Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 5
og færa til nútímahorfs þessa leikhusbygg- ingu, sem hefur verið fastur punktur í skipu- lagsmálum Moskvuborgar og ferðamanna- staður núm er eitt. En nú hafa rússneska stjórnin, sem er greinilega ekki fjárhagslega sterk á svellinu, Moskvuborg, sem á heldur enga peninga, og fjöldi alþjóðlegra stuðnings- aðila, sem aftur eiga peninga en hafa engin völd, lofað að leggja sitt af mörkum með UNESCO til að Bolshoj verði bjargað. Það hefur ekki verið fiikkað upp á leikhúsið síðan við það var gert eftir að sprengjuhríð Hitlers feykti burt hluta inngangsins 1941. Nú er unnið að bráða- birgðalausn svo loka megi leikhúsinu og setja það í hendur sérhæfðra björgunarmanna. Þess- ar bráðabirgðalausnir hafa hins vegar á sér nokkuð endanlegt yfir- bragð. Vegg í vegg við gamla leikhúsið á starf- semin að geta haldið áfram á minna sviði og viðbyggingin á að auki að rúma æfingasali, stúdíó, verkstæði og alla aðra starfsaðstöðu, sem Bolshoj hefur alla tíð skort. En jafnvel þó að björgunaráætlunin verði smám saman framkvæmd byggingunni til góða, stendur Bolshoj-leikhúsið, í hreinskilni sagt á fallvaltari fótum en nokkru sinni fyrr í stormasamri sögu sinni. Bolshoj er lifandi dæmi um listsögulegan minnisvarða, sem hef- ur staðið af sér Romanov-ættina og bylting- ar, en hefur að mörgu leyti dagað uppi eftir fall Sovétríkjanna sem þjóðleikhús fyrir þjóð sem var lögð niður. Því að Bolshoj (Stóra) leikhúsið var, öðrum listastofnunum fremur tengd Sovétríkjunum, kommúnismanum, vald- höfunum í Kreml og draumnum um að sýna umheiminum yfirburði Sovétríkjanna. Svo undarlega sem það kann að hljóma fór Bols- hoj-ballettinn, með fallegum dönsurum, glæsi- legum búningum og stórbrotnum uppsetning- um, með hlutverk andsvars kommúnista við Hollywood. Umlukinn goðsögnum og dulúð fékk ballett- inn líka oft hlutverk vestan járntjaldsins, gjarnan í spennusögum og vafasömum njós- namyndum, þar sem fagrar ballerínur voru hluti af slóttugri leikfléttu, þar sem starfs- menn KGB og CIA voru fastamenn. Þetta hefur leitt til þess að fólk, sem aldrei hefur séð heila ballettsýningu, heldur aðeins stutt ballettbrot í sjónvarpi, hefur fyrirhafnarlaust getað tekið þátt í samræðum um Bolshoj. Allir, jafnvel þeir sem hafa minnstan áhuga hafa á einn eða annan hátt fengið það á tilfínn- inguna að Bolshoj-ballettinn sé stærsti ballett heims og þar með örugglega sá stórfengleg- asti og sá besti. í áratugi var ballettinn eina glæsiútflutningsvara Sovétríkjanna. Hann var umtalaður og um hann var rætt sem áttunda undur veraldarinnar. Og allt þar til Gorbatsjov rauf einangrun Sovétríkjanna hélt þetta hnign- andi undur sínum glansi. Baksviðs, á göngunum, á skrifstofunum og í æfingasölunum hefur Bolshoj alltaf verið leikvangur, þar sem mörkin á milli listar og stjórnmála eru óijós og hverful. Lenín notaði leikhússviðið sem ræðustól í byltingunni 1917, en eftir sigur bolsévíka áttu leiðtogarnir í hörðum deilum um það, hvort þetta nýja ríki verkamannsins hefði einhveija þörf fyrir stofn- anir með borgaralegum listaarfi. Bæði Bolshoj og Marinskij- leikhúsið í Sankti Pétursborg voru sögð fulltrúar hug- myndafræði, sem var fram- andi og beinlínis fjandsamleg sigurvegurum byltingarinn- ar, bændum og verkamönn- um. En bæði leikhúsin héldu lífi, mest fyrir sakir sögulegra minja. Smám saman ávann Bolshoj sér sess í kommúnísku samfélagi og á eftirstríðsárunum eru það ein- ungis geimfarar og vísindamennirnir á bak við geimáætlanirnar og ef til vill hið sigur- sæla íshokkílandslið sem náðu að skipa sama sess og ballett „Stóra leikhússins". í Bolshoj eru einnig ópera og sinfóníuhljóm- sveit á heimsmælikvarða en það hefur alltaf verið ballettinn, sem hefur vakið mesta at- hygli eða ef til vill mætti frekar segja að hon- um hafi verið falið aðalhlutverkið. Og allan tímann voru það stjórnarherrarnir í Kreml sem toguðu í spottana. Á yfirborðinu hefur Bols- hoj-ballettinn verið sléttur og felldur boðberi hefðarinnar en undir niðri farvegur þess, að kommúnísk gildi settu mark sitt á alla list. Það virðist augljóslega ekki hafa vafist neitt fyrir kommúnískum valdhöfum, þótt listformið sjálft sé bundið keisaralegum hefðum og að persónur þess tíma skipi öndvegi í flestum meginballettunum á efnisskrá Bolshoj-ball- ettsins (Svanavatnið, Þyrnirós og Hnotubijót- urinn). Kerfisbundið notuðu valdhafarnir Bols- hoj-ballettinn til að varpa ljóma á opinberar heimsóknir og á aðra mikilvæga atburði. Til þessa brúks mátti svo sem líka notast VLADIMIR Vassiliev, sem hefur verið listrænn stjórnandi Bolshoj-leikhússins frá 1995, ALEKSANDER Petukhov er meðal þeirra karldansara, sem nú fá æ stærri hlutverk og meiri ábyrgð. við keppinautinn, Kirov-ballettinn frá Mar- inskij-leikhúsinu í Sankti Pétursborg (Len- íngrad). Bæði leikhúsin hafa lagt metnað sinn í að varðveita fjársjóð hins upprunalega rúss- neska balletts eins og kostur er, þar á meðal balletta Pjotrs Tsjajkovskíjs og Mariusar Petipas. En valdhafar Sovétríkjanna höfðu horn í síðu Kirov-leikhússins af pólitískum ástæðum. Stalín leit aldrei á Kirov sem neitt annað en óþægilega áminningu um sterkar rætur keisaraveldisins og hann hlýtur að hafa verið gripinn undarlegri þjartagæsku þegar hann ákvað að leyfa ballettinum að starfa áfram. Svo þegar Sovétríkin voru og hétu áttu pólitískir stormsveipar upptök sín í Kirov-leik- húsinu. Stjórnendur leikhússins áttu þar engan hlut að máli, heldur voru þetta „pólitísk stökk“ þeirra Rudolf Nurejev, Natölju Makarovu og Mikhail Barysjnikov. Þau voru öll Kirov-stjörn- ur og þegar færi gafst í utanlandsferðum, völdu þau frelsið. Þau urðu svo heimsfrægar stjörnr og eins konar pólitískar goðsagnir, en flótti þeirra olli Kirov miklum vandamálum og allt fram að hruni Sovetríkjanna var leik- húsið í lamasessi í samanburði við Bolshoj. Vandræðastimpillinn leiddi til þess að Kirov varð að sitja heima meðan Bolshoj naut góðs af þeim utanlandsferðum sem boðið var til. Nú er allt annað uppi á teningnum í nýju Rússlandi. Með vaxandi áhuga fólks á rúss- neskri sögu og list fyrir byltinguna hefur Kirov, „hinn keisaralegi ballett" við Marinskij- leikhúsið, dregið til sín æ fleiri áhorfendur. Ballettinn, óperan og sinfóníuhljómsveitin hafa vakið verðskuldaða athygli vestrænna gagnrýnenda á síðustu árum, sem má að miklu leyti þakka dansferðum, plötuútgáfu og sjón- varpstónleikum. Leikhúsinu hefur einnig, með nokkrum undantekningum, tekist að stýra framhjá innanmeinum eins og þeim, sem lam- að hafa listrænan vöxt Bolshoj síðasta áratug- inn. í kjölfarið á glasnost og perestrojku Gorb- atsjovs kom í ljós að Bolshoj var ormagryfja mótsagna. Mörgum dansaranum fannst hann bundinn í báða skó af verkefnastefnu Jurij Grigorovitsj, yfirmanns ballettsins. Þar var ný og ósovézk dansritun næstum undantekinga- laust stimpluð sem smekkleysa og í andstöðu við pólitískar hugsjónir. Frá 1987 til 1995 hættu um 40 dansarar hjá leikhúsinu, margir sólódansarar, þar á meðal einn bezti karldans- ari Bolshoj og augasteinn yfirmannsins, Irek Mukhamedov. Um leið og hann var fijáls ferða sinna, tók hann sig upp og fluttist með fjöl- skylduna til London, þar sem hann réð sig til Konunglega ballettsins. Annar ágætur dansari sem fór frá Bolshoj stuttu síðar var Jurij Pos- hokov ( sem réðist til Konunglega leikhússins i Kaupmannahöfn), sá þriðji var Ljudmila Sem- enjaka (til English National Ballet), fjórði var Andris Liepa (til American Ballet Theatre og síðar Kirov), og fimmti Nina Ananiashvili, sem að vísu hélt formlegri stöðu sinn við Bolshoj en dansaði oftast á sviði í London, París, New York, Kaupmannahöfn, Ósló og Tókýó og stöku sinnum líka í Stokkhólmi. Að auki hvarf margt ungt hæfileikafólk á braut í hreinni örvæntingu yfir stöðnuðu og forneskjulegu skipulagi bal- lettsins. Fyrir röskum tveimur árum tók Bor- is Jeltsín, forseti, í taumana og freistaði þess að stöðva flóttann frá Bolshoj og hið neikvæða um- tal um leikhúsið á Vesturlöndum. Hann leysti Grigorovitsj, „Bresjnev ballettsins", frá störfum eftir 30 ár hjá Bolshoj. Bjargvætt- urinn, maðurinn sem átti ekki einungis að koma fótunum undir þennan fræga ballett á ný held- ur líka að hefja Bolshoj-húsið til vegs og virð- ingar, var harðasti gagnrýnandi Grigorovitsj í áraraðir, dansarinn og danshöfundurinn Vlad- imir Vassiliev. Vassiliev, sem er 56 ára, kom fyrst fram á sviði Bolshoj 1958 og er þekktur um allan heim bæði sem einn af allra beztu karldönsur- um rússneska ballettsins og sem harður gagn- rýnandi á fjötra kommúnismans. Allt fram á miðjan áttunda áratuginn heillaði hann aðdá- endur sína í Moskvu, ekki síst þau fáu skipti sem hann fékk að hafa ftjálsar hendur í sínum eigin ballettum (m.a. Ikaros, Macbeth og Aniuta). En hann var neyddur til að fara frá leikhúsinu eftir að hann gagnrýndi stjómun- arstíl og efnisval Grigorovitsj fýrir opnum tjöld- um. Vassiliev var ásamt konu sinni, Ekaterinu Maximovu, en hún er einnig fræg Bolshoj- stjarna, sá fyrsti sem ræddi ástandið opin- skátt. Óg hann benti mönnum á þær ógöngur, sem ballettinn stefndi í, ef stefna Grigorovitsj í sovéskri ballettlist, sem birtist nær eingöngu í hans eigin ballettum, fengi að dafna. Síðustu árin áður en Jeltsín kallaði Vassiliev „heim“ til leiða Bolshoj inn í nýja tíma, stjómaði hann Kremlarballettinn í Moskvu auk þess sem hann vann sem danshöfundur fyrir fjölda ballett- flokka um allan heim. Þegar Vladimir Vassiliev tók við stjórninni í mars 1995 var hann spar á loforðin, en sagði þó í samtali við tímaritið Time: „Ég óska þess að Bolshoj, sem upphaflega þýðir stór, muni aftur verða merki þess besta." Og áfram hélt hann: „Einungis listrænn sköpunarkraftur get- ur fært ballettinum aftur nafn hans og orðstír." Rúmlega tvö ár em liðin og stríð- ið um endurheimt nafns og orðstírs er engan veginn unnið. Reyndar má frekar segja að það sé nýhafíð. Og Vladimir Vassiliev ítrekar sína frómu ósk um framtíð ballettsins „Ég hef sett sjálfum mér það takmark," segir hann, „að árið 2001 sjáum við árangur. Þangað til verðum við að beina sjónum að tvennu - að endumýja ballettinn listrænt og að fá tvö svið í leikhússamstæðunni en það gæfi okkur olnbogarými til að gera hvort- tveggja í senn; stefna í nútímaátt og varðveita um leið þá listrænu hefð sem Bolshoj-ballettinn hefur alltaf staðið fyrir. Þetta þýðir ekki að við ætlum bara að endurflytja klassíska bal- letta, heldur reynum við að fínna nýjar hliðar og túlkun á klassísku efni. Bolshoj hefur verið rekið alltof lengi með einföldum endurflutning- um. Þess vegna sitjum við uppi með vandamál- in.. Þess vegna höfum við fallið í áliti. Við fór- um í dansferðir til útlanda með sama efnið ár eftir ár. Og oft með dansara, sem máttu muna sinn fífíl fegri, þótt veggspjöldin lokkuðu með „Bolshoj-stjörnum". Svo fór, að Bolshoj stóð ekki undir nafni en „Bolshoj" þýðir stór. Út af fyrir sig var það ekkert stórmál, þótt marg- ir örvæntingafullir ungir dansarar veldu að fara til Vesturlanda. Það voru hreint ekki bara bestu dansaramir, sem fóru, þótt vestrænir flölmiðlar segðu þannig frá því. Sannleikurinn er sá að við höfum misst fáa mikilhæfa lista- menn, en marga miðlungsdansara og í staðinn fyrir þá höfum við fengið betra fólk. En „dans- araflóttinn" skaðaði orðstír okkar,“ segir Vlad- imir Vassiliev. „Allt sem við tökum okkur nú fyrir hendur miðar að því að endurvinna mikilleika „Bols- hoj“. Við höfum allt til bmnns að bera til að verða heimsins besta leikhús á ný. Við höfum^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.