyrst að hugsa eitthvað", eins og hann orðar það, eða frá unglingsárum. Hann hafi jafnvel dreymt um að verða málari en faðir hans hafi ráðlagt honum að mennta sig. „Hann bætti því við að það væri ekki síður mikil- vægt að kunna að meta myndlistina og dá hana; það væru svo fáir meðal okkar íslend- inga sem kynnu það. Ég hef verið listunn- andi upp frá því, er að ég hygg dæmigerður safnari, safnari eins og þeir eiga að vera; það er engin mynd mér svo kær að ég geti ekki látið hana frá mér. Allar myndirnar á sýningunni eru þess vegna falar.“ FRÁ Stykkis 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.