Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Qupperneq 19

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Qupperneq 19
ANNA JÓASÝNIRÍ HÖFÐABORG SÖGUR AF FÓLKI Morgunblaðið/Arni Sæberg „í ÖLLUM myndunum mála ég útlínur fólks í óræðri náttúrustemmningu því að líkam- leg nærvera eða líkamstjáning er mér mjög mikilvæg — ég er fyrst og fremst að segja sögur af fólki,“ segir Anna Jóa sem sýnir nú t Höfðaborginni. ANNA JÓA heldur sýningu á olíu- málverkum og teikningum í Höfðaborginni í Hafnarhúsinu. í samtali við Morgunblaðið sagði hún að verkin fjölluðu um tilfinningar, kraft náttúruaflanna og tengsl þarna á milli. „í myndunum færi ég náttúru- hamfarir og eins konar tilfinninga- hamfarir í sjónrænan búning á minn persónulega hátt. Þær eru allar unnar í París þar sem ég hef verið við fram- haldsnám undanfarin tvö ár. í París sá ég hvernig náttúran kemur fyrir augu stórborgarbúans í formi bakgrunns fyrir vatnsauglýsingar í sjónvarpinu. Þá skildi ég betur hvað ég er heppin að vera íslensk og búa í svona kraftmiklu og óútreiknanlegu landi. Til að túlka kröftugar og óút- reiknanlegar tilfinningar í sjálfri mér geri ég til dæmis þannig, að líkja mann- eskjunni á myndinni við einfaldaða mynd af eldsumbrotum og lýsi þannig hádramatísku augnabliki sem er pínu- lítið húmorískt um leið. í öllum mynd- unum mála ég útlínur fólks í óræðri náttúrustemningu því að líkamleg nær- vera eða líkamstjáning er mér mjög mikilvæg — ég er fyrst og fremst að segja sögur af fólki.“ Anna Jóa er með vinnustofu í Hafnar- húsinu og býðst fólki að skoða hana og kynnast þeirri hlið á list hennar. Þetta er síðasta sýningarhelgi Önnu Jóu. Á ÆFINGU Morgunbloóió/Jón Svovarsson Tónleikar til styrktar alzheimersjúklingum CARITAS á íslandi efnir til tónleika til styrktar alzheimersjúklingum í Kristskirkju, Landakoti, á morgun, sunnudag, kl. 17. Flytjendur verða Alina Dubik messósópransöngkona, Bernardel- kvartettinn, Gunnar Kvaran sellóleikari, Ólöf Kolbrún Harðardóttir ásamt félögum úr Kammerkór Langholtskirkju, Jón Stef- ánsson orgelleikari, Sigurður I. Snorrason klarinettleikari og Úlrik Ólason orgelleik- ari, en á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Verdi, Franck, Mozart og fleiri. Tónleikarnir eru liður í hinni árlegu fjár- söfnun Caritas á íslandi sem að þessu sinni er varið til að efla fræðslu í þágu alzhei- mersjúklinga. í kynningu segir: „Fræðsla í þágu alzheimersjúklinga hefur verið lítil. Hætt er því við að þessir aðilar og aðstand- endur þeirra fari á mis við grundvallarþarf- ir eins og umhyggju, skilning og öryggi. Það er því ósk Caritas á íslandi að stofnað- ur verði sjóður til að efla fræðslu í þeirrg* þágu.“ Caritas-sunnudagurinn verður 1. desem- ber næstkomandi og fer söfnunin fram í öllum kaþólskum kirkjum landsins. MESTA ISLANDSKYNNING 1 FRAKKLANDI UM ARABIL NORRÆN MENNINGAR- HÁTÍÐ í NORMANDÍ Norræna menningarhátíðin Borealis í Normandí er mesta Islandskynning um árabil í Frakklandi. ÞÖRUNN ÞÖRSDÖTTIR rekur hér dagskrána sem hefst meó bókmenntafundi 19. nóvember og lýkur eftir rithöfundamót, sýningar og tónleika þann 5. desember. INORMANDÍ hefst nú á þriðjudsag öflugasta kynning á íslenskri menn- ingu sem Frökkum hefur boðist um langt skeið. Borealis-hátíðin er fyrst og fremst bókmenntaþing en aðrar greinar lista og fræða fá einnig sinn skerf. Aðsetur hátíðarinar er í Caen og nokkrir viðburðir fá inni í ná- grannabæjum. Á fimmta ári þessarar nor- rænu hátíðar beinist ljósið að íslandi og forseti hennar, Eric Eydoux, segir í inn- gangi sýningarskrár að náð sé uppsprettu hinnar öldnu norrænu menningar. Frá landi fornra guða, sögueyju og þjóð sem varð- veitt hafi mál sitt, komi líka líflegar sam- tímabókmenntir. Mólþing um íflenskar bókmenntir Borealis hefst með tveggja daga málþingi í Caen-háskóla um íslenskar bókmenntir nú og til forna. Þarna tala helstu sérfræðingar í Frakklandi, en fyrsta erindið heldur Sveinn Einarsson um íslenskar leikbókmenntir. Síð- an talar Frédéric Durand um 13. öldina á Islandi, Francois-Xavier Dillmann.fjallar um Snorra Sturluson, Jean Renaud um norræna goðafræði og Steinunn Le Breton ræðir um evrópsk áhgrif á íslendingasögur. Seinni þingdaginn segir Régis Boyer frá fombók- menntum á íslandi og Einar Már Jónsson talar að svo búnu um myrkar miðaldir. Þá kemur aftur að Régis Boyer, í þetta sinn til að tala um Halldór Laxness. Áður en málþinginu lýkur með umræðunm fj'alla Torfi Tulinius og Friðrik Rafnsson um ís- lenskar samtímabókmenntir. íslenskunemar í Frakklandi hugsa sér gott til glóðarinnar, að sögn Steinunnar Le Breton, sem kennir við norrænudeild háskól- ans í Caen í Normandí. Nemendur hennar hafa þegar tryggt sér sæti, og námsfólk kemur eflaust víðar að, því einnig er hægt að læra íslensku við Sorbonne í París og suður í Lyon. Gert er ráð fyrir þátttöku um 100 manns; nemenda, fræðimanna, bóka- safnsvarða og áhugafólks. önnur Noróurlönd og islensk mólverk Valgerður Hauksdóttir er fulltrúi ís- lenskra myndlistarmanna á Borealis í ár og sýning hennar í Caen verður opnuð á þriðja degi hátíðarinnar, 21. nóvember. Samdæg- urs verða nokkrir skandinavískir höfundar kynntir og leikurinn endurtekinn annars staðar daginn eftir. Þá, á föstudeginum, verða Steinunn Sigurðardóttir og Thor Vil- hjálmsson í bænum Bayeux og á laugardeg- inum í Saint-Malo. Laugardagurinn er líka andartak annarra Norðurlanda en íslands, samankominna á höfundakynningu í Caen. Frá Danmörku koma Jacques Berg og Peter Madsen, frá Finnlandi Annika Idström og Johan Bargum, frá Noregi Thorvald Steen og Karsten Alnæs og frá Svíþjóð Mats Berggren. Ingveldur Ýr, Áshildur og Kammersveitin Á opnunartónleikum hátíðarinnar, föstu- dagskvöldið 22. nóvember, verða Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran og Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikan ásamt hljóðfæraleik- urum frá Normandí. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Arvö Part, Jón Leifs og Mahler. Áður, þriðjudagskvöldið 19. nóvember, gefst djassunnendum færi á að heyra norska saxófónleikarann Jan Garbarek leika með félögum sínum. Þriðji tónlistarþáttur hátíðarinnar verða tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur 3. og 4. desember í Caen. Kammersveitin, undir forystu Rutar Ingólfsdóttur, heldur lokatón- leika 5. desember í Vincennes. Flutt verða verk eftir Mozart, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Brahms. Íslenskir höfundar til funda vió franska Sex íslenskum rithöfundum er boðið til hátíðarinnar og móts við þekkta franska höfunda sem eiga með þeim nokkra sam- leið í skrifunum. Þessi stefnumót má kalla hápunkta hátíðarinnar. Þau verða helgina 23. og 24. nóvember. Á laugardeginum hittir Álfrún Gunnlaugsdóttir Agötu Kristof og Guðbergur Bergsson á orð við Paule Constant. Á sunnudeginum mætast þær Vigdís Grímsdóttir og Marie Ndiaye, Stein- unn Sigurðardóttir og Emmanuele Bern- heim. Þá hittast líka Thor Vilhjálmsson og Edouard Glissant og frá Kanada kemur Kristjana Gunnars til fundar við Pierre Bergounioux. í veglegri dagskrá Borealis birtast grein- ar um hvern þessara höfunda og stuttir kaflar úr verkum þeirra. Tvær íslenskar bækur eru meðal þeirra sem háskólaútgáfan í Caen gefur út í franskri þýðingu í tilefni hátíðarinnar: Ég heiti ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur og Hringsól eftfr Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Leikhús og bió Kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar rúlla í Lux-bíóinu í Caen frá 13. til 26. nóvember. Eflaust gleður marga að geta séð Bíódaga, Cold Fever, Skytturnar og Börn náttúrunnar. Annað hátíðarbíó verður danska teiknimyndin Valhöll og finnska myndin Héri Vatanens, sem Risto Jarva gerði eftir sögu Aro Paasilinna. Leiklestur Meistarans eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur fer fram mánud- asginn 25. nóvember. Önnur leikskáld á Borealis skrifa á sænsku og eru mörgum ísiendingum kunn: Johan Bargum frá Finn- landi og Svíarnir Stig Dagerman og Pef Olov Enquist. Vikingar, torfbæir og steinsteypa Ýmsar sýningar á ljósmyndum og mynd- list verða í tengslum við hátíðina. Þar á meðal íslensk sögusýning sem stendur til 13. janúar. Þar eru meðal annars ljósmynd- ir Björns Rúrikssonar og fjallað er sérstak- lega um arkitektúr. Fjórir fyrirlestrar verða haldnir á þessari sýningu. Régis Boyer talar um víkingakonur 20. nóvember. Frédéric Durand ræðir um víkinga og sjóinn 26. nóvember. Jean-Yves Marin íjallar 5. desem- ber um víkinga í Frakklandi og 17. desem- ber talar Jean Renaud um trúariðkun vík- inga. islandsútvarp ísland verður í frönskum fjölmiðlum á næst- unni vegna Boreanlis-hátíðarinnar. Svæð- issjónvarp á Normandí sýnir þætti um hátíðina en meiru varðar athygli útvarpsins France Culture, sem er virt og vinsæl stöð. Hún hef- ur þegar sent út tvo þætti um ísland og ís- lenskar bókmenntir, á þriðjudag og föstudag. Þá eru tvær útsendingar eftir: föstudaginn 22. nóvember á hádegi (kl. 11 á íslandi) og laugardaginn 30. nóvember klukkan 14 að frönskum tíma. Allt hefst þetta fyrir tilstyrk margra, sam- vinnu, góð ráð og gríðarskipulag. íslenski sendiherrann í París, Sverrir Haukur Gunii- laugsson, hefur tekið mikinn þátt í undirbún- ingi hátíðarinnar og fjölmargir aðrir komið við sögu. Menntamálaráðherra, Björn Bjarna- son, verður viðstaddur opnun Borealis. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.