Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Side 4
Ljósmynd: Jens Erik Larsen BOLSHOJ-LEIKHÚSIÐ í Moskvu hefur staðið af sér bæði bruna og sprengjuárásir Hitlers og verið mestan hluta þessarar aldar tákn um styrk Sovétríkjanna. í nýju og sára- fátæku Rússlandi er þetta stolta leikhús háð alþjóðlegri hjálp eigi það ekki að hrynja til grunna. Aðstæðurnar eru auðmýkjandi. BOLSHOJ BERST FYRIR LÍFISÍNU I Moskvu halda menn nú upp á 850 ára afmæli borgarinnar og í 221 ár hefur Bolshoj-leikhúsió verió eitt helsta listræna aödráttaraflið þar á bæ. I því leikhúsi ríkir þó engin hátíóarstemmning, segir JENS ERIK LARSEN . Þessi risi rióar til falls eftir aó hafa í áratug gengió erinda stjórnarherranna í Kreml og búiö viö listræna stöónun og vaxandi efnahagsvandræói. En nú er unnió höróum höndum aö því aö bjarga Bolshoj. Iþá tíð sem Moskva var höfuðborg Sov- étríkjanna var Bolshoj-leikhúsið, og þá sérstaklega baliett þess, táknmynd fyrir listrænt stórveldi. Nú er þetta musteri klassíska ballettsins nánast í andarslitrunum. Útlitið er mjög tvísýnt og þá fyrst og fremst hvað varðar leikhúsbygginguna sjálfa. Hún reis á rústum hins upprunalega Petrovisk-leikhúss eftir brunann 1825 og nú er ástand hennar svo slæmt að UNESCO hefur komið til skjal- anna sem höfuðstuðningsaðili umfangsmikill- ar áætlunar um viðgerð hússins. Markmiðið er að bjarga einu þekktasta leikhúsi heimsins áður en það hrynur vegna þess að undirstaðan er að gefa sig, eða veggirnir molna vegna lélegs viðhalds, sérstaklega öll eftirstríðsárin. Bolshoj til vegs og virðingar á ný. Hér dansar hún Svanaprinsessuna í Svanavatninu. Fyrir nokkru opinberaði stjórn Bolshoj neyð sína: „Bolshoj er á heljarþröminni," sagði Vlad- imir Kokonin, forstjóri, í samtali við rússnesku Interfax-fréttastofuna. Fréttin barst um allan heim og það með, að rússneska ríkið ætti ekki lengur rúblur handa leikhúsinu og enginn ríkisstuðningur borist í næstum hálft ár. Ko- konin hótaði að loka leikhúsinu af „öryggisá- stæðum". Ríkisstjórnin, Kokonin og listrænn stjórnandi Bolshoj, Vladimir Vassiliev, höfðu áður viðrað hugmyndina um lokun leikhússins vegna umfangsmikilla endurbóta, jafnvel í mörg ár. En enginn þorði að taka af skarið. Nú eru aðstæðurnar hins vegar ekki bara aðkallandi heldur einnig niðurlægjandi. Eng- inn veit, hvað það mun kosta að endurbæta 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.