Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Side 17
Ljósmynd/Jóhanna Kristjónsdóttir
MARGIR hafa þær hugmyndir um Miðausturlönd að þar séu eintómar eyðimerkur, en gróðursælar lendur og fjöll f fjarska eru enn þar sem áður hét Mesepótamía.
MIÐAUSTURLÖND
Þegar menn heyrg um Mióausturlönd tengjg líklega
flestir þau við ólgu og sundrung. En hvaða fólk
býr þarna og við hvað er það að fóst? í fjórum
greinum leitast JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR við
að draga upp mynd af þessum heimshluta og íbú-
um þ ess, uppruna, trú og almennum lífsvióhorfum.
1 fyrstu grein er stiklað til fyrri tíða.
LANDFRÆÐILEG skilgreining þess
sem við köllum í daglegu tali Mið-
austurlönd hefur lengi verið á
reiki. Strangt til tekið telst þessi
heimshluti hafa innan sinna landa-
mæra Arabalönd, ísrael, Tyrkland
og íran og stundum Afganistan.
Mjög oft er Egyptaland talið með
þótt það tilheyri annarri álfu og einatt hin
síðari ár Arabaríkin Túnis, Marokkó, Líbya
og Alsír í Norður Afríku.
Ég álít hér rétt að halda mér við þá almennu
skilgreiningu sem er í huga flestra, þ.e. Arab-
íuskaginn og lönd hans, N-Afríkulöndin fimm
og Israel og verður að mestu gengið út frá
henni í þessum greinum.
Miðausturlönd geta með rétti gert tilkall til
þess að þar hafi þróast fyrstu skipulögðu menn-
ingarsamfélög jarðarinnar. Á fijósömum slétt-
um Mesipótamíu — þar sem nú er írak — og
í Nílardalnum í Egyptalandi var vettvangur
nokkurra elstu menningarsamfélaga sem þekkt
eru.
Um fimm þúsund árum fyrir Krist þróast
siðmenning sem kennd hefur verið við Al-Uba-
id í Mesipótamíu. Fátt er vitað um Ubaida
nema að áhrif þeirra teygðu sig niður eftir
Arabíuskaganum þar sem nú er strönd Flóans
(hét áður Persaflói).
Minjar frá steinöld hafa einnig fundist í
Negeve-yðimörkinni í ísrael og í borginni Jer-
íkó á vesturbakka Jórdanár.
Mörg stórveldi óttu þar uppruna
Einhvern tímann nálægt árinu 3100 f.Kr.
voru konungsríki Efra og Neðra Egyptalands
sameinuð undir stjórn Menes og markar það
upphaf fyrsta ættarveldis Egyptalands. Það
er augljóst að Menes varð að sigra tvö ríki
og gefur til kynna að skipulagt og nokkuð
þróað samfélag var í Egyptalandi þá þegar.
Vitneskja er um búsetu á Flóasvæðinu frá
þessu tímaskeiði og kallast Umm an Nar sið-
menningin og mun miðstöð hennar hafa verið
þar sem óumdeitanlega er fyrsta stórveldi
heimsins.
Þótt ekki sé ætlunin hér að rekja sögu ald-
anna í smáatriðum má sjá að mörg stórmenni
heimsins eiga uppruna sinn á þeim landsvæð-
um sem nú er í daglegu tali kallaður Arabíu-
skagi og nær frá Indlandshafi að sunnan og
allt að landamærum Tyrklands í norðri, Mið-
jarðarhafs í vestri og Irans í austri.
Konungsríki UraeUmanna hinna
fornu stód aóeins i öld
Frá sléttum Mesepótamíu kom Hammar-
ubai konungur sem að líkindum lætur skrá
fyrstu lögbók í heimi og í þorpi við Efrat
fæðist síðan Abraham, ættfaðir gyðinga og
múhameðstrúarmanna, um 1800 f.Kr.
Af sögunni má ráða að konungsríkið ísrael
sem Biblían greinir frá var ekki stór né veiga-
mikið í sögu allra þeirra heimsvelda sem komu
upp og hurfu á þessu svæði.
Þetta konungsríki er stofnað af Sál um
1023 f. Kr. eða 250 árum eftir þann atburð
þegar ísraelsmenn eru reknir frá Egyptalandi.
Sameinað konungsríki ísraels stendur að-
eins í eina öld og deildist í tvö ríki, ísrael og
Júdeu, eftir dauða Salómons konungs um 928
f.Kr. Ríkin féllu síðan í hendur Babylon-
íumanna annars vegar og Assiríumanna hins
vegar.
Á 7. öld f.Kr. sigruðu Assiríumenn Egypta-
land og um þær mundir kemur til skjalanna
hið fyrsta af mörgum heimsveldum Persa,
fyrstur er Medes og síðan beið hann ósigur
fyrir Kýrusi mikla en venjulega er hann talinn
fyrstu konungur Persaveldanna.
Meó Vasco de Gama hófusl
itök Evrópumanna
Frá því sögur hófust hafa Miðausturlönd
verið ókyrrðarsvæði og hin aðskiljanlegu
heimsveldi sóttust eftir að leggja það undir
sig eða hafa áhrif á svæðinu. Sé sagan lesin
er varla nokkurt heimsveldi sem ekki hefur
ásælst þennan hluta heimsins og sælst til yfir-
ráða um lengri og skemmri tíma.
Minjar þessara heimsvelda eru víða um
svæðið þótt oftast sé kannski hampað þeim
sem Grikkir og Rómveijar reistu vítt og breitt
um þetta svæði.
Segja má að það sé varla fyrr en eftir hrun
Ottoman-veldisins, þegar fyrri heimsstyijöld-
inni lauk 1918, að ríki og þjóðir þessa heims-
hluta fara að feta sig áfram á brautinni til
að stjórna sér og sínum málum.
Ekki skyldi gleyma að eftir fyrri heimsstyij-
öldina gerðu Bretar og Frakkar með sér samn-
ing um yfirráð í Miðausturlöndum, bjuggu þar
til ríki að sínum geðþótta og voru þau landa-
mæri ekki alltaf dregin í samræmi við þjóðar-
tilfinningu fólksins sem í hlut átti.
Einmitt þetta hefur á síðari áratugum átt
drjúgan þátt í þeirri togstreitu og illindum sem
hafa sett svip á samskipti manna í Miðaustur-
löndum.
Evrópumenn höfðu að sönnu komið við sögu
í Miðausturlöndum fyrr og líklega er Portúgal-
inn Vasco de Gama einna fyrstur Evrópu-
manna sem hreiðrar um sig þar er han kemur
siglandi á heimsflakki sínu og nær hluta
Ómans á sitt vald og lagði einnig undir sig
jemenskar eyjar ívið vestar og áhrifasvæði
Portúgala náði inn í Flóann og alla leið til og
með eyjunni Bahrein.
Fyrir Portúgölum vakti ekki hvað síst að
hafa góða áningarstaði fyrir siglingakappa
sína og landkönnuði en Bretar koma til sög-
unnar vegna hagsmuna þeirra í siglingum
Austur-Indíafélagsins og Hollendingar og
Frakkar síðan.
Nútimarikin voru ókveöin
•ftir fyrri heimssty r|öld
Þó að Evrópuríki hafi verið farin að seilast
til áhrifa og yfirráða á þessu svæði á 19. öld
verða megintíðindi þeirra nútímaríkja sem nú
eru á þessu svæði eftir heimsstyijöldina fyrri
þegar forystumenn Breta og Frakka sömdu
um ný landamæri.
Sú þróun eða íhlutun eftir því hvað við
veljum að nefna það hélt síðan áfram milli
heimsstyijaldanna og færðist enn í aukana.
Bretar höfðu hernumið Palestínu og Dam-
askus, en eftir leynisamning Breta og Frakka,
sem byggður er á Sykes-Pices-samkomulaginu
og þjóðabandalagið lagði síðan blessun sína
yfír, varð skiptingin á endanum þessi: Frakk-
ar fengu yfírráð yfír Sýrlandi og Líbanon,
Bretar héldu tökum sem þeir höfðu náð ára-
tugum áður í Egyptalandi, svo og Palestínu,
Transjórdaníu og Irak.
Um þær mundir var einnig búið til landið
Kúveit en þar höfðu Bretar haft höfn í sigling-
um sínum austur á bóginn og drög voru gerð
að því sem seinna varð ríkið Sádi Arabía.
Þrenn eingyóistrúarbrögó eiga
uppruna sinn ■ Mióausturlöndum
í Miðausturlöndum hafa orðið til þrenn ein-
gyðistrúarbrögð, þ.e. gyðingatrú, kristin trú
og múhameðstrú. Áhangendur allra þessara
trúarbragða tilbiðja sama guð en meginmun-
urinn milli þeirra er túlkunin á hvenær boðan-
ir guðs hættu að berast til jarðarinnar.
Gyðingatrú byggist á ritum Gamla testa-
mentisins, kristnin bætti við Nýja testament-
inu og hin helga bók múslima er Kóraninn.
Þau trúarbrögð koma fram síðar en hin fyrri
og sögð fara nánar í saumana á ýmsum kenni-
setningum og atriðum sem ekki séu til lykta
leidd hvorki í Gamla né Nýja testamentinu.
Hverjir eru arabar?
Þegar hugsað er til þessara landa nútímans
þarf ekki að fjölyrða að þau byggja 95% ara-
bar. En hveijir eru arabar og hvaðan eru
þeir komnir? Eru arabar allir þeir sem tala
arabísku eða þeir sem byggja Árabalöndin?
Vitanlega eru íbúar allra Miðausturlanda
afkomendur hinna mörgu og fornu menning-
arsamfélaga sem í aldanna rás hafa komið
og horfíð á þessu heimssvæði.
Þó er augljóst að uppruni Tyrkja, Persa
(írana) og Afgana er annar og þeir tala tungu-
mál sem eru gerólík arabísku. íranir nota enn
arabíska letrið en Ataturk, leiðtogi Tyrkja
eftir 1920, innleiddi latneskt letur í Tyrklandi.
Mörg hundruð árum fyrir islam voru hirð-
ingaættbálkar fjölmennir á lendum og söndum
Arabíu. Þeir töluðu arabísku sem síðar varð
mál Kóransins og uppruni þeirra umdeildur
meðal fræðimanna. Svo virðist sem þeir hafi
lifað á þessu svæði í mörg hundruð ár og leng-
ur en elstu heimildir ná til. í Arabalöndum
eru þessir hirðingjar enn í dag skilgreindir sem
forfeður araba nútímans.
Í næstu grein verður vikið að tilurð islams
og landvinningum þeirra trúarbragða og fjall-
að um spámanninn Múhamed sem með boðun
orðs Allah virðist meðal annars hafa haft
stöðu kvenna í hávegum, þvert ofan í það
sem er skoðun manna nú þegar islam er,
með réttu eða röngu, talið eitt af því sem
heldur réttindum kvenna hvað grimmilegast
í skeQum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996 I