Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Page 9
Fyrsti hluti Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn rennur sól á bak við Arnarfell. Hér á reiki er margur óhreinn andinn úr því fer að skyggja á jökulsvell. Drottinn leiði drösulinn minn drjúgur verður síðasti áfanginn. Þeir íslendingar munu vera fáir, sem ekki kannast við þetta er- indi úr kvæði Gríms Thomsens á Sprengisandi. Kvæðið er þrungið dulúð og ótta, og ekki dregur lag Sigvalda Kaldalóns úr áhrifum þess. Ljóð og lag falla svo vel hvort að öðru, að úr verður eitt áhrifamesta sönglag sem við eigum. Fyrir hartnær 150 árum var hálendi Islands svo til ókannað með öllu. Sagnir um útilegu- mannabyggðir þar höfðu fest svo djúpar rætur í huga þjóðarinnar að þyrftu menn að fara einhverra erinda fjarri alfaraleiðum þótti viss- ara að hafa vopn meðferðis, til vamar, ef á þá yrði ráðist. Um Sprengisand lágu leiðir úti- legumannanna og í Ódáðahrauni áttu þeir byggðir og bú. Var því öruggara að gæta allr- ar varúðar á þeim slóðum. í þessari grein er ætlunin að leiða lesandann inn á þetta svæði, sem Grímur Thomsen gerði ódauðlegt með kvæði sínu. Við flesta staði landsins eru tengdar sagnir og er Sprengisand- ur ekki undanskilinn. Því er ætlunin að skyggn- ast örlítið til fortíðar, forvitnum ferðalangi til nokkurs fróðleiks. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er meg- inhluti íslands eyðimörk, hraun, sandar og jöklar. Sem sagt: landið er stærsta eyðimörk Evrópu. Sjaldan er þetta nefnt, það er eins og EFTIR TÓMAS EINARSSON Sprengisandsleió er kunn fró fornu fgri og gf henni fgra margar sögur allt frá sögn Landnámu um búferla- flutninga Gnúpa-Bárós til feróalga á okkar tímum. Hofsjökull Vatna- jökull Trölla- dyngja menn fari hjá sér þegar minnst er á þessa stað- reynd og ekki sést hún í auglýsingum, þar sem kostir landsins eru taldir upp. Þessi auðn er samfelld frá Langjökli í vestri allt til austurjað- ars Vatnajökuls og frá Mývatnsöræfum að byggðum Suðurlands. I þessari miklu auðn er Sprengisandur (6—800 m.y.s.), gróðursnauð og örfoka há- slétta, stærsta samfellda sandflæmi landsins. Sprengisandur hefur ekki nein náttúruleg endamörk, en að flestra áliti eru suðurmörk hans á móts við Þjórsárver, að norðan um Kiðagil, að austan að Tungnafellsjökli og Skjálfandafljóti en að vestan að Þjórsá og það- an norður með austuijaðri Hofsjökuls. Leiðin milli byggða sunnan og norðan jökla á austanverðu landinu er styst um Sprengi- sand. Um hann liggur ruddur sumarbílvegur og búið er að brúa helstu vatnsföllin. Þúsundir ferðamanna fara þar um hvert sumar og njóta þess sem hin hrikalega náttúra hefur að bjóða. Nokkur orö um helstu kenníleiti Þegar farið er um Sprengisand í góðu skyggni blasa jöklarnir miklu við augum á báðar hendur, Hofsjökull í vestri, en Tungna- fellsjökull í austri og bak við hann Vatnajök- ull þar sem Bárðarbungu ber við himin. Norð- an við miðjan sand er Fjórðungsalda, breið og ávöl móbergsalda (969 m y.s.), sem eftir korti að dæma kemst næst því allra fjalla að vera á miðju landsins. Vestan við hana er Fjórðungs- vatn. Bergvatnskvísl, sem á upptök sín á vest- anverðum sandinum er ein af upptakakvíslum Þjórsár, en meginvatnið fær áin í Þjórsárverum sunnan undir Hofsjökli. Við Sóleyjarhöfða þrengist farvegur hennar, og þar er hið þekkta Sóleyjarhöfðavað. Sóleyjarhöfði er austan ár, ávöl jökulalda, vaxin gulum víði, sem gefur honum „sóleyjarlit". Kiðagil er norðan við sandinn. Það er 5-6 km langt, djúpt og þröngt er neðar dregur með klettaveggjum á báðar hliðar. Áin sem rennur um gilið fellur í Skjálf- andafljót. Þar eru grasivaxnir hvammar, hinir langþráðu hagar, sem biðu hungraðra hesta eftir ferð yfir sandinn og hátt í sólarhrings sult. Nefnast þeir í Dældum. Sprengir er gamalt örnefni á sandinum. Hans er ekki getið í heimildum fyrr en í skýrslu sem Eiríkur Hafliðason bóndi á Tungufelli í Lundarreykjadal gaf árið 1770 að tilhlutan Landsnefndar. Þar segir m.a.: „Þá er komið að Háumýrum og er vegalengdin þangað frá Biskupsþúfu um 2 'A míla (dönsk). Þaðan eru röskar 2'A míla að Sveinum, sem eru klappir með nokkrum vörðum... Frá Sveinum er hald- ið að Beinakerlingu og er sá vegarspotti einn- ig um 2 '/2 míla. Beinakerling er stór varða og stendur mitt á milli 24 dætra sinna. Skömmu áður en komið er að Beinakerlingu er riðið um sléttan sand, sem Sprengir heitir." Þetta olli mönnum nokkrum heilabrotum. Á árunum 1977-1980 hóf Björn Jónsson læknir í Swan River í Manitoba í Kanada leit að Sprengi. Fékk hann nokkra menn í lið með sér. Höfðu þeir lýsingu Eiríks Hafliðasonar til hliðsjónar. Töldu þeir sig hafa fundið Sveina, Beinakerlingu og Sprengi. Fannst þeim líkleg- ast að Sprengir væri rennislétt svæði vestur af sunnanverðu Fjórðungsvatni. Þar liggur nú Skagafjarðarleið af Sprengisandsvegi. Sprengisandsleió til forna Allt frá fornu fari hefur leiðin yfir Sprengi- sand, milli Hofs- og Tungnafellsjökuls verið kunn. Engar heimildir eru til um hver eða hveijir fóru þar um fyrstir manna, en í Land- námabók er getið um ferð Gnúpa-Bárðar þeg- ar hann flutti búferlum úr Bárðardal suður í Fljótshverfi. Þar segir: „Bárður sonur Heyangurs-Bjarnar kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós og nam Bárðar- dal allan upp frá Kálfborgará og Eyjadalsá og bjó að Lundarbrekku um hríð. Þá markaði hann að veðrum að landviðri voru betri en hafviðri og ætlaði því betri lönd yfir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um gói. Þá fundu þeir góibeytla og annan gróður. En ann- að vor eftir þá gerði Bárður kjálka hveiju kykvendi því er gengt var og lét hvað draga sitt fóður og fjárhlut. Hann fór Vonarskarð, þar er síðan heitir Bárðargata. Hann nam síð- an Fljótshverfi og bjó að Gnúpum. Þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður“. Ekki er vitað til að leið Bárðar hafí verið farin aftur fyrr á öldum, en einhvernveginn vekur samt nafnið Vonarskarð grun um það. Hinn forni Sprengisandsvegur liggur milli Þjórsárdals í Árnessýslu og Bárðardals í S- Þingeyjarsýslu og er um 240 km að lengd. Frá Suðurlandi var venjulegast farið með Þjórsá að vestanverðu að Sóleyjarhöfða og yfir ána á vaðinu. Hún rennur þar í tveimur kvíslum. Eystri kvíslin er minni, en vaðið er dýpra. Botninn er traustur, en þykir nokkuð grýttur. Frá Sóleyjarhöfða er haldið norður með ánni að austan um Þjórsárver, (en þar er Biskups- þúfa, Eyvindarkofarústin og Hreysiskvísl), og á Sprengisand frá Háumýrum, en þar eru efstu grös sunnan sands. Þaðan var stefnan tekin vestan við Fjórðungsöldu og í Kiðagil við Skjálf- andafljót. Síðan sem leið liggur meðfram fljót- inu norður í Bárðardal. Vatnahjallavegur þ.e. leiðin suður frá Eyjafjarðardölum kom á Sprengisandsleið sunnan við Fjórðungsöldu. Stundum var farið upp með íjórsá að aust- an, en þar var Tungnaá mikill farartálmi. Er sú á var að baki var haldið norður Búðaháls og að Sóleyjarhöfða en þar sameinuðust leiðirn- ar. Það þótti greitt farið á hestum að fara á þremur sólarhringum frá Mýri í Bárðardal að Skriðufelli í Þjórsárdal. Leiðin milli grasa, þ.e. frá Háumýrum að Kiðagili er 70-80 km löng. Sagnir eru um að hún hafi verið riðin á 6 klst. Síðla sumars í venjulegu árferði eru nægileg- ir hagar fyrir hesta í Þjórsárverum, en frá Háumýrum var farið í einum áfanga (einum spreng) í Kiðagil og var stíf dagleið. Er ekki ósennilegt að þaðan sé nafnið á sandinum kom- ið. Um I eróir f rá fyrrl liá í Njálssögu er getið um Gásasand, en svo mun Sprengisandur hafa verið nefndur á þeim tíma. Þar er sagt að Björn úr Mörk hafi kom- ið þeirri sögu á kreik í blekkingarskyni, að Kári Sölmundarson hafí riðið norður Gásasand á fund Guðmundar ríka á Möðruvöllum en í raun duldist hann sunnanlands í skjóli vina sinna. í Hrafnkelssögu segir frá þingreið Sáms, en hann fór Sámsveg og þaðan til Alþingis og þá liklega um Sprengisand. Haustið 1242 kom Þórður kakali Sighvats- son á skipi að Gásum við Eyjafjörð. Hann gat ekki riðið vestur um sveitir á fund fylgismanna sinna því þar var Kolbeinn ungi frændi hans og fjandmaður fyrir. Svo segir í sögu Þórðar: „Tók Þórður á það ráð að ríða suður um land. Var þá eigi meira föruneyti Þórðar að sinni úr Eyjafirði en tveir menn, Snorri Þórálfs- son er út kom með honum og annarr maður er Hámundur hét og var Þorsteinsson, - hann var kallaður auga. Hann var leiðtogi þeirra. Riðu þá norður yfir Vaðlaheiði og svo upp ina nyrðri leið á Sand.“ Létti hann ekki ferð sinni fyrr en han kom að Keldum á Rangárvöllum til Steinvarar systur sinnar. Þegar landinu var skipt í tvö biskupsdæmi féllu Austfirðir undir Skálholtsbiskup. Eitt af embættisverkum hans var að „visitera“ í um- dæmi sínu. Að fara í „visitasiuferð" til Aust- fjarða var mikið fyrirtæki. Þetta var mjög erf- ið ferð fyrir biskupana því fara þurfti yfír mikil og straumhörð fljót, allra veðra var von og að auki langar dagleiðir. Stysta leiðin til Austurlands frá Skálholti var um Sprengisand. Allmargar frásagnir eru af ferðum biskupa þessa leið, einkum frá 16. og 17. öld. Má í því sambandi nefna biskupana Odd Einarsson (1589-1630) og Brynjólf Sveinsson (1639- 1674). Nokkrar sagnir mynduðust um ferðir þessar og kemur hér ein úr Biskupasögum Jóns prófasts Halidórssonar í Hítardal: „Á fyrri tímum var skemmsta leið úr Sunn- lendingafjórðungi til Austfjarða um hásumar- tímann að ríða fyrst norður yfir Sprengisand og síðan austur um Ódáðahraun til Möðrudals á Fjalli og þann veg hafði Oddur biskup nokkr- um sinnum riðið á hans Austfjarðavísitazíur. Fékk hann sér jafnan vissan leiðsagnara yfir hraunið að austan, sem honum skyldi mæta við Kiðagil (svokallað, fyrir norðan Sprengi- sand) á tilteknum degi. Var til þess venjulega nefndur gamall bóndi félítill, kallaður Barna- Þórður. A efri árum herra Odds, er hann reið í sagða visitazíu, var enn nú ætlað til fylgdar Þórðar yfir hraunið, en fyrir einhveija orsök bar af því að biskup kom ekki í Kiðagil á til- settum tíma. Kom Þórður að sönnu á ákveðnum degi, en gat ekki beðið biskups þar lengi fram yfir hann sökum matarleysis, setti þó upp aug- ljóst merki við uppþornað moldarflag eður tjarnarstæði, að hann hefði þar verið, og ritaði með staf sínum þetta: Biskups hef ég beðið með raun og bitið lítinn kost. Aður en ég lagði á Ódáðahraun át ég lítinn ost. Skömmu eftir burtför Þórðar komu biskup og hans menn, lásu vísuna og sáu að ekki var upp á hans fylgd að stóla. Voru biskupssveinar í þá daga öngvir aukvisar. Þótti þeim langsamt að krækja norður til Mývatna og þaðan að ríða austur til Möðrudals, telja þeir biskupinn á að leggja yfir hraunið, kváðust vilja voga á með hans tilsjá og eftirtekt um veginn, að við hon- um ranka muni. Ræðst það af fyrir þeirra umtölur að lagt er á hraunið, en biskup segir og sýnir leiðarstefnuna. Er þetta hraun sagt að sé öræfisvíðátta, þó víða grasi vaxið með engum merkilegum kenni- leitum, en vegalengdin beinleiðis yfir hraunið svari áfanga. Sem þeir voru komnir austur yfír hraunið sló yfir þoku, svo þeir vissu ei hvað þeir fóru eða stefndu; fóru svo lengi vill- ir vegar, þar til þeir þóttust finna reykjarlykt, riðu eftir henni, til þess verður fyrir þeim kot- bær, nokkurt fólk, karlmenn og konur, og nokkur málnyta. Nam biskup þar staðar, lét tjalda og hafði náttstað, bannaði mönnum sín- um að grennslast freklega um háttu þessa fólks og lét suma vaka um nóttina. Var honum veittur góður greiði og jafnvel honum sjálfum borinn mjöður og framandi drykkur. Var þetta fólk hvorki ómannlegt né heldur þess búnaður. Daginn eftir fylgdi bóndinn biskupi á rétta leið yfír hraunið og Jökulsá slysalaust. Riðu þeir báðir saman undan um daginn, svo enginn vissi þeirra samtal. Að skilnaði gaf bóndinn biskupi vænan hest, er síðan var kallaður Bisk- ups-Gráni. Bannaði biskup að segja margt af þessu. En sögu þessa heyrði ég af mínum sæla föður á æskuárum mínum og af séra Helga presti og svo merkum manni. Hermdu þeir hana báðir eftir séra Grími á Húsafelli Jónssyni, föður séra Helga, sem í þessari ferð var sveinn og fylgjari Odds biskups. Meintist þetta ekki vera illvirkjar, heldur sakafólk fyrir kvennamál til að forðast straff." Sumarið 1779 „visiteraði“ Hannes Finnsson Skálholtsbiskup Austfírði. Skýrsla hans um þessa ferð er til. Þar segir svo m.a.: „Hinn 28. dag júlímánaðar 1779 ferðaðist ég frá biskupssetrinu Skálholti um mjög lang- an og torsóttan veg, kallaðan Sprengisand, sem vegna lengdar sinnar, alls 30-40 mílur, hættu- legra áa og 10 mílna langs kafla, þar sem hvergi sést stingandi strá, var um fjóra ára- tugi því sem næst aldrei farinn, en hefur nú hin síðustu ár verið farinn að nýju af fáeinum mönnum. Enda þótt ég færi þenna hættulega gagnveg, kom ég ekki á fyrsta kirkjustaðinn í Múlasýslu, Möðrudal, fyrr en að kveldi hins 5. ágústsmánaðar og skoðaði kirkjuna þar daginn eftir 6. ágúst.“ Um 1700 voru mikil harðindi í landinu og stóra-bóla heijaði á landsmenn á fyrsta tug 18. aldar og felldi um þriðjung þeirra. Þá féllu niður ferðir manna um Sprengisand og í hugum margra var leiðin týnd, þó sú hafí ekki verið raunin, þegar rýnt er í gamlar heimildir. Talið er að á árunum 1740-1772 hafi engir ferða- menn farið þar um. En árið 1772 reið Einar Brynjólfsson á Stóra-Núpi norður um Sprengi- sand til Mývatnssveitar og þá varð leiðin kunn á nýjan leik. Á fyrri hluta 19. aldar fjölgaði ferðum manna um Sprengisand að mun og þá skýrðist leiðin. Sumarið 1839 átti Björn Gunnlaugsson kennari og landkönnuður leið um þetta svæði og gaf hann greinargóða lýsingu á staðháttum. Sumarið 1858 fór þýski prófessorinn dr. Konrad Maurer um Sprengisand og lýsir þeirri ferð skemmtilega í ferðabók sinni. Um haustið sama ár hélt séra Skúli Gíslason prestur á Stóra-Núpi norður í land til fjár- kaupa, en á þeim árum heijaði fjárkláði á Suðurlandi. Þeir ráku féð, sem þeir keyptu sömu leið til baka og komust giftusamlega með allan fjárhópinn á leiðarenda. Og svo var það sumarið 1861 sem Grímur Thomsen skáld átti leið um þessar slóðir ásamt Magnúsi Stephensen, síðar landshöfðingja og fleiri mönnum innlendum og erlendum. Án vafa fékk hann þá hugmyndina að hinu fræga kvæði Á Sprengisandi, sem minnt er á í upp- hafi þessarar greinar. Sumarið 1831 var, að tilhlutan Bjarna Thor- arensens amtmanns og skálds, stofnað félag, sem hafði það að markmiði að „ryðja þá fjall- vegi, sem liggja landsfjórðunga á milli ... fjölga vörðum á vetrarvegum og byggja á þeim sæluhús hvar þurfa þykir“. Þetta félag lagði fram nokkurt fé til vega- bóta um Vatnahjallaveg en þegar það lognað- ist út af um 1840 munu engar vegabætur hafa verið unnar á þessu svæði fyrr en í lok aldarinnar að frumkvæði danska höfuðsmanns- ins Daniels Bruun. Fór hann yfír Sprengisand árið 1897 og kannaði staðhætti. Lagði hann síðan fram tillögur um leiðarmerkingar er voru samþykktar. Á næstu árum var leiðin vörðuð milli Bárðardals og Þjórsárdals. Lauk því verki 1907. Hér segir Irá Fialla-Eyvindi og Höllu Enginn fer svo yfir Sprengisand að honum verði ekki hugsað til Eyvindar Jónssonar (Fjalla-Eyvindar) og Höllu konu hans. Þótt nútímamönnum sé með öllu óskiljanlegt, hvern- ig þau gátu dregið fram lífíð á þessum stað, eru til skjalfestar heimildir um að þau hafi búið í Eyvindarveri um nokkurn tíma og við Hreysis- kvísl voru þau handtekin. Til þess lágu atvik, sem nú skal greina. í ágúst árið 1772 fór Einar Brynjólfsson frá Stóra-Núpi, sem fyrr er nefndur, við 5. mann um Sprengisand norður í Mývatnssveit. Voru þeir með 40 hesta. Þeir gistu undir Biskups- þúfu. Skömmu eftir að þeir lögðu upp frá næturstað komu þeir að kofatóttum, sem báru þess greinileg merki að nýlega hafði verið búið í þeim. Þaðan lá slóð, sem þeir fylgdu um stund. Í skýrslu, sem Einar gaf síðar um ferðina seg- ir hann svo: „Brátt komum við að smálæk með dálitlum grasteygingum báðum megin. Með honum lá brautin og fylgdum við henni, uns við komum auga á nokkra kofa, og skammt þaðan var stijálingur af búfé. Ég hlóð þegar skammbyssu þá, er ég hafði meðferðis, en þar sem fylgdarmenn mínir höfðu engin vopn í höndum, gripu þeir stafi sína og tjaldsúlur. Við fórum svo fyrir lestinni og sáum tvo menn ganga á brott frá kofunum, en er við sóttum eftir þeim, sneri annar aftur og kom okkur í móti, varpaði þó fyrst frá sér því, sem hann hafði haldið á, nálgaðist síðan og heils- aði hvetjum okkar. Ég spurði hann þegar um nafn hans en hann svaraði: „Ég heiti Jón.“ En er ég neitaði, að það væri hans rétta nafn, svaraði hann: „Ef ég á að segja sannleikann, þá er mitt rétta nafn Eyvindur Jónsson." Hin persónan sem klædd var skinnúlpu var kona hans og kom hún einnig til okkar. Þau báðu okkur innilega að mega halda lífi og griðum. Ég spurði Eyvind, hvar hestar þeir væru sem hann hefði, en hann bauðst þegar til að sækja þá. Ég neitaði því, og benti hann á hvar þeir væru. Þangað fór ég við annan mann og fund- um við fjóra hesta í hafti, (svo þeir stryki ekki skyndilega), en hófar þeirra voru mjög gengnir. Við tókum þau bæði með okkur, svo og hestana og héldum frá hreysi þeirra hálfri stundu fyrir hádegi.“ Þeir félagar fóru með Höllu og Eyvind norð- ur í Mývatnssveit. Þaðan strauk Eyvindur fljót- lega, komst í hreysi sitt og náði þar ýmsu verðmætu, sem hann hafði á brott með sér. Höfundur er kennari. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997 4- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.