Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Blaðsíða 10
2. Þú skalt
ekki leggja nafn
Drottins, Guðs þíns
við hégóma
SÓLVEIG Eggertsdóttir: „Ný umferðarlög, samþykkt á Alþingi íslendinga árið 1000“.
HALLDÓR Ásgeirsson: „Bláminn".
KRISTNITAKA í SK
Kristnitaka er yfirskrift sýningar sem biskupinn yfir
Islandi opnar í Skálholti kl. 15 í dag. A sýningunni,
eru sautján verk eftir iafnmarga listamenn unnin út
frá þemanu „kristnitaka" en tilefnió er nálægóin vió
þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi. ORRI PALL
ORMARSSON sótti þennan merka sögustaó heim af
þessu tilefni, skoóaói sýninguna og ræddi vió umsjón-
armann hennar, Jón Pálsson.
KRISTNI á íslandi hefur verið
knýtt fastari böndum við Skál-
holt en nokkurn annan stað.
Allar götur frá því Gissur hvíti,
sonur fyrsta ábúandans í Skál-
holti, Teits Ketilbjamarsonar,
kom með kristni til landsins
hefur hún verið_ samofín sögu
staðarins. Þar bjó fyrsti biskup á íslandi, ísleifur
Gissurarson, og þar hefur kirkja staðið allar
götur frá því á elleftu öld. Hefur hún oft, ekki
síst á miðöldum, verið gerð af óvenjulegum stór-
hug. í ljósi þessa er sennilega erfitt að hugsa
sér betri stað en Skálholt til að efna til myndlist-
arsýningar af því tilefni að þúsund ára afmæli
kristnitökunnar í iandinu nálgast nú óðfluga.
Sautján listamenn í Myndhöggvarafélaginu
eiga verk á sýningunni sem haldin er í umhverfi
Skálholts fyrir tilstilli Skálholtsstaðar og Skál-
holtsskóla. Þema sýningarinnar er hugtakið
„kristnitaka" í víðu huglægu samhengi og eru
tvær meginástæður til grundvallar, að því er
fram kemur i máli Jóns Páissonar, rektors Skál-
holtsskóla, sem skipulagt hefur sýninguna:
„Hin fyrri er sú að á sumrin renna í hlaðið í
Skálholti að jafnaði fímm til tíu langferðabílar á
dag fullir af ferðamönnum. Þetta fólk fer inn í
kirkju, hefur þar örstutta viðdvöl og fer að því
búnu út í bílana aftur og burt. Spumingin er
hvort ekki megi fá fólkið til að staldra lengur við
á staðnum og nema þann kraft og þá töfra sem
Skálholt býr yfir. Með því eigum við ekki aðeins
við náttúmna og umhverfi staðarins, heldur einn-
ig þá sögu sem hann segir og geymir. Okkur
er það vitanlega kappsmál að sem flestir íslend-
ingar sæki Skálholt heim en sannfæring okkar
er sú að þannig verði best stuðlað að því að
auka veg og virðingu staðarins með þjóðinni."
Síðari ástæðan sem Jón nefnir er sú, að þús-
und ára afmæli kristnitökunnar í landinu er á
næstu grösum. „Líkt og kristnitakan árið 1000
átti sér sinn aðdraganda fínnst okkur við hæfí
að sá atburður, sem er í nánd árið 2000, eigi
sér einnig sinn aðdraganda. Þar sem kristnin er
umfram allt framsækinn lifandi vemleiki en ekki
dauð minning, finnst okkur við hæfi að afmælis-
ins verði fyrst og fremst minnst með því að árétta
gildi þess fyrir þjóð okkar í dag að vera kristin.
Við viljum þvi vekja fólk til umhugsunar um
hvaða þýðingu það hefur að „taka kristni“.“
Jón hóf að vinna hugmyndinni fylgis síðastlið-
ið haust þegar hann tók tímabundið við stöðu
rektors Skálholtsskóla. Segir hann Myndhöggv-
arafélið hafa tekið sér opnum örmum og var
fyrsti fundurinn um málið haldinn í október.
Var þá skipuð sýningarstjórn, sem Sólveig Eg-
gertsdóttir og Haildór Asgeirsson frá Mynd-
höggvarafélaginu sitja í, ásamt Jóni.
Var það í höndum hinna tveggja fyrmefndu
að tilnefna listamennina, sem að endingu urðu
sautján: Anna Eyjólfsdóttir, Finna B. Steinsson,
Guðjón Ketilsson, Hannes Lárusson, Hans
Bríickner, Inga Jónsdóttir, Jón Sigurpálsson,
Kristinn E. Hrafnsson, Kristín Reynisdóttir, Ólöf
Nordal, Páll Guðmundsson, Sólrún Guðbjömsdótt-
ir, Svava Bjömsdóttir, Valborg Ingólfsdóttir og
Þóra Sigurðardóttir, auk Halldórs og Sólveigar.
Samstarf Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla
við listamennina um sýningarhaldið fólst í því,
að listamennirnir lögðu fram vinnu sína en stað-
urinn og skólinn greiddu allan annan beinan
kostnað, það er efnis- og flutningskostnað, kostn-
að við uppsetningu verka og uppihald listamanna
meðan á vinnu þeirra stóð á staðnum. Að sögn
Jóns hefur verið leitað til ýmissa aðila um styrk
til sýningarhaldsins og stendur sú söfnun enn.
Engra oröa er þörf
Jón Pálsson kveðst hafa gert tilraun til að
fylgjast með framvindu mála meðan á vinnslu-
ferlinu stóð hjá listamönnunum - en án árang-
urs. „Þeir vom mjög tregir til að tjá sig um við-
fangsefni sín. Það vakti undmn mína í fyrstu en
núna, þegar ég er búinn að sjá öll verkin, er Ijóst
að engra orða er þörf, verkin skýra sig sjálf.“
Jón er guðfræðingur að mennt og kveðst í
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997