Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Side 20
4-
SKYLDA OKKAR AÐ KOMA
ÍSLENDINGASÖGUNUM Á
HLJÓÐRÆNT FORM
GÍSLI Helgason í hljóðverinu.
Morgunblaðió/Kristinn
Hljóðbókaklúbburinn
gefur út sex íslendingg-
sögur ó hljóóbókum ó
mónudaginn. ORRI PALL
ORMARSSON ræddi vió
Gísla Helgason, einn
forsvarsmanna klúbbs-
ins, í tilefni þessa.
EGAR Hljóðbókaklúbburinn var
settur á laggimar á liðnu ári
var það meðal annars gert að
forgangsverkefni að gefa út
allar íslendingasögumar á
hljóðbók. Á mánudaginn verð-
ur fyrsta áfanganum fagnað
en þá koma út fjórar bækur
sem hafa að geyma sex sögur, Fóstbræðra
sögu, Bárðar sögu Snæfellsáss, Kjalnesinga
sögu og Jökuls þátt Búasonar og Hrafnkels
sögu og Fljótsdæla sögu. Klúbburinn lætur
ekki þar við sitja að þessu sinni því á sama
tíma koma út Furðulegt ferðalag eftir Aðal-
stein Ásberg Sigurðsson og Útlendingurinn
eftir nóbelsskáldið Albert Camus, auk þess sem
Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson
verður gefínn út í samvinnu við Ríkisútvarpið.
Gísli Helgason hjá Hljóðbókaklúbbnum segir
að kostað hafí verið kapps um að gera útgáf-
una á Islendingasögunum, sem styrkt er af
Menningarsjóði, sem best úr garði og var Öm-
ólfur Thorsson miðaldafræðingur meðal annars
'*kvaddur á vettvang til að ritstýra henni. „Þessi
útgáfa er fyrst og fremst hugsuð sem skemmt-
un fyrir almenning, auk þess sem námsmenn
geta vonandi hagnýtt sér hana, ekki síst erlend-
ir stúdentar í íslenskum fræðum," segir Gísli.
Hvers vegna leggur Hljóðbókaklúbburinn
svona mikla áherslu á útgáfu íslendingasagna?
„Hér em náttúrulega á ferð þjóðargersemar
sem almenningur hefur haft yndi af að heyra
lesnar svo öldum skiptir, þannig að við lítum
á það sem skyldu okkar að koma þeim á hljóð-
rænt form,“ segir Gísli.
Lesarar em flestir landskunnir en að sögn
Gísla þótti Hljóðbókaklúbbnum brýnt að fá til
liðs við sig fólk sem hefur sett sig inn í sagna-
heim viðkomandi íslendingasagna. Hjalti Rögn-
valdsson leikari les Bárðar sögu Snæfellsáss,
Ingibjörg Haraldsdóttir skáld les Kjalnesinga
sögu og Jökuls þátt Búasonar, í Fóstbræðra
sögu getur að heyra rödd Erlings Gíslasonar
leikara og Svanhildur Óskarsdóttir miðalda-
fræðingur les Hrafnkels sögu og Fljótsdæla
sögu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson les sína
sögu sjálfur, lesari Útlendingsins er Benedikt
Erlingsson leikari og starfsbróðir hans, Ingvar
E. Sigurðsson, ljær Gauragangi rödd sína.
Fyrir almennan markaó
Hljóðbókaklúbburinn er í eigu Blindrafélags-
ins en starfar sjálfstætt. Útgáfustjóri er Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson. Að sögn Gísla er
klúbbnum ætlað að gefa út ódýrar hljóðbækur
fyrir almennan markað, „þar sem við emm á
þeirri skoðun að slíkar bækur séu ekki ein-
göngu ætlaðar sjónskertu fólki heldur almenn-
ingi. Erlendis em hljóðbækur að verða sífellt
vinsælli og í Bandaríkjunum og á Norðurlönd-
um em þær orðnar almenningseign. Svo virð-
ist sem Islendingar séu líka að vakna til vitund-
ar um að þessar bækur séu ekki eingöngu
ætlaðar fámennum hópi.“
Gísli segir að svo virðist sem Hljóðbókaklúb-
burinn hafí fengið góðan hljómgrunn en félag-
ar í honum em vel á sjöunda hundrað talsins.
Klúbburinn leitast við að gefa út hljóðbók á
sex til átta vikna fresti og gefst klúbbfélögum
kostur á að kaupa þær áður en þær em settar
á almennan markað. Mun sú regla reyndar
ekki verða viðhöfð um íslendingasögurnar því
þær fara beint á almennan markað. Fyrsta
útgáfubók klúbbsins var skáldsaga Jaroslavs
Hazeks, Góði dátinn Svejk, í íslenskri þýðingu
Karls ísfelds. Lesturinn hafði Gísli Halldórsson
leikari með höndum.
Á næsta ári verða 40 ár liðin frá því farið
var að lesa inn á hljóðbækur á íslandi á vegum
Blindrafélagsins. Áð sögn Gísla var í fyrstu
notast við stórar og gamaldags segulbands-
spólur og einungis gert eitt eintak af hverri
bók. Var sú aðferð notuð fram til ársins 1975,
þegar farið var að lesa inn á snældur og frá
árinu 1977 hefur eingöngu verið lesið inn á
snældur. 1975 var hafin samvinna milli
Blindrafélagsins og Borgarbókasafnsins um
gerð hljóðbóka, fólst hún í því að Blindrafélag-
ið sá um framleiðslu og gerð bókanna en Borg-
arbókasafnið annaðist dreifinguna.
Blindrabókasafnið tók til starfa árið 1983
sem ríkisstofnun og þá lagðist öll framleiðsla
hljóðbóka af á vegum Blindrafélagsins. Árið
1988 var hljóðbókagerðin hins vegar endur-
reist þar á bæ í því augnamiði að gera blindu
og sjónskertu fólki kleift að eignast eigin
bækur og jafnframt hvetja aðra aðila til að
hefja útgáfu á bókum, tímaritum og öðm efni
sem kemur út á hefðbundnu letri á snældum
eða öðm formi sem hentar blindu og sjón-
skertu fólki, að þvi er fram kemur í máli Gísla.
Fyrir nokkrum ámm tóku Blindrafélagið og
Almenna bókafélagið síðan höndum saman um
útgáfu hljóðbóka og var hún, að sögn Gísla,
nokkuð umfangsmikil, auk þess sem samvinna
var um tíma höfð við Ftjálsa fjölmiðlun og
Úrvalsbækur. Nú er hljóðbókaútgáfa alfarið á
snærum Hljóðbókaklúbbsins.
Morgunbladió á stafreenu farmi
Hljóðbækumar em framleiddar í Hljóðbóka-
gerð Blindrafélagsins sem hefur sitthvað fleira
á sinni könnu en bókaútgáfu. Með tilkomu
tölvutækninnar hefur hún til að mynda hafíð
útgáfu efnis á tölvutæku formi og einn stærsti
áfanginn á því sviði hefur verið útgáfa Morgun-
blaðsins á stafrænu formi, sem byggist á því
að sjónskertir tölvunotendur fá blaðið sent
heim á hverjum degi og geta lesið það með
hjálp talgervils eða blindraletursskjás. „Um
þessar mundir erum við síðan að vinna að því
að öll dagblöð landsins verði aðgengileg blindu
og sjónskertu fólki með sama hætti, auk þess
sem við erum að koma upp rafrænu bóka-
safni, þannig að í framtíðinni eiga tölvunotend-
ur að geta náð sér í bækur, blöð eða tímarit
í tölvubanka sem komið verður upp,“ segir
Gísli.
Hvað bókaútgáfu áhrærir segir hann að sem
stendur sé hljóðsnældan á hinn bóginn að-
gengilegust fyrir almenning, þrátt fyrir ýmsa
agnúa, til að mynda sé erfítt að leita uppi efni
á henni. Hún verði því áfram við lýði um sinn.
„Að mínu mati er geisladiskurinn hins vegar
framtíðin en núna er til dæmis verið að þróa
forrit erlendis sem virkar þannig að fólk getur
leitað mjög auðveldlega að ákveðnum köflum
og jafnvel orðum.“
Gísli er bjartsýnn á framtíðina — Hljóðbóka-
klúbburinn hafi ærið verk að vinna. Verið er
að leggja lokahönd á næstu bók, íslandsförina
eftir Guðmund Andra Thorsson, sem koma
mun út á næstu vikum. Höfundur les sjálfur.
Kemur bókin jafnframt út í hefðbundnu formi
fyrir þessi jól, líkt og bók Aðalsteins Ásbergs,
en þann hátt leggur Hljóðbókaklúbburinn
mikla áherslu á að hafður verði á í framtíð-
inni — bækur komi á sama tíma út á hljóð-
rænu formi og prenti. „Síðan er ekki verra að
fá höfundana sjálfa til að lesa en það gefur
bókum alltaf aukið gildi. Þá eru upplestrar
manna á borð við Halldór Laxness og Davíð
Stefánsson, svo sem við vitum, orðnar gersem-
ar. í ljósi þess mætti spyija hvaða þýðingu
það hefði fyrir okkur Islendinga að eiga sem
dæmi upplestur Einars Benediktssonar á eigin
verkum.“
GUNNAR BJÖRNSSON EINLEIKARI Á TÓNLEIKUM MEÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÁHUGAMANNA
ÞRJÚ verk verða flutt á tónleikum Sinfó-
níuhljómsveitar áhugamanna í Nes-
kirkju í Reykjavík næstkomandi sunnu-
dag: Forleikur að óperunni ítölsku stúlkunni
frá Alsír eftir Rossini, Kol Nidrei, sem er adagio
fyrir selló og hljómsveit eftir Bruch og sinfón-
ía nr. 103 í Es-dúr eftir Haydn. Einleikari á
selló verður sr. Gunnar Bjömsson en stjóm-
andi hljómsveitarinnar er Ingvar Jónasson.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna skipa tón-
listarmenn úr ýmsum áttum. Stærsti hluti
þeirra em áhugamenn, fólk sem hefur lært
hljóðfæraleik en ekki stundað hann í atvinnu-
skyni, annar hluti eru nemendur og auk þeirra
eru iðulega fengnir að láni nokkrir atvinnu-
menn til styrkja sveitina þegar mikið liggur
við. Einleikarinn, Gunnar Björnsson, er
kannski betur þekktur sem prestur, nú að
Holti í Önundarfirði, en hann hefur lagt stund
á sellóleik frá unglingsárum og er gripinn í
stutt spjall áður en æfing hófst:
-Ég hef alltaf haldið hljóðfæraleikaranum
í mér við og reynt að koma fram reglulega
og hefur það helst verið á sviði kammertónlist-
ar en stundum getur liðið langur tími á milli
þegar annir eru miklar í prestsstarfinu, segir
Gunnar aðspurður um tónlistariðkunina.
-Sennilega var þetta líflegast á árunum þegar
ég þjónaði í Fríkirkjunni í Reykjavík og þegar
ég var félagi í Kammersveit Vestfjarða með
nokkrum kennurum tónlistarskólans á ísafírði
á árunum milli 1970 og 1980. Það væri gam-
an ef við gætum aftur komið á slíkum hópi,
'-segir Gunnar þegar hann rifjar upp fyrri tíð.
Sé farið lengra aftur í ferilinn má geta þess
að Gunnar lék í ein 10 ár með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, byijaði á unglingsárum og hélt
því áfram þar til hann tók prestsvígslu.
REYNIAÐ HALDA
S
HLJOÐFÆRALEIKAR-
ANUMÍMÉRVIÐ
Morgunblaðið/jt
FEÐGARNIR brosmitdir og tilbúnir í slaginn. Björn R. Einarsson og Gunnar og Oddur.
-Þetta eru eins konar fjölskyldutónlekar,
sagði Ingvar Jónasson stjórnandi er hann
kynnti Gunnar fyrir hljómsveitarmönnum og
er skýringin sú að ásamt Gunnari leggja fað-
ir hans, Björn R. Einarsson og Oddur, bróðir
hans, hljómsveitinni lið en þeir eru báðir bás-
únuleikarar. -Björn er í björgunarsveitinni
okkar, segir formaður Sinfóníuhljómsveitar
áhugamanna, Páll Einarsson jarðeðlisfræðing-
ur og sellóleikari, sem kom aðvífandi og átti
þar við Bjöm og sagði að hann hefði nokkrum
sinnum áður styrkt sveitina. -Ég fylli í göt ef
á þarf að halda, segir Björn -og mér finnst
gott að fá þetta tækifæri til að spila áfram
því við verðum að hætta sjötugir í Sinfóníu-
hljómsveit Islands eins og aðrir ríkisstarfs-
menn, bætir hann við en hann var þó beðinn
að halda áfram í ár meðan maður fannst til
að taka sæti hans. -En nú er ég að byija aftur
á byijuninni, nú tek ég fyrstu bækurnar og
fer í endurhæfingu. Það var kannski ekki allt-
af nógu góður tími til þess þegar atið var
mest, segir Björn en hann hefur komið víða
við í músík, verið í Stórsveit Reykjavíkur,
Lúðrasveit Reykjavíkur og var með vinsæla
danshljómsveit um árabil.
Aftur er vikið orði til Gunnars og spurt hvort
hann hafi fyrri kynni af verkinu eftir Bruch.
-Ég hef einu sinni leikið það áður og þá með
píanói en það er talsvert annað að leika það
með hljómsveit og hlakka ég mikið til þess.
Ég hef líka aðeins einu sinni áður leikið ein-
leik með hljómsveit, það var þegar ég tók próf-
ið frá Tónlistarskólanum svo það verður spenn-
andi að spreyta sig með þessu góða fólki.
Tónleikarnir í Neskirkju hefjst klukkan 17
sunnudaginn 17. nóvember og er miðaverð
kr. 1.000 en frítt fyrir börn og eldri borgara.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996