Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Blaðsíða 2
MÁLÞING UM HANDRITIN Morgunbloðið/Jim Smart EIN af myndunum á sýningunni f Norræna húsinu. MYNDLÝSINGAR í ÍSLENSKUM FORNRITAÚTGÁFUM AFHENDINGU íslenskra handrita frá Dan- mörku lýkur formlega við setningu dansks- íslensks málþings um handrit í hátíðarsal Háskóla íslands fímmtudaginn 19. júní nk. kl. 9.30. Þá mun Kjeld Mollgárd, rektor Kaupmannahafnarháskóla, sem jafnframt er formaður Árnanefndar (Den arnamagnæ- anske Kommission), afhenda Sveinbirni Björnssyni, rektor Háskóla íslands, tvö síð- ustu handritin sem hingað eiga að koma, en háskólarektor er formaður stjórnarnefndar Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi. Þau tvö handrit sem nú verða afhent eru AM 237 a fol., tvö varðveitt blöð úr prédik- anasafni, skrifuð á 12. öld og e.t.v. það elsta sem til er skrifað á íslensku, og AM 227 fol., annað aðalhandrit Stjómar, þýðinga úr Gamla testamentinu með skýringum; þetta handrit er frá miðbiki 14. aldar og hefur að geyma fegurri lýsingar en flest önnur hand- rit íslensk. Þessi tvö handrit verða sýnd aukalega dagana 19.-29. júní á þeirri hátíðarsýningu handrita sem nú er í Árnagarði og verður opin daglega kl. 13-17 til ágústloka. Sáttmálasjóður, sem var stofnaður við OPIN SYNING í NÝLISTA- SAFNINU „SÝNING. Þegar þú lest þetta eða þú heyr- ir einhvern tala um þessa sýningu er þér um leið boðið að sýna í Nýlistasafninu frá 14. til 29. júní 1997....“ Með þessum form- ála ákvað stjóm Nýlistasafnsins að bjóða til opinnar sýningar sem hefst laugardaginn 14. júní kl. 16. Öllum er boðið að sýna meðan húsrúm leyfir. Sýnendur velja sér sjálfir staðsetn- ingu fyrir verk sín og sjá um uppsetningu og frágang að sýningu iokinni. Ekki verður ljóst fyrr en á opnun hveijir taka þátt. Sýn- ingin er í öllum sölum safnsins nema í setu- stofunni á annarri hæð. Ásgeróur Búadóttir gestur safnsins Gestur safnsins í setustofu úr röðum Félags íslenskra myndlistarmanna er Ás- gerður Búadóttir. Ásgerður hefur sagt um myndlist sína, að efnið sé ekki aðalatriðið heldur hvernig það er notað til túlkunar hugmynda til myndsköpunar. Ullin er fyrir henni það efni og sá miðill sem olíulitir eru málaranum og steinninn myndhöggvaranum. Hugmyndir og áhrif fellir hún að eðli vefsins á óhlutbundinn hátt, segir í kynningu. Sýningarnar em opnar daglega nema mánudaga frá kl. 14.-18. Lokað verður þjóðhátíðardaginn 17. júní. gerð dansk-íslenska sambandslagasáttmál- ans 1918, hefur veitt Stofnun Árna Magnús- sonar á Islandi styrk til að bjóða hingað til lands fólki frá Danmörku til málþings um handrit 19. og 20. júní og til ferðar um skrifaraslóðir 21. júní. Þetta er fólk sem í starfí sínu hefur tengst íslenskum handritum í Kaupmannahöfn með einhvequm hætti, í varðveislu, rannsóknum, ljósmyndun, viðgerðum og stjómsýslu. Þarna verður starfsfólk Árnastofnunar í Höfn (Det amamagnæanske Institut) og fomíslensku orðabókarinnar (Ordbog over det norrone prosasprog), sem nú er byijuð að koma út, nokkrir starfsmenn Konungsbókhlöðu og þeir sem eiga sæti í Ámanefnd (Den amamagnæ- anske Kommission). Gestimir frá Danmörku verða 44 alls. Á málþinginu, sem fer fram í hátíðarsal Háskóla íslands fimmtudaginn 19. júní kl. 9.30 til 15.25 og föstudaginn 20. júní kl. 9 til 15.40, verður fjallað um handrit frá ýms- um sjónarhomum, m.a. uppruna og feril ein- stakra handrita, skrásetningu handrita og áform um stafræna myndatöku þeirra og miðlun. SEX STYRKIR TIL HAND- RITSGERÐAR KVIKMYNDASJÓÐUR íslands hefur veitt sex handritshöfundum styrki til að vinna frekar að handritum sínum. Við árlega úthlutun í janúar sl. hlutu tíu höfundar styrki og skiluðu allir verki sínu í síðasta mánuði. Nú hefur úthlutunamefnd Kvikmyndasjóðs valið sex þeirra, sem halda áfram í verkefn- inu, en hinir heltast úr lestinni. Höf- undarnir sex eru, ásamt nöfnum hand- ritanna: Baltasar Kormákur, Sym Bi Osa, 101 Reykjavík; Hrönn Kristins- dóttir, Besti dagurinn; Jóakim Hlynur Reynisson, í álögum; Júlíus Siguijóns- son, Ljótir leikir; Mikael Torfason, Svartir sauðir og Ragnar Bragason, Fíaskó. Hver styrkur 600 þúsund Hver höfundur hlýtur styrk að upp- hæð 600.000 kr., en Norræni sjóðurinn greiðir helming allra handritsstyrkja til móts við Kvikmyndasjóð íslands. Úthlutunarnefnd er skipuð sem fyrr Bjarna Jónssyni, Laufeyju Guð- jónsdóttur og Markúsi Erni Antons- syni. Handritin sex verða þróuð enn frekar, og höfundarnir skila inn nýrri útgáfu í lok ágúst og hljóta þá þrír þeirra lokastyrki, segir í kynningu. SÝNINGIN Sögn í sjón - myndlýsingar í ís- lenskum fornritaútgáfum á 20. öld verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins í dag, laugardag. kl. 15. Sýningin er sú þriðja í röðinni sem opnuð er undir samheitinu Sögn í sjón, og er hún samstarfsverkefni Listasafns íslands, Norræna hússins og Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi. I Norræna húsinu verða til sýnis myndlýsing- ar í íslenskum fornritaútgáfum sem íslenskir myndlistarmenn hafa unnið og birst hafa á prenti í ýmsum útgáfum. Júlíana Gottskálks- dóttir listfræðingur hefur safnað myndunum saman og sér um uppsetningu sýningarinnar. Danski listamaðurinn Lars Munthe sýnir ný grafíkverk sem hann hefur gert í tilefni af því að nú er að ljúka afhendingu síðustu handritanna til Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi. Hann sækir myndefnið til handrit- anna og leitast við að gefa þeim nýja mynd- ræna tjáningu með ætingu í kopar og sink og öðrum aðferðum. Júlíana Gottskálksdóttir skrifar ítarlega grein í sýningarskrá um myndlýsingar lista- mannanna fyrir útgáfur íslenskra fornsagna og fornkvæða á þessari öld. Hlutur þeirra er lítt kannaður, ef frá eru taldar fáeinar ritgerð- ir um myndlýsingar barnabóka. I grein Júlíönu kemur fram að Ragnar Jónsson í Smára hefur sennilega átt mestan þátt í að hefja myndlýsingar til vegs í bókaút- gáfu hér á landi. Árið 1941 gaf hann út Laxdælu og Hrafnkötlu með nútímastafsetn- ingu í umsjá Halldórs Laxness. Gunnlaugur Scheving listmálari gerði myndlýsingar. í kjölfarið fyigdu Brennu-Njálssaga (1945) og Grettissaga (1946) með myndlýsingum eftir Scheving, Þorvald Skúlason og Snorra Arin- bjarnar. Árið 1946 kom út hjá bókaútgáf- unni Hlaðbúð Fornir dansar í umsjá Ólafs Briems með teikningum eftir Jóhann Briem listmálara. Hann gerði einnig teikningar við Eddukvæði, sem komu út 1985. Nokkrar þessara mynda verða sýndar í Norræna hús- inu og auk þess eru teikningar eftir Hring Jóhannesson, Eirík Smith, Þorbjörgu Hös- kuldsdóttur, Guðrúnu Svövu, Einar Hákonar- son og Tryggva Ólafsson. Haraldur Guðbergsson teiknari gerði mynd- ir við Þrymskviðu og Baldursdraum, sem komu út hjá Máli og menningu 1980. Haraldur hef- ur að undanförnu útfært teikningarnar í tölvu og litsett með mismunandi tónbrigðum. Verða þessar myndir Haralds sýndar í tölvu á sýning- unni. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 13-19 og henni lýkur sunnudaginn 6. júlí. MENNING LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðaldakirkjan í Noregi og á Islandi. Listasafn íslands Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á íslenskum fornritum. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar Árbæjarsafn 1 sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykjavík, ásamt ljóðum skálda. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Sigríður Siguijónsdóttir, Takashi Homma til 15. júní. Kjarvalsstaðir - Flókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím. Norræna húsið - við Hringbraut Grímur Karlsson skipstjóri: Skipslíkön til 9. júli. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Opin sýning í öllum sölum nema í setustofu, þar er gestur safnsins Ásgerður Búdóttir. Til 29. júní. Gallerí Handverk & Hönnun Elísabet Thoroddsen sýnir peysur til 26. júní. Gallerí Hornið Hildur Waltersdóttir sýnir til 18. júnf. Gallerí Listakot Nina Kerola sýnir til 14. júní. Mokka - Skólavörðustíg Sigurdís Harpa Arnarsdóttir sýnir til 6. júlí. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Ása Ólafsdóttir, íris Elfa Friðriksdóttir og Sigur- bjöm Jónsson sýna til 6. júlí. Tuttugu fermetrar, Vesturgötu 10 Bjami Sigurbjömsson sýnir til 29. júní. Gallerí Myndáss Vilmundur Kristjánsson sýnir Ijósmyndir til 20. júní. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Norræn farandsýning; Flóki án takmarka. í Sverr- issal sýnir Björg Pjetursdóttir verk unnin í flóka. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Roni Horn sýnir til 29. júní. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum — Af lífí hafnfirskrar alþýðu til 30. sept. Laugardagur 14. júní. St. Jacobs Gosskör, sænskur drengjakór, heldur tónl. í Grensáskirkju kl. 16. Serpent málmblásarahópurinn heldur tónl. í Laug- ameskirkju kl. 14. Sunnudagur 15. júni. Kristin Haiseth Rustad sópran og Knut Anders Vestad tónskáld og píanól. halda tónl. í Norræna húsinu kl. 20.30. Mánudagur 16. júní. Magnea Tómasdóttir, sópran og Gerrit Schuil píanóleikari halda tónl. í Gerðarsafni kl. 20.30. Þriðjudagur 17. júní. St. Jacobs Gosskör heldur tónl. í Hallgrímskirkju kl. 17. Miðvikudagur 18. júní. St. Jacobs Gosskör heldur tónl. í Skálholtskirkju kl. 14 og í Norræna húsinu kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Fiðlarinn á þakinu lau. 14., sun. 15., fim. 19., fös. 20. júní. Listaverkið lau. 14., sun. 15., fim. 19., fös. 20. júní. Borgarleikhúsið Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús- geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. íslenska óperan Evíta frumsýning mánud. 16. júní. Fimm. 19., fös. 20. júní. Loftkastalinn Á sama tíma að ári lau. 14. júní. Hermóður og Háðvör 6pplysíngar*'um TisívíðÍurÝi^ sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa bor- ist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, Menning/Iistir, Kringlunni 1, 103 Rvik. Myndsendir: 5691181. Netfang: Andrea @mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.