Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Qupperneq 12
UPPHAF NÚTÍMALEIK- r / Sveinn Einarsson, leik- húsfræóingur, leikstjóri og rithöfundur, hefur lok- ió vió síóara bindi sögu íslenskrar leikritunar og er bókin væntanleg ó SON hitti Svein aó móli í tilefni þessa og baó hann um aó rekjg fyrir sig helstu nióurstöóur rannsókna hans. Bókin 1890 til 1920 en þaó segir Sveinn aó hafi markaó tímamót í sögu íslenskrar leiklistarsögu. SVEINN EINARSSON lauk fil. lic.-prófi frá Stokkhólmshá- skóla árið 1964 og varði þá ritgerð sem fjallaði um ís- lenska leiklist og leikritun á árunum frá 1890 til 1920. í ritgerðinni hélt hann því fram að á þessum árum hefði í fyrsta skipti orðið til íslensk leiklist sem átti listarheitið skilið. Ritgerðin er grunnur- inn að síðara bindi íslenskrar Ieikritunar sem Sveinn hefur nú lokið við en það er væntan- legt á markað í útgáfu Hins íslenska bók- menntafélags fyrir jól. „Þegar ég fór út til náms árið 1954,“ s ségir Sveinn, „var ég ákveðinn í að læra eitthvað í leikhúsfræðum sem var þá frekar ung námsgrein. Það voru ekki margir skólar sem höfðu hana á námsskrá sinni; hægt var að fara til Kapmannahafnar, ýmissa borga í Bandaríkjunum og Þýskalandi, Vínarborg- ar, Birmingham og Bristol á Bretlandi og til Stokkhólms sem mér leist best á. Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar og þessi fræði orðin hluti af námsskrám flestra háskóla; á Norðuriöndunum hygg ég að allir háskólar hafi kennarastöðu í leikhús- fræðum nema einn, sem er Háskóli íslands. Það er vitanlega orðið löngu tímabært að bæta úr þessu enda hefur leikhúsið notið mikillar alþýðuhylli hér á landi allt frá síð- ustu öld. Verkefnin eru líka óþijótandi. Hér . vantar tilfínnanlega grunnrannsóknir sem hægt er að byggja frekari athuganir á og slík vinna fer helst fram innan háskólans. Nýlega hafa líka tveir menn lokið doktors- prófi í þessum fræðum, Terry Gunnel og Jón Viðar Jónsson, og ætti því ekki að vera skortur á kennurum." Sveinn gaf aldrei ritgerð sína út enda hafði hann heitið því að halda rannsóknun- um áfram. Þegar heim kom tóku hins vegar við tímafrek verkefni sem ollu því að fræði- störfin sátu mikið til á hakanum. „Ég hef samt alltaf verið að grúska eitthvað í þessu verkefni og síðastliðin fimm ár hef ég ein- beitt mér að því. Þannig má segja að á bak við bókina liggi þijátíu ára starf." Á tímabilinu frá 1890 til 1920 segir Sveinn að grunnurinn að því blómlega leik- húslífi sem nú fari fram hér á landi hafí verið lagður. Á þessum tíma fékk leiklistin viðurkenningu sem mótandi afl í íslensku menningarlífi; það var ekki aðeins uppgang- ur í íslenskri leikritun á þessum tíma heldur varð leikhúsið einnig mikil lyftistöng fyrir bæði tónlist og myndlist í landinu. Leiklist- inni sjálfri fleygði líka fram og ytri aðstæð- ur breyttust mjög til batnaðar, Iðnó var reist og fleiri hús en auk þess var lagður grunnur að byggingu Þjóðleikhússins. „Á þessum tíma varð til leiklist hér á landi. Hitt voru leiktilraunir og leiktilburðir en starfið á þessum tíma einkenndist af list- rænum metnaði og listrænni meðvitund. Þetta merkilega vakningartímabil í sögu íslenskrar leiklistar og leikritunar skoða ég út frá sem flestum sjónarhomum í bókinni." Leikió úli um alll land Það segir okkur til um hvað var að gerast í íslensku leikhúslífí í kringum aldamótin síðustu að reist voru fjögur hús í Reykjavík sem leiklistin átti athvarf í; Góðtemplarahús- ið, Fjalakötturinn, Báran og Iðnó. „Og það sem meira er,“ segir Svemn, „það rís fjöldi húsa úti um allt land. Áður höfðu menn leikið þar sem hægt var að koma því við; strákamir í Skálholti léku úti á hlaði og á milli húsa, inni í skólastofum, leikið var á loftinu á Bessastöðum og í Lærða skólanum hér í bænum, það var leikið inni í stofu hjá amtmanni, í yfirréttarhúsinu, í gildaskálum og úti um land var leikið í pakkhúsum kaup- manna, í hálfbyggðum kirkjum, í baðstofum þótt þröngar væm og raunar alls staðar þar sem því varð við komið. SVEiNN Einarsson Það verður því ekki aðeins breyting hér í Reykjavík heldur er bókstaflega farið að leika úti um allt. Þetta byrjaði á ísafírði og svo var einhver sýning á Grafarósi sem við vitum lítið um, síðan fara menn að taka upp leiksýningar á Akureyri og á Gmnd í Eyja- fírði, sem sagt bæði í bænum þar sem leik- ið var á dönsku og í sveitinni þar sem íslensk- an var notuð. Þetta gerist um það bil sem Matthías Jochumsson er að skrifa Útilegu- mennina í skólanum fyrir sunnan, eða í kringum 1860. Upp úr 1880 kemur skriða en þá er leik- ið á einum 35 plássum á landinu. Þessi bylgja helst í hendur við breytingar sem urðu á þjóðfélags- og atvinnuháttum í kjöl- far þéttbýlismyndunar. Góðtemplarahreyf- ingin, ungmennafélögin, kvenfélögin og verkalýðsfélögin em að eflast á þessum tíma og em mjög áfram um að styrkja leiklist- ina. Síðan em stofnuð áhugamannafélög um leiklist sem standa fyrir sýningum en húsaskjól fengu þau einkum hjá góðtemplur- um. Þetta er mjög merkilegur tími. Menn em fullir af metnaði og það er ekkert verið að kasta til hendinni. Sett voru upp öll íslensk verk sem vom fáanleg og erlend einnig, aðailega dönsk þó eins og gefur að skilja. Metnaðurinn endurspeglast líka í því að það var ekki liðinn áratugur frá byggingu Iðnó þegar settar vom fram kröfur um að betra hús yrði reist, hús sem hæfði þeirri starf- semi sem þar færi fram. Snemma á öldinni Morgunblaðið/Golli vakna því hugmyndir um að þjóðleikhús verði reist.“ Markviss stefna 09 opinber vióurkenning Sveinn segir að almennt stefnuleysi hafi þó ríkt á meðan leikfélögin vora lítil og lifðu stutt. „En um leið og Leikfélag Reykjavíkur kemur til sögunnar og tekst að ná góðri fótfestu var hægt að móta heillegri stefnu. Verkefnavalið breyttist; það var ekki lengur jafntilviljunarkennt og áður. Alþýðlegir gamanleikir viku mikið til fyrir raunsæisleg- um verkum og var það í samræmi við tíðar- andann. Strax árið 1904 var farið að leika Ibsen, Holberg og Bjömson. Menn vildu fylgja nýjustu straumum og stefnum og búa til leikhús sem var jafngilt því sem gerðist erlendis. Um þetta var ekki aðeins leikhúsfólkið sjálft sammála heldur hlutu þau víðtækan stuðning hjá blöðum þessa tíma og áhrifamönnum. Til merkis um það er að strax um aldamótin fær Leikfé- lagið opinberan styrk frá bæði ríki og borg. Á þessum tíma var líka farið að veita leik- listarfólki listamannastyrki eða heiðurslaun, Stefanía Guðmundsdóttir leikkona er fyrst leiklistarfólks til að hljóta þau árið 1907.“ Fyrsta blómaskeió islenskrar leikritunar íslensk leikritun tekur líka mikinn kipp á þessum tíma, segir Sveinn að þarna hefj- ist fyrsta blómaskeið hennar með höfundum markað innan fárra -------„----------- daga. ÞROSTUR HELGA- fjallar um tímabilið frá MENNINGAR AISLANDI 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.