Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Blaðsíða 15
Mynd: Guðný Svava Strandberg SKILIST TIL SENDANDA SMASAGA EFTIR ÞOR HAUKSSON Þaó væri ekkert snióugt aó eiga pabba sem væri nokkurskonar pennavinur. Þá væri betra aó hann væri bara venjulegur skrifstofumaóur er lenti aldrei í ævintýrum. Eg held aó hann hafi tekió þá ákvöróun á þessum árum aó veróa sjómaóur eins og faóir hans. UNDRANDI horfði _hún á hann og sagði. „Ég átti ekki von á þér strax.“ Faðmaði hann að sér eins og hún vildi segja. - Þú ert minn, hjá mér skaltu ætíð hvíla - „Það er ekki þurr þráður á þér“ sagði hún og strauk honum. Þykkt, dökkt hárið lá eins og límt við sitthvorn vangan. Hana langaði til að hlæja, hún vissi ekki hversvegna, bara hana langaði að hlæja. Þá var eins og hún vaknaði til meðvitundar. „Ægilegt veður er þetta, komdu inn og farðu úr fötunum, ég læt renna í bað fyrir þig og hita te. Komstu gang- andi. . .? Hversvegna tókstu ekki leigubíl? Hún leit út í svart myrkrið. Það hefur kannski enginn verið á ferðinni...? Þú ert ískald- ur .. .varirnar eru bláar af kulda, segðu ekki neitt. Mikið er gott að sjá þig,“ hún brosti. „Þú ert þreyttur." - Mikið er gott að vera búin að fá hann heim - hugsaði hún, er hún fikraði sig upp stigann inn á bað. Utidyrahurðin hafði ekki fallið að stöfum, regnið þrengdi sér frekjulega inn ganginn knúið af ýlfrandi vindinum, það fór kuldahroll- ur um gömlu konuna. Hún fann til ómótstæði- legrar löngunar til að hrópa út í myrkrið. - Þú færð hann ekki - Hún vissi af biturri reynslu að myrkrið kæfir raddir þær er hvísla draumum. Skilar ekki því, sem það tekur. Á miðju gólfi gangsins lágu fötin gegnsósa af vatni. „Það er gott að vera búin að fá hann heim,“ sagði hún við sjálfa sig. Ómur barst að ofan, hún brosti. Mundi eftir því að ein- hver maður, hvað hann hét gat hún ómögu- lega munað, ef hann sagði þá til nafns, hugs- aði hún, aðeins að hann væri frá útgerðinni og ætlaði að koma í kvöld. Hverra erinda vissi hún ekki. Regnið lamdi eldhúsrúðuna, það var eins og hún gréti þá er væru fjarri heimilum sínum þetta dimma októberkvöld. Gamla konan bægði þessari hugsun frá sér. - Það er varla nokkur manneskja á ferli að nauðsynjalausu í svona veðri. Droparnir splundruðust hver af öðrum, runnu niður gluggann eins og brostn- ir draumar - fjöruðu út. „Þeir sögðu í útvarp- inu að enginn ..dyrabjallan hringdi, allt að því afsakandi. Við útidyrnar stóð aldraður maður, í snjáð- um gömlum frakka, fölur, með dökka bauga undir augum, hárið farið að þynnast, regnið smellti blautum kossum á vanga hans, lak niður í hálsmálið, hvarf sjónum. Eina stutta stund mættust augu þeirra, það var sem tíminn stæði í stað í spegli sálarinnar. Áður en hann gat komið upp orði var gamla konan búin að draga hann inn á ganginn. „Lof mér að taka af þér frakkann... þú hefðir átt að vera í regnstakk í þessu veðri. Ertu ekki frá útgerð- inni? Þú hefur hætt þér út í þetta veður. Ég man bara ekki eftir svona veðri í langan tíma. Annars erum við fljót að gleyma,“ sagði gamla konan og hló, bað aðkomumann um að setj- ast inn í stofu, með þeim orðum að hún væri að hita te. „Ég er fegin að hann er kominn!“ kallaði hún innan úr eldhúsinu. „Mér hefði ekki liðið vel að vita af honum úti á rúmsjó í þessu veðri. Hann skellti sér í bað, hann gerir það alltaf þegar hann kemur heim!“ Aðkomumaður kinkaði kolli, fann hvernig varir hans þornuðu, kom ekki upp orði. „Ég setti frakkann þinn í hitakompuna, svo að hann verði þurr þegar þú ferð. Ef ég þá leyfi þér að fara.“ Hún hló. „Nú tala ég við þig eins og .. . son minn. Þeir sögðu í útvarp- inu að enginn ætti að...“ ketillin pípti. „Já, te ... drekkurðu te, ég laga alltaf te þegar hann kemur heim. Ég vandist á það þegar...“ hún þagði, leit á aðkomumann, „maðurinn minn sálugi, blessuð sé minning hans, kom af sjónum. . .gefur góðan hita í kaldan kropp, sagði hann alltaf. Notarðu syk- ur .. .? hann Jonni minn fær sér alltaf fimm fullar teskeiðar af sykri út í og þrjá mola. Á eftir segir hann alltaf, „ég verð ekki mikið sætari, mamma," gamla konan hló. Aðkomu- manni stökk ekki bros á vör. Honum var órótt. „Hann hlýtur að fara koma niður, annars þykir honum ákaflega gott að liggja í heitu baðinu tímunum saman. Ertu nokkuð að flýta þér? Hann kom bara rétt á undan þér. Þú hefur kannski heyrt af því að þeir væru komn- ir í land?....ekkert svar....auðvitað hvernig læt ég, þú ert frá útgerðinni, vissulega vitið þið hvenær skipin ykkar leggjast að landi.“ Áð- komumaður tók að skjálfa. Gamla konan stóð upp, með þeim orðum að þau skyldu ekkert bíða eftir Jonna, þau skyldu fá sér te á stund- inni. Hún sagði að það væri ekki laust við að henni væri svolítið kalt líka. Hún færði aðkomumanni ijúkandi tebolla. „Það leggur frá þér kuldann, svona skelltu þessu í þig. Hefurðu verið á báti með honum Jonna mín- um? Ég man eins og það hafi gerst í gær, þegar hann tilkynnti mér að hann ætlaði að verða sjómaður eins og pabbi sinn. Ég held að hann hafi byggt upp einhverskonar ævin- týraveröld í huga sínum og pabbi hans var upphafið og endirinn í því ævintýri. Hann fór til að eignast hlut í þeim...“ gamla konan hikaði eitt augnablik, „eins og segi alltaf. . . óveruleika, þegar aðrir höfðu orð á því að . . . Hann kynntist honum aldrei, því tveimur mánuðum áður... drukknaði pabbi hans. Hvarf... hvarf í hafið án þess að kveðja. Þær voru ófáar stundirnr er ég stóð með ijúk- andi tekönnuna í eldhúsinu og beið,“ það var sársauki í röddinni. Gamla konan þerraði augun. Hún leit í kringum sig. „Þarna er myndin af honum.“ Hún benti á mynd í svört- um ramma er hvíldi á borði við hliðina á sófanum. „Hann handlék hana oft þegar hann var lítill, talaði við hana. Hann kynnti pabba sinn fyrir félögum sínum. Sagði að hann væri á ferðalagi um heimshöfin sjö, hann kæmi brátt heim. Hinum strákunum þótti mikið til þess koma að eiga pabba er sigldi um heimshöfin alla leið til Kína. Hann skrifaði pabba sínum bréf og sendi þau til Kína, Ástralíu og Jap- ans, Englands, Spánar og alltaf voru þau send til baka með rauðum stimpli „Return to sender“ - Skilist til sendanda“ - Ég gætti þess alltaf að ná þeim áður en hann kæmi úr skólanum og skrifaði svarbréf og setti í umslagið, hún brosti af þessari minningu. „Ég held meira að segja að ég eigi þau einhvers staðar ennþá. Þau tekur enginn frá mér,“ hún brosti fjarrænu brosi. Hann las þau síðan fyrir fjöldann allan af strákum og stelpum er hlustuðu opinmynnt á „frásögu“ pabba hans um átök við sjávarskrímsli og sjávar- háska hvers konar. Síðan urðu þau leið á þessu, þau vildu fá að sjá pabba hans í eigin persónu. Það væri ekkert sniðugt að eiga pabba sem væri nk. pennavinur. Þá væri betra að hann væri bara venjulegur skrjf- stofumaður er lenti aldrei í ævintýrum. Ég held að hann hafi tekið þá ákvörðun á þessum árum að verða sjómaður eins og faðir hans. Ég sagði honum alltaf að pabbi hans hafi drukknað, því þannig vildi ég hafa það. Hann kyssti hana alltaf þegar hann fór að sofa.“ Aðkomumaður leit á myndina, tók hana í hendur sér. „Þið voruð líkir“ sagði gamla konan . .. „mig minnir að hún hafi verið tek- in er þú varst á svipuðum aldri og Jonni minn er núna. Hún var tekin þremur mánuð- um áður en ... þú „drukknaðir" ... fórst... hvarfst. Ég hafði alltaf fregnir af þér. Niður- lútur með myndina á milli fingra sér . .. herti að, fann hann hvernig ... sársaukinn . .. gler myndarinnar brotnaði með lágværu hvæsi. Tárin runnu niður hvarma hans, féllu á slitið parketgólfið, splundruðust eins og draumur ungs drengs, hvarf, er fór að leita föður síns. Hann strauk ennið með erminni, lagði myndina með brostna glerið frá sér. Horfði á konuna, þar sem hún sat svo um- komulaus í stórum hægindastólnum með fjar- rænt blik í auga, auðsjáanlega á valdi minn- inga fjarlægra daga. Vildi segja eitthvað, en gat það ekki. Þögnin var æpandi með sífr- andi vindinn í bakgrunni. Minnti helst á grát- ur barna er ekki fengu að upplifa ... „Ég fékk bréfið aftur um daginn sem ég sendi til sonar míns,“ sagði hún með hægum hreim. Leit upp, hvarmarnir tindruðu af tár- um. „Aftan á því stóð: „Skilist til sendanda." Dyrabjallan hringdi rámum hljómi. „Hún verður svona þegar hann rignir,“ sagði hún afsakandi, stóð upp og fór til dyra. Fyrir utan stóðu tveir menn. Hún leit á aðkomu- menn og sagði. „Ég veit... mér ber að skila honum þangað ... þaðan sem hann var send- ur.“ Höfundurinn er prestur í Árbaejarkirkju. ÚLFUR RAGNARSSON DUMB- RAUÐIR DAGAR Koma dumbrauðir dagar! Guðsaugað ertir gulur bakki gas eitraðra hugsana. Fánýtur, fánýtur er harðfrosinn hugur. En litlu er betra ljónshjarta ef úr lambi er heilinn. Það renna úr sólinni rauð tár. Hræfuglinn gargar yfir grotnandi mannlífi: „Gefðu þér lausan taum! Hamslaus tryllingur er tryggð betri. - Tálsýn er ástin! Dásemd er lífið í djúpum brunni dýrslegra nautna. - Upp með syndina! Sólina niður! Mönnum er myrkrið best.“ En lát ekki sefjast þú Ijóssins barn. Hlustaðu inn að hjarta þíns rótum! Lágvær er kliður hins ljúfasta unaðar en reynist þó traustara tal. Höfundurinn er læknir í Reykjavík. JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR TIL ÞÍN Það er allt dimmt ekki einu sinni snjór til að lýsa heiminn - en Leonard Cohen í útvarpinu hjá aðventuljósunum ég lyfti glasi skála við hann meðan ég bíð meðan ég hlusta á Ijóðrænan sönginn fer um mig hrollur þegar mér hlýnar um hjartað við sönginn hans, Ijóðlínuna allir eru sofnaðir dánir inn í svefninn - nema við Leonard og þú sem ert ekki kominn tár á glasi Höfundurinn býr í Austurhlió í A-Húna- vatnssýslu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.